Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. janúar 1993 Tíminn 9 fornu fari hafa Afríkumenn fyrst og fremst verið hollir ætt sinni og ættbálki og gengið að því sem vísu að einstaklingur, slitinn úr holl- ustutengslum við ætt og ættbálk, væri á köldum klaka. Með hliðsjón af þessu reyndu vald- hafar Afríkuríkja, borgaralegir sem hermenn og hvort sem þeir töldu sig sósíalista eða kapítalista, að tryggja völd sín með stuðningi borgarbúa, sem ekki voru alveg eins ættbálkatengdir og dreifbýl- ingar. í framkvæmd leiddi þetta til þess að dreifbýlið var vanrækt og víða til grófs arðráns borga á dreif- býli. Til að hafa borgabúa góða héldu stjómir niðri verði á land- Bokassa, liðþjálfi I franska ný- lenduhernum og slðar Mið-Afr- íkukeisari: ruplaði seðlabanka og ríkissjóði. búnaðarvörum, með þeim afleið- ingum að sveitamenn fengu svo lít- ið fyrir framleiðslu sína að þeir hættu víða að framleiða nema til eigin nota. Annað, sem valdhafar gerðu til að tryggja sig í sessi, var að stækka drjúgum opinbera geir- ann, einkum með því að taka inn í hann fólk af eigin ættbálkum. Sam- kvæmt fornum og enn ríkjandi hefðum þar í álfu, á þá leið að án ættbálks síns geti einstaklingurinn ekki lifað, voru ráðamenn raunar skyldugir til þesskonar klíkuskap- ar. Þegar franska Kongó (stundum kölluð Kongó-Brazzaville) varð sjálfstætt ríki 1960, voru opinberir starfsmenn þar um 3000. 1987 hafði þeim fjölgað í 73.000 og laun þeirra voru þrír fjórðu útgjalda á fjárlögum. Markmiðið hjá fólki í ríkisgeiranum, skrifar breski afr- íkusagnfræðingurinn Basil David- son (þekktur sem aðdáandi álfunn- ar), „varð ekki að starfa, heldur að taka laun. Rófan (borgirnar) dillaði hundinum (dreifbýlinu).“ Þjófræði Samfara þessu varð gríðarleg opin- ber spilling. Embættismenn feng- ust ekki til að greiða fyrir fram- kvæmdum og viðskiptum nema þeim og/eða ættingjum þeirra væri mútað. Vegna ættrækni sinnar mikillar, áttu margir Afríkumenn raunar erfitt með að líta á það sem vítavert athæfi. Valdhafar og gæð- ingar þeirra rupluðu ríkissjóði og banka landa sinna blygðunarlaust, fýrir sig og sína frændur. Út frá því hefur stjórnarfar sumra Afríkuríkja verið kallað þjófræði (kleptokratí). í mestar öfgar gekk þetta hjá ein- ræðisherrum eins og Idi Amin í Úg- anda, Bokassa Mið-Afríkukeisara, Mobutu í Saír og Samuel Doe í Lí- beríu. Mobutu, sem ríkt hefur síð- an 1965, hefur meðhöndlað ríki sitt, stórauðugt af hráefnum, sem persónulega eign sína, líkt og Le- ópold annar Belgíukonungur um aldamótin, eftir að Belgar höfðu lagt Kongólönd undir sig. Af 400 milljörðum zaires (svo heitir gjald- miðill landsins) sem prentaðir voru í fyrra, fór helmingurinn beint í vasa landsföðurins. Þessir valdhafar og aðrir litlu skárri högnuðust lengi dável á kalda stríðinu, fengu drjúga efna- hagsaðstoð frá öðru risaveldinu eða hinu fyrir að „vera á móti komm- únismanum" eða „heimsvalda- stefnunni". Bandaríkin veittu Doe, er gaf sem hryðjuverkamaður við stjórnvöl þeim Bokassa og Idi Amin lítið eftir, að sögn bandarískra fréttamanna, um 500 millj. dollara í efnahagsaðstoð 1980-85. Mobutu, sem er einn af ríkustu mönnum heims jafnframt því sem land hans er á kúpunni og í upplausn, hagn- aðist enn betur á því að vera Vest- ursins megin. En samtímis kalda stríðinu hvarf vilji risaveldanna (og geta þeirra, hvað Sovétríkin varðar) til að halda því örlæti áfram. Það varð ein af meginástæðunum til þess að Siad einræðisherra Barre missti taumhaldið á Sómölum. Litlu betur og mikið til af sömu ástæðu er Mobutu nú staddur; að sögn þýsks blaðs ná völd hans varla út fyrir höfuðborg landsins, Kins- hasa, og sjálfur býr hann og sefur um borð í lystisnekkju sinni úti á Zaire-(áður Kongó-)fljóti, til að geta flúið land fyrirvaralaust. Pandóruaskja ættbálkahyggju Við af kaldastríðsástandinu tók í Afríku það sem stjórnarandstæð- ingar í Ghana kalla „einræði Al- þjóðlega gjaldeyrissjóðsins". í stuttu máli sagt, þá ávarpa Vestur- landamenn Afríkuríkin nú í öðrum og kuldalegri tón en fyrr. Til þess að fá hjálp frá þróaða heiminum verði þau að taka upp lýðræði og markaðsbúskap að vestrænni fyrir- mynd og skera í stórum stfl niður útgjöld hins opinbera. Þetta reyna nú mörg Afríkuríki. En sparnaðurinn kemur hart niður á mörgum og ekki einungis þeim, sem nutu góðs af ástandinu eins og það hefur verið, heldur og gerir það fátækt sumra að beinni neyð. Og lýðræðið vill koma þannig út að stjórnmálaflokkar verði pólitískir armar þjóðflokka og ættbálka, t.d. í Kenýu. Wangari Maathai, kenýsk baráttukona fyrir mannréttindum og prófessor, segir að með „inn- leiðslu fjölræðis" sé að opnast „pandóruaskja" ættbálkahyggju og þar neð útrýmingar möguleika á „þjóðarsátt" ráðamanna ríkjanna og almennings. Og vaxandi neyð eykur líkur á að menn missi alla trú á viðleitni til að halda við ríkj- um og samfélögum að fordæmum frá norðurheimi og snúi aftur alfar- ið í faðm ættbálkanna og hollust- unnar við þá — eins og þegar hefur gerst í Sómalíu. Lágt og óstöðugt verð á hráefnum hefur lengi verið mikið vandamál fyrir Afríku, en takmarkaðar lfkur eru á að sinnt verði kröfum Afríku- manna um einhverja verðtrygg- ingu á hráefnum, enda slíkt í ósam- ræmi við markaðslögmálið. Ekki virðist heldur almennt ráð fýrir því gert að stjórnir Afríkuríkja verði á næstunni að stórum mun dug- og heiðarlegri en þær hafa verið. Ríki álfunnar eru raunar að margra mati mörg hver komin út í slíkar ógöngur að of seint sé fyrir þau að snúa óheillaþróuninni við af eigin rammleik. „Er tími til þess kominn að ný heimsvaldastefna (imperíalismi) gangi í garð?“ spyr James MacMan- us, breskur Afrfkufræðingur. Eitt- hvað í líkingu við það tala nú fleiri Vesturlandamenn og raunar Afr- íkumenn líka. Sagt er að óhjákvæmilegt sé, úr því sem komið er, að heimurinn (þ.e.a.s. þróaðasti hluti hans, eink- um Vesturlönd) setji Afríku sunnan Sahara undir einskonar umboðs- stjórn er að formi til yrði á vegum S.Þ. Eftir kalda stríð hefur gætt í heiminum utan Afríku tilhneiging- ar að láta hana sigla sinn sjó, en það gæti að margra ætlan haft mið- ur velkomnar afleiðingar fyrir fleiri en Afríkumenn, m.a. mestu þjóð- flutninga sögunnar hingað til frá Afríku til betur stæðari heims- hluta. ÞEIRSEMÆTLA AÐ ÁVAXTA UM 30 MILUARÐA TAKA AUÐVITAD ENGAÁHÆTTU KJÖRBÓK LANDSBANKANS GAF 3,0;5,P% RAUNAVOXTUN ÁRIÐ1992 Innstæöa á tæplega 100 þúsund Kjörbókum í Landsbankanum er nú samtals um 30 milljarðar. Kjörbókin er því sem fyrr langstærsta sparnaöarform í íslenska bankakerfinu. Ástæðan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun á árinu 1992 var4,6-6,6% Raunávöxtun á grunnþrepi var því 3,0%, á 16 mánaða innstæðu var hún 4,4% og á 24 mánaða innstæðu var raunávöxtunin 5,0% Kjörbókin er einn margra kosta sem bjóöast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi gæfu og góös gengis á árinu 1993. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.