Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. janúar 1993 Tíminn 15 Styrkleikalisti alþjóða badmintonsambandsins: Broddi oq Árni Þór 20. besta parið í heiminum Þeir Broddi Kristjánsson og Arni Þór Hallgrímsson eru í 20.sæti á styrkleikalista Alþjóöa badminton- sambandsins yfir badmintonpör í tvíliðaleik karla. Broddi kemst einn- ig inn á listann í einliðaleik karla og er hann þar í 58.sæti. Þetta er frá- bær árangur hjá þeim félögum og hafa þeir færst upp um tíu sæti frá því síðasti iisti var gefinn út, en Broddi hefur færst upp um tólf sæti á einliðaleikslistanum. Broddi Kristjánsson sagði í samtali við Tímann að það væri margt sem spilaði saman sem gerði það að verk- um að þeir hefðu færst upp um jafn- mörg sæti og raun ber vitni og mætti þar nefna árangur TBR-liðsins í Evr- ópukeppni félagsliða, þar sem silfrið féll í hlut liðsins. „Okkur líst vel á þetta og ég vona að þetta verði til þess að við fáum fleiri ferðir á alþjóðleg mót Við höfum verið dálítið svekktir hvað við höfum fengið lítið vetur, en ég held að staða okkar á listanum sýni að við eigum fullt erindi á þessi sterku mót,“ sagði Broddi. Hann sagði ennfremur að ástæðan fyrir því að þeir hafi ekki farið á fleiri mót undanfarið sé fyrst og fremst fjár- magnsleysi bæði TBR og Badminton- sambands íslands. Broddi sagði að þessi staða þeirra á styrkleikalistanum yki möguleika þeirra á enn betri árangri á alþjóðleg- um mótum. Með því að vera komnir svo ofarlega er líklegt að þeir fái betri röðun á mótum, sem þýðir að þeir sleppa við tiltölulega auðvelda leiki sem kemur niður á úthaldi þeirra í erfiðari leikjum þegar komið er í undanúrslit eða úrslit mótanna. Til að eiga möguleika á að komast á styrkleikalistann verða leikmennimir ÍÞRÓTTIR v UMSdÓN: PJETUR SIGURÐSSOH að taka þátt í átta alþjóðlegum mótum og leika á þeim samtals 15 leiki. Sigríður Jónsdóttir for- maður BSÍ sagði í samtali við Tím- ann, sagði að ár- angurinn hjá þeim Áma og Brodda væri frá- bær. Þeir væm getulega orðnir mjög stöðugir og væm að ná mjög góðum úrslitum í Broddi Kristjánsson þeim mótum sem þeir taka þátt í og leika þá yfirleitt í úrslitum eða und- anúrslitum. Til marks um stöðu þeirra Brodda og Áma í Evrópu má nefna það að fyrir ofan þá á listanum em einungis átta evrópsk pör, tvö frá Danmörku, þrjú frá Englandi, tvö frá Svíþjóð og eitt frá Rússlandi. Síðast þegar listinn var gefinn út lentu þeirí 30. sæti eins og áður sagði, en það tryggði þeim félögum þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Barcelona, en þangað komast 32 pör. Ámi Þór Hallgrímsson ÍÞRÓTTIR HELGARINNAR LAUGARDAGUR Handknattieikur 1. deild karia HK-Haukar................kl. 16.30 Körfuknattielkur 1. delld kvenna ÍR-UMFG..................kl. 14.00 UMFT-ÍBK.................kl. 16.00 Knattspyma 4. deild í innanhúsknattspymu verður leikin í dag í fþróttahúsinu við Austur- berg í Breiðholti. Keppni í 4. deild lýkur ídag. Blak 1. deild kvenna Þróttur N.-HK.................kl. 14.00 1. deild karla Þróttur N.-HK.................kl. 15.15 SUNNUDAGUR Handknattieikur Fram-ÍBV......................kl. 20.00 ÍR-Stjaman....................kl. 20.00 Körfuknattieikur Japisdeildin UBK-ÍBK.......................kl. 16.00 UMFN-UMFT.....................kl. 20.00 KR-UMFG.......................kl. 20.00 Snæfell-Valur.................kl. 20.00 l.deiid kvenna UMFT-ÍBK ................kl. 14.00 Knattspyma 3. deildin í knattspymu verður leikin á sunnudag (íþróttahúsinu við Austurberg. Keppninni lýkur á sunnudagskvöld. Blak 1. deild karia ÍS-Stjaman MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til náms í Hollandi og á Spáni 1. Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa (s- lendingi til háskólanáms í Hollandi skóiaárið 1993-94. Styrkurinn mun einkum ætlaður stúdent, sem kominn er nokkuð áleiðis i háskólanámi, eða kandidat til fram- haldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrk- fjárhæð um 1.130 gyllini á mánuði í 10 mánuöi. 2. Spænsk stjómvöld bjóða fram eftirtalda styrki- handa íslendingum til náms á Spáni á námsárinu 1993-94: a) Einn styrk til háskólanáms skólaárið 1993 94. Ætlast er til að styrkþegi sé kominn nokkuð áleiðis i háskólanámi og hafi mjög gott vald á spænskri tungu. b) Tvo styrki til að sækja spænskunámskeiö ( Madrid sumariö 1993. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. 3 ára námi i spænskri tungu f islenskum framhalds- skóla. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afrít- um prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykja- vík, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytiö, 8. janúar 1993. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla í stúd- entagörðum við Eggertsgötu er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. janúar n.k. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri, og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri, í síma 27277. 20 50% AFSLATTUR! ÍÞRÓTTAGALLAR, ERÓBIKFATNAÐUR, ÍÞRÓTTASKÓR, BOLIR, SUNDFATNAÐUR OG MARGT FLEIRA MÆTIÐ SNEMMA OG GERIÐ REIFARAKAUP! Póstsendum um land allt. fiá l rMAÐURINN HÓLAGARÐI S í mi 7 5 0 2 0 ENGIHJALLA8 - SÍMI642811 STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Leikfimiskór Domus Medica, Egilsgöfu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. Verð kr. 1.995,- Tegund: Fight. Stærðir: 36-45. Litur: Hvítt m/bláu. Ath; Léttir og llprir Efni: Skinn og strigi. með góðum sóia. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur Við mætingar á mjóu (einbreiðu) slitlagi þarf önnur hlið bílanna að vera utan slitlagsins, ALLTAF ÞARF AÐ DRAGA ÚR FERÐ! UMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.