Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 26
18 2. mars 2009 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
24. – 26. apríl
3. – 5. apríl
Verð á mann í tvíbýli:
73.900kr.
75.900kr.
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, hótelgisting í 2 nætur með
morgunverði og miði á leikinn.
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, hótelgisting í 2 nætur með
morgunverði og miði á leikinn.
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Man. Utd.
Aston Villa
West Ham
Chelsea
Verð á mann í tvíbýli:
Boltinn er hjá okkur!
Eimskipsbikar karla:
Valur-Grótta 31-23 (14-9)
Mörk Vals: Sigurður Eggertsson 7, Heimir Örn
Árnason 5, Orri Freyr Gíslason 4, Arnór Gunnars-
son 4, Baldvin Þorsteinsson 3, Elvar Friðriksson 2,
Dagur Sigurðsson 2, Sigfús Páll Sigfússon 1, Hjalti
Pálmason 1, Gunnar Harðarson 1,
Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 9/1.
Mörk Gróttu: Arnar Freyr Theodórsson 7, Finnur
Ingi Stefánsson 7/5m Atli Rúnar Steinþórsson 4,
Þórir Jökull Finnbogason 3, Þorleifur Árni Björns-
son 2, Davíð Hlöðversson 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 14/1.
Eimskipsbikar kvenna:
FH-Stjarnan 22-27 (13-14)
Mörk FH: Ragnhildur Guðmundsdóttir 7/3,
Ingibjörg Pálmadóttir 5, Guðrún Tryggvadóttir 4,
Birna Íris Helgadóttir 2, Hafdís Inga Hinriks-
dóttir 2, Arnheiður Guðmundsdóttir 1, Gunnur
Sveinsdóttir 1.
Varin skot: Kristina Kvaderiene 11.
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested
8, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 5, Alina Petrache 5/3,
Elísabet Gunnarsdóttir 3, Þórhildur Gunnarsdóttir
2, Kristín Clausen 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.
Varin skot: Florentina Stanciu 19/1.
Enska úrvalsdeildin:
CHELSEA - WIGAN ATHLETIC 2-1
1-0 John Terry (24.), 1-1 Olivier Kapo (81.), 2-1
Frank Lampard (90.).
EVERTON - WBA 2-0
1-0 Tim Cahill (35.), 2-0 Louis Saha (69.).
MIDDLESBROUGH - LIVERPOOL 2-0
1-0 Alonso sjálfsm. (32.) 2-0 Tuncay Sanli (62.)
ARSENAL - FULHAM 0-0
WEST HAM- MAN. CITY 1-0
1-0 Jack Collison (71.).
HULL - BLACKBURN 1-2
0-1 Stephen Warnock (34.), 0-2 Keith Andrews
(36.), 1-2 Ian Ashbee (79.).
BOLTON - NEWCASTLE 1-0
1-0 Ricardo Gardner (47.).
ASTON VILLA - STOKE CITY 2-2
1-0 Stilian Petrov (45.), 2-0 John Carew (79.), 2-1
Ryan Shawcross (87.), 2-2 Glenn Whelan (90.).
STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA:
Man. United 26 19 5 2 46-11 62
Chelsea 27 16 7 4 47-16 55
Liverpool 27 15 10 2 43-20 55
Aston Villa 27 15 7 5 42-27 52
Arsenal 27 12 10 5 38-25 46
-----------------------------------------------------
Tottenham 26 7 7 12 28-32 28
Newcastle 27 6 10 11 33-43 28
Portsmouth 26 7 7 12 29-43 28
Blackburn 26 6 8 12 30-43 26
Middlesbrough 27 6 8 13 20-36 26
Stoke City 27 6 8 13 25-44 26
WBA 27 6 4 17 24-51 22
ÚRSLIT
Iceland Express-deild karla:
Snæfell-Grindavík 89-88
Stig Snæfells: Lucious Wagner 22, Sigurður
Þorvaldsson 20, Jón Ólafur Jónsson 17, Hlynur
Bæringsson 15, Slobodan Subasic 6, Atli Hreins-
son 5, Magni Hafsteinsson 4.
Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 48, Þor-
leifur Ólafsson 11, Páll Axel Vilbergsson 10, Arnar
Freyr Jónsson 10, Nick Bradford 4, Helgi Jónas
Guðfinsson 3, Páll Kristinsson 2.
ÍR-FSu 83-80
Þór Skallagrímur 140-65
Stig Þórs: Konrad Tota 27, Baldur Jónasson
21, Óðinn Ásgeirsson 18, Daniel Bandy 18,
Guðmundur Jónsson 15, Hrafn Jóhannesson
12, Sigurður Sigurðsson 11, Jón Kristjánsson 8,
Baldur Stefánsson 6, Björgvin Jóhannesson 2,
Sigmundur Eiríksson 2.
Stig Skallagríms: Landon Quick 35, Sveinn
Davíðsson 15, Þráinn Ásbjörnsson 11, Hörður
Unnsteinsson 3, Sigurður Sigurðsson 2.
HANDBOLTI Valur tryggði sér sigur
í Eimskipsbikarnum annað árið í
röð með öruggum sigri á Gróttu,
31-23, í sveiflukenndum leik. Þetta
er í fyrsta skipti sem Valur vinnur
bikarinn tvö ár í röð. Valslið Ósk-
ars Bjarna Óskarssonar er því
búið að skrá sig rækilega í sögu-
bækurnar á Hlíðarenda.
1. deildarliðið af Seltjarnarnesi
var yfirspennt í upphafi leiks og
lenti fljótlega 6-0 undir. Munur-
inn var síðan fimm mörk í leik-
hléi, 14-9. Það var allt annað og
betra Gróttulið sem mætti til leiks
í síðari hálfleik. Gróttustrákarn-
ir börðust grimmilega og ætluðu
greinilega að selja sig dýrt. Þeir
náðu að koma muninum í tvö mörk,
14-12, en þá tók Sigurður Eggerts-
son til sinna ráða.
Hann skoraði glæsileg mörk og
byrjaði að tína leikmenn Gróttu af
velli með tveggja mínútna brott-
vísunum en þeim gekk bölvanlega
að stöðva Sigurð. Þökk sé Sigurði
náði Valur aftur fínni forystu og
liðið leit aldrei til baka eftir það.
„Hver ræður eiginlega við Gleði-
gjafann?“ sagði Sigurður léttur í
leikslok. „Mér fannst þeir ekkert
ráða við mig. Ég var vel stemmd-
ur sem og allt liðið. Það kom smá
kafli í leiknum þar sem Grótta fatt-
aði ekki að þeir væru verri en við en svo sagði þeim einhver það og
þá lagaðist þetta allt aftur,“ sagði
Sigurður og hló dátt.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
Vals, var stoltur í leikslok. „Hvatn-
ingin var að verða fyrsta Valslið-
ið til að vinna tvo bikara í röð. Ég
er mjög stoltur af þessu afreki. Ég
sýndi einmitt í myndbandi fyrir
leikinn myndir af Mulningsvél-
inni, frá Geirs-kynslóð og svo lið-
inu sem Óli Stefáns og Dagur léku
með,“ sagði Óskar Bjarni brosmild-
ur.
„Ég var aldrei öruggur með sig-
urinn og það fór verulega um mig
í stöðunni 14-12. En strákarnir
sýndu svo úr hverju þeir eru gerð-
ir,“ sagði Óskar og hrósaði síðan
Gróttuliðinu og Ágústi þjálfara
þeirra í hástert.
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari
Gróttu, var nokkuð ánægður með
sína menn. „Við byrjuðum nátt-
úrulega skelfilega. Ég hræddist
það mest að við myndum lenda í
vandræðum í upphafi. Við í raun-
inni töpum leiknum strax á þessum
kafla. Við náðum aðeins að þjarma
að þeim en Valur er of reynt lið til
að tapa svona forystu. Ég var samt
ánægður með hvernig mitt lið kom
til baka,“ sagði Ágúst Þór.
henry@frettabladid.is
Gleðigjafinn gerði útslagið
Sigurður Eggertsson, sem er oft kallaður Gleðigjafinn, fór mikinn þegar Valur
tryggði sér sigur í Eimskipsbikarnum með sigri á Gróttu, 31-23. Gróttustrákarnir
sýndu karakter með endurkomu í síðari hálfleik en þá steig Sigurður upp.
GÓÐUR DAGUR Dagur Sigurðsson spilaði
með Val í Höllinni og skoraði tvö góð
mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SIGURHRINGUR Sigurður Eggertsson og Baldvin Þorsteinsson hlaupa hér sigurhring-
inn með bikarinn í Höllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Stjarnan vann öruggan og sanngjarnan sigur á FH, 27-22, í úrslitum
Eimskipsbikar kvenna. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik en
Stjarnan hreinlega kafsigldi FH í síðari hálfleik.
Þá spilaði liðið sterka vörn, Florentina datt í gírinn í markinu og
hraðaupphlaupin komu á færibandi. FH-stúlkur áttu ekkert svar.
Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur í leikslok en
hann tók við Stjörnuliðinu á miðjum vetri og hefur gert góða hluti
með liðið.
„Mér líður alveg svakalega vel. Það er stórkostleg tilfinning að
koma með lið hingað í Höllina sem þjálfari og fá að upplifa sigur er
æðislegt,“ sagði Atli og brosti út að eyrum.
Þetta var hans fyrsti bikarsigur sem þjálfari en hann vann einu
sinni bikarinn sem leikmaður og þá með FH árið 1994.
„Vörnin var frábær í síðari hálfleik og Flora varði flott skot. Þá fáum
við auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og það kláraði leikinn. Ég var
pínu smeykur því við spiluðum á fáum mönnum en þessar stelpur
eru í svakalega góðu formi og héldu þetta út. Það var mitt happ í
dag. Ég var mjög seint í rónni enda hefur okkur gengið illa að hrista
þetta FH-lið af okkur í leikjum vetrarins,“ sagði Atli og hljóp svo að
fagna með stelpunum
sínum.
„Þær spiluðu sterka
vörn og það voru allt of
fáir leikmenn hjá okkur
sem voru að spila af
eðlilegri getu í sókninni.
Þar af leiðandi skorum
við of lítið,“ sagði
Guðmundur Karlsson,
þjálfari FH-liðsins, svekktur
í leikslok.
„Ég var ágætlega sáttur
við varnarvinnuna lengstum. Mörg af
þeirra hraðaupphlaupum komu af því
sóknin var að klára illa. Vörnin hefði
átt að gefa okkur meiri möguleika
en sóknin bilaði því miður. Þetta var
svekkjandi,“ sagði Guðmundur.
EIMSKIPSBIKAR KVENNA: FH GAF ALLT OF MIKIÐ EFTIR ÞEGAR LEIÐ Á LEIKINN GEGN STJÖRNUNNI
Stjörnustúlkur keyrðu yfir FH í síðari hálfleik
FÓTBOLTI Man. Utd heldur enn í
drauminn um að vinna allar keppn-
ir. United lagði Tottenham að velli
í úrslitum deildarbikarsins í gær.
Ekkert var skorað í venjulegum
leiktíma eða framlengingu. Það
þurfti því að útkljá viðureignina í
vítaspyrnukeppni.
Þar reyndust taugar Manchest-
er-strákanna betri. Ben Foster
varði frá Jamie O´Hara, David
Bentley skaut fram hjá á meðan
United skoraði úr öllum sínum
spyrnum.
Harry Redknapp, stjóri Spurs,
var stoltur af sínum strákum.
„Mér fannst við vera frábærir.
Þetta var frábær frammistaða og
leikurinn endaði með lottói. Það
verður samt að viðurkennast að
það var ekki sama sjálfstraust hjá
okkur og þeim í vítunum,“ sagði
Redknapp.
Ryan Giggs er bjartsýnn á að
United takist að vinna allar keppn-
ir í vetur. „Það er enn langt í hina
bikarana en við verðum að halda
í hungrið og halda áfram að spila
vel. Hungrið í stjóranum smitast
í leikmennina og það sést á leik-
mönnum,“ sagði hinn 35 ára gamli
Giggs. - hbg
Man. Utd vann deildarbikarinn eftir maraþonviðureign gegn Tottenham:
Draumurinn lifir hjá Man. Utd
HRESSIR Nani, Ronaldo og Giggs fögnuðu innilega. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Það er mikil spenna
komin í spænsku deildina eftir
4-3 tap Barcelona gegn Atletico
Madrid í gær.
Diego Forlan og Sergio Agu-
ero skoruðu báðir tvö mörk fyrir
Atletico. Thierry Henry skoraði
tvö fyrir Barca og Lionel Messi
eitt.
Eiður Smári lék allan leikinn
og lagði upp eitt mark.
Forysta Barcelona er nú aðeins
fjögur stig og Real Madrid búið
að vinna tíu leiki í röð. - hbg
Atletico skellti Barcelona:
Forskot Barca
nú fjögur stig
KR REYKJAVÍKURMEISTARI KR vann Fylki,
3-1, í úrslitum Reykjavíkurmótsins í gær.
Pape Faye kom Fylki yfir en Guðmundur
Pétursson, Óskar Örn Hauksson og
Jónas Guðni Sævarsson skoruðu í síðari
hálfleik fyrir KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> Snæfell lagði Grindavík
Það var háspennuleikur í Stykkishólmi í gær þegar Snæfell
lagði Grindavík að velli, 89-88. Jón Ólafur Jónsson skoraði
sigurkörfuna þegar 9 sekúndur lifðu leiks. Arnar Freyr Jóns-
son átti síðasta skot Grindavíkur en það gekk ekki. Vonir
Grindavíkur um sigur í deildinni eru því litlar
eftir tapið. Brenton Birmingham var þó
maður kvöldsins en hann fór hamförum
í leiknum og skoraði 48 stig. Þór slátraði
Skallagrími í botnslagnum fyrir norðan
og ljóst að Skallagrímur fellur. ÍR
marði svo mikilvægan sigur á FSU
í Seljaskóla.