Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. september 1992 180. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- VSÍ hafnar geröum samningí við Félag járniðnaðarmanna: Alls ekkert aö marka undirskrift samninga? Framkvæmdastjóm Vinnu- veitendasambands íslands hefur lýst því yfir meö bréfi til Félags járniðnaðarmanna að undirritaður kjarasamningur þess við félagið frá 1. septem- ber sl. hafi ekki kornist á, en samningurinn var samþykktur einróma i fundi Félags jára- iðnaðarmanna þann 22. sept- embersl. öra Friðriksson, formaður Félags jámiðnaðarmanna og varaforseti Alþýðusambands íslands, segir að með þessu sé VSÍ að brydda upp á nýjum að- ferðum við gerð kjarasamn- inga þar sem ekkert virðist vera að marka undirskrift þeirra. Hann segir að framhald málsins sé ( höndum ríkls- sáttasemjara enda verði að líta svo að framkvæmdastjóra VSÍ hafi fellt gerðan samning við járniðnaðarmenn. „Þelrri vinnuregiu hefur verið fram- fylgt f gegnum árin að samn- ingamenn mæla eindregið með samþykkt samnings eins og þeir hafa undirritað hann. Á því byggist það traust sem nauðsynlegt er við samninga- gerð,“ segir öra Friðriksson. Það sem elnkum veldur þess- um sinnaskiptum VSÍ er 2. gr. samningsins sem kveður á um það að laun umfram kauptaxta haldf gildi sínu. Þetta atriði hefur löngum verið eltt helsta barittumál Félags járalðnað- armanna og fleiri verkalýðsfé- iaga. Nokkru eftir undirrituu samningsins gerðist hið óvenjulega að aðilar sem ekki voru við samningagcrðina voru uppi með túlkanir um samkomuiagið í fjöimiðlum og í framhaldi af því gerði VSÍ kröfu um að þessi grein samn- ingsins hefði tímabundið gildi og væri ekki hluti af kjara- samningnum, en því hafnaði Félag járaiðnaðarmanna enda um grundvallaratriði að neða f samningnum. -gth NORSTAR símo Northern símakerfi Símakerfið er og 16 innanhússlínur. hagstæðu verði. nöfsíaf kemur þér stroi í somband \i Jramtíðino northom fclccom PÓSTUR OG SfMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og póst- og símstöðvar um land allt Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tilgangslaust að reyna að gera samninga við stjórnvöld. Þau svíki alla samninga: Sveitarfélögin hafa í hótunum við stiómvöld Stjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi á Egilsstöðum í gær að gera hlé á störfum sveitarfélaganefndar sem m.a. vinnur að tillög- um um sameiningu sveitarfélaga, á meðan stjóravöld hafi uppi áform um að tjúfa samninga sem ríkisvaldið gerði við sveitarfélögin um endurgreiðsl- ur á virðisaukaskatti. Stjórn sambandsins telur tilgangslítið að leggja vinnu í flókna samningsgerð sem engin trygging er fyrir að stjóravöld standi við. Sveitarfélaganeftidin vinnur að til- lögum um umdæmi sveitarfélaga, tekjustofna þeirra, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og aðgerðir ríkisvalds til að auðvelda samein- ingu sveitarfélaga. Ríkisstjómin hefur lagt mikla áherslu á að tillög- um þessarar nefndar verði hmndið í framkvæmd á kjörtímabilinu. Fé- lagsmálaráðherra hefur t.d. lagt til að kosið verði í ný og sameinuð sveitarfélög í næstu sveitarstjómar- kosningum sem fram eiga að fara 1994. Ástæðan fyrir því að samtök sveit- arfélaga ætía að slíta þessari vinnu að sinni a.m.k. er að þau treysta ekki lengur samningum sem stjómvöld hafa gert við þau. Árið 1990 var gerður samningur um endur- greiðslu á virðisaukaskatti af snjó- mokstri, sorphirðu o.fl. Nú hefur ríkisstjómin ákveðið að rifta þessum samningi einhliða og hætta endur- greiðslum. Endurgreiðslumar nema um 600 milljónum á ári. Þetta er svipuð upphæð og lögguskatturinn svokall- aði skilaði í ríkissjóð. í ályktun stjómar sambandsins sveitarfélaga segir að þessi aðgerð ríkisstjómarinnar muni leiða til verulegrar hækkunar á aðföngum til hitaveitna, sem leiða muni til verulegrar hækkunar á húshitunar- kostnaði og leggjast þyngst á þá sem búa við hærra orkuverð. Þess er krafist að ríkisstjómin dragi tillögur sínar til baka. Það sé alger forsenda fyrir frekari samningsgerð milli rík- isins og sveitarfélaganna. -EÓ Sálí gömlum bíl- koppum „Það var sál í gömlu bílkoppun- um,“ segir Þorvaldur Nordahl sem er fertugur og betur þekktur undir nafninu Valdi koppasali. í tilefhi dagsins ætla meðlimir Fombfla- klúbbsins að 'bjóða afmælisbam- inu í bflferð og kaffisamsæti. Allt frá árinu 1963 hefur Valdi safnað bflkoppum og selL Fyrsti koppurinn var af Benzbifreið en nú fylla allar mögulegar gerðir af koppum gamalt útihús við bæinn Hólm við samnefnda á í nágrenni Reykjavíkur. Þegar Tíminn leit inn hjá afmæl- isbaminu var hann hinn ánægð- asti með aldurinn og viðskiptin í Þorvaldur Nordahl. gegnum tíðina. Mest segist hann hafa selt af bflkoppum á bifreiða- .tegundinrar Skoda og Volkswagen. Greinilegt er samt að honum þykir miklu meira koma til gömlu bfl- koppanna en þeirra nýju sem hon- um finnst vera hálfgert pappadrasl. Einn af þeim allra elstu er af teg- undinni Chervolet árgerð 1940. Vænst þykir Valda samt um bfl- kopp af Chervolet árgerð 1955 og hann segir að sá koppur sé alls ekki til sölu. Afmælisbarnið vill minna fólk á sig ef það er í vandræðum með að losna við gamla bflkoppa. „Það má tala við mig en ekki okra á mér,“ sagði Valdi að lokum. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.