Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. september 1992 Tíminn 15 firði (er síðar nefndi sig Thoroddi) fékk leyfi til þess að ganga undir próf hjá Jóni Magnússyni stíftprófasti hinn 6. júní 1755. En hann stóðst ekki prófið og var þá tekinn í skólann aftur. Hann varð stúdent 26. apríl 1757 með góðum vitnisburði. Hann sigldi síðan tíl há- skólans í Kaupmannahöfn og lagði stund á náttúrufræði, búfræði og hag- fræði. Árin 1773-79 var hann í Svfþjóð á kostnað stjómarinnar að búnaðar- og náttúrufræðinámi og naut þá meðal annars kennslu hins fræga Linnés grasafræðings. Ætlaði stjómin að gera hann að umsjónarmanni með búnaðar- málum fslands, en það fórst þó fyrir. Hann andaðist í Ólafsfirði ógiftur og bamlaus 1797. Jón Helgason var frá Svertíngsstöð- um f Eyjafirði. Stefán Bjömsson gaf honum dágott próf, en síðan gekk hann undir stúdentspróf 26. maí 1755 og út- skrifaðist þá með svipuðum vitnis- burði. Varð fyrst djákn á Grenjaðarstað, en sigidi svo tíl háskólans og lauk þar lagaprófi 1759. Fékk hann svo Austur- Skaftafellssýslu og bjó lengstum að Hoffelli í Homafirði. Lentí hann í mikl- um málaferlum. Var hann seinast dæmdur frá embættí af Alþingi því, er háð var í Hólavallarskóla 1799, þá á átt- ræðisaldri. Er mælt, að hann hafi hrækt á borðið er dómurinn var lesinn og áfrýjaði svo tíl hæstaréttar, en þar var dómurinn staðfestur. Jón dó 1809. Jón Jónsson var sonur Jóns Sveins- sonar bónda á Bakka á Tjömesi. Hann ætlaði að ganga undir próf hjá stíftpró- fastí 6. júní 1755, en reyndist þá svo lé- Iegur námsmaður, að stíftprófastur taldi hann óhæfan tíl prófs. Við það hvarf Jón af menntabrautínni og gerð- ist síðar bóndi á Ási f Kelduhverfi og var kallaður „hinn lærði", lfklega f skopi, vegna þess að hann hafði ekki náð prófi. Sonur hans var hinn alkunni Mála- Davíð á Hofi í Öræfum. Viösjár á Hólastaö Nú hafa verið viðsjár miklar á Hólum, og þessir fiórir skólapiltar hafa verið eins og milli steins og sleggju. Skóla- meistari hafði þröngvað upp á þá próf- skírteini, sem hann taldi að þeir gætí notað eftír eigin vild tíl þess að koma sér áfram. En hinn settí biskup hafði dæmt þessi skírteini ólögleg. Skóla- meistari vill ekki kenna, þar sem engir lærisveinar em í skólanum að hans dómi. En Jón Magnússon stíftprófastur segir, að piltar verði að halda áfram námi. Espólín segir þá sögu, að dregið hafi tíl stærri atburða, og er frásögn hans á þessa leið: Æitt sinn er þeir (þ.e. skólameistari og stíftprófastur) ræddu um þetta í kvöld- rökkri á Hólum, var ráðist á stíftprófast f myrkrinu, og ætluðu menn skóla- sveina þessa tíl hafða. Bað hann að kveikja ljós, en þröng var mikil og var ljósið slökkt jafnóðum og það kom upp. En prófastur náði handfestí í ýmsum stöðum, og komu þeir honum eigi undir." Jón Magnússon var hið mesta afar- menni tíl burða, og hefir það ekki verið á færi smámenna að lenda í greipum hans. En ekki er vitað, hvort saga þessi er sönn. Hennar er hvergi getíð síðar þegar málaferli verða út af einræði Steféns skólameistara. Reknir brott Bjöm Markússon lögmaður virðist hafa haft sérstöðu í þessu máli, því að eftír nýár lætur hann ráðsmann staðar- ins, Þorkel Þórðarson, tilkynna piltum, að þeir verði að hafa sig á brott þaðan fyrir 20. janúar, og frá þeim degi fói þeir þar ekki fæði, vegna þess að þeir séu þegar útskrifaðir. Piltum þóttí að vonum hart að búa undir þessu. Þrír þeirra (Þórður er ekki með) rita svo lögmanni bréf út af þessu og þykir sinn hlutur mjög fyrir borð borinn. Telja þeir það ekíd sína sök, að þeir hafi verið útskrifaðir „svo hastar- lega“, og mundi það alls ekki hafa skeð, ef skólinn hefði starfað tíl fardaga, eins og fyrirskipað sé. En með því að vera reknir úr skóla séu þeir sviptír ölmusu, eftír aðeins 12 vikna dvöl í skólanum þennan vetur. „Vitum vér ekki með hverju vér höfum kóngsins ölmusu af oss brotíð, að vér hennar ei njóta mátt- SIEMENS um inntíl ásetts tíma. Þess vegna er vor þénustusamleg bæn og alvarleg ósk tíl yðar, að vér annaðhvort féum hér á stólnum að njóta kóngsins ölmusu, kosts og annarrar uppvartningar tíl næstkomandi fardaga, svo vér kunnum liðka oss í lærdómi vorum, eður að þér nú í stað afgreiðið oss vora kostpeninga í þarflegum aurum fyrir þá kóngsins ölmusu, sem af oss óeydd er tíl fardaga, sem og oss tveimur, nefhilega Kristjáni Jóhannssyni og Jóni Helgasyni, fyrir þær níu vikur í fyrra vantar upp á þá reglulegu skólans tíð, þar vér hljótum nú (kannske með afarkostum) að kaupa oss fæði, bæði í þessari harðinda tíð og oss er héðan vísað á þeim óhentugasta árstíma, um hávetur. — Hér af eru tveir genparfar samhljóða, og óskum vér yð- ar skriflega andsvars upp á annað þeirra, sem oss aftur afhendist, því vér ætlumst fyrir (lofi guð) að láta hann koma fyrir fleiri manna augu en þeirra, sem eru yfirráðendur hér á biskups- stólnum." Á annað þetta eintak hefir Bjöm lög- maður skrifað samdægurs: „Hvoru tveggi áður innfærð begæring er afsleg- in þar tíl víðari resolutíon." Prófastur kærír skólameistara Nú er frá því að segja, að eftír miðjan janúar 1755 skrifar Jón stíftprófastur Magnússon amtmanni og kærir Stefén skólameistara. Er bréf hans á þessa leið: „Eftir því sem velæruverðugur skólans rektor hér að Hólum, Stefán Bjöms- son, hefir dimitterað fióra af skólans lærisveinum mótí mínum vilja, vitund og samþykki, og eftir minni meiningu suma af þeim óhæfa, og þrengt þeirri sömu dimission upp á piltana, mót þeirra vilja, samt látíð þá framflytja sína dimissions prédikun hér í dómkirkj- unni í mínu forboði, — með hverju öllu athæfi ofannefndur rektor hefir, eftir sem mér sýnist, stórlega forséð sig í mótí Kgl. skólaforordningu, gert inn- greb f mitt embættí og mig fomærmað, foragtað og læderet, og sýnt sig óhlýð- inn við mig, sitt yfirvald, hvers vegna eg hér með þénustusamlega begeri að hans Velbyrdighed tílsetji og conditueri æruverðan kennimann séra Þorvald Gottskálksson, sóknarprest tíl Mikla- bæjar í Blönduhlíð, að hann í tílhlýði- Iegum stað hér innan Skagafiarðar- sýslu haldi Synodum Provincialem og þar fyrirtaki undir próf og endanlegan dóm þetta svo vaxið málefni í milli mín og rektors." Stefán áfrýjar Magnús Gíslason amtmaður úrskurð- aði í þessu máii, að skólameistari skyldi biðja stíftprófast skriflega um fyrirgefningu og gjalda 20 rdl. tíl skól- ans og sfðan kalla aftur tíl skólans þá pilta, sem hann hefði útskrifað ólög- lega. — Skyldi allt þetta framkvæmt innan mánaðar frá birtíngu úrskurðar- ins. Féllst amtmaður og á, að málið mættí koma fyrir dóm héraðspresta- stefnu. Stefán skólameistari vildi ekki hlíta úrskurði amtmanns, hvorki í því að biðja stíftprófast fyrirgefningar né heldur að kalla pilta aftur tíl skólans. Mál þeirra stíftprófasts kom svo fyrir prestastefnu, sem haldin var í Viðvík 11. júní um sumarið. Þar var skóla- meistari enn dæmdur til þess að biðja prófast fyrirgefningar og skyldi hann auk þess greiða 35 rdl. sekt fyrir að óhlýðnast biskupi, og áttí sú sekt að greiðast innan sex vikna frá dómsupp- sögn. Skólameistari var maður bláfátækur og hafði ekkert til að greiða, og ekki mun hann heldur hafa viljað lítillækka sig svo að biðja stiftprófast fyrirgefn- ingar. Hann tilkynnti því, að hann mundi áfrýja þessum dómi, en ekkert varð úr því. Stefáni vikiö frá Gísli Magnússon tók biskupsvígslu ytra hinn 5. maí þá um vorið. Kom hann svo út og tók við Hólastóli, en Jón Magnússon fékk þá Staðastað, er Gísli biskup hafði áður haldið. Um Gísla biskup er svo sagt: „Honum fór allt vel úr hendi, skólastjóm og kirkju- stjóm. Frá hans tímum er kirkja sú, sem nú er á Hólum (vígð 20. nóv. 1763). Hann var og vel gefinn, góð- menni og örlátur, höfðinglegur og hraustmenni að afli, kennimaður ágætur." Undir þennan mann komu nú málefni Steféns skólameistara. Hann kynntí sér þegar alla málavöxtu og hinn 27. sepL skrifar hann Rantzau greifa, segir sögu málsins og kveðst hafa afráðið að víkja Steféni frá skólanum og em sakargift- imar, sem hann telur upp, þessar: „Við- varandi óhlýðni við æðra yfirvald, brot á skólareglugerðinni, stírfni og ókurt- eisi í framkomu sinni.“ Þó hefir biskup vorkennt Steféni, eins og sjá má á því, sem á eftír fer. Um mánaðamótin nóvember-desem- ber 1755 skrifer Stefén biskupi og rek- ur málaefni frá sínu sjónarmiði. Sendir hann þá jafnframt þá 20 rdl., sem hon- um hafði verið gert að greiða skólan- um, og hefir einhvers staðar fengið þá að láni. Biskup svarar honum aftur tveimur dögum seinna og segir meðal annars í því bréfi: „Eg kann forsikra yður, Monsieur, að yðar grófu og óheyrilegu forseelser gera mér stórt angur, sem áður munn- lega sagt hefi, og ei minna yðar fótæk- dómur. Því er langt ffá að mér sé nokk- ur akkur að sjá yður firrtan að rauna- lausu rektoratínu, eða séuð að öllu brauðlaus, tíl þess líkindi eru, — að eg sendi hér með tíl baka mér af yður tíl- senda 20 rdl., sem tíl skólans eiga að betalast eftir amtmannsins ordre og gengnum dómi að Viðvík, en þó í ótíma greiðist, hverjum peningum þér kunn- ið behalda.... En sökum yðar opförelse og skólapiltanna dimission, þá neyðist eg tíl að brúka það meðal, sem mér er allra náðugast í hendur fengið í slíku tílfelli, svo vel af H. Kgl. Maj. selv, sem hans háa ministerio við kirkju inspecti- ons kollegium." Lætur biskup þessu bréfi svo fylgja uppsögn: „Suspenderist þér hér með ffá hingað tíl af yður administrerandi rektors embættí hér við skólann, með mínu fullkomnu forboði, að þér engin officialia hér eftir í skólanum forréttíð, inntíl þér hafið rekið yðar sök tíl endi- legheita." Fátæki og frægð af mælingafræöi Stefén mun ekki hafa treyst sér tíl að áffýja málinu f tæka tíð, og nú var orð- ið örðugra um er áffýjunarffestur var liðinn. Hann flæmdist því frá skólan- um, fór tíl Kaupmannahafnar og settíst þar að. - - Lifði hann þar „við fótæki og frægð af mælingafræði", segir Espólín. Hann hafði á hendi reikningshald þrí- hymingamælinga hins danska vísinda- félags og vann auk þess að ýmsum sagnaþýðingum fyrir Suhm. Árið 1793 fékk hann heiðursgulipening Kaup- mannahafharháskóla fyrir ritgerðir í stærðfræði, og 1797 varð hann styrk- þegi Ámasjóðs. — Hann fékkst við fomfræði, sá um prentun á Rímbeglu og Hervararsögu. Eftir hann birtust og nokkrar ritgerðir í stjamfræði og stærðffæði. Eru þær flestar á latínu, en nokkrar á íslensku í ritum Lærdóms- listafélagsins. Stefón andaðist í Kaupmannahöfn 15. okL 1798, ógiftur og bamlaus. Rættist á honum eins og mörgum íslending- um, að annað er gæfa en gjörfuleiki. Vegna mikilla hæfileika sinna hafði honum verið falið eitt hið þýðingar- mesta embættí hér á landi, en vegna skapbresta hans og einþykkni fékk hann ekki notíð sfn þar. ísland fékk því eigi að njóta starfskrafta hans og lær- dóms, og eru það hin „meinlegu örlög“, sem skáldið segir að iöngum hafi orðið endir á íslendingasögum. (Frásögn Áraa Óla) Frystikistur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aörar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóö og falleg. Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 ENWOOD Chef er kostagrípur KÍN^OQ *'l / )%:* Fáanlegir aukahlutir: Innifalið í verði: □ Blandari □ Þeytari 0 ‘i,p □ Grænmetisrifjárn □ Hnoðari ' Jt ■.. • V í □ Hakkavél □ Hrærari ■ R ÍW □ Safapressa im 1 □ ICartöfluflysjari Verð kr. 21.575 stgr. HEKLA □ o fl LAUGAVEGI 174 A *.: * *, *. S. 695500/695550

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.