Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 8
8 Tlminn Laugardagur 26. september 1992 Afganistan á það sam- merkt með Sómalíu að það er ríki í upplausn. í umræddu Mið-Asíu- landi eigast við stríðs- herrar, þjóðir, strangtrú- aðir og tiltölulega hóf- samir múslímar, súnnar og sjítar, ættkvíslir og einskonar stjórnmála- menn. Grannríkin eru flækt í þennan marg- slungna ófrið og gerir það að verkum að líkur eru á að hann breiðist út, með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Afganir eru, líkt og Sómalir, á einskonar sögualdarstigi í félags: og atvinnumálum. í þannig samfélögum eru meiri eða minni vígaferli, inn og út á við eftir atvikum, gjarnan „eðlilegur" liður félags- og atvinnulífs, eins og var á Norðurlöndum til loka víkingaaldar. Dostam: tækifærissinni sem geröi Úsbeka voldugri í Afganistan en þeir hafa nokkru sinni áöur veriö. NÝ ÞJÓÐRIKI ( SIGLINGU ( MIÐ UPP- -ASÍU Berist skyndilega mikið magn vopna, skæðari kannski en landsmenn áður hafa haft tök á að afla sér, inn f slfk sam- félög án þess að dregið hafi úr hefð- bundnum hemaðaranda, er nokkur hætta á að svo fari sem raun hefiir á orð- ið f Sómalíu og Afganistan: að vfgaferlin verði að iliviðráðanlegu og stórskæðu stríði „allra gegn öllum“. Mujahedin beijast inn- byrðis Mikil vopnaeign manna í síðamefhda landinu er eins og í Sómalíu arfur frá kalda stríðinu, sem þar varð heitt Sovét- ríkin vörðu fylgislitla skjólstæðinga sfna, meðan þeir töldust vera ríkisstjóm landsins, falli með þvf að birgja þá ótæpi- lega upp að vopnum. Bandaríkin vopn- uðu á móti mujahedin, skæruliða þá afg- anska er börðust gegn Sovétmönnum og innlendum fylgifiskum þeirra. Bar- áttan gegn stórveldinu og guðlausum kommúnisma þess undir grænum fána islams sameinaði landsmenn að vissu marki, en ekki var hin kommúníska Ka- búlstjóm fýrr fallin (í apríl s.l.) en búið var með þá samstöðu. Stríðið, sem stað- ið hafði í fjórtán ár, hélt áfram eins og ekkert hefði ískorist, með þeirri breyt- ingu að nú börðust sigursæíir mujahed- in innbyrðis. Fjandskapurinn við Rússa og innlenda skjólstæðinga þeirra reynd- ist sem sé hafa verið eina sameiningar- aflið. Sjaldan í sögunni hefur raunar verið um mikla samstöðu að ræða með fólki á því landsvæði, sem síðustu aldimar hef- ur verið kallað Afganistan. Landsmenn eru enn sfður ein þjóð en Sómalir; era að vfsu eins og þeir langflestir islamstrú- ar, en eins og hjá Sómölum er hollusta þeirra flestra fyrst og fremst tengd ætt- um og ættkvíslum. Margt það í fomum hefðum afganskra ættkvfsla, sem á sér rætur í grárri fomeskju heiðni og zara- þústrusiðar, er þarlendis talið til islams, svo sem til að hafa á því nauðsynlegan gæðastimpil. Pústúnar, Tádsjíkar, Úsbekar Ólfkt Sómölum skiptast Afganir þar að auki í þjóðir. Þeirra helstar era: Pústúnar (Pastúnar, Pathanar), íransk- ir að máli og á að giska um 40% land- manna, sem samkvæmt nýlegri ágiskun era um 16 miljónir. Þeir era af sjálfum sér og sumum öðrum kallaðir „hinir eig- inlegu Afganiri', enda hafa æðstu menn afganska ríkisins, allt ftá stofriun þess um miðja 18. öld, flestir verið af þvf þjóðemi. Á það jafnt við um konunga þá er sátu í Kabúl þar til lýðveldi var stofn- að 1973 og foringja kommúnista, sem náðu völdum með stjómarbyltingu 1978. Pústúnar hafa um langan aldur verið taldir með herskárri þjóðum. Tádsjíkar, sem búa einkum norðaustan- lands, hafa löngum verið næstatkvæða- mesta þjóð iandsins. Þeir era og íranskir og mál þeirra persneska, ríkismál írans. Margt persneskumælandi fólk í miðju landi og vestanverðu er oft talið til Thd- sjfka, en sumir ftóðleiksmenn um land- ið telja það rangL Ættbálkahyggjan er einnig mikil með Tádsjíkum og öðrum persneskumælandi Afgönum, þó ekki eins mikil og hjá Pústúnum. Þeir pers- neskumælandi hafa og orð fyrir að vera heldur meiri friðsemdarmenn en Pús- túnar, búa tiltölulega margir í borgum (Ld. Kabúl) og stunda ófáir verslun. í miðhluta norðurlandsins era Úsbekar, sem tala tyrkneskt mál, flölmennastir þjóða og fer af þeim orð fyrir allnokkum hemaðaranda, ekki síður en Pústúnum. í hálendinu f miðju landi búa Hasarar, sem flestir era sjftar að trú, en með öðr- um helstu þjóðum landsins era súnnar í meirihluta. Hasarar, sem tala persnesku, skera sig og úr landsmönnum yfirleitt vegna útlitsins, sem er mongólskt Aðrir Iandsmenn era margir óvenju hávaxnir, miðað við það sem gerist f Asíu, og gjaman stórskomir og stórbeinóttir. Helmingur Pústúna í Pakistan Konungar pústúnskrar ættar, sem Hekmatjar: nóg af eldflaugum og engin stríösþreyta. studdust einkum við sína þjóð, vora helsta sameiningarafl Afganistans með- an þeir vora og hétu, og þó sjaldnast ör- uggir í sessi. Síðan sameinaði andstaðan við kommúnfska Kabúlstjóm og Rússa landsmenn um hríð, svo sem fyrr var getið. Nú, þegar ekki er til að dreifa neinu sem landsmenn sjá ástæðu til að sameinast með eða á móti, era þeir a.m.k. eins sundraðir og þeir vora fyrir stofhun afganska ríkisins fyrir um 250 áram. Varla þó eins sundraðir og Sómal- ir, því að meðal íbúa Afganistans gætir tilhneigingar til að síimeinast eftir þjóð- emum og tungumálum, og þá ekki ein- ungis innanlands, heldur og fólki sama þjóðemis utan landamæra. Þetta þýðir ekki einungis líkur á því að Afganistan verði formlega lagt niður sem ríki, heldur og að gífurlegt rask komist á landamærin sunnan- og vest- anvert í Mið-Asiu og þar sem Vestur- og Suður-Asía koma saman. Tálið er að aðeins um helmingur Pús- túna búi í Afganistan; hinir era þorri íbúa f fjallahéraðunum norðvestan til í Pakistan. Sameinist allir eða flestir Pús- túnar í eitt ríki, myndi Pakistan með því minnka næstum um helming að flatar- máli. Tádsjíkar era aðalþjóðin í sovétlýð- veldi því fyrrverandi, er við þá er kennt Röggsemi nýju Kabúlstjórnarinnar: afbrotamenn hengdir á almannafæri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.