Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur
9. janúar 1993
5. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Boltinn er
hjá Aðal*
verktökum
Suðurnesjamenn orðnir langeygir eftir að ríkisstjórnin
efni loforð sitt um 500 milljón króna framlag til upp-
byggingar atvinnulífs á svæðinu. Forsætisráðuneytið
vísar málinu frá sér og segir:
Suðurnesjamenn eru orðnir æði
langeygir eftir því að ríkisstjórnin
efni loforð sitt um 500 milljón
króna framlag til atvinnuuppbygg-
ingar á svæðinu í samstarfi ríkis,
sveitarfélaga og fyrirtækja. Á meðan
málið velkist um í kerfinu eykst at-
vinnuleysið á Suðurnesjum og er
orðið hátt í 14% meðal kvenna.
Ennfremur höfðu Sameinaðir
verktakar samþykkt að beita sér fyr-
ir því að íslenskir aðalverktakar
mundu verja allt að 300 milljónum
króna til atvinnuuppbyggingar á
svæðinu en þó þannig að fyrirtækið
hefði sjálft hönd í bagga með því
hvernig þessum fjámunum yrði ráð-
stafað og þeir yrðu ekki lagðir í ein-
hvern einn sjóð.
Kristján Pálsson, bæjarstjóri í
Njarðvík, segir að þessi dráttur sé
þegar farinn að valda fyrirtækjum á
svæðinu erfiðleikum sem birtist
m.a. í því að opinberir aðilar telji
það ekki sjálfgefið að veita þeim fyr-
irgreiðslu til jafns við aðra sökum
áðurnefnds loforðs stjórnvalda.
Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri
í forsætisráðuneytinu, segir að þetta
mál hafi verið töluvert rætt í nefnd
sem sett var á laggirnar í haust um
það hvað bæri helst að leggja
áherslu á í uppbyggingu atvinnulífs-
ins þar syðra. En auk Ólafs eru í
nefndinni Björn Friðfmnsson, ráðu-
neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu,
og þrír fulltrúar frá Suðurnesjum.
Ólafur segir að í viðræðum við
heimamenn hafi málefni sjávarút-
vegsins einna helst borið á góma og
þá nýjungar í fiskvinnslu og starf-
semi í kringum og á Keflavíkurflug-
velli og einnig hefur Bláa lónið
komið mikið við sögu.
„Það þarf að klára þetta mál sem
allra fyrst en tíminn í kringum ára-
mótin hefur verið ansi ódrjúgur,"
segir Ólafur Davíðsson, ráðuneytis-
stjóri.
-grh
Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri
í forsætisráðuneytinu, segir að
þann drátt sem orðið hefur á fyrir-
hugaðri uppbyggingu atvinnulífs á
Suðumesjum megi m.a. rekja til
þess að ekki hefur enn verið gengið
formlega frá nýrri stjóm hjá Is-
lenskum aðalverktökum.
En eins og kunugt er samþykktu
Sameinaðar verktakar að beita sér
fyrir því að íslenskir aðalverkar
legðu fram 300 milljónir í uppbygg-
inguna. Sömuleiðis hafði ríkis-
stjórnin samþykkt að veita 500
milljónir króna til verksins í sam-
starfi ríkis, sveitarfélaga og fyrir-
tækja á svæðinu.
Vetrar-
ríki
Vetur ríkir á íslandi og snjór yfir öllu. Snjór og hálka er á vegum landsins og éljagangur var viða I gær-
kvöldi. Talsvert var um árekstra í Reykjavík I gærdag og nokkurt eignatjón. Umferðartafir urðu vegna
þessa en ekki alvarleg slys á fólki að því er næst varð komist. Meðal annars tafði árekstur umferð um
Reykjanesbraut um stund seinnipart dags í gær. Timamynd: Arni Bjama.
Guðjón B. Ólafsson, fráfarandi forstjóri Sambandsins, segir að
markaðsstarf okkar í Bandaríkjunum hafi glatast og mistök hafi
verið gerð í markaðsöflun í Evrópu:
Markaðir í
Bandaríkjum
hafa glatast
Guðjón B. Ólafsson, fráfarandi
forstjóri Sambandsins, segir í ít-
arlegu viðtali við Tímann að
markaðsstarf íslendinga í Banda-
ríkjunum sem áratugi hafi tekið
að byggja upp hafi glatast. ís-
lensku fisksölufyrirtækin vestan-
hafs séu ekki lengur ráðandi á
markaðnum eins og þau voru fyr-
ir fáum árum síðan. Guðjón segir
einnig að mistök hafi verið gerð
við markaðsöflun á Evrópumark-
aði. Fiskafurðir okkar séu seldar á
Evrópumarkaði án þess að vera
auðkenndar sem íslensk gæða-
vara.
Guðjón segir að fiskiðnaður okk-
ar hafi ekki þróast fram á við á síð-
ustu árum. Of stór hluti fisk-
vinnslunnar hafi flust út á haf í
frystitogarana og of mikið af hrá-
efhi sé flutt óunnið úr landi.
Sjá nánar blaðsíðu 6 og 7.
ifTfBvi" JflifUJ jrn
■41É