Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. janúar 1993 Tíminn 5 Tímamynd: Ami BJama EE S - samningurinn Jón Kristjánsson skrifar Afstaða þingflokks Framsóknarflokksins í EES-málinu hefur verið til umræðu nú í vik- unni. Fimm þingmenn hafa kosið að leggjast ekki gegn samningnum og sitja hjá við at- kvæðagreiðslu. Þar sem ég er einn af þeim sem sátu hjá, vil ég nota þennan vettvang að þessu sinni til þess að drepa á nokkur atriði, sem mér finnst mestu máli skipta og ráða þessari af- stöðu minni. Hvað er framundan? Þegar samningaviðræður um EES- samning- inn fóru af stað við Evrópubandalagið á sínum tíma, var ein af meginforsendum stuðnings míns við málið að ég er andvígur aðild íslands að Evrópubandalaginu og var þeirrar skoðun- ar, að með samningi og samfloti við aðrar EFTA-þjóðir gætum við komist að samkomu- lagi sem tryggði viðskipti okkar og samskipti við Evrópu til frambúðar, án aðildar. Mér er fullljóst að um þetta voru skiptar skoðanir þá eins og nú, og ýmsir halda því fram að EES sé aðeins fordyri að EB. Ég fæ ekki séð að við íslendingar getum leitt hjá okkur samrunaþróunina í Evrópu, sem nú hefur þróast á þann veg að líkur eru á að allar EFTA-þjóðimar nema Island og Sviss gerist að- ilar að ÉB á næstu árum. Ég fæ heldur ekki séð að tvíhliða viðræður, sem ég styð eindregið, verði leiddar til lykta nema í framhaldi af þeim ferli sem á undan er genginn. Hins vegar ætti nú þegar að fara formlega fram á slíkar viðræð- ur, í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin. Nú getur utanríkisráðherra ekki skotið sér á bak við það að óvissa sé um afstöðuna til samnings- ins. Ljóst er að hann nýtur stuðnings meiri- hluta þingmanna. Að sitja hjá Einstaka raddir heyrast um það að hjáseta sé ekki rismikil afstaða í slíku stórmáli. Um það er eitt að segja að afstaða manna ræðst af að- stæðum hverju sinni. Ef ég tala fyrir mig, kom mér aldrei til hugar að greiða atkvæði með samningnum, eins og atburðarásin hefur verið í málinu síðan ríkisstjóm Davíðs Oddssonar tók við. Kröfum um þjóðaratkvæði hefur verið hafnað, en á sínum tíma studdi ég þá tillögu. Tillögur um að taka af öll tvímæli um stjómar- skrárþátt málsins með stjómarskrárbreytingu vom svæfðar, en ég studdi þær einnig. Að- stæður hafa breyst og samflot EFTA-ríkjanna er ekki lengur fyrir hendi. Ég og aðrir, sem sitja hjá, hafa ætíð tekið tillit til flokkssam- þykkta í málinu. Þjóðarsamstaðan Núverandi ríkisstjóm hefúr haldið illa á þessu máli, og mesta axarskaftið er að láta undir höf- uð leggjast að skapa eins mikla einingu í þjóð- félaginu um málið og kostur er. Það er óskyn- samlegt að hafna því að setja það í þjóðarat- kvæði, og það er mjög óviturlegt að tefla á svo tæpt vað stjómskipulega eins og gert er. For- usta hennar eyk- ur enn á tor- tryggni og deilur í þessu viðkvæma máli. Mál, sem tengj- ast stjómskipun og fullveldi þjóð- arinnar, höfða til sterkra tilfinn- inga allra góðra íslendinga. Marg- ir mætir menn hafa barist hart í þessu máli af þeim sökum, og jafnvel talið að með samn- ingnum sé verið að afsala fullveldi og sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðarinnar. Ég er ekki sam- mála því. Við íslendingar emm háðir alþjóð- legu samstarfi í mjög vaxandi máli, og ýmis vandamál heimsins virða ekki landamæri og ná til eyríkja eins og íslands. Þar má nefna mengunarmál og svo mætti lengi telja. Slík mál krefjast alþjóðasamninga, sem geta sett sjálfsákvörðunarrétti okkar skorður. Að standa utan við Ég hef ekki lagst gegn EES- samningnum af því að ég sé ýmsa annmarka á því að standa ut- an þessa samstarfs. Eins og málin hafa þróast, væri best að tvíhliða samningur fengist, sem iosaði okkur við hið mikla stofnanavirki í kringum samninginn. Hitt mundi ekki breyt- ast að einhver úrskurðaraðili þyrfti að vera í deilumálum. Öll milliríkjaviðskipti byggjast á slíku. Hins vegar þarf tvo til að gera slíka samninga, og eins og ég tók fram fyrr í greininni finnst mér líklegt að slíkir samningar þyrftu að vera framhald á því samningaferli sem í gangi er. Skoðanamunur Andstæðingum Framsóknarflokksins verður tíðrætt um klofning í flokknum vegna þessa máls. Slíkt er fjarri öllu lagi. Auðvitað geng ég þess ekki dulinn að til eru þeir menn í flokkn- um, sem hafa verið andsnúnir þessari samn- ingagerð frá upphafi. Við framsóknarmenn er- um alveg menn til þess að hafa misjafnar áherslur. Svo er í öllum flokkum, nema þá helst í Al- þýðuflokknum sem gengur að öllum slíkum málum með bundið fyrir aug- un, enda er for- usta þeirra fyrir málinu stór orsök fyrir því hvað mikil tortryggni er gagnvart þess- um samningi og hve fólk van- treystir því að framhaldið geti orðið með skaplegum hætti. Ræða utanríkis- ráðherra við þriðju umræðu var dæmalaus af manni, sem þarf á því að halda að sameina þjóðina sem mest um viðkvæm deilumál. í stað þess að höfða til samstarfs og samstöðu, sletti hann úr klaufunum í allar áttir og talaði niður til pólitískra andstæðinga. Framtíðin Það hefur komið í ljós, sem vitað var, að stjómarliðar hafa öruggan þingmeirihluta fyr- ir samningnum og hefði þá gilt einu hvemig atkvæði stjómarandstæðinga féllu. Samning- urinn, eins og hann er nú, verður að lögum. Hins vegar á hann eftir að taka breytingum, og furðulegt er að ljúka þriðju umræðu um málið án þess að viðbótarbókunin lægi fyrir og væri hægt að taka hana inn í samninginn. Það er auðvitað ein ástæðan fyrir því að greiða at- kvæði gegn samningnum eða taka ekki þátt í afgreiðslu hans. Framtíðin skiptir mestu máli. Hvert verður framhaldið nú? Það ræðst auðvitað ekki ein- göngu af okkar viðbrögðum, því að það sitja aðrir hinum megin við borðið. Það er Ijóst að rétt væri nú að marka þegar stefnu um að óska eftir tvíhliða viðræðum, eins og tillaga Stein- gríms Hermannssonar og Halldórs Ásgríms- sonar gerir ráð fyrir. Mestu máli skiptir til þess að ná breiðari samstöðu um málið, að sú ríkis- stjóm og sá utanríkisráðherra, sem fer með það, hafi traust þjóðarinnar til þess. Það getur að vísu farið svo illa að þjóðin verði að búa við þessa ríkisstjóm í tvö ár enn. Þó virðast innan- landsmál vera að þróast á þann veg nú að vafa- samt er að hún þrauki svo lengi. Ef ríkisstjóm- in færi frá, fengi þjóðin tækifæri til þess að skipta um fomstu í viðræðunum við Evrópu- bandalagið, sem em alls ekki á lokapunkti þessa dagana. Sjávarútvegssamningurinn Tvíhliða samningur um sjávarútvegsmál tengist EES- samningnum, en er til eins árs í senn. Umræður um þau mál hafa afhjúpað það og meðal annars hefijr það komið fram í mál- flutningi Halldórs Ásgrímssonar um málið, að það er ekki jafngildar veiðiheimildir um að ræða í samningnum og yfirklór stjórnarliða er með ólíkindum. Þeim samningi á að hafna og um það er enginn skoðanamunur í þingflokki Framsóknarflokksins. Afstaða þingflokks fram- sóknarmanna Það er algjör samstaða um það í þingflokki Framsóknarflokksins að málsmeðferð ríkis- stjómarinnar sé slæm og enginn vill taka pól- itíska ábyrgð á þessum samningi með því að greiða atkvæði með honum. Allir eru sammála um þjóðaratkvæði og allir eru sammála um það að breyta þurfi stjómarskránni til þess að taka af allan vafa um stjómskipulegan þátt málsins. Fullkomin samstaða er um að marka þá stefnu að taka nú þegar upp tvíhliða viðræð- ur, auk þeirrar afstöðu til sjávarútvegssamn- ingsins sem áður er getið. Állir em sammála um að aðild að EB kemur ekki til greina. EES-málinu er ekki lokið. Löng leið er eftir áð- ur en þessi mál verða leidd til lykta. Forustan í því starfi skiptir miklu máli, og mesta þjóðar- nauðsyn er að hún verði með trúverðugri hætti en nú er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.