Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 26. september 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Skipbrot frjáls- hyggjunnar Gengisfall sterlingspundsins er enn eitt dæmið um skipbrot efnahagsstefnunnar sem kennd er við frjálshyggju. Hún boðar algjört afskiptaleysi ríkis- valdsins af atvinnuvegunum. Á annan áratug hefur þessari frjálshyggjustefnu verið fylgt í Bandaríkjun- um og Bretlandi, en í þessum tveimur ríkjum er efnahagsvandinn hvað mestur á Vesturlöndum. Þrátt fyrir þessi augljósu sannindi og að í ljós er komið að kenningar frjálshyggjunnar geta ekki leyst þann efnahagsvanda, sem steðjar að nútíma samfé- lagi, boðar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins stefnu, sem hefur mistekist þar sem hún hefur verið framkvæmd. í þessum efnum er rík- isstjómin kaþólskari en páfínn. Á meðan blæðir at- vinnuvegum þjóðarinnar. Einkenni á efnahagslífí í Bandaríkjunum og Bret- landi er viðvarandi atvinnuleysi, dræmur hagvöxtur og sveiflukenndur gjaldmiðill. Frjálshyggjan hefur ekki verið þess megnug að tryggja árangur sem skapar þjóðunum betri afkomu, í neinum af þessum grundvallarþáttum nútíma hagkerfis. Öðrum ríkjum, sem ekki hafa ánetjast sveiflunum til vinstri og hægri en staðið vörð um hið blandaða hagkerfi hefur vegnað betur. Hér nægir að nefna Frakkland, Þýskaland og fleiri ríki Norður-Evrópu. Þar hafa stjórnmálamenn ekki fest sig í kreddum eða kennisetningum, heldur verið trúir því blandaða hagkerfí sem skilar mestri velferð almennings í bráð og lengd. Til skamms tíma var álitið að allir íslensku stjóm- málaflokkarnir aðhylltust blandað hagkerfi, en létu ekki trúarsetningar á borð við frjálshyggjuna villa sér sýn. Við myndun núverandi ríkisstjórnar kom annað á daginn, og hefur þjóðin fengið að súpa seyð- ið af því allt frá þeim tíma sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var mynduð. Nú hefur dýrmætur tími farið til spillis, vegna þess að á annað ár hefur ríkisstjórnin verið upptekin af því að útmála svokallaðan fortíðarvanda og ala á svartsýni með þjóðinni. Þannig átti að skapa jarðveg til þess að beita aðferðum frjálshyggjunnar í íslensk- um efnahagsmálum. Nú hafa orðið örlítil þáttaskil og ríkisstjórnin hefur nýlega boðað aukningu opinberra framkvæmda á næstu þremur árum, til þess að vega upp á móti þeim mikla efnahagssamdrætti sem við er að etja. Þetta mun duga skammt, en er þó vottur um það að ríkisstjórnin hefur áttað sig á því að svartsýnisraus ráðherranna og bölmóður þeirra hefur gengið ein- um of langt, því þeir hafa náð að slökkva þann von- ar- og athafnaneista, sem hefur reynst þjóðinni best á þrengingatímum. Þann neista kann að verða erfitt að tendra að nýju. Atli Magnússon Jóel skipstjóri stígur í brúna „Duglegur maður hann Bjarni," var haft eftir eitt sinn víðkunnum skipstjóra og útgerðarhöldi, þeg- ar stýrimaður hans um borð fór slíkum hamförum við að ná inn troilinu að hann rak hausinn í járngöndul og rotaðist. Þetta var verklag sem menn kunnu að meta á sjó á fyrri áratugum aldar- innar og hélst aðdáun á slíku lengi eftir að vökulög og fleiri annálaðar réttarbætur komu til sögu. Menn virtu og dáðu dugnað og sagt er að þeir sem ferlegastir voru ásýndum þegar þeir stigu upp úr tjörulestunum á þessum kláfum hafi verið eft- irlæti skipstjóra sinna og annarra yfirboðinna. Eins er hermt að það hafi þótt sönnun um dugnað að geta orgað svo hátt í „Halaveðrum" þessara tíma að heyrðist á milli gálga. Aðrir skipsmenn, þeir sem ekki veittist sú náð að komast í tjöru- lest eða voru ekki þeir raddmenn að þeir yfirgnæfðu æstustu stormhviður, fylltust vitanlega öf- und: Þeir buldruðu um það sín í milli að „dugnaður" þeirra í tjör- unni væri ekki annar en sá að þeir reyndu að maka henni utan á sig eins og þeir best gætu og að eftir hljóðabelgina lægi lítið annað en ópin. En þetta fór lágt, því sá sem með réttu eða röngu sýndist verklítill eða sérhlífinn varð ekki langlífur í skiprúmi. Á nútíma- máli mundi þetta heita að skip- stjórar völdu sér þann mannskap sem stuðlaði að mestri framleiðni og eins og gengur reyndu menn að sanna að þeir væru gripir sem borgaði sig að brúka — og beittu þá stundum smábrögðum til að blekkja verkkaupann. Breyttur aldarandi En svo breyttist aldarandinn: Al- menn kjör bötnuðu og félags- málalöggjöf varð mannúðlegri. Tækni og tæki tóku að létta störf- in. Ailt varð þetta til þess að veg- semd dugnaðar fór mjög dvínandi — og skyndilega þótti skömm en ekki sómi að skítnum. Þeir sem fyrrum hefðu gerst tjörulestar- menn fara nú kannske í leikskól- ann og stefna í undirmeðvitund- inni á hlutverk hins kolsvarta Ot- helló. Raddmennirnir sem áður unnu sér svo mikið álit í storm- unum á Deildargrunni fara í söngskóla í von um að hljóð þeirra fái að njóta sín uppi í rán- um á „Hollendingum fljúgandi" fremur en úti við lunninguna á Tryggva gamla. En oft er sagt að skel menning- arinnar sé aðeins þunnt lag og að ekki þurfi að grafa djúpt svo „fornar dyggðir" komi fram í dagsljósið að nýju. Og nú lifum við þá tíma að það er farið að ía að því aftur að ekki liggi svo mik- ið eftir hann þennan eða hinn og stundum er um að ræða stóran part af starfsliði heilla vinnu- staða. Það er enn tekið að hyggja að hvort ekki sé mál til komið að láta nokkra durta hjá fyrirtækj- um „fá pokann sinn“ og skutía þeim upp á bryggjuna við næstu hentugleika. Þetta gerist þó ekki lengur með þeim skörungsskap sem tíðkaðist á fleyjum tjörulest- anna og stormviðranna þegar skipstjórar á skipum með nöfn- um eins og Belgaum, Skalla- grímur eða Þórólfur kvöddu leti- blóðin með duglegum löðrungi og léttu þeim svo landgönguna með því að taka í hálsmálið á þeim og lyfta þeim yfir borð- stokkinn. Nei, tími þeirra ótta- legu karla er liðinn, enda þótti kennsluefnið full einfalt í þeim „stjórnunarskóla," sem þeir námu við. Þeir sem nú er tekið að ofbjóða dugnaðarleysið á vinnulýðnum eiga mörg kvöld- námskeið í nýtísku „stjórnun" að baki. Þeir eru með silkimjúkar hendur og tala minnst þrjú tungumál — þótt þeir mæli ann- ars sem allra fæst orð: Faxtæki og símboðar spara þeim slíkt ómak. Þeir leggja því vitanlega ekki hendur á fólk, en eru af- dráttarlausir er til ákvarðana kemur samt — og ekki miklu síðri en gömlu skipstjórarnir, þótt breytt sé um aðferðir. Það að „fá pokann" heitir nú til dags „hagræðing." Kvaðningin um að koma sér í land berst ekki með kjaftshögg í kaupbæti, heldur í snotru bréfi, skrifuðu með níu- nála tölvuprentara eða leysi- prentara og er þá kannske í lit. „Pokann" fá menn því afhentan í einslags skrautumbúðum og vantar þá ekkert nema að koss fýlgi. Þetta hafa menn lært á námskeiðunum í nútíma „stjórn- un“. „Heiðurskarlarnir“ ganga aftur En þegar hinar af rósum ilm- andi umbúðir hafa verið lagðar til hliðar er innihaldið þess kon- ar að þeir elstu í hópi karlanna á elliheimilinu Hrafnistu mundu óðara bera kennsl á það: Það er krafan um metafköst og met- dugnað. Út úr umbúðunum koma nefnilega sverir úln- liðirnir á Jóel skipstjóra á Skallagrími og „heiður- skörlunum" félögum hans, sem ekki máttu vamm sitt vita þegar hagur og af- koma „reiðarans" var annars veg- ar. Aðeins þeim sem ákafast ata sig tjörunni og hæst orga verður hlíft — og að þessu sinni mun þeim ekki duga að sýnast. Nú- tíma „stjórnun" er löngu búin að sjá við slíkum bellibrögðum. „Hagræðingin" er gengin í garð og nú skulu þeir afkasta því fimm sem tíu var ætlað að vinna áður. „Dekkið" er kannske ekki annað en kontór, en það kemur í sama stað niður. Menn þurfa ekki að láta segja sér það sem við blasir: Alls staðar er verið að hætta að gera út og þá er víst hollara að passa upp á plássið sitt! Sumir grúfa sig hoknir yfir tölvuskjái eða höfuðbækur og þora varla á klósettið meðan þeir sem þora að vonast eftir einhverjum frama reyna að reka upp dugnaðarösk- ur af og til eða láta húsbændurn- ar sjá að hendurnar á þeim eru ataðar bleki af tölvuprentaranum — tjörulest nútímamannsins. Meira að segja á Alþingi heyrist að fækkað verði á dekkinu eins og í frmahaldi af því að á dögun- um tók Kjaradómur lifrarhlut þarin af þingmönnum sem þeim var ætlaður. Séu þessi tíðindi rétt er þeim góðu mönnum betra að fara að bretta upp ermarnar. Er því að vænta að einhverjir þeirra taki að brýna raustina heldur en ekki á næstunni, en stormar óstæðir geisa í þjóðmálunum. Þeim sem hyggjast halda sæti sínu mun vissulega hollast að láta í sér bylja svo heyrist „gálga á milli,“ og slógdraga frumvörpin svo ótt og títt að hæstvirtur „reiðarinn" þykist mega vel við una.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.