Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 02.03.2009, Qupperneq 30
22 2. mars 2009 MÁNUDAGUR „Nei, þeir vilja ekki setja mig á lista. Þannig að ég fór í Fram- sóknarflokkinn til að segja mig úr honum aftur. Þeir skilja ekki út á hvað þetta gengur,“ segir Sævar Ciesielski. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að Sævar stefndi ótrauður á 1. sæti á lista framsóknarmanna á Suðurlandi. Enda á Sævar rætur að rekja þangað. En eitthvert bix er með lögheimili og sá fram- kvæmdastjórn flokksins öll tor- merki á að Sævar gæti tekið sæti á lista flokksins þar. En bauð honum þess í stað sæti aftarlega á lista í Reykjavík. Sævar hins vegar telur nú réttu stundina upp runna til að hafa áhrif og breyta samfélaginu. Hann segist eiga vísan stuðning meðal námsmanna í Háskólanum enda lætur hann sig málefni þeirra nokkru varða. Og Sævar er nýlega kominn frá Eyjum þar sem honum var gríðarlega vel tekið þrátt fyrir að Eyjar séu íhaldsbæli að sögn Sævars. „Elliði Vignisson bæjar- stjóri er afbragðsmaður. Ég átti fund með bæjarstjórninni sem var útvarpað. Og við ræddum meðal annars aflaheimildir og loðnu sem skiptir plássið gríðar- lega miklu máli.“ Virðist nokkuð brátt um kand- ídata í kosningar á vegum Fram- sóknarflokksins. Áður hafði Þrá- inn Bertelsson gefið á sér kost en dró sig til baka. Sævar er þó ekki af baki dottinn. Hann seg- ist hafa stofnað árið 1995 félag: Samtök um réttlæti. Og undirbýr nú sérframboð undir fána þeirra samtaka. „Allt klárt og stimplað. Það verður að standa vörð um þá sem minnst mega sín í samfélag- inu.“ - jbg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. veiða, 6. hæð, 8. meðal, 9. fram- koma, 11. tveir eins, 12. afspurn, 14. gistihús, 16. mun, 17. bjálki, 18. skörp brún, 20. klaki, 21. pottréttur. LÓÐRÉTT 1. útdeildu, 3. málmur, 4. sumbl, 5. þróttur, 7. sáttir, 10. arinn, 13. sigað, 15. andaðist, 16. kirna, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. háfa, 6. ás, 8. lyf, 9. fas, 11. ll, 12. umtal, 14. hótel, 16. ku, 17. tré, 18. egg, 20. ís, 21. ragú. LÓÐRÉTT: 1. gáfu, 3. ál, 4. fyllerí, 5. afl, 7. samhuga, 10. stó, 13. att, 15. lést, 16. ker, 19. gg. Ciesielski segir sig úr Framsókn Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verð- ur brosandi þegar hún afgreið- ir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoð- un. „Ég kom hingað frá Sambíu í okt- óber árið 2000. Vinur minn hafði fundið fyrir mig vinnu á elliheim- ilinu Skógarbæ,“ segir Francis- ca. „Mér þótti ægilega skrýtið að koma hingað. Ég hafði til dæmis aldrei séð snjó áður. Ég fór að læra íslensku á námskeiði og af gamla fólkinu í vinnunni. Næst fór ég að vinna hjá samlokugerðinni Sóma en þar töluðu allir ensku svo íslensku- námið mitt lá niðri. Það eina sem var sagt á íslensku var „skera“, „ostur“ og svoleiðis. Svo fór ég að vinna fyrir rúmlega tveimur árum á kassanum í Bónus. Hingað kemur margt vinalegt og gott fólk sem er duglegt við að leiðbeina mér í málinu. Ég var feimin við að tala íslenskuna fyrst en ekki lengur.“ Francisca segist sakna fjölskyldu sinnar í Sambíu og lætur hugann stundum reika þangað þegar það er rólegt á kassanum. Hún hefur tvisvar sinnum farið heim eftir að hún flutti til Íslands og var nokkra mánuði í heimahögunum í hvort skipti. „Við búum úti í sveit, en það er algjör misskilningur hjá mörg- um að ég hafi verið umkringd villi- dýrum, ljónum og gíröffum. Í eina skiptið sem ég hef séð ljón var nú bara þegar ég sá það í þjóðgarðin- um.“ Kassadaman Francisca er kaþ- ólsk og leggur mikla rækt við trúna. Lífið gengur daglega sinn vanagang. „Ég fer alltaf á sam- komu á morgnana hjá Móður Ter- esu í Breiðholti og þaðan í aðra vinnu sem ég er í. Þar er ég í tvo tíma. Svo fer ég heim og í Bónus- gallann og svo er ég á kassanum frá tólf til sjö. Ég einbeiti mér að hverj- um kúnna og hef eignast marga vini. Ég hef því miður ekki ferðast mikið um Ísland. Ég hef eiginlega bara séð það sem hægt er að sjá út um strætórúðuna. Þegar Bónus var úti á Seltjarnarnesi kynntist ég Sel- tjarnarnesi og nú er ég öllum hnút- um kunnug úti á Granda. Einu sinni fór ég þó til Grundarfjarðar og einu sinni til Þingvalla. Þar er rosalega fallegt og mig langar auðvitað til að ferðast meira um þetta fallega land.“ Francisca segist sjá mikinn mun á fólki eftir að kreppan skall á. „Já, maður finnur til dæmis fyrir breyt- ingu í strætó,“ segir hún. „Það er einhvern veginn þyngra yfir og fólk er ekki eins glatt og það var.“ En kreppan bítur ekki á Franc- iscu, enda á hún sér leyndarmál, sem þó er ekkert leyndarmál. „Guð er eina leyndarmálið!“ segir hún sannfærandi og verður alvar- leg um stund. „Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti. Kreppan skiptir litlu máli. Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk, börnin og náttúran. Við finn- um aldrei alvöru hamingju í pen- ingunum. Enginn banki endist að eilífu. Nema sá á himnum.“ drgunni@frettabladid.is FRANCISCA MWANSA: KYNNIST ÍSLANDI Í GEGNUM STRÆTÓRÚÐUNA Kátasta kassadama landsins GUÐ ER EINA LEYNDARMÁLIÐ! Francisca Mwansa er kátasta kassadama landsins. Hún segir að kreppan skipti litlu máli. Ef hún er hnuggin hugsar hún bara til Guðs og verður glöð að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÆVAR CIESIELSKI Segir ekki hægt að breyta Framsóknar- flokknum og stefnir nú á sér- framboð. Fótboltafélagið Styrmir stendur fyrir fyrsta alþjóðlega fótbolta- móti samkynhneigðra á Íslandi um páskana, Iceland Express Cup 2009. „Styrmir hefur verið til síðan 2006 og við höfum spilað í Lond- on, Kaupmannahöfn og Argent- ínu,“ segir Alfreð Hauksson for- maður Styrmis. „Við vorum meira að segja með í utandeildinni 2007 og vorum tæklaðir og allt. Það var bara gaman að prófa það.“ Alfreð segir mikinn áhuga fyrir alþjóðlega fótboltamótinu. „Það mæta 7-8 erlend lið. London Leftfooters og London Titans hafa þegar skráð sig til leiks. Einnig Hamburg Ball-boys og Rad-ball- er frá Noregi,“ segir hann. „Svo verða að minnsta kosti tvö íslensk lesbíulið í keppninni. Lez Jung- les og KMK (Konur með konum) sem er lið eldri lesbía. Við fyllum svo upp í þetta með eins mörgum útgáfum af Styrmis-liðum og þarf til að ná tólf liðum samtals. Það er til að við getum haft riðla.“ Til að byggja upp spennu fyrir mótið mun Stymir spila við fót- boltalið valinkunnra Íslendinga. Sá leikur fer fram í Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 8. mars kl. 14. Sveppi er fyrirliði hinna gagn- kynhneigðu frægðarmenna. Auk Sveppa eru sjónvarpsstjörnurnar Auddi og Logi Bergmann í liðinu. Einnig leikararnir Gunnar Hans- son og Atli Geir og fyrrverandi landsliðsfólkið Guðmundur Torfa- son, Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Í liðinu eru líka þing- mennirnir Steingrím- ur J. Sigfússon, Lúðvík Bergvinsson, Bjarni Benediktsson og Guð- laugur Þór Þórðarson. „Það var rosa lítið mál að fylla liðið og sér- staklega auðvelt að fá alþingis- menn,“ segir A l f r e ð o g h lær. „ Það eru að koma kosningar og þeir neita engu þessa dag- ana.“ - drg Sveppi og Bjarni Ben. á móti hommum „Ingólfur hefur alltaf ætlað sér eitthvað skemmtilegt. Honum dettur mjög margt sniðugt í hug og kemur manni oft á óvart með hugmyndum sínum. Hann er auk þess kjarkmikill, duglegur og góður mannþekkjari.“ Þuríður Árnadóttir, móðir Ingólfs Júlíus- sonar ljósmyndara sem verður þátttak- andi í nýjum bandarískum ferðaþætti. FRÆGIR GEGN HOMMUM Sveppi og Bjarni Ben eru meðal þeirra sem spila við Styrmi. Alfreð Hauksson fer fyrir hinu samkynhneigða fótboltafélagi. Meistara ljósvakans, Ingva Hrafni Jónssyni, sjónvarpsstjóra á ÍNN, hefur verið legið á hálsi af Bláu hendinni fyrir að vera reikull í trúnni og hafa ekki hampað Davíð Oddssyni sem skyldi. Hins vegar bætti Ingvi sig mjög í þeim efnum á fimmtudaginn. Þá tók hann sig til og framdi gjörning í beinni útsendingu, hysjaði upp um sig brækurnar í mynd og sagðist gera þetta fyrir hönd fjölmiðlastétt- arinnar. Tilefnið var að sögn Ingva það að Sigmar Guðmundsson var með dónalegar bloggspurningar þegar hann tók frægt Kastljósviðtal við Davíð á þriðjudaginn í síðustu viku. Gjörningalistamaðurinn Snorri Ásmundsson býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðis- flokknum og hefur sent sjálfstæðismönnum kjarnyrt bréf þar sem hann hnykkir á nauðsyn þess að fá nýtt blóð. Hann fortekur fyrir að um fíflagang sé að ræða af sinni hálfu og segir að þó að um gjörning sé að ræða þá hafi gjörningar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde verið eitt gjörningagrín og því nær að hafa gjörningameistara við stjórnvölinn. Gjörningar sem hann mun standa fyrir eigi að koma í veg fyrir að ógeðfelldir og gráðugir drullusokkar hafi eitthvað með hagsmuni þjóðarinnar að gera. Ekki er vitað hvernig þetta fellur í kramið meðal flokksfélaga. Einn þekktasti leikari landsins og annálaður veiðimaður, Pálmi Gestsson, er fremur óhress þessa dagana. Hann sótti um hreindýra- leyfi en hans nafn kom ekki upp úr pottinum þegar dregið var um hverjir fengju dýr frekar en í fyrra og hefur Pálmi miklar efasemdir orðið um þetta fyrir- komulag við úthlutun veiðileyfa. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Íslandshreyfingin. 2 Hinn 1. mars 1989. 3 Tómas Hermannsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.