Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 18
18Tíminn Laugardagur 9. janúar 1993 Jónas Ásgeirsson Það er að ljúka æfingu hjá Söngfé- lagi verklýðssamtakanna í risinu í Edduhúsinu. Framundan er skemmtikvöld og það spyrst að tvö- faldur karlakvartett ætli að verða eftir og fara yfir nokkur lög. Nokkrir forvitnir kórfélagar staldra við utan dyra og leggja við hlustir: „Við unn- um það sem unnið var / um íslands breiða vang". Er þetta ekki Söngur verkamanna eftir Áskel Snorrason við texta Krístjáns frá Djúpalæk? Jú, einmitt. — Og lagið heldur áfram: „Við ruddum vegi byggðum brýr / og brutum land í góðri trú". Hver er þarna með sólólínuna í öðrum bassa? Það er víst hann Jónas, er svarið. Hefur hann lært? Ég held ekki neitt að ráði, en hann hefur víst sungið í mörgum kórum. Mannskapurinn ákveður að fá sér súkkulaði og rjómatertu á Höllinni, og söngurinn berst út um glugga Edduhússins þegar við göngum upp Skuggasundið:.....að saman jafnt í sókn og vörn / að sigri stöndum vér". Við nýliðar áttum eftir að kynnast umræddum Jónasi betur. Hann var einn af stofnendum þessa blandaða kórs, sem hét fullu nafni Söngfélag verklýðssamtakanna í Reykjavík. Margir stofnendanna báru enn uppi starf félagsins á miðjum 6. áratugn- um undir forystu eldhugans Sigur- sveins D. Kristinssonar tónskálds. Jónas fæddist á Stokkseyri 13. febrúar 1907. Foreldrar hans voru hjónin Ásgeir Jónasson sjómaður, og Þorbjörg Guðmundsdóttir. Börn- in voru átta, fimm systur og þrír bræður, og var Jónas næst yngstur. Almenn verkamannavinna og sjó- mennska var lifibrauðið heima á Stokkseyri, en einnig fór Jónas í ver- ið til Vestmannaeyja. Eins og átti við um svo marga af aldamótakynslóðinni, mun áhugi fyrir ýmsu því, sem auðgað gat and- ann, snemma hafa tekið hug Jónas- ar. í fyrirrúmi voru tónlist, leiklist og bóklestur. Hann tók þátt í að stofna karlakór á staðnum og mér er sagt að hann hafi verið leikari af guðs náð; lék enda í leikritum bæði á Stokkseyri og í Vestmannaeyjum. Til Reykjavíkur fluttist Jónas árið 1946. Hér starfaði hann samfellt hjá Hitaveitu Reykjavfkur til ársins 1965, en þá réðst hann til Osta- og smjörsölunnar og vann þar, að mig minnir, lengur en lög og elli kerling gera ráð fyrir. Eins og ráða má af inngangi þess- IVllIVNlIVlJB ara orða, var það einkum söng- og músfkmaðurinn Jónas sem ég þekkti best. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Söngfélagi verklýðssamtak- anna haustið 1955. Á síðustu árun- um, sem kórinn starfaði, sungum við hjónin bæði með Jónasi í kórn- um, og með okkur og honum tókst góð vinátta sem entist æ síðan. Jón- as hafði áður, auk kórstarfsins fyrir austan fjall, sungið í Samkór Reykjavíkur og Tónlistarfélagskórn- um. Upp af stofni Söngfélagsins varð til Alþýðukórinn, sem dr. Hallgrím- ur Helgason stjórnaði alla tíð, og þar var Jónas auðvitað með í för. Eftir að Alþýðukórinn hætti störfum söng Jónas í mörg ár í Árnesingakórnum í Reykjavfk og var áreiðanlega orð- inn 75 ára, þegar hann hætti að starfa með kórnum. Og til að halda öllu til haga verður að nefna Frí- kirkjukórinn, en í þeim kór söng Jónas í rúm 30 ár, jafnhliða starfí í fyrrnefndum kórum hér í borginni. Jónas var að mestu sjálfmenntaður í músíkfræðum. Ég segi „músík- fræðum", því hann var ekki einasta vel læs á nótur, með næmt tóneyra og fljótur að læra lög, heldur lék hann líka á orgel „fyrir sjálfan sig" f Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vin- áttu viö andlát, minningarathöfn og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Óskars Matthíassonar útgerðarmanns, Vestmannaeyjum Þóra Sigurjónsdóttir Matthías Óskarsson Ingibjörg Pétursdóttir Sigurjón Óskarsson Sigurlaug Alfreðsdóttir Kristján Óskarsson Emma Pálsdóttir Óskar Þór Óskarsson Sigurbjörg Helgadóttir Leó Óskarsson Kristín Haraldsdóttir Þórunn Óskarsdórtir Sigurður Hjartarson Ingibergur Óskarsson Margrét Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn í Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall systur minnar og mágkonu Soffíu Oddnýjar Andrésdóttur Skipasundi 72 Fyrir hönd aöstandenda, Dýrleif Andrésdóttir, Jóhann Helgason og fjölskylda, Leirhöfn Til sölu Arctic Cat Cheetah '87 Ekinn 3.300 km, vel viðhaldið, í toppstandi, ásamt yfirbyggðri kerru. BG. Bílakringlan, sími 92-14690. og hafði tileinkað sér talsverða þekkingu í tónfræði og hljómfræði. Meðan Jónas átti heima á Stokkseyri sótti hann nokkra tíma í orgelleik til Sigurðar ísólfssonar. Ekki er ósennilegt að Sigurður hafi komið honum eitthvað á sporið í tónfræði og auðveldað honum með því frek- ara sjálfsnám. Mig minnir líka að Jónas hafi einhvern tíma látið þess getið að hann hafi notið smávegis tilsagnar í söng hjá Einari Sturlu- syni. Sjálfsnám í tónfræðum verður vart stundað án góðs bókakosts. Ég held að óvíða hafi verið að finna jafngott einkasafn ljóða- og tónbókmennta eins og það sem Jónas hafði komið sér upp á langri ævi. Kæmist hann yfir lag eða fágætar nótur, var hann fljótur að skrifa það upp. Rithöndin var falleg og handbragðið allt eins og fagmaður stýrði penna. En Jónas lét sér ekki nægja að syngja eða skrifa upp lög annarra. Hann átti það líka til að setja saman eigin lög. Aldrei minntist hann að fyrra bragði á þessa iðju sína, enda hlédrægur að eðlisfari. Söngfélagið og Árnesingakórinn æfðu og sungu a.m.k. lag hans við texta Hannesar Hafsteins, Blessuð sólin elskar allt, í útsetningu Sigursveins D. Kristins- sonar. Þetta lag og sex önnur sá ég í snotru handriti hjá Guðmundu syst- ur hans. Ég minntist áðan á hógværð Jónas- ar. Það var sannarlega fátt sem rask- að gat jafnvægi hans. Þó var það til. Færi einhver skakkt með lag eða texta, ellegar yrði einhverjum á að syngja lag í öðrum takti en höfund- ur hafði skrifað, þá gat honum hitn- að verulega í hamsi. Og hann komst varla í jafnvægi fyrr en viðkomandi hafði játað „mistök" sín. „Punkter- aða" nótu skyldi syngja punkteraða; styrkleikatákn og aðrar leiðbeining- ar höfundar bar að virða refjalaustl Og heyrði hann lag eða texta eignað skökkum höfundi, t.d. í Ríkisútvarp- inu, fannst honum það heilög skylda sín að grípa símtólið og vekja at- hygli á missögninni. Svona var Jón- as nákvæmur í öllu sem hann gerði eða lét sig varða. „Við unnum það sem unnið var / um íslands breiða vang." Þetta bar- áttuljóð Kristjáns frá Djúpalæk er sem greypt í hug minn, þegar ég minnist þessa fjölmenntaða alþýðu- manns. í Söngfélagi verklýðssam- takanna sveif sá andi yfir vötnum að iðkun söngs og alhliða menningar- starfsemi væru þýðingarmiklir þættir í sókn og vörn alþýðu fyrir bættum kjörum og fegurra mann- lífi. Þótt aðstæður í þjóðfélaginu og gildismat hafí um margt breyst frá þeim tíma, sýnist ástæðulaust að kasta við|fka hugsjónum fyrir róða. Það gerði Jónas aldrei. Gaman er að hafa um skeið orðið samferða slík- um manni. Gunnar Gultormsson Jónína Alda Björnsdóttir húsfreyja á Sólbrekku Eitt af því torráðnasta í lífinu er hversu misjafnt við föllum af foldu/ Fólk á besta aldri, sumt kornungt, burtkallast daglega. Óneitanlega dettur manni í hug maðurinn með ljáinn í sálmi Hallgríms Pétursson- ar, sem slær allt hvað fyrir er. Mér hefur alltaf fundist það mót- sögn við boðun kristindómsins og komi ekki saman við guðs náð og miskunn. Kristin trú boðar þó statt og stöðugt, að við séum fædd í heiminn til að þroskast í eldskírn jarðlífsins. Hér held ég enginn ráði för. Allt jarðneskt líf er myndað af frumum, og sé þeim á einhvern hátt misboðið, hefnir það sín. Því verð- um við svo áþreifanlega misvel búin undir bardaga Iífsins. Þetta kemur mér í hug við fráfall Jónínu hús- freyju á Sólbrekku (Skeggjastöðum) í Fellum, sem nýlega andaðist um aldur fram. Jónína var vel gerð kona og hafði alltaf verið hraust. Kom því á óvart að hún skyldi falla svo snöggt fyrir alvarlegum sjúkdómi, sem lækna- tæknin gat ekki stöðvað. Var þó vit- að fyrir nærri tug ára, að hún fékk illkynjað æxli í brjóst, sem læknar töldu sig komast fyrir. Þeir fylgdust þó vel með henni, og oft lá leið hennar suður á þessum árum. Lengi vel virtist allt vera með felldu og var Jónína hin hressasta. En sjúkdóm- urinn er lævís, eins og í ljós kom eft- ir mörg ár. Það hafði þó mest að segja að Jónína var mjög viljasterk og ódeig í lífsbaráttunni, kjarkurinn óbilandi, sem fylgdi henni fram undir það síðasta. Dómurinn var upp kveðinn. Jónína andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum föstu- daginn 20. nóvember sl., 55 ára að aldri. Jónína hlaut að vöggugjöf ýmsa skapandi eðlisþætti, listræn til hug- ar og handa, og dugleg með afbrigð- um. Fáar frístundir gefast hjá konu einyrkjabónda, en samt reyndi hún að þjóna hugðarefnum sínum, sem hún byrjaði á strax á ungdómsárun- um. En þrátt fyrir alla listaþanka var hún mikilvirk í hverju starfi, utan bæjar sem innan. Hún fór oft með saumavélina sína fram í eldhús og greip í hana á meðan hún eldaði matinn. Hún keypti efni og saumaði upp á börnin. Þetta sparaði ekki svo lítið á frumbýlingsárum þeirra, og handbragðið gaf ekki eftir búðarföt- um. Ekki lét hún sig heldur muna um það, að bera sand og hræra steypu, ef með þurfti. Þau verða aldrei talin handtökin við byggingu nýbýlis upp frá grunni. Þá verður vinnudagurinn oft langur. Eftir að um hægðist við byggingar fóru þau að fegra býlið. Öll hús voru máluð og stóð Jónína mest fyrir því, bæði úti og inni. Jónína var félagslynd. Eftir að börnin voru upp komin og hún lærði á bíl, keyrði hún oft í Egils- staði til að afla sér þekkingar. Tók m.a. orgeltíma, en hafði látið eyrað duga þangaðtil. Framar öllu var áhugi hennar fyrir söng og tónlist, og hún hafði fallega sópransöng- rödd. Þegar kirkjukór Áskirkju komst á laggirnar, söng hún strax með honum og alltaf meðan heilsa entist. Var hún mjög áhugasöm í kórstarfinu, og hún lét sig helst ekki vanta ef söngskemmtun bauðst á Egilsstöðum. Jónína Alda var ein af sjö systkinum í Grófarseli í Jökulsárhlíð, börnum Björns Kristjánssonar og Magnhild- ar Stefánsdóttur konu hans. Þau keyptu jörðina og bjuggu þar í kringum 50 ár. Jónína giftist ung eftirlifandi manni sínum, Sæbirni Jónssyni frá Skeggjastöðum. Þau bjuggu þar fyrstu árin, ásamt Þorbergi bróður Sæbjörns og konu hans, Guðrúnu Árnadóttur. Þá var búið að skipta Skeggjastöðum I milli þeirra bræðra, og byggðu þau Sæbjörn og Jónína nýbýli á sínum parti, neðan túns og vegar, og nefndu Sólbrekku. Var það um tíma fjórða býlið á Skeggjastaðatorfunni, en nú eru að- eins þrjú í byggð. Land Sólbrekku var mest grasi grónar mýrar, og varð að grafa mik- ið af skurðum til að þurrka þær upp og rækta tún. En túnið stækkaði fljótt og kúnum fjölgaði. Hand- mjólka varð kýrnar fyrstu árin, því mjaltavélar voru þá ekki orðnar al- gengar. Vélbaggaöldin létti ekki störftn, þó stórvirk væri og bætti hirðingu heys; kom hún illa niður á konum og unglingum, sem unnu við að stafla böggunum. Jónína sýndi aldraðri tengdamóður sinni, Þóreyju Brynjólfsdóttur, mikla umhyggju og kærleika, er hún flutti á heimili þeirra, og ann- aðist hana dyggilega þangaðtil hún fór á sjúkrahús, þá orðin háöldruð. Æðsta takmark hverrar fjölskyldu er ánægjulegt heimili. Þau Jónína og Sæbjörn voru mjög samhent við að tryggja afkomu heimilisins og búreksturinn, enda komust þau vel af, þó aldrei væri þar stórbúskapur. Kýr þeirra voru nytháar, svo orð var á gert, og bóndinn stundaði kynbæt- ur á sauðfénu. Hey voru ætíð næg og ekki spöruð. Jónína var alltaf boðin og búin að hjálpa bónda sín- um úti við, og var harðdugleg til allra verka. Sæbjörn mat konu sína líka mikils og var góður eiginmaður. Börn þeirra voru snemma vinnu- gefin og námfús, og hjálpuðu til við búskapinn meðan þau voru heima. Þau eru þrjú: Guðlaugur sveitar- stjóri í Fellum, búsettur í Fellabæ; Erna húsmóðir í Reykjavík; og yngstur Þór, vélgæslu- og stýrimað- ur. Þau hafa öll eignast maka og börn. Eru barnabörn Jónínu og Sæ- björns nú orðin 5. Útför Jónínu Öldu fór fram frá Eg- ilsstaðakirkju, föstudaginn 27. nóv- ember sl. Fylgdi henni fjöldi fólks til grafar, en hún var jarðsett í grafreit Fellabæjar. Eitt er víst! Ekkert líf er án dauða og enginn dauði án lífs. Ekki treysti ég mér til að lýsa söknuði eigin- manns og barna hinnar framliðnu, eða foreldra hennar sem enn lifa í hárri elli. Ég óska þeim öllum vel- farnaðar. Hallgrímur Helgason, Droplaugarstöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.