Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. september 1992 Tíminn 7 landar sínir ættu að að senda flug- vél eftir honum Ævari, svo þeir yrðu fyrstir að ná þessari uppgötv- un! En svo fór nú ekki að þeim ráð- um væri fylgt“ Séð í gegnum „þokuna" Þú áttir meginþátt í smíði íssjár- innar, sem kom svo mjög við sögu fyrir nokkru þegar flugvélar frá stríðsárunum fundust djúpt í Grænlandsjökli og voru dregnar upp úr jöklinum? „Já, hér er um radartæki að ræða, sem notað er til þess að mæla þykkt á jökulís. Við hófum að gera til- raunir með þetta tæki, sem nefnist íssjá, um 1976 og einnig var verið að gera áþekkar tilraunir erlendis. Tækið skyldi geta mælt þykkt svo- nefndra þíðjökla, en þá er átt við jökla þar sem hiti íssins er ekki undir frostmarki. Hitastig allra ís- lenskra jökla er sjálft frostmarkið, svo þetta snerti okkar jöklarann- sóknir mjög mikið. En í þíðjöklum eru dropar af leysingavatni niðri í ísnum sem hafa þau áhrif á út- varpsbylgjurnar, sem mælitæki sendir frá sér, að bylgjurnar truflast og dreifast. Fyrir vikið finnst ekki botninn undir jöklinum. Þessu má líkja við það að reynt sé að skoða landslag f þoku. En svo hugkvæmdist einhverjum að væru lengri bylgjur notaðar, mætti komast í gegnum dropana og niður á botn. Fórum við með til- raunatæki upp á Vatnajökul og gaf það góða raun, þótt ýmis tækni- vandamál kæmu í ljós. Þar á meðal var það að fá þurfti tæki, sem sent gæti frá sér svo sterkar rafsegul- bylgjur að þær kæmust alla leið á botninn og síðan upp á ný. Orka þessara fyrstu tækja okkar nægði ekki til þess að mæla nema mjög grunnan jökul. En þar er skemmst frá að segja að ég sá strax leið til þess að smíða tæki, er senda mundi frá sér svo sterkar bylgjur að þær næðu gegn- um kflómetraþykkan jökul eða dýpri. Aðferðin kom svo Ijóst og skýrt upp í hugann að það þurfti engar tilraunir að gera. Eg smíðaði tækið um veturinn og við fórum með það á jökulinn sumarið eftir. Árangurinn var prýðilegur og við mældum kflómetraþykkan jökulís. Sendirinn, sem ég smíðaði, þurfti auðvitað móttökutæki og þann hluta smíðaði samstarfsmaður minn, Marteinn Sverrisson. Mig minnir að þetta hafi verið 1978. Nokkru seinna fór maður frá Raun- vísindastofnun með þetta tæki okk- ar, sem nú hafði verið skírt íssjá, til Alaska, en þar skyldi prófa ýmsar ÍTexti: Atli Magnússon Ljósm.: Árni Bjarna gerðir af tækjum til svona mælinga og ákveðið var að nota það fram- vegis sem best reyndist. Tækið héð- an reyndist skila besta árangrinum og hafa afkomendur þess verið f notkun síðan. Jú, þess var óskað að við leituðum að þessum bandarísku flugvélum á Grænlandsjökli og sem kunnugt er þá fundust þær strax. íssjáin reyndist mjög vel heppnað tæki og er nú búið að kortleggja botninn undir öllum helstu jöklum landsins með hjálp hennar. Talið er að mögulegt sé að leita eftir vatni í eyðimörkum með íssjánni eða af- komendum hennar, til dæmis í Sa- hara. Einhverjar tilraunir hef ég heyrt að gerðar hafi verið til þess og að þær hafi skilað árangri." Sagt fyrir um eldgos Uppgötvanir þínar eru orðnar margar. Ein mun vera síritandi hallamcelir, sem mœlir landsig á eldvirknisvæðum? „Já, Norræna eldfjallastöðin er hér í Jarðfræðihúsi Háskólans og með okkur og tæknimönnum hennar er gott samstarf. Mér var kunnugt um áhuga þeirra á að smfða sfritandi hallamæli sem mældi jarðlagahalla og sagði ég fyrir um gerð tilrauna- tækis sem var sett upp við Kröflu. Til þess að gera langa sögu stutta, þá reyndist tækið mjög vel og hafa nú verið gerðir margir mælar byggðir á sögu hugmynd, þar á meðal í öðrum löndum. Nákvæmn- in er slík að sé mælirinn settur nið- ur á réttan hátt, getur hann senni- lega mælt allt niður að eins milli- metra hreyfingu á eins kflómetra vegalengd. Að minnsta kosti má mjög auðveldlega sjá eins senti- metra hreyfingu. Krafla gaf góð tækifæri til prófana á þessu áhaldi og hefur ekki eitt einasta eldgos orðið eftir að mælirinn kom til, sem ekki var búið að segja fyrir um.“ Lífgeislun Þú hefur smíðað svonefht Kirlian- tæki, sem myndar lífútgeislun frá laufblöðum og fleiri lífverum og sovéskir vísindamenn gátu sér mikið orð fyrir. „Ég vil ekki gera mikið úr þessu hvað mig snertir. Þetta er tækni kennd við Rússann Kirlian, sem var brautryðjandi á þessu sviði. Hann vann við þetta f áratugi og varð heimsfrægur fyrir. Ég fékk teikn- ingar af myndavél hans frá Moskvu- háskóla, smíðaði svo áþekka vél og náði allgóðum árangri. En til þess að ná lengra þarf mikið dýrari og fullkomnari Ijósmyndunaráhöld." Jurtablanda gegn ónæmissjúkdómum En nú vendum við okkar kvæði í kross og komum að mesta áhuga- máli þfnu um þessar mundir, en það eru lækningatilraunir þínar með sérstöku jurtaseyði, sem meðal annars er notuð í rót af lúpínu. Ji, en þó er ekki rétt að kenna þetta við lúpínuna eina, því í seyð- inu eru fimm eða sex jurtir. Lúpín- an gerir seyðið þó frábrugðið, því stöku hinna jurtanna hafa áður ver- ið notaðar í lækningaskyni. Ég og fleiri álíta að seyðið styrki einkum ónæmiskerfið og kvillum er því tengjast. Ekki síst hafa margir, er þjást af krabbameini, trú á því. Ég hóf tilraunir fyrir þrem eða fjórum árum og eru það á annað þúsund sjúklingar sem hafa notað seyðið. Alltaf eru nokkur hundruð sjúk- lingar með það að staðaldri. Ég framleiði þetta sjálfur og allt að 60- 65 lítra á dag. Um árangur vil ég ekki vera margorður, en læknis- .fræðileg rannsókn er að hefjast og munu margir læknar koma þar við sögu og segja álit sitt á mögulegri gagnsemi. Eg og fleiri teljum okkur þó hafa séð mjög merkilega hluti eiga sér stað. Við teljum að þarna kunni merkileg virk eftii að vera að finna, en síðari tími mun leiða í ljós hið sanna um það. Ég hef um langt árabil starfað í fé- lagi sem heitir „Heilsuhringurinn" og ritað mikið í tímarit þess. Saman komið væri það efni í stóra bók, þótt þar sé ekki um mínar athuganir eða rannsóknir að ræða. En ég fylgist mikið með erlendum skrifum um hollustumál og rita svo í einni heild um fjölmarga þætti þeirra, þegar ég þykist hafa hlotið næga yfirsýn yfir þá. Þannig vil ég gera efhið aðgengi- legt almennum lesendum." Vaknaði snemma með þér áhugi á tækni og uppfínningum? „Ég hef verið innan við fermingu, tíu eða tólf ára, þegar ég fór að verða mjög áhugasamur um hvers kyns tækni. Þar var raffræði og raf- tækni af öllu tagi ofarlega á blaði. Uppfinningamðurinn hefur alltaf verið í mér og hann hefur sem bet- ur fer fengið að njóta sín. Ég finn að ég hef náð árangri og það nægum árangri til þess að ég er heldur ánægður með hlutskipti mitt í líf- inu.“ Hér með þökkum við þessum merkilega hugvitsmanni fróðlegt spjall og má mikið vera ef enn fleiri einstæðra uppgötvana er ekki að vænta frá hans hendi. AM „Ekki Uöu nema fáeinir mánuöirþar til Kodak var komiö meö mjög svipaöa aöferð eöa svo áþekka aö fram- hjá einkaleyfinu heföi ekki oröiö komist. “ Tímamynd: Ámi Bjama MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms í Noregi, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi 1. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóöi fram I löndum, sem aöild eiga aö Evrópuráöinu, flóra styrki til framhalds- náms viö háskóla I Noregi skólaáriö 1993-94. Ekki er vit- aö fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut Islendinga. Umsóknir skal senda til Norges allmenn- vitenskapelige forskningsrád, Sandakerveien 99, N- 0483 Oslo 4, fyrir 1. mars n.k., og lætur sú stofnun I té umsóknareyöublöö og frekari upplýsingar. 2. Svlssnesk stjómvöld bjóða einnig fram I löndum, sem aö- ild eiga aö Evrópuráöinu, 25-28 styrki til háskólanáms f Sviss skólaáriö 1993-94. Styrkimir eru eingöngu ætlaöir til framhaldsnáms viö háskóla og skulu umsækjendur eigi vera eldri en 35 ára. Nauösynlegt er aö umsækjendur hafi nægilega þekkingu á frönsku eöa þýsku og þurfa þeir aö vera undir þaö búnir aö á þaö veröi reynt meö prófi. 3. Sænsk stjómvöld bjóöa fram nokkra styrki handa eriend- um námsmönnum til aö stunda nám I Svfþjóö námsáriö 1993-94. Styrkir þessir eru boðnirfram f mörgum löndum og eru ööru fremur ætlaöir til náms sem eingöngu er unnt aö leggja stund á f Svfþjóö. Sérstök athygli er vakin á þvf aö umsækjendur þurfa aö hafa tryggt sér námsvist viö sænska stofnun áður en þeir senda inn umsókn. Styrk- fjárhæöin er 6.700 s.kr. á mánuði námsárið, þ.e. f 9 mán- uði. Styrkir til skemmri tfma koma einnig til greina. Um- sóknir um styrkina skal senda til Svenska Institutet, Gáststipendier, Box 7434, S-103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun f té tilskilin umsóknareyöublöö fram tll 1. des ember n.k. 4. Þýska sendlráðiö f Reykjavfk hefur tilkynnt fslenskum stjómvöldum aö boðnir séu ffam eftirtaldir styrkir handa (slendingum til náms og rannsóknastarfa I Þýskalandi á námsárinu 1993-94: a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskólanámi. b) Nokkrir styrkir til aö sækja þýskunámskeiö sumarið 1993. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis f háskólanámi og leggja stund á nám f öörum grein- um en þýsku. Einnig þurfa þeir aö hafa góöa undir- stöðukunnáttu I þýskri tungu. c) Nokkrir styrkir til vfsindamanna tii námsdvalar og rannsóknarstarfa um allt aö sex mánaöa skeiö. Nánari upplýsingar um styrkina fást I menntamálaráöuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavlk. Umsóknum um styrki til náms f Svlss og Þýskalandi skal skilaö til ráöuneytisins fyrir 15. nóvember n.k. á sérstökum umsóknareyðublööum sem þar fást. Menntamálaráðuneytlö, Staða forstöðumanns bankaeftirlits Samkvæmt 13. gr. laga nr. 36/1986 er viðskiptaráðherra falið að skipa forstöðumann bankaeftirlits Seðlabanka ís- lands til eigi lengri tíma en sex ára í senn. Viðskiptaráðuneytið auglýsir hér með stöðu þessa lausa til umsóknar. Umsóknum ber að skila til viðskiptaráðuneytis- ins eigi síðar en 30. október n.k. Viðskiptaráðuneytið, 25. september 1992 Kveöjuathöfn um Helga Lárusson frá Klrkjubæjarklaustrl veröur I Hallgrlmskirkju föstudaginn 2. október 1992 kl. 13,30. Blóm vinsamlega afþökkuö. Bent á orgelsjóö Hallgrfmskirkju vegna minningargjafa. Jaröaö veröur á Kirkjubæjarklaustri 3. október. Valgerður Jónsdóttlr Auöur Helgadóttlr Winnan Elfn Frigg Helgadóttlr Lárus Helgason Slgrún Helgadóttlr V _________________________________________________________________/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.