Fréttablaðið - 02.03.2009, Side 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Þetta verk heitir Fjallasúrmjólk
og er eftir pabba minn, Gylfa heit-
inn Gíslason myndlistarmann. Það
er eitt af hans þekktustu og mik-
ilvægustu verkum, en í grunninn
notar hann þekkt landslagsverk
frá Þingvöllum eftir Kjarval sem
heitir Fjallamjólk og bætir við
þremur súrálsturnum sem rísa upp
úr landslaginu og speglast í tærri
lindinni,“ segir ljósmyndarinn
Freyja Gylfadóttir um þann hús-
mun á hennar heimili sem henni
er hjartfólgnastur.
„Pabbi teiknaði Fjallasúrmjólk
árið 1973. Myndin var ádeila á
álverið í Straumsvík sem formlega
hafði verið vígt og tekið í notk-
un þremur árum áður, en á jafn-
vel enn meira erindi í endalausri
álvæðingu okkar í dag, enda við
á kolrangri braut í henni eins og
svo mörgu öðru. Annað verk hans,
og nánast eins, frá árinu 1971 er
í eigu Listasafns Íslands,“ segir
Freyja sem deildi skoðunum með
föður sínum og er andvíg álverum
í íslenskri náttúru. Myndin á því
vel heima hjá Freyju.
„Verkið er í öndvegi stofu minn-
ar og vekur bæði athygli gesta,
sem og margræðar tilfinningar hjá
sjálfri mér, því 1. febrúar árið 2000
kom pabbi með það færandi hendi
og gaf mér á sængina, þegar ég
var að eignast mitt eina barn. Það
var því mikill gleðidagur, bæði að
fá þessa mynd og eignast strákinn,
en svo ótrúlega merkileg örlög að
upp á dag, nákvæmlega sex árum
síðar, þann 1. febrúar 2006, varð
pabbi bráðkvaddur á afmælisdegi
sonar míns. Þá fékk þessi annars
merkisdagur á sig sorgarblæ í
bland við gleðilegt upphaf hans og
tilefni. Verkið hefur því enn meiri
þýðingu fyrir sjálfa mig nú, sem
og sjálfsagt son minn þegar fram
líða stundir.“
Freyja rekur ljósmyndastofuna
Studio 101 þar sem alltaf er í nógu
að snúast við portrett-myndatökur
af lífsins stóru tilefnum, hvort sem
það eru fermingar, brúðkaup, fjöl-
skyldu- eða barnamyndatökur.
„Kreppan hefur haft lítil áhrif
á starfsemi stofunnar, enda við-
fangsefnið dýrmætt. Fólk vill
síður fresta myndatökum á stærri
stundum lífsins, eða af uppvexti
barna sinna, því tíminn eirir engu
né stendur nokkurn tímann í stað.“
thordis@frettabladid.is
Fjallasúrmjólk frá pabba
bundin miklum örlögum
Þjóðlífið tekur örum breytingum, en mannfólkið öllu hægari, í það minnsta þegar kemur að skoðunum á
landsins gagni og nauðsynjum, eins og sjá má í áleitnu en sígildu viðfangsefni myndar Gylfa Gíslasonar.
Freyja Gylfadóttir undir Fjallasúrmjólk föður síns, með heimilishundinn Stubb í fanginu, en hann er eins árs og af tegundinni
Border Terrier, sem er sterkbyggð en fremur smávaxin og þykir einkar geðgóð sem félagi á heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
s
g Mjódd
Næsta námskeið
hefst 6. mars n.k.
UPPLÝSINGAR O
VINNUVÉLANÁMSKEIÐ
FYRSTU ÁHRIF skipta máli og því er mikilvægt að
aðkoma heimilisins sé aðlaðandi fyrir gesti sem ber að
garði. Falleg húsgögn, hlýlegir litir og lifandi blóm gera
forstofuna að góðum stað til að hefja heimsóknina á.
Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúum;
Jóna María Hugi
512 5473 512 5447