Tíminn - 10.10.1992, Síða 14
14 Tlminn
Laugardagur 10. október 1992
Jónas Þórólfsson
Fæddur 15. október 1925
Dáinn 2. október 1992
Það er komið haust. í rúman hálfan
mánuð höfum við fengið sannkallað-
an sumarauka. Allir í sólskinsskapi,
ýmsar lagfæringar og viðgerðir nýaf-
staðnar og ýmislegt fyrirhugað á
næstunni. En skyndilega berst sú
fregn að Jónas í Lynghaga sé dáinn.
Fólk setti hljóðan og það var dapur
laugardagurinn, sem þessi frétt barst
út um sveitimar hér á sunnanverðu
Nesinu. Það eru eðlileg viðbrögð,
þegar svona skyndilegt fráfall verður,
að menn spyrji sig: Hvernig verður
með traktorinn, bílinn, vatnslögn-
ina, fjósið og ótal marga aðra hluti
sem Jónas hafði komið nálægt um
ævina? Það var nú einu sinni svo að
enginn hafði áhyggjur þó eitthvað
færi úr lagi eða þyrfti að smíða ein-
hvem hlut, alltaf var hægt að kalla á
Jónas í Lynghaga.
í þessum fátæklegu Iínum langar
mig að minnast og þakka allar þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Hann var einn af mínum bestu vin-
um, þó helmingi eldri væri, leit alltaf
á mig sem jafningja. Ailt frá því við
kynntumst fyrst hef ég verið að læra
meira og meira af þessum manni,
sem allir hlutir léku svo í höndunum
á, sama hvaða tæki eða verk var unn-
ið við. Hann var sannkallaður þús-
undþjalasmiður. Það var alveg sama
hvaða verk Jónas tók að sér, alla hluti
leysti hann af slíkum glæsileika,
hógværð og vandvirkni að aldrei
þurfti að vinna upp verk eftir hann.
Helst vildi hann ljúka við öll verk
sem fyrst. Sama hvað klukkan var
orðin, sunnudagur sem aðrir dagar,
allir voru eins ef svo stóð á.
Jónas var dulur að eðlisfari, kvartaði
helst aldrei þó svo hann fyndi til, en
bar hag og heilsu annarra fyrir
brjósti. Ég minnist margra heim-
sókna hans til mín sumrin 1985 og
1990, þegar ég var óvinnufær eftir
slys. Jónas vissi að dagurinn var lengi
að líða, en alltaf hafði hann tíma til
að líta inn hjá mér og ræða málefni
líðandi stundar, jafnvel þiggja kaffi
og konfektmola. Hann gat verið
glettinn og gamansamur, en alltaf
var alvaran og prúðmennskan í fyrir-
rúmi hjá honum.
Ekki alls fyrir löngu vorum við að
vinna saman í Fáskrúðarbakkakirkju
við lagfæringar á ofnfestingum í
gólfi. Þá sá maður vel hvað Jónas var
úrræðagóður og hagleiksmaður í alla
staði. í þessari sömu viku lauk hann
við smíði á nýju sáluhliði við kirkj-
una, meistarasmíð í alla staði sem
honum var einum lagið. Nú í síðustu
viku vorum við nokkrir að vinna við
Lynghaga
uppsetningu á hliðinu og varð þá
einum okkar að orði að það væri
„Lynghagalagið" á þessu hliði. Ég
vona að því nafni verði haldið á lofti í
minningunni um góðan dreng. Ekki
læddist sá grunur að manni þá að
Jónas í Lynghaga yrði fyrstur til
moldar borinn í gegnum það hlið.
Já, það er stórt skarð höggvið í okk-
ar litla samfélag hér í sveitinni, sem
aldrei verður fyllt aftur, en ég veit að
góður Guð mun varðveita þennan
öðling og eljumann sem Jónas hafði
að geyma. Hann var einstaklega
bamgóður og átti auðvelt með að
hafa böm í kringum sig. Það verður
mikill og sár söknuður hjá barna-
bömunum að geta ekki verið lengur
með afa í skúmum góða, sem hafði
svo margt spennandi að geyma. Mað-
ur gat ekki annað en dáðst að snyrti-
mennskunni og hvað allir híutir
voru í röð og reglu í þessum einstaka
skúr hjá Jónasi. Þama inni var hans
vígi og hvað hann gat gert þarna,
ekki í stærra húsi, það var aðdáunar-
vert. Öll persónuleg viðvik, viðgerð á
eldhúsvaski eða lagfæring á sófa, sem
við unnum hver fyrir annan, vom
alltaf sett á „reikninginn“ sem við
kölluðum svo, því þar var aldrei neitt
skráð eða uppgjör og hefur svo verið
frá upphafi okkar samskipta. Ég tel
mig vera meiri mann fyrir það að
hafa fengið að kynnast og vinna með
Jónasi í Lynghaga.
Elsku Guðríður og fjölskylda, ég
sendi mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Farþú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Blessuð sé minning um góðan og
mætan mann.
Auðunn Pálsson
Til hafs sól hraðar sér,
hallar úr degi.
Eitt skeiðrúm endast hér
á lífsins vegi.
Ó, guð hvort artrtað nú
ennþá vor bíður
auglýsir engum því
óðaren It'ður.
Þessi spaklegu orð úr sálmi sr. Am-
órs Jónssonar í Vatnsfirði ásönnuð-
ust rækilega að kvöldi blíðviðrisdags
2. október s.l., þegar vængur dauð-
ans laust Jónas í Lynghaga.
Skyndilega og allsendis óvænt var
hann hrifinn á brott og fjölskylda
hans, vinir og samstarfsmenn á það
minnt að enginn á morgundaginn
vísan. Mér er það bæði ljúft og skylt
að slást í hóp þeirra, sem með döpr-
um huga festa á blað minningar sín-
ar um horfinn öðlingsmann, svo sem
eins og í þakklætisskyni fyrir öll þau
góðu störf sem hann innti af hönd-
um hér í sveitinni á sunnanverðu
Snæfellsnesi og miklu víðar.
Jónas Þórólfsson fæddist að Brekku-
nesi í Borgarhreppi, sonur hjónanna
Þórólfs Þorvaldssonar og Ingibjargar
Jónsdóttur er þar bjuggu, en það býli
er fyrir löngu fallið úr byggð.
Ungur að árum fluttist hann í Borg-
arnes og átti þar sín uppvaxtarár að
mestu og meginhluta starfsævinnar;
fyrst við almenna verkamannavinnu,
sjómennsku og síðan við bifvélavið-
gerðir, og varð það hans aðalstarf,
auk þess sem hann var lærður pípu-
lagningamaður. Vann hann löngum
að þeirri iðn.
Vegna ónógs fróðleiks læt ég það
vera að fara fleiri orðum um þennan
kafla í lífi Jónasar, en þann 26. des-
ember 1950 gekk hann að eiga konu
sína, Guðríði Jónsdóttur frá Þingnesi
í Bæjarsveit, og bjuggu þau í Borgar-
nesi til ársins 1976, að þau flytjast að
Lynghaga í Miklaholtshreppi. Þar
höfðu byggt upp og búið um tíu ára
skeið ung hjón, sem nýlega höfðu
flutt í Stykkishólm.
Það var mikill happafengur fyrir
okkur sveitungana að fá til okkar
þessi hjón úr Borgarnesi og dæturn-
ar tvær, sem fylgdu þeim, og þau
voru fljót að vinna sér góðan sess
MINNING
______________________________^
meðal okkar.
Jónas hélt áfram störfum sínum
sem bifvélavirki, jámsmiður og pípu-
lagningamaður og störfin voru næg,
þótt stundum yrði að leita tímabund-
ið út fyrir sveit og sýslu að verkefn-
um. Slíkt fór þó fremur minnkandi
með árunum.
Og kem ég nú að þeim atriðum, sem
ég vil helst draga fram í stuttu máli
og gera Jónas í mínum huga og allra,
sem kynntust honum, að alveg ein-
stökum manni. Er þar fyrst að nefna
starfsgleðina. Starfið var hans nautn
og lífsfylling og oftar en einu sinni
ræddum við gildi þess. Þá hugsaði ég
að hann gæti gert að sinni daglegu
morgunbæn orð próf. Jóns Helga-
sonar:
Við hliðið mitt ég heimanbúinn
stend,
á himni Ijómar dagsins gullna rönd.
Sú gjöf mér væri gleðilegust send
að góður vinrtudagur færi í hönd.
Þá var vandvirkni Jónasar með ein-
Grétar Sveinbergsson
Fæddur 13. október 1938
Dáinn 2. október 1992
Föstudagskvöldið 2. október s.l.
bárust okkur þau hörmulegu tíðindi
að Grétar hefði orðið bráðkvaddur
þá um kvöldið.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að
hann skuli vera dáinn, rétt tæplega
54 ára gamall.
Grétar vann lengst af hjá Kaupfé-
lagi Húnvetninga á Blönduósi. Fyrst
sem mjólkurbflstjóri og síðar sem
flutningabflstjóri milli Blönduóss og
Reykjavíkur.
Við kynntumst Grétari fyrst að ráði
þegar hann kvæntist Guðrúnu, eða
Gæju eins og við kölluðum hana.
Það var um það leyti er við byrjuð-
um okkar búskap og áttum okkar
fyrsta bam.
Grétar og Gæja eignuðust þrjú
böm: Steingrím, sambýliskona hans
er Esther Amadóttir, þau eiga einn
dreng, Grétar Braga; Guðlaugu og
Auði Söndm.
Grétar var mikill fjölskyldumaður
og mjög bamgóður. Það sáum við
best þegar við bjuggum í nágrenni
við þau á Blönduósi.
Minningarnar streyma fram. Minn-
ingar um góðan dreng sem lét sér
annt um okkur. Oft og iðulega
hringdi Grétar til að vita hvernig
„litli bróðir“ hefði það, eða þá krakk-
amir eða aðrir í fjölskyldunni.
Það var alltaf gaman að tala við
Grétar, hvort sem var um bfla, en
það var hans áhugamál alla tíð, bfln-
úmer, en hann vissi númerin á flest-
um bflum í Húnavatnssýslu og á bfl-
um ættingja og vina. Eða bara
minningargreinarnar í dagblöðum.
Það áttum við Grétar sameiginlegt
að yfirleitt lásum við þær og gátum
spjallað um.
Nú þegar leiðir skilja, viljum við
þakka Grétari samfylgdina og það
sem hann gerði fyrir okkur og börn
okkar.
Margt er það og margt er það,
sem minningamar vekur,
og þær em það eina,
sem enginn frá okkur tekur.
(Davíð Stefánsson)
Elsku Gæja, Auður Sandra, Guð-
laug, Steingrímur, Esther og litli
Grétar Bragi. Við vottum ykkur öll-
um okkar innilegustu samúð.
Einnig sendum við móður Grétars,
tengdaforeldmm, fósturdóttur og
systkinum samúðarkveðjur okkar.
Minning um góðan dreng mun Iifa.
Magga og Silli
dæmum. Hvort sem verkið var stórt
eða smátt varð að leysa það af hendi
með þeim hætti að nálgaðist full-
komnun, og allt fúsk og hálfkák fyr-
irleit hann ákaflega. Slíkur var metn-
aður hans til starfans. Hann var
einnig afar skipulagður maður í
störfum sínum og öllum háttum og
því nýttist honum tíminn hið besta
og tíminn var dýrmætur í hans aug-
um. Nær alltaf var það þó þannig að
verkin vom leyst af hendi á mun
skemmri tíma en hann hafði áætlað.
Það væri sannarlega mikils virði
hugum iðnnema að hafa slíkan
mann að læriföður.
Mikil var hjálpsemi hans og greið-
vikni og hvers manns vanda vildi
hann leysa eftir bestu getu, og þar er
margur vandinn sem upp kemur á
okkar tæknivæddu öld. Við bændur
hér um sveitir, sem lifðum í ömggu
skjóli Jónasar og áhyggjulitlir með
allt okkar véladót, vitum hvers við
eigum í að missa við fráfall hans, og
er það þó léttvæg og eigingjöm
hugsun þegar hafður er í huga harm-
ur og söknuður fiölskyldu hans og
nánustu ástvina.
Jónas átti ríka lund og ef til vill þótti
sumum, sem minna þekktu til hans,
yfirborðið hrjúft. En gmnnt undir
því leyndist viðkvæmni og hjarta-
hlýja, sem best kom fram í návist
barna. Og oft varð ég vitni að því,
þegar bamabörn hans komu á verk-
stæðið til hans, að hann talaði við
þau sem jafningja og lét þau rétta sér
hjálparhönd, þegar því varð við kom-
ið. Þetta kunnu þau vel að meta. Fal-
legt var einnig að sjá hann hampa
barni á armi.
Þeim Jónasi og Guðríði varð fimm
barna auðið, en þau em í réttri ald-
ursröð:
Jón, kennari, kvæntur Maríu Stein-
grímsdóttur sem einnig er kennari.
Þau búa á Akureyri.
Ingibjörg, gift Hauki Júlíussyni
verktaka. Þau búa á Hvanneyri.
Anna, gift Vilhjálmi Péturssyni. Þau
em bæði kennarar og búa á
Hvammstanga.
Bryndís, gift Svavari Þórðarsyni og
búa þau á Ölkeldu.
Yngst er Þórdís, sem er ógift og býr
á Hvammstanga.
Barnabömin em 18 talsins.
Jónas hafði því frá miklu að hverfa.
Hann var að mínu áliti hamingju-
maður; átti ágæta konu, elskuleg
börn og barnabörn, ómælda starfs-
gleði eins og áður er lýst, og síendur-
nýjaða gleði yfir því að hafa getað
leyst úr vandamálum og bætt um
annarra hag. Hvers skyldu menn
óska sér frekar?
Hann verður okkur minnisstæður,
sem á bak honum horfum yfir móð-
una miklu, og þó að við þekkjum það
spakmæli að maður komi í manns
stað, þá vitum við alltaf vel að enginn
kemur í stað Jónasar í Lynghaga.
Hann er borinn til moldar í dag að
sóknarkirkju sinni að Fáskrúðar-
bakka. Okkur sveitungum hans þykir
vænt um að mega búa honum hinstu
hvflu þar. Það sýnir að honum, og
þeim hjónum, hefur liðið vel hér í
sveitinni okkar og að hér hafa þau
eignast góðvini og kunningja, enda
þótt ræturnar liggi suður um Borg-
arfjörð.
Ég veit að ég mæli fyrir munn fiölda
fólks innan sveitar og héraðs, þegar
við hjónin í Dal þökkum öll góðu
handtökin hans og dýrmæt kynni af
þeim Lynghagahjónum á umliðnum
árum.
Við biðjum þér, Guðríður mín,
bömunum þínum og barnabömum,
heilla og blessunar á sorgarstund.
Erlendur Halldórsson,
Dal
Sumarið er brátt liðið, Iitadýrð nátt-
úrunnar hefúr minnt okkur á að
bráðum taki vetur sér völd. Undan-
farandi dagar hafa verið mildir, hlýir
vindar hafa leikið um vanga, sem er
dýrmæt uppbót á stutt, blautt og
fremur kalt sumar. Blómin, sem uxu
í varpa á s.I. vori, em að kveðja. Lífs-
keðjan er sú að allt sé fallvalt hér í
heimi, þar á meðal blómin — komi,
fari og kveðji.
Þannig er líf okkar jarðarinnar búa,
að heilsast og kveðjast er lífsins saga.
Öllum okkar er sköpuð sú lífsganga
að heilsa og kveðja, alveg eins og þau
grös sem við hlökkuðum til að sjá
lífsbrodda þeirra í morgunroða maís-
ólar. Ég var staddur á sjúkrahúsi í
Reykjavík, þegar mér var tilkynnt lát
góðs heimilisvinar míns og konu
minnar. Manns sem hafði ekki alltaf
hátt um sína hagi, sem alltaf var
reiðubúinn að rétta fram hjálpar-
hönd ef einhvers staðar var þörf
hjálpar. Það skipti engu máli hvenær
sólarhringsins var til hans leitað eða
hvaða dag vikunnar, þeir vom allir
jafnir f hans huga ef hann gat veitt
aðstoð. Handbrögð á verkum hans
bám glöggan vott um vandvirkni og
fágaðan frágang á öllu sem hann lét
frá sér fara.
Jónas kvæntist 26. desember 1950
sinni góðu konu, Guðríði Jónsdóttur
frá Árbakka í Andakflshreppi. Heimili
þeirra hefur alla tíð verið sá arinn
sem yljar öllum sem þangað koma.
Enda Guðríður frábær hannyrða- og
smekkkona, sem dyggilega hefúr
stutt mann sinn í sínum störfum.
Þeim varð fimm bama auðið, sem öll
em vel af guði gerð: Jón fyrrv. skóla-
stjóri á Laugum í Reykjadal; Ingi-
björg húsfrú á Hvanneyri; Anna hús-
frú á Hvammstanga; Bryndís húsfrú
á Ölkeldu í Staðarsveit; Þórdís, starf-
ar á barnaheimili á Hvammstanga.
Bamabörn þeirra em 18.
Jónas Þórólfsson var fæddur 15.
október 1925. Foreldrar hans vom
Þórólfur Þorvaldsson verkamaður í
Borgarnesi, og kona hans Ingibjörg
Jónasdóttir.
Jónas var barn þess tíma þegar vinn-
an var sá aðall, sem hver átti að temja
sér, og dyggð og trúmennska vom
þær lyndiseinkunnir sem hver átti að
hafa hugfastar. Bjargföst trú hans var
sú að trúmennska í starfi og athöfn-
um væri öllum holl.
Lífsbraut hans bar þess glöggan vott
að hugarfar hans var þannig að ekki
var hugsað um að fá sem flestar
krónur fyrir sitt dagsverk, heldur hitt
að geta gjört sitt verk fyrir náungann
á sem skjótastan hátt. Jónas var vel
menntaður í sinni iðn, bifvélavirki og
pípulagningamaður. Þegar þau hjón
fluttu frá Borgarnesi árið 1976 hing-
að í Miklaholtshrepp, þá sagði við
mig mætur og mikilsvirtur maður í
Borgarnesi: „Eg óska ykkur til ham-
ingju með að fá þessi góðu hjón í
sveitina. Verklög Jónasar vom á þann
hátt unnin að mjög fáir skila þeim
eins vel.“
Þetta var réttur dómur um störf
þessa öðlingsmanns. Við, sem starfa
hans höfum notið, staðfestum þetta.
Við fráfall Jónasar bregður mörgum
við, því starísvettvangur hans spann-
aði yfir margar sveitir hér á Vestur-
landi. Ég mæli hér fyrir hönd allra
þeirra, sem starfa hans nutu, að
skarð hans er vandfyllt og þakkir em
frambomar fyrir einstaka hjálpsemi
og góð kynni. Kona Jónasar, mín
kæra vinkona, hefur mikið misst og
við, sem áttum hann að traustum og
fölskvalausum vini.
Börn og barnabörn syrgja góðan
föður og elskulegan afa. Lífsbók Jón-
asar í Lynghaga er lokið. Þar er engin
blaðsíða auð, trúmennska og heiðar-
leiki vom hans lífsvenjur.
Fyrir allan vinskap og tryggð viljum
við hjónin þakka af heilum hug. Okk-
ar kæm og góðu vinkonu, Guðríði,
og börnum biðjum við guð að gefa
styrk á erfiðri stundu.
Guðs blessun fylgi honum á nýjum
leiðum. PáU Pálsson