Tíminn - 10.10.1992, Page 8
8 Tíminn
Laugardagur 10. október 1992
m m m
BRUNABOTAFELAGISLANDS
LAUGAVEG1103,105 REYKJAVlK, SlMI 696000, NNR. 1486-8968
Heiðurslaun
Brunabótafélags íslands
1993
Stjóm Brunabótafélags íslands veitir einstak-
lingum heiðurslaun samkvæmt reglum, sem
settar voru árið 1982 í því skyni að gefa þeim
kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags
og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á
sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða at-
vinnulífs.
Reglurnar, sem gilda um heiðurslaunin og veit-
ingu þeirra, fást á skrifstofu BÍ að Ármúla 3 í
Reykjavík.
Þeir, sem óska að koma til greina við veitingu
heiðurslaunanna 1993, þurfa að skila umsókn-
um til stjórnar félagsins fyrir 1. nóvember 1992.
Brunabótafélag íslands
Björgúlfur Thor Björgúlfsson, markaðsstjóri hjá Víking Brugg h.f., hampar hér nýja Októberfestbjómum.
Tilboö óskast í lokafrágang lyflækninga- og hjúkrunar-
deildar við heilsugæslu- og sjúkrahús á (safiröi.
Stærð hæöarinnar er um 600 m2.
Verktími ertil 15. febrúar 1994. Útboðsgögn verða afhent
á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með
þriðjudeginum 13. októbertil og með föstudeginum 23.
októbergegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkis-
ins, Borgartúni 7, fimmtudaginn 29. október 1992 kl.
14,00. ^
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVlK
Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Landspítalans óskar
eftir tilboði í „steinbrjót" (Extracorporeal shock wave Lit-
hotripter and/or Laser Lithotripter).
Útboðsgögn eru seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 20. nóvem-
ber 1992 kl. 11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK
Fyrsta alvöru íslenska bjórhátíðin hefst formlega í kvöld og stendur
út vikuna:
Bjórinn lækkar í
verði um 40-50%!
Áhugamenn um bjórdrykkju og bjórmenninngu eiga góða daga fyrir hönd-
um alla næstu viku, en í kvöld hefst vikulöng bjórhátíð, sem Vfldng Brugg
h.f. á Akureyri gengst fyrir í samvinnu við hóp veitingamanna. Fyrirmynd
hátíðarinnar er sótt til hinnar rótgrónu Oktoberfest í Miinchen í Bæjara-
landi og þaðan kemur einnig uppskríftin að samnefndum bjór, sem er
bruggaður sérstaklega fyrir þessa íslensku Októberfest.
Ánægjulegustu tíðindin eru ef til
vill þau að veitingamenn hafa í sam-
ráði við framleiðendur bundist fast-
mælum um að lækka verðið á bjóm-
um verulega, eða um 40-50%. Eini
aðilinn, sem ekki gefur sína álagn-
ingu að neinu leyti eftir, er ríkið, en
októberfestbjórinn verður jafnframt
til sölu í útsölum ÁTVR.
„Við teljum þetta vera fyrstu alvöru
bjórhátíðina á íslandi," segir Björg-
úlfur Thor Björgúlfsson, markaðs-
fulltrúi hjá Víking Brugg hf. „Þetta
er rúmlega vikulöng dagskrá, með
uppákomum á hverju kvöldi. Það
eru margar og ólíkar krár sem taka
þátt í þessari hátíð, en við, sem er-
um stærsti bjórframleiðandi á ís-
landi (með um 70% markaðshlut-
deild af innlendum bjór), tengjum
þetta saman og höldum utan um
þetta.“
Fyrirmynd þessarar bjórhátíðar er
sótt til Oktoberfestarinnar í
Múnchen í Þýskalandi, en það er
fjölmennasta hátíð sinnar tegundar
í heiminum. Á Oktoberfest í
Múnchen er bjórinn drukkinn í risa-
stórum tjöldum úr ekki minni flát-
um en líterskrúsum. Víking Brugg
hf. hefur flutt inn þessar bjórkönnur
frá Löwenbrau í Múnchen og úr
þeim verður bjórinn drukkinn á
þessari fyrstu íslensku bjórhátíð.
Forsvarsmenn hátíðarinnar reyndu
mikið til þess að fá að reisa 800
manna risatjald á Bakkastæði þar
sem hægt væri að haida bjórhátíð í
líkingu við Októberfestivalið í
Múnchen. Þau áform strönduðu á
yfirvöldum, en búið var útvega allan
útbúnað sem til þurfti. í staðinn
verður opnunarhátíð haldin undir
glerþakinu á Eiðistorgi á Seltjamar-
nesi. Gamanið byrjar klukkan níu í
kvöld, en veislustjórar verða þau
Sigurður Bjömsson og Bryndís
Schram. Þýska hljómsveitin Die Fi-
delen Múnchener ásamt sveiflu-
bandinu Júpiters spila fram eftir
kvöldi.
Hátíðinni var reyndar þjófstartað í
gærkvöldi í Sjallanum á Akureyri,
þar sem Víking Bmgg bjórinn er
framleiddur á Akureyri. Á Eiðistorgi,
sem og á öðmm stöðum hátíðarinn-
ar, verður í boði ekta Októberfest-
glaðningur, sem er sérstaklega
bmggaður eftir uppskrift frá Bæj-
aralandi í Þýskalandi.
Hátíðinni verður fram haldið út
alla vikuna. Á sunnudag á veitinga-
staðnum Gauki á Stöng þar sem
verður í boði vegleg dagskrá, meðal
annars fýrsta umferð í kappdrykkju,
á mánudag á Café Amsterdam og
Hard Rock Café, á Tveim vinum á
þriðjudag, Fjömkránni á miðviku-
dag, Duus og Berlín á föstudag og
Naustkránni á föstudag, þar sem
siegið verður upp risatjaldi, grillað,
sprellað og hljómsveitirnar Skrið-
jöklar og Polkasveitin Hringir spila.
Októberfesthátíðinni verður síðan
slitið á laugardag á Hressó og þar
munu Todmobile og Skriðjöklar
leika.
Garðurinn verður opinn og þar
verður hægt að kneyfa Októberfest-
ölið undir tjaldi, auk þess sem leyni-
gestir munu koma fram. Beint út-
varp verður frá Hressó og úrslit fást
í bjórþambskeppninni auk fjölda
annarra uppákoma.