Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 9. janúar 1993
Tíminn 17
Hús þeirra Tidwell hjóna, þar sem hin hroöalegi atburður gerðist
Karlmenn, peningar og að fá sínu fram var líf hennar og yndi:
Peningagræðgin
leiddi til morðs
Fenginn var úrskurður dómara um að grafa mætti lík Marks Tidwell upp.
Líkið lá á bakinu á
svefnherbergisgólfinu
og 45 kalíbera Derringer
skammbyssan lá í lófa
hans. MÚdð blóð rann úr
líkinu úr skotsári á höfði
fómarlambsins.
Klukkan tifaði og hallaði
í tvö aðfaranótt l.septem-
ber árið 1991. Sunnu-
dagsmorguninn var
drungalegur í Rowan
sýslu í Norður-Karólínu
fylki. Eiginkona fómar-
lambsins hafði þegar bor-
ið kennsl á líkið fyrir
rannsóknarmenn, en það
var af hinum 31 árs
gamla Mark Quintin Tid-
well. Frú Tidwell hafði
hringt í neyðamúmer og
látið vita af atburðinum
og lögreglan hafði bmgð-
ist skjótt við. Sjúkraliðar
höfðu úrskurðað manninn
látinn.
Frú Tidwell sagði lögreglunni að
eftir að hafa setið á bar og drukkið
dálítið hefðu þau hjónin haldið
heim á leið. Þar hefðu þau farið að
rífast og hún hefði í framhaldi af því
rokið út. Þegar hún kom aftur fann
hún eiginmann sinn látinn. Hún
sagði jafnframt að hann hefði und-
anfarið talað oft og fjálglega um
sjálfsmorð og hún tryði því að hann
hefði látið verða af því nú. Það varð
raunin, eftir rannsókn á staðnum og
nokkur viðtöl, var lát Tidwells skráð
sem sjálfsmorð og
krufning því ekki talin nauðsynleg.
Efasemdir
Daginn eftir, á höfuðstöðvum lög-
reglunnar í Salisbury, þegar rann-
sóknarlögreglumenn voru að skoða
myndir af vettvangi, kom í ljós að
eitthvað var ekki alveg eins og það
átti að vera. Það sem menn hjóu
fyrst eftir var að Tidwell hélt á byss-
unni í vinstri hendi, en hann var
rétthentur, og jafnvel þótt hann
hefði verið jafnvígur á báðar hendur
hefði hann aldrei getað hleypt af
skoti eins og hann hélt á byssunni
þegar hann fannst. Að auki sáu
rannsóknarmenn að hlaupið hafði
ekki snert höfuðið þegar hleypt var
af eins og algengt er þegar viðkom-
andi fremur sjálfsmorð. Þá hafði út-
farastjórinn orðið var við eitthvað á
höfði Tidwells sem honum fannst
grunsamlegt og ekki algengt í sjálfs-
morðstilfellum. Hann lét því lög-
regluna vita.
Lögreglan var orðin sannfærð um
að það var fátt líkt með þessu sjálfs-
morði og þeim fjöldamörgu sjálfs-
morðum sem hún hafði fengið inn á
borð til sín. Á meðan á þessu gekk
var Mark Tidwell jarðaður og vissi
fjölskylda hans ekki betur en að
málinu væri þar með lokið. En
rannsóknarlögreglumenn voru ekki
ánægðir með þær efasemdir sem
enn voru f hugum þeirra. Síðan hóf-
ust hringingar fólks til lögreglunnar
og þeir sem hringdu vildu sumir
ekki gefa upp nafn og vildu endilega
ræða dauða Tidwells og sögðu flestir
að það væri eitthvað athugavert við
hvernig Mark Tidwell skildi við.
Morðmál
Þessar hringingar styrktu þær efa-
semdir sem lögreglan hafði þegar
um málið og var rannsókn hafin og
nú sem morðmál. Lindu Hines var
falið málið og var það hennar fyrsta
mál eftir að hún varð rannsóknar-
lögreglumaður. Hines og aðstoðar-
menn hennar hófu rannsóknina á
hefðbundnum viðtölum við ætt-
ingja og vini og komust að því að
Tidwell lifði venjulegu lífi, nærgæt-
inn maður, duglegur í vinnu, en
hann vann fyrir fyrirtæki sem fram-
leiddi loftræstikerfi. Hann elskaði
konu sfna og tvö börn og virtist vera
hamingjusamur um það leyti sem
hann dó, að sögn skyldmenna. Tid-
well hjónin höfðu verið saman frá
því þau voru 16 ára og hafði Mark
aldrei verið með annarri konu um
ævina. Nýlega höfðu þó komið upp
vandræði í hjónabandi þeirra. Kona
Marks, Angie Tidwell, hafði nokkr-
um sinnum farið frá manni sínum
vegna annarra manna en ávallt snú-
ið aftur eftir skamman tíma.
Skyldmenni hins látna sögðu í
samtali við lögreglu að eiginkona
hins látna virtist ekki taka fráfall
hans nærri sér. Linda Hines athug-
aði næst hvort Mark Tidwell hefði
verið líftryggður. Svo reyndist vera
og hljóðaði tryggingin upp á 250
þúsund doilara eða um 15 milljónir
króna og átti eiginkona hans að
njóta þeirra fjármuna að honum
látnum. Það vakti athygli Lindu að
Angie Tidwell hafði skömmu fyrir lát
Marks verið að spyrjast fyrir um
tryggingarféð hjá tryggingafélaginu.
Fleiri atriði vöktu upp spurningar.
Vildi láta brenna líkið
Ættingjar bentu lögreglu á að þeir
hefðu tekið eftir demantshring og
úri á hendi Marks skömmu fyrir lát-
ið en þeir hlutir fundust ekki á lík-
inu, auk þess sem lögreglan komst
að því að Angie vildi láta brenna lík
Marks á þeim forsendum að hann
hefði viljað það en ættingjar hans
leyfðu það ekki.
Kvöldið sem Mark lést höfðu verið
tekin sýnishom af höndum Angie
Tidwell til að athuga hvort nokkrar
púðuragnir fyndust á hendi hennar
sem gætu gefið til kynna að hún
hefði haldið á byssunni. Þegar sýnið
var tekið var aðeins um venju-og
hefðbundna sýnatöku að ræða. Nú
horíði málið hins vegar dálítið öðru-
vísi við. Rannókninni var ekki lokið
en engu að síður var Angie Tidweil
boðuð í höfuðstöðvar rannsóknar-
lögreglunnar til viðræðna. Þar var
henni tjáð að líklega myndu niður-
stöður rannsókna á sýnunum reyn-
ast jákvæðar sem myndi þýða að lík-
legt væri að hún hefði nýlega skotið
af byssunni.
í framhaldi játaði Angie að hún
hefði verið í húsinu þegar Mark lést.
Það hefði komið til ryskinga um
vopnið og þá hefði hönd hennar
komið við byssuna en samt sem áð-
ur sagði hún að um sjálfsmorð hefði
verið að ræða. Hún hefði síðan
þurrkað sfn fingraför af byssunni.
Miðað við þennan vitnisburð ekkj-
unnar vom ekki rannsökuð fingra-
för á byssunni en hins vegar virtist
Angie verða óstyrkari þegar hún
breytti framburöi sínum. Hún hefði
þó ekki þurft að hafa neinar áhyggj-
ur því í rannsókninni kom síðar í
ljós að hvorugt þeirra hjóna virtist
hafa hleypt af byssunni.
Hrædd við ákæru
Tíminn leið og rannsókn Lindu Hi-
nes og aðstoðarmanna hennar hélt
áfram. Án þess að vita það hjálpaði
Angie töluvert við að þrengja hring-
inn um sig sjálfa. Hún var síblaðr-
andi út í bæ um lát Marks og flestir
sem hún hafði rætt við, hringdu
annað hvort í lögregluna ellegar
hafði lögreglan upp á þeim. Ná-
granni þeirra hjóna hafði þá sögu að
segja að Angie hefði sagst vera
hrædd um að verða kærð fyrir
morðið á eiginmanni sínum vegna
þess að fingraför hennar hefðu verið
á byssunni. Þegar nágranninn hafi
sagt að hún þyrfti ekki að hafa
áhyggjur þar sem hann hefði framið
sjálfsmorð hafi hún fölnað og byrjað
að skjálfa.
Lögreglan komst einnig að því að
Angie hefði sagt ættingjum og vin-
um fjölbreytilegar sögur um lát
Marks.
í einni útgáfu framdi Mark sjálfs-
morð, í annarri hafði hann íátist
þegar skot hljóp af í átökum þeirra
hjóna og í hinni þriðju hafði hún
hreinlega skotið hann. Það gekk svo
langt að einn ættingjanna sakaði
hana um morðið, en þá hafði hún
gengið þegjandi á brott.
Vitni sögðu þá sögu að Angie hafi
leitað að manni til að „ganga frá“
Mark og hún hefði heitið sem svarar
600 þúsund krónum fyrir verkið.
Hins vegar hefði hún ekki fundið
nokkurn til verksins og því sagst
myndu gera það sjálf, skjóta hann í
höfuðið og láta það líta út sem slys.
Önnur vitni sögðu að kvöldið sem
Mark lést hefði Angie, sem var vel
við skál, farið að heimsækja ein-
hvern fyrri kærasta sinn og hún
hefði ætlað að segja honum frá því
að Mark væri dauður. Linda Hines
talaði við kærastann og viðurkenndi
hann samband sitt við Angie. Hún
hefði oft talað við sig um að hún
vildi sjá Mark dauðan og þegar því
væri lokið gæti kærastinn fengið
hana, hluta tryggingarfjárins, húsið
og bömin. Kærastinn sagði lögregl-
unni að hann hefði sagt Angie að
hann vildi engan þátt eiga í þeim
áætlunum að ráða Mark af dögum.
Angie Tidwell
Mök við sex menn
í ljós kom við frekari rannsókn að
Angie hafði átt kynmök við a.m.k.
sex aðra menn en eiginmann sinn,
á þeirra heimili, og það hafi geng-
ið svo langt að hún hefði lagst með
manni einum sem var að vinna við
baðherbergið. Þá fann lögreglan
nektarmyndir af henni og kærust-
um hennar. Einn þeirra sem hún
reyndi að taka á löpp sagðist hafa
hitt Angie á bar kvöldið sem Mark
lést og hefði hún sagt að hún hefði
skilið við eiginmann sinn deyjandi
heima fyrir.
Linda Hines og menn hennar
settust nú niður og reyndu að
hnýta saman lausa enda. Þau kom-
ust að því að þrátt fyrir að allt
benti til að Angie hefði myrt mann
sinn vantaði enn fleiri sönnunar-
gögn. Þó var gefin út handtöku-
skipun á Angie Tidwell og hún sett
í gæsluvarðhald. Þar neitaði hún
öllum ásökunum, og einnig að
tala við rannsóknarmenn, en
ræddi þó við alla aðra. Eitt vitn-
anna sagði síðar að tvívegis hefði
hún hringt í sig og rætt um dauða
Marks. í annað skiptið hefði hún
sagt að hún hefði drepið hann en í
hitt skiptið sagði hún að skotið
hefði hlaupið af í átökum.
Angie laus
Um tveir og hálfur mánuður var nú
liðinn frá láti Marks Tidwell og hafði
rannsóknin verið löng, ströng og
nákvæm en þó var enn mikið verk
eftir. Lögreglan fékk leyfi dómara til
að lík Tidwells yrði grafið upp og var
það gert. Við rannsókn á líkinu kom
í ljós að sá grunur um að byssunni
hefði ekki verið haldið að höfði fórn-
arlambsins var réttur, auk þess sem
Tidwell hefði aldrei getað veitt neina
mótspyrnu í átökum vegna ofurölv-
unar. Þá fundust leifar af róandi töfl-
um í líkama hans. í janúar 1992
ákvað dómari að lækka tryggingu
ekkjunnar í 35 þúsund dollara sem
hún greiddi og fékk því að fara frjáls
ferða sinna. Þó var fýlgst með henni
svo hún léti sig ekki hverfa. Hún gat
ekki notað tryggingarfé eiginmanns
síns til að greiða trygginguna því
ættingjar Marks voru búnir að láta
frysta það, vegna grunsins um að
Angie hefði drepið eiginmann sinn
til að komast yfir féð. Þegar ættingj-
arnir gerðu þetta kom í ljós að
tryggingin rann út skömmu áður en
Mark lést og hafði verið endurnýjuð
en það var þó ekki Mark sem hafði
skrifað undir. Undirskrift hans var
fölsuð.
Réttarhöldin hófust þann 14.júlí
1992 og við þau kaus Ángie Tidwell
að nota „slysa“-útgáfuna í framburði
sínum, þar sem sagði að þau hefðu
verið að kljást um byssuna og skot
hefði hlaupið af. Þau hefðu verið að
drekka fyrr um kvöldið, þar hefði
einn íyrrverandi kærasta hennar
komið að borði þeirra hjóna og við
það hefði Mark reiðst. Vandræðin
hefðu þó fyrst byrjað þegar þau voru
komin heim því þegar hún ætlaði að
fara að sofa sagði hún að Mark hefði
tekið upp skambyssu úr skúffu og
borið hana að höfði sér. Angie sagð-
ist hafa beðið hann um að róa sig
niður en þegar það tókst ekki hefði
hún stokkið að Mark og gripið um
byssuna. í átökum hefði hlaupið
skot úr byssunni í gólfið en síðan
hefði hann náð að setja byssuna aft-
ur að höfði sér og þegar hún reyndi
að grípa byssuna hefði skot hlaupið
úr byssunni á ný og þá í höfuð
Marks.
Missti stjóm á sér
Angie sagði ennfremur að hún hefði
misst stjórn á sjálfri sér þegar hún
sá skotið hæfa höfuð manns síns.
„Ég yfirgaf herbergið, reyndi að
finna bíllyklana en ég fann þá ekki.
Ég gekk eftir götunni en þegar ég
kom til baka reyndi ég að banka
uppá hjá nágrönunum. Þar var eng-
inn heima.“ Síðan sagðist hún hafa
gengið inn í húsið, séð Mark liggja
þar í blóði sínu á gólfinu og í hugs-
unarleysi hafi hún tekið upp byss-
una. Síðan hefði hún rankað við sér
og gert sér grein fyrir því að hún
yrði að þurrka fmgraförin af byss-
unni og setja hana aftur í hönd
Marks. Hún neitaði við réttarhöldin
að hún kynni nokkuð á byssur og
neitaði auk þess að hún hefði lagt til
að lík Marks yrði brennt.
Þegar saksóknari spurði hana út í
samband þeirra hjóna sagðist hún
hafa elskað Mark en það hefði þó
eitthvað vantað í samband þeirra og
það hefði leitt hana út í sambönd við
aðra menn. Hún viðurkenndi að
hafa sagt ruglingslegar sögur um
andlát Marks en neitaði ásökunum
um að hafa reynt að ráða utanað-
komandi aðila til að drepa hann.
Angie endaði vitnisburð sinn með
eftirfarandi orðum: „Guð er til vitn-
is um að ég drap Mark ekki.“
Það tók kviðdóminn ekki langan
tíma að kveða upp úrskurð sinn,
sem var morð að yfirlögðu ráði, og
var hún í kjölfarið dæmd til há-
marksrefsingar, lífstíðarfangelsis.
Það þótti sannað að hún hefði drep-
ið eiginmann sinn með köldu blóði.
Með krufningu á líkinu var óve-
fengjanlega leitt í ljós að tvær af
þremur útgáfum á sögu Angie um
atburðina kvöldið afdrifaríka voru
lygi, sagan um sjálfsmorðið og sag-
an um átökin. Sú sem var sönn var
að hún hefði myrt hann með köldu
blóði.