Tíminn - 26.09.1992, Side 18

Tíminn - 26.09.1992, Side 18
18 Tíminn Laugardagur 26. september 1992 Magnhildur Fædd 17. aprfl 1914 Dáin 16. september 1992 Alla þá, sem eymdirþjá, er yndi að hugga. Lýsa þeim, sem Ijósið þrá en lifa í skugga. Þetta vers ritaði amma í minninga- bókina mína er ég var níu ára. Ég níu ára og hélt að amma yrði alltaf hér. En amma hefur nú skyndilega kvatt; eftir standa minningamar ljóslifandi og hlýjar, og boðskapur versins verð- ur órofa tengdur ömmu. Amma hafði mjúkar hendur, hlýtt hjarta, vildi öllum vel og óskaði öll- um Guðs blessunar. Að gera eitthvað fyrir aðra var einkenni ömmu, en að gera kröfur fyrir sjálfa sig var nokkuð sem hún ekki kunni. Allt hennar lífs- hlaup einkenndist af því að vinna og hugsa um aðra meira en sjálfa sig. Hún lærði til ljósmóður veturinn 1937-1938, þrátt fyrir að á þeim tíma væri mjög erfitt fyrir ungt fólk að afla sér menntunar. Árið 1939 hóf hún störf sem ljósmóðir í Biskupstung- um og gegndi því starfi í 45 ár. Hún var mjög farsæl í starfi, þó oft væru aðstæður erfiðar. Fara þurfti á hest- um milli bæja í hvaða veðri sem var, á hvaða tíma sólarhrings sem var, oft um langan veg, því í fjölda ára hafði amma tvö umdæmi. Ekki var spurt um aðstæður heima fyrir og ætíð dvaldist hún f nokkra daga hjá mæðrunum til að hlúa að þeim og oft á tíðum sjá um heimili fjölskyld- unnar. Samtímis ljósmóðurstarfinu eign- uðust hún og afi 5 böm og ráku stórt bú að Drumboddsstöðum. Auk þess dvaldist oft Iangdvölum hjá þeim fólk, bæði ungt og aldrað, sem sumt hvert væri talið sjálfsagt að vista á stofnunum í dag. Síðustu 10 árin hafa amma og afi búið í íbúðum fyrir aldraða í Berg- holti, Biskupstungum. Þar, sem fyrr, ræktaði hún og gerði fallegt í kring- um sig. Gróðurhús var reist og var hún bæði í matjurtarækt og skóg- rækt Hún var mjög framsýn í öllu sem laut að umhverfismálum. Hún var í raun á undan sinni samtíð í þeim efnum, því amma hafði fyrir löngu gert sér grein fyrir ýmsum sannleik, sem við erum fyrst núna að vakna upp við. Hún hafði t.d. miklar áhyggjur af uppfoki landsins og sóun okkar í umbúðir og prjál. Hún var sannfærð um að hægt væri að fara margfalt betur með og þannig stuðla að aukinni mannlegri farsæld. Hún var ekki sú manngerð sem var fyrir að sýnast eða láta sér nægja að tala um hlutina, heldur lifði hún eftir þessari sannfæringu sinni, fór vel með og nýtti alla hluti. Hún stuðlaði einnig að uppgræðslu landsins. Síðast fyrir u.þ.b. tveimur árum fór hún með hópi fólks úr sveitinni inn á afrétt í landgræðsiu- störf og plantaði þar fjölda trjáa. í Bergholti setti amma upp vefstól- inn sinn, óf dregla og bjó til ýmsa listmuni. í jólagjöf fyrir tveimur ár- um fékk ég t.d. handmálaðan dúk eft- ir ömmu og síðast í afmælisgjöf fékk ég munstraða peysu sem hún hafði prjónað eftir þýskri uppskrift. Þegar tími gafst til sótti hún flesta menn- ingarviðburði í sveitinni, og þegar hún kom til Reykjavíkur fór hún oft- ast á hinar ýmsu listsýningar. Þrátt fyrir að amma hefði alltaf mik- ið fyrir stafni og um margt að hugsa, var mannlega hliðin henni kærust. Hún fylgdist alltaf mjög náið með hvemig gengi í skólanum og öðru því er ég hafði fyrir stafni. Á próftím- um fór ég því stundum og dvaldist hjá ömmu í nokkra daga og betri um- önnun er vart hægt að hugsa sér. Hægt var að treysta því að amma vissi hvað manni væri fyrir bestu. Hún lagði mikið upp úr hollu fæði, sem hún var óspör á og hafði oft ræktað sjálf. Hreyfingu taldi hún nauðsynlega og því fómm við oft saman í sund og gönguferðir og þeg- ar haldið var í prófin vissi ég að frá ömmu streymdu heitar bænir um gott gengi. Allt þetta gerði amma með mikilli gleði, ástúð, skilningi og elskulegheitum. Þetta var list sem hún kunni. Amma var alla tíð mjög trúuð kona, þekkti lífið og Iífsins sorgir. Hún hlúði að kirkjunni sinni, fannst sjálf- sagt að sauma altarisdúkinn og planta sumarblómum á hverju vori í Bræðratungukirkjugarð. Hún treysti Guði og var óhrædd við að falla í hans feðm. Eg vil kveðja ömmu með þeim orðum er hún kvaddi ætíð með: Guð blessi þig alltaf. Hildur Sólveig Pétursdóttir Þegar haustar að og náttúran skartar sínum fegurstu haustlitum, berst mér sorgarfregn. Tengdamóðir mín er bráðkvödd. Langar mig að minn- ast hennar með nokkrum orðum. Magnhildur Indriðadóttir fæddist í Efsta-Dal í Laugardal 17. apríl 1914. Sex ára gömul flyst hún með fjöl- skyldu sinni að Amarholti. Þar elst hún upp í samheldinni fjölskyldu og miklu ástríki. Amarholtsheimilið var annálað myndarheimili, þar sem heimilisiðnaður var mikill og vand- aður. Ekki var þessi iðja eingöngu til eigin nota, því heimilið rétti oft hjálparhönd þeim er þess þörfnuðust utan þess. Magnhildur fór í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og nam þar einn vet- ur. Bjó hún að því alla tíð, einkum vefhaðarlistinni. Eitt af síðustu verk- um hennar var að setja upp vef og vefa borðdregla, sem vom jafhvand- aðir og þeir sem hún gerði fyrir 50 ámm. Finnst mér þetta einstakt af- rek hjá svo fullorðinni konu. Árið 1937 fór hún í Ljósmæðraskóla íslands fyrir áeggjan oddvita sveitar- innar, en þar vantaði þá ljósmóður. Magnhildur var svo starfandi ljós- móðir í sveitinni í 45 ár. Mér er sagt að í því starfi hafi hún verið ákaflega farsæl. Þetta var oft erfitt og krefjandi starf. Langar leiðir að fara og í mis- jöfrium veðmm. Yfirgefa varð hún heimili sitt fyrirvaralaust oft frá ung- um bömunum. Árið 1941 verða þáttaskil í Iífi henn- ar, er hún giftist eftirlifandi manni sínum, Sveini Kristjánssyni frá Bergsstöðum í sömu sveit. Hófu þau þá þegar búskap að Drumboddsstöð- um I og bjuggu þar til ársins 1982, er þau fluttust í íbúð aldraðra í Berg- holti. Þá var sonur þeirra tekinn við búskapnum. Magnhildur og Sveinn byrjuðu við lítil efni, en þau unnu bæði hörðum höndum og þeim búnaðist vel. Oft var heimilið mannmargt og mæddi því mikið á húsfreyjunni. Aldraðir foreldrar hennar dvöldust hjá þeim, einnig gömul kona sem fylgt hafði fiölskyldunni þrjá ættliði. Fleira fólk dvaldi oft langdvölum á heimilinu og sýndi hún því öllu frábæra um- hyggju. Magnhildur og Sveinn eignuðust 5 lifandi börn, en þau eru: Svavar, kvæntur Laufeyju Eiríksdóttur; Ragnheiður, var gift Geir H. Gunn- arssyni; Guðríöur, gift Pétri Gauta Hermannssyni; Gísli Rúnar, kvæntur Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þoerþurfa að vera vélritaðar. Sigurveigu Helgadóttur; Baldur Indriði, kvæntur Betzy Marie Davids- son. Bamabömin eru 12. Mikil ræktunarkona var Magnhild- ur. Blómsturgarðurinn á Dmmb- oddsstöðum bar því glöggt vitni; einnig var hún mjög lagin við að rækta matjurtir og gaf hún mestan hluta uppskemnnar til vina og vandamanna. Margs er að minnast við fráfall Magnhildar. Samvemstundimar með þeim hjónum em mér ógleym- anlegar, bæði á Dmmboddsstöðum og síðar í Bergholti. Mér em okkar fyrstu kynni einkar minnisstæð, þeg- ar ég kom fyrst með syni þeirra að Dmmboddsstöðum; var mér strax þá tekið sem einni af fiölskyldunni. Magnhildur bar alla tíð hag annarra fyrir bijósti og lét sér mjög annt um okkur öll. Umhyggja hennar og hjálpsemi þar sem eitthvað bjátaði á, var einstök. Hér kveð ég sérstaka heiðurskonu og er þakklát fyrir að hafa notið ástúðar og vináttu hennar. Blessuð sé minning hennar. Sigurveig Helgadóttir Mikil kona og væn, Magnhildur Indriðadóttir frá Dmmboddsstöðum í Biskupstungum, lést hér í Reykholti 16. sept. og verður jarðsett í Bræðra- tungukirkjugarði nú í dag. Magn- hildur fæddist 17. mars 1914 að Efstadal í Laugardal, en 6 ára flyst hún að Amarholti hér í Biskupstung- um og bjó sfðan alla sína tíð hér, ut- an þann tíma sem hún var við hús- mæðranám og síðar er hún lærði til ljósmóður. Ég kynntist Magnhildi fyrst fyrir 10 ámm, er hún og maður hennar, Sveinn Kristjánsson, fluttu hingað í Reykholt í íbúðir aldraðra og vomm við fljótar að kynnast, enda fannst mér strax vera svo fiöldamargt í hennar fari og lífemi sem ég gæti tekið mér til fyrirmyndar. Magnhildur var framsýn og töluvert á undan sinni samtíð og var mjög gaman að ræða við hana um um- hverfis- og jafnréttismál og nánast alla hluti. Varla bar það mál á góma að Magnhildur hefði ekki skoðun á því. Fannst mér þá oft ég vera að ræða við mér yngri konu og undrað- ist oft hve vel hún var heima í öllum málum og tók heilbrigða afstöðu til þeirra. Það var stórkostlegt að sjá margt af því sem hún hafði unnið í höndum í gegnum tíðina og kunningjakona mín, sem þekkti hana vel meðan hún var bóndakona á Drumboddsstöðum, hefur sagt mér, að varla komi til að fundist hafi á íslandi annar eins myndarskapur í heimilisrekstri á þeim tíma og hjá Magnhildi minni. Hún óf öll rúmföt sjálf, gardínur, fataefni, húsgagnaáklæði og nánast allt efni til húshaldsins, fyrir nú utan allan skrautvefhaðinn. Það var maka- laust hvað henni varð allt úr engu og hvemig hún nýtti nánast alla hluti. Það væri gæfa mannkynsins ef það næði að temja sér lífsmáta hennar. Hún hafði dálæti á allri ræktun — matjurtarækt, trjárækt og blóma- rækt — og það var eitt af hennar fyrstu verkum eftir að hún flutti í Reykholt að koma sér upp litlum garði og eftir það lá ósjaldan poki með grænmeti með grænmeti í, á eldhúsborðinu hjá mér. Þrenningar- fiólan, sem Magnhildur hafði sérstakt dálæti á og flutti með sér hingað í Reykholt frá Drumboddsstöðum, er jafnvel komin í girðinguna okkar uppi í Rótamannagili. Hafði plantan fylgt birki, sem þau hjónin höfðu ræktað hér í Reykholti og gróðursett í reit sinn þar uppfrá. Já, hún Magnhildur var vinur vina sinna og fékk ég og fiölskylda mín að njóta þess. Það var gott að eiga hana að, þegar erfitt var að komast frá bömunum ungum, og ennþá yndis- legra að koma aftur heim og stoppað hafði verið í alla götótta ullarsokka heimilisfólksins. Enginn var mér betri á þessum tíma en hún. Sveinn minn, við í skólastjórabú- staðnum sendum þér og þínu fólki okkar innilegustu samúðarkveðjur. Góð kona er gengin sinn veg, það var mikið Ián að fó að kynnast henni. Magnhildur, ég mun sakna þín. Ragnheiður Jónasdóttir, Reykholti Magnhildur Indriðadóttir verður jarðsungin í dag, 26. sepL, frá Skál- holtskirkju. Indriðadóttir Sigurbjörg Snjólfsdóttir Fædd 30. júlí 1915 Dáin 16. september 1992 Miðvikudaginn 16. september 1992 lést Sigurbjörg Snjólfsdóttir frá Þrastahlíð að heimili Ásdísar dóttur sinnar að Skarði í Breiðdal. Sigur- björg var dóttir hjónanna Ásdísar Sigurðardóttur og Snjólfs Stefóns- sonar, sem lengi bjuggu að Veturhús- um í Hamarsdal. 24. nóvember 1939 giftist hún Gísla Björgvinssyni á Hlíðarenda í Breiðdal. Þau hófu bú- skap að Hlíðarenda vorið 1940 og bjuggu þar í þrjú ár. Síðan fluttu þau að Streiti í sömu sveit vorið 1943. Vorið 1946 fluttu þau aftur að Hlíðar- enda og reistu þar nýbýlið Þrastahlíð á hálfri jörðinni Hlíðarenda og bjuggu þar í 44 ár. Við Gísli vomm nágrannar frá því ég fæddist, og við hjónin vorum ná- grannar Sigurbjargar og Gísla í 42 ár, ef frá em talin þrjú ár þegar þau bjuggu á Streiti. En haustið 1990 fluttum við í Egilsstaði. Við viljum með þessum fátæklegu línum þakka þeim hjónum góð kynni, enda vom þau bæði frábærlega góðir nágrann- ar. Þau vom alltaf boðin og búin til að rétta okkur hjálparhönd ef með þurfti. Ég tel það ómetanlegt lán að hafa átt jafn góða nágranna og þau vom. Gott nábýli er meira virði en margir gera sér grein fyrir. Við mun- um alltaf geyma í minni okkar vin- áttu og drenglund þeirra. Sigurbjörg var fríð og myndarleg kona. Hún var stór og þrekvaxin, enda var hún mjög sterk bæði líkam- lega og andlega. Hún var dugnaðar- forkur til vinnu og hlífði sér aldrei. Sama var hvort hún vann innanhús- störf eða gekk í karlmannsstörf, hvort sem var við heyskap, skepnu- hirðingu eða smalamennsku. Ég hef enga konu þekkt sem var eins dugleg við fiársmölun. Þar gilti einu hvort var að sumri, hausti eða vetri, eða hvort veður var gott eða slæmt; jafn- frá Þrastahlíð vel í vetrarhríðum hikaði hún ekki við að leita að kindum, ef með þurfti. Þá var hún einnig mjög fiárglögg. Hún var mikill skepnuvinur og ann- aðist þær mjög vel. Sigurbjörg var fremur hlédræg og ekki gefin fyrir að láta mikið á sér bera. Hún var góðum gáfum gædd og gaman var að tala við hana. Mér fannst hún njóta sín best í góðra vina hóp og var þá oft spaugsöm. Hún var vinmörg og margir munu sakna hennar. Hún var sannur fulltrúi þess fólks sem ólst upp á fyrri hluta þess- arar aldar, þegar ungmennafélags- hreyfingin og samvinnuhreyfingin börðust fyrir menningarlegum og verklegum framförum hér á landi og betra mannlífi. Þá var aðeins fó- mennur hópur manna sem eitraði líf sitt og annarra með víndrykkju. Þá var engin eiturlyfiavandamál við að fást, eins og nú á síðustu áratugum. Aldrei vissi ég til að Sigurbjörg smakkaði vín eða neytti tóbaks. Hún var traustur og góður fulltrúi þeirrar kynslóðar og taldi ekki eftir að leggja á sig erfiði og fyrirhöfn fyrir aðra. Óskandi væri að íslenska þjóðin ætti sem allra flest af slíku fólki, og mættu margir taka hana sér til fyrir- myndar. Á síðustu árum sem farskóli var ennþá í Breiðdal, voru börn þeirra hjóna á skólaskyldualdri. Þá fór kennslan fram á heimilum þar sem böm voru á þeim aldri. Þá varð mörg húsmóðirin að bæta á sig miklu erf- iði. Meðal þeirra bæja, sem kennar- inn var á, var Þrastahlíð og einnig í Skarði. Þegar kennslan fór fram á heimilunum varð heimilisfólkið að taka börn inn á heimilin og auk þess komu börn daglega frá næstu bæj- um. Þannig var það til dæmis bæði í Þrastahlíð og Skarði. Þetta kom eink- um niður sem mjög aukið erfiði fyrir húsmæðumar. Sigurbjörg fór ekki varhlutaaf því. Sigurbjörg og Gísli eignuðust fiögur börn, þrjár dætur og einn son. Dæt- umar heita: Ásdfs og býr í Skarði. Hún hefur verið ljósmóðir um langt skeið og einnig sótt hjúkmnamám- skeið og starfað við heilsugæslustöð- ina á Djúpavogi og síðan á heilsu- gæslustöðinni á Breiðdalsvík allmörg ár. Bergþóra er með kennaramennt- un og er búsett í Borgamesi og Ingi- björg er í Skarði. Sonurinn heitir Snjólfur og hefur um langt skeið ver- ið starfsmaður rafveitnanna á Aust- urlandi. Hann er búsettur á Breið- dalsvík. Sigurbjörg var lengst af ævinni heilsuhraust En fyrir um það bil ára- tug fór heilsa hennar að bila. Nokkur síðustu misserin dvöldust þau hjónin og Ingibjörg í Skarði hjá Ásdísi og tengdasyni þeirra. Við hjónin viljum að lokum færa Sigurbjörgu hjartans þakkir fyrir löng og ákaflega góð kynni og marg- ar ánægjulegar samverustundir á liðnum árum. Við biðjum góðan Guð að blessa hana og einnig eftirlifandi eiginmann og böm þeirra. Siggi og Dísa frá Gilsá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.