Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 24
AUGLYSINGASIMAR 686300 Askriftarsími Tímans er 686300 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 ^■annel ýO HÖGG- > DEYFAR Verslió hjá fagmönnum varahlutir ] 9 Ií lllillll LAUGARDAGUR 26. SEPT. 1992 Ekki er útilokað að framkvæmdir við byggingu flugskýlis fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli tefjist: Bandaríkin draga úr fram- lagi í Mannvirkjasjóð Nató Bandarikjaþing ákvað í gær að tak- marka greiðslur í Mannvirkjasjóð Nató við 60 milljónir dollara. Ekki eru mörg ár síðan Bandaríkjamenn greiddu yfír 200 milljónir dollara í sjóðinn. Þröstur Ólafsson, aðstoð- armaður utanríkisráðherra, sagði ekki liggja fyrir hvaða áhrif þetta hafí á framkvæmdir hér á landi. „Þetta sýnir okkur svart á hvítu að samdráttur við hemaðarmannvirki í Keflavik er á dagskrá og það er einungis spuming um tíma hve- nær dragið verður enn frekar úr þessum framkvæmdum," sagði Þröstur. KOPAVOGSHÆLI BREYTIR UM NAFN OG MARKMIÐ Bandaríkjamenn greiða í Mann- virkjasjóðinn ásamt öðrum Nató ríkjum, en hlutur Bandaríkjanna heftir verið 25-30%. Ekki liggur fyr- ir hvað stóru þjóðirnar í Evrópu greiða í sjóðinn á næsta ári, en ákvörðun um það verður tekin fljót- lega. Ef þær ákveða að draga einnig úr framlögum í sjóðinn má búast við að dregið verði enn frekar úr framkvæmdum á Miðnesheiði. íslenskir aðalverktakar hófu fram- kvæmdir við byggingu flugskýlis á Keflavíkurflugvelli á þessu ári áður en formleg ákvörðun hafi verið tek- in um að veita fjármagni til þessara framkvæmda. Þröstur sagði ekki útilokað að þessi ákvörðun Banda- ríkjaþings geti haft áhrif á fram- kvæmdir við flugskýlið. Hann sagð- ist þó síður eiga von á að fram- kvæmdir við flugskýlið verði stöðv- aðar. Bygging flugskýlis hafi lengi verið efst á lista yfir framkvæmdir þar. Þó framkvæmdafé sé skorið niður sé ekki verið að taka fyrir framkvæmdir. Hann sagðist því gera sér góðar vonir um að fram- kvæmdir við flugskýlið haldi áfram af krafti. Hins vegar sé hætt við að þetta bitni á öðrum framkvæmdum sem rætt hefur verið um að ráðast í við Keflavíkurstöðina. - EÓ Stjómamefnd Ríkisspítala hefur ásamt aðstandendum Kópavogs- hælis gert tillögu um að opnuð verði ný deild í húsnæði Kópa- vogshælis sem nefnist Endur- hæfíngardeild Landsprtalans, Kópavogi. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi í gær. Hann var aðallega haldinn í þeim tilgangi að leið- rétta þann misskilning sem kom- ið hefur fram í sumum fjölmiðl- um að það ætti að loka Kópavogs- hæli og senda sjúklinga heim í byrjun næsta árs. Ámi Gunnars- son, formaður stjómar Ríkisspít- ala, segir að nú sé ákveðið að miða starfsemina við að hæfa sem flesta vistmenn því að geta búið á sam- býlum. Hann segir að það sé það sem löggjafinn hafi ákveðið með lögum frá árinu 1987. Hann segir að fundur hafi verið ákveðinn með heilbrigðis- og félagsmála- ráðherra. AUir aðilar sem tengjast Kópa- vogshæli á einhvem hátt lýstu á fúndinum yfir ánægju sinni með þessa niðurstöðu og það að nú stefhdu allir í sömu átt -HÞ VERÐLÆKKUN Á Massey-Fergusori Vegna mikillar lækkunar pundsins lækkar verð á MASSEY-FERGUSON dráttarvélum stórlega eða allt að kr. 200.000 á vél. c Tryggið ykkur vél meðan pundið er svona hagstætt. Eigum örfáar vélar til ráðstöfunar strax. ÁVALLT FARARBRODDI Wléstidfy HÖFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVÍK ■ SIMI 91-634000 Réttað í Skarðsrétt í vikunni var réttað í Skarðsrétt í mættur á svæðið. Sumir tóku vel Landssveit. Árni Johnsen, alþingis- undir með Árna, en aðrir horfðu maður og raulari, var að sjálfsögðu undrandi á. Timamynd GTK Evrópukeppni félagsliða í badminton: Sigur á Ungverjum Lið TBR, sem tekur nú þátt í Evrópukeppni félagsliða í Badminton, sigraði ungverska liðið Debrecini Kinizsi 5-2 og hefur nú unnið tvo leiki af þremur í undankeppninni, en sá þriðji er í dag gegn írsku liði. TBR hefur svo gott sem tryggt sér sæti t undanúrslitum, þar sem úrslit í öðrum leikjum hafa verið TBR mjög í hag. Þeir Broddi Kristjánsson og Jón Pétur Ziemsen sigruðu báðir mót- herja sína í einliðaleik karla og sömuleiðis sigraði Þórdís Edwald mótherja sinn í einliðaleik kvenna. Elsa Nielsen tapaði hins vegar sinni viðureign í einliðaleik kvenna og það sama gerðu þær Guðrún Júlíus- dóttir og Birna Petersen í tvfliðaleik kvenna. Hins vegar báru þeir Jón Pétur og Broddi sigur úr býtum í tvíliðaleik karla og þau Mike Brown og Guðrún Júlíusdóttir í tvenndar- leik. Eins og áður sagði leikur TBR f dag við írskt lið, en á morgun verð- ur leikið til úrslita. -PS Hitaveita Reykjavíkur: Lögreglan í Reykjavík var í fyrn- Rlmahverfi í Grafamgi þar sem að því að stela heitu vatni frá Hitaveitunní, Það gerðí hann að komast hjá því að greiða fyrir dropann. Hreinn Frfmannsson, yfirverk- fræðingur hjá Hitaveitu Reykja- víkur, segir að svona vetknaður sé afar sjaldgæfur meðal við- skiptavina Hitaveitunnar sem eru upp tíl hópa mjög góðir kúnnar. „Þetta er svo fátítt að það kemur varia upp svona til- felli einu sinni á ári," sagði Hreinn. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.