Tíminn - 10.10.1992, Page 11
Laugardagur 10. október 1992
Tíminn 11
tryggði þeim í kalda stríðinu ríf-
lega aðstoð og fyrirgreiðslu frá
Bandaríkjunum og alþjóðlegum
fjármáiastofnunum, þar sem
Bandaríkin réðu miklu eða mestu.
Um það munaði vel.
Konfúsíus er ekki
dauður
Því er einnig haldið fram að
menning og hefðir þjóðfélaga
þessara hafi orðið vexti í atvinnu-
lífí og efnahagsmálum traustur
grundvöllur. Taívanar, Hongkong-
búar og Singapúrmenn eru Kín-
verjar og Víetnam og Kórea (og
raunar Japan líka) hafa aftan úr
grárri forneskju mótast af kín-
verskri menningu. Drjúgur hluti
íbúa Malasíu eru Kínverjar og þeir
eru þar áhrifamestir í fjármálum
og atvinnurekstri. í kínverskri
menningu er trúar- og siðspeki-
kerfi kennt við Konfúsíus enn
drýgsti þátturinn.
I þeim sið er lögð áhersla á yfir-
vegun fram yfir tilfinningar og
hollustu við eigin fjölskyldu og
samfélag. Ekki er siðakerfi þetta
mjög lýðræðissinnað og best er
þar talið fara á því að valdhafar og
forustuhópar ríkja ráði mestu.
Ætlast er til að þeir láti ábyrgðar-
tilfinningu og umhyggju fynr
samfélaginu stjórna gerðum sín-
um og verðskuldi þar af leiðandi
virðingu og hlýðni af hálfu al-
mennings. Forustustéttin í kon-
fúsískum ríkjum var ekki (eða átti
a.m.k. ekki að vera) erfðaaðall,
heldur átti sú stétt að vera skipuð
menntuðustu mönnum ríkisins. í
hana voru menn valdir með próf-
um.
Mennt er máttur
Mikil áhersla á menntun í ríkjum
þeim, er hér um ræðir, er öðrum
þræði frá Konfúsíusarhyggju
komin. „Leyndarmálið á bak við
árangur okkar," segir Vincent
Siew, efnahagsmálaráðherra Ta-
ívan, „er menntun." Líkt og í fyrri
konfúsískum samfélögum er þar
ætlast til að menn veljist í yfir-
stéttina eftir menntun, en ekki
ætterni eða öðru, með það fyrir
augum að hæfileikar þeirra nýtist
samfélaginu sem best.
í stjórnarskrá Taívan er svo fyrir
mælt að ekki minna en 15% fjár-
veitinga á fjárlögum fari til skóla-
og menntamála.
Þessu fylgir hörð útsláttar-
keppni, með þeim árangri að vísu
að ungmenni eru iðin við námið,
en leggja að sumra mati svo hart
að sér að hætta sé á að andleg og
líkamleg heilsa þeirra af þeim,
sem af einum eða öðrum ástæðum
standa verr að vígi en önnur, þoli
ekki álagið. Tveir af hverjum
þremur skólanemum á Taívan
sækja aukatíma á kvöldin til að
auka við þekkinguna sem þau fá í
skyldutímum.
Skólakerfi af þessu tagi sjá fyrir-
tækjunum stöðugt fýrir úrvali
ungra og í besta lagi hæfra starfs-
krafta. Skólanemum er sagt: Þeim
mun betra prófi sem maður nær,
þeim mun meiri frami í fyrirtækj-
unum.
Öðruvísi kapítalismi
Afstaða Konfúsíusarhyggju til
samfélags og einstaklings hefur
Ieitt til þess að hollusta við stéttir
er minni í Austur-Asíu en á Vest-
urlöndum. Á tímum efnahags-
þenslu nútímans, fyrst í Japan og
síðan hjá „litlu drekunum", hefur
þetta komið þannig út að starfs-
menn fyrirtækja auðsýna þeim
meiri hollustu en verkalýðssam-
tökum. Á móti er fyrir hendi af
hálfu fyrirtækja umhyggja nokkur
fyrir starfsfólkinu og litið svo á að
með því móti verði það þeim mun
betri starfskraftar.
Ríki þessi eru venjulega skil-
greind sem kapítalísk, en þeirra
kapítalíska hugarfar er með nokk-
uð öðru móti en á Vesturlöndum.
í samræmi við hefðir hafa stjórn-
Verslunarhverfi I Taipei, höfuöborg Talvan: áhersla lögö á nýtingu
hæfileika.
völd meira hönd í bagga með fyr-
irtækjunum en hæfa þykir í vest-
rænum kapítalisma, með það fyrir
augum að stefna fyrirtækjanna sé
alltaf fyrst og fremst að þjóna
hagsmunum samfélagsins sem
heildar. Þessi áhersla á hagsmuni
þjóðfélagsins fremur en einstak-
lingsins er einnig á bak við þá
samkennd, sem lýsir sér í því að
hvað sem Iögmálum frjálsa mark-
aðarins líður og hversu hlýðnir
sem t.d. Japanir eru þeim í orði,
þá halda þeir áfram að kaupa inn-
lent fremur en erlent — vegna
þess að það er innlent. Þetta er
gagnstætt vananum hjá vestræn-
um neytendum og veldur stöðugt
gremju Vesturlandaríkja í garð
Japana og fleiri austur þar.
Þessi félagslega samstaða og
þjóðernishyggja, sem henni er
samgróin, kemur og fram í því að
Austur-Asíuríki eru ófús til þess
að hleypa inn í lönd sfn miklum
fjölda útlendinga, fólki sem er
öðruvísi en innfæddir að meira
eða minna leyti, með annað gild-
ismat. Óttast er að mikill inn-
flutningur fólks leiddi af sér trufl-
un á því félagslega samræmi, sem
er höfuðhugsjón Konfúsíusar-
hyggju. Vestur- Evrópuríkin
fluttu inn í stórum stfl vinnuafl
frá Asíu, Afríku og Rómönsku Am-
eríku.
Ríki eins og Japan, Suður-Kórea
og Taívan mæta hinsvegar vinnu-
aflsskorti hjá sér með því að flytja
fjármagn, fyrirtæki og útbúnað til
miður þróaðra landa.
„í staðinn fyrir að flytja verka-
mennina til fjármagnsins og út-
búnaðarins eru fjármagnið og út-
búnaðurinn flutt til verkamann-
anna,“ segir prófessor einn við
Center of Asian Studies í Hong-
kongháskóla.
Níu leiðir til þess að spara
bæði tíma, fé oq fyiirhöfn
PATREKSFJORÐUR
1ISAFJORÐUR
SAUÐARKROKUR
& W & »1 * m n
5.430 kr. 8.000 kr. 5.600 kr. 8.400 kr. « 5.400 kr. 5.500 kr.
50 mín. lOklst. 45 mín. 12 klst. 45 mín. 5 klst.
REYKJAVÍK
IMANLANDS-
FLUG ER
HAGKVÆMUR
KOSTUR
REYKJAVIK
REYKJAVIK
AKUREYRI
ÞINGEYRI
HUSAVIK
W| f* W
5.970 kr. 6.000 kr. 5.370 kr. 8.000 kr.
50 mín. 6,5 klst.f 60 mín. 10 klst.
W
6.720 kr. 8.400 kr.
55 mín. 8 klst.
REYKJAVIK
REYKJAVÍK
REYKJAVÍK
GILSSTAÐIR ■
E w
ppjp, » & JNLr
7.860 kr. 65 min. 11.600 kr.+gisting 30 klst. 6.970 kr. 60 mín. 7.000 kr. lOklst. 4.000 kr. 25 mín. 3.480 kr. 3,5 klsf.
REYKJAVIK
REYKJAVIK
HORNAFJORÐUR
REYKJAVIK
VESTMANNAEYJAR
Það sparar þér mikinn tíma og er íflestum tilfellum ódýrara að fljúga
fram og til baka d APEX50* milli dcetlunarstaða Flugleiða og
Reykjavíkur en að ferðast sömu leið með rútu eða d einkabíl.
FLUGLEIDIR
Þjóðbraut innanlands
*Aiiðaðer viðaðgreitt séfyrir búdar lciðir, fram og til baka, meða.m.k. tveggja daga fyrirvara og að höfðséviðdtöl ía.m.k. þrjár tuettir. Taktnarkaðsœta fratnboð. Tttni tn.v. aðra leið.