Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.09.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. september 1992 Tíminn 5 Þáttaskil í íslensku samfélagi. Er þjóðarsátt lausnin? Jón Kristjánsson skrifar Þau þáttaskil hafa orðið í íslensku samfélagi, að atvinnuöryggi, sem þjóðin hefur talið sig búa við síðustu áratugina, er ekki fyrir hendi lengur. Atvinnuleysi hefur allan síðasta ára- tug verið tímabundið og staðbundið, og víða skorti á sama tíma vinnuafl. Nú er hins veg- ar atvinnuleysi, yfir 3% af mannafla, stað- reynd alls staðar á landinu um hábjargræð- istímann, með örfáum undantekningum. Orsakir vaxandi atvinnuleysis Orsakir þessa liggja flestar hverjar í augum uppi. Undirstöðuatvinnugreinar — sjávarút- vegur og landbúnaður — búa við fram- leiðslutakmarkanir og samdrátt af þeim sök- um, sjávarútvegurinn vegna aflatakmarkana og landbúnaðurinn vegna markaðsmála. Af- leiðingin er sú að fólki fækkar í þessum greinum. Iðnaðurinn hefur ekki reynst þess megnugur að taka við þessu fólki. Fjöl- mennar iðngreinar hafa rekið í strand, og má þar nefna ullariðnaðinn sem dæmi. Ým- is iðnaður, sem var fyrir hendi á árum áður og seldi framleiðsluna hér á heimamarkaði, hefur lagst niður. í samfélagi frjálsra við- skipta lifir sá einn iðnaður af, sem byggir á sérþekkingu, reynslu eða auðlindum, sem aðrir hafa ekki, eða fjarlægðarvemd. Þetta er staðreynd hvort sem okkur líkar betur eða verr. Vöxtur þjónustugreina Hátt atvinnustig liðinna ára hefur í ríkum mæli verið grundvallað á vexti í þjónustu- greinum, m.a. opinberri þjónustu og mikl- um framkvæmdum og byggingarstarfsemi. Einnig þama eru blikur á lofti. Ríkissjóður er rekinn með halla ár eftir ár, og ekki er raunhæft að haldið sé áfram á sömu braut í byggingarstarfsemi og áður. Nægir að benda á hinar gífurlegu íjárfestingar í verslunar- og skrifstofúhúsnæði í Reykjavík því til sönn- unar. Það er ekki raunhæft að ætla að fólk streymi inn í þjónustugreinar næstu árin. Hagræðing, sameining Mikil áhersla hefur verið lögð á það í opin- berri umræðu að fyrirtækin verði að skila hagnaði, og ná honum með hagræðingu og sameiningu. Auðvitað er það nauðsyn að ís- lensk fyrirtæki séu rekin með hagnaði og auki eiginfjárhlutfall sitt. Það er reyndar ein af forsendunum fyrir heilbrigðu effiahagslífi. Hitt verður þó að hafa sterklega í huga, að sameiningar og hagræðingar í fyrirtækjum hafa það í för með sér að fólki fækkar í vinnu hjá þessum sömu fyrirtækjum. Þetta fólk á ekki á neitt víst að róa, eins og vinnumark- aðurinn er nú. Afleiðingin af þessum þáttaskilum, sem hafa orðið, er vaxandi atvinnuleysi, og vand- séðir eru þeir happdrættisvinningar í efna- hagsmálum sem geta breytt þessu ástandi í einu vetfangi. Þeir, sem enn hafa vinnu, lifa við vaxandi óöryggi vegna samdráttar, og mætti nefna mýmörg dæmi því til sönnunar. Sinnuleysi um vandann í skrifum í Tímann síðustu mánuði hefur þráfaldlega verið bent á það böl sem at- vinnuleysið hefur í för með sér, og það er undarlegt hvað viðbrögð stjómvalda við þessum vanda eru í raun lítil og hvað málið fær lítið rúm í opin- berri umræðu. Égvarðekki lítið undrandi þegar tveir fréttamenn ríkissjónvarps- ins höfðu klukkutíma við- tal við forsætis- ráðherra um þjóðmálin fyrr í þessari viku án þess að vikið væri að atvinnuleysisprósentunni í landinu einu orði. Vissulega skal ég ekki gleyma að geta um það að ríkisstjómin hefúr boðað framlög til vegamála vegna atvinnuástandsins, auk 100 milljón króna framlags til viðhalds Þjóð- minjasafnsins og 100 milljón króna framlags til þess að hefja byggingu húss yfir hæsta- rétt. Þetta mun þó engan veginn duga sem lækning á þeim vanda, sem hér er gerður að umtalsefni, en þetta er þó fyrsta staðfesting- in á því að ríkisstjómin veit af honum. Þess skal einnig getið að ríkisstjómin hefur gert tillögur um að á næsta ári renni 240 milljónir króna til sérstakra rannsóknar- og þróunarverkefna og 100 milljónir til „sér- staks markaðsátaks á EES-markaði í sam- starfi við samtök atvinnulífs og fyrirtæki til þess að nýta tækifæri sem EES-samningur- inn býður.“ Hafa ber opin augu Það ber svo sannarlega að vona að þetta komi allt saman að góðum notum. Hinu ber þó að vara við sérstaklega að telja að stjóm- völd séu þar með laus allra mála. Það er víðs fjarri að þetta sé lausn á vandanum. Ég mun ekki gera EES- samninginn sérstaklega að umtalsefni hér. Ég efa það ekki að hann geti gefið okkur sóknarfæri á ákveðnum sviðum. Hins vegar skulu menn horfa á neikvæðar hliðar hans með opin augun. Við emm með þessum samningi að gerast aðilar að vinnu- markaði þar sem atvinnuleysi er margfalt á við það sem er á íslandi, og við erum að kasta okkur endanlega út í alþjóðlega sam- keppni í iðnaði. Iðnrekendur telja að þetta verði mjög til góðs. Það fer auðvitað allt eft- ir því hvemig verður spilað úr þeim pening- um sem þeir fá á hendina. Einu áþreifanlegu fréttir, sem em af þeim málum, em ummæli landbúnaðarráðherra að eftir að samningur- inn hefur tekið gildi muni áburðarfram- leiðsla hætta á íslandi og Áburðarverk- smiðjan ef til vill gerð að innflutn- ingsfyrirtæki. Það var ná- kvæmlega þetta sem skeði með EFTA-aðiIdinni. Iðnaður, sem nýtti heimamarkað, lagði upp laupana og farið var að flytja inn í staðinn. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að æski- legt sé að hafa frelsi í viðskiptum. Ég tel að leiðimar liggi ekki til baka í þeim efnum. Hins vegar er Áburðarverksmiðjudæmið slá- andi og sýnir okkur vandann í hnotskum. Það er ekki markmið í sjálfu sér að framleiða áburð á íslandi, sem er dýrari heldur en ann- ars staðar er hægt að fá hann. Hins vegar liggur ekkert í augum uppi hvaða arðbæra starfsemi á að fá þeim tugum og hundmð- um manna, sem vinna í Áburðarverksmiðj- unni, ef starfsemi hennar yrði Iögð niður. Trúnaðarbrestur í Sjálfstæðisflokknum Viðtalið við forsætisráðherra, sem ég vitnaði til, varð mér umhugsunarefni á fleiri sviðum. Ljóst er að mikill trúnaðar- brestur er í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar átakanna um formannssætið í flokknum á síðasta flokksþingi. Forsætisráðherra nán- ast viðurkenndi að hann hefði ekkert sam- band við sjávarútvegsráðherra. Það hljóm- ar eins og lygasaga fyrir þá sem lifa og hrærast í pólitísku starfi, eins og ég hef gert síðustu árin og unnið með ráðhermm í ríkisstjómum og fylgst með starfi þeirra og samskiptum, að það geti skeð, að for- sætisráðherra í ríkisstjórn gangi með í vasanum tillögur í ofurviðkvæmu máli á verksviði annars ráðherra, og ætli sér að kynna honum þær ef hann rekist á hann á fundi austur á Selfossi. Það bregst og fundum þeirra ber ekki saman fyrr en að tveim dögum liðnum. Fyrir þá, sem lifa við síma og telefax, er þetta með ólíkindum. Við þetta bætist óeining í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ágreiningur við samstarfsflokkinn um stefnuna í sjávarút- vegsmálum, sem er sópað undir teppið enn sem komið er. Samstöðu er þörf — ekki sundurlyndis Þetta ástand í forustuflokki ríkisstjórnar- innar er ekki traustvekjandi. Ástand þjóð- mála er með þeim hætti nú, að það þarf samstöðu stjórnmálamanna en ekki sund- urlyndi. Svíar hafa farið þá leið að koma á þjóðarsátt um ríkisútgjöldin og eru það mikil tíðindi fyrir þá, sem hafa fylgst eitt- hvað með sænskum stjórnmálum. Ég hefði ekki veðjað á það fyrirfram að Carl Bildt mundi fara þessa leið, eða að jafnað- armenn gengju til þessa leiks með honum. Þó að ólíku sé saman að jafna á íslandi og í Svíþjóð, er þó vandinn f ríkisfjármálun- um og málefnum atvinnuveganna þess eðl- is, að ókleift er að ráða við hann nema með víðtækri samstöðu ólíkra afla í þjóðfélag- inu. Málefni sjávarútvegsins eru í þvflíkri sjálfheldu að ekkert nema víðtækt samráð getur bjargað honum úr þeirri klemmu, bæði varðandi rekstur og skipulag. Er „þjóðarsátt“ lausnin? Davíð Oddsson sló því föstu í nefndum viðtalsþætti að ekki þýddi að tala við stjórnarandstöðuna um neina sátt um að- gerðir. Á það hefur auðvitað ekkert reynt, þvert á móti hefur stjórnarandstöðunni verið haldið fyrir utan alla vinnu í stjórn- kerfinu í meira mæli en nokkru sinni áður. Ég hef að sjálfsögðu ekki umboð fyrir stjórnarandstöðuna. Hins vegar er það mín skoðun að vandamál þjóðarinnar nú séu af þeirri stærðargráðu að víðtækt sam- starf í anda þjóðarsáttar þurfi um lausn þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.