Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 9. janúar 1993 Nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregið var í Nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 6. janúar 1993. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 12274 2. vinningur nr. 31527 3. vinningur nr. 37245 4. vinningur nr. 13827 5. vinningur nr. 32296 6. vinningur nr. 34595 7. vinningur nr. 1444 8. vinningur nr. 29884 9. vinningur nr. 7932 10. vinningur nr. 22700 11. vinningur nr. 4607 12. vinningur nr. 5839 13. vinningur nr. 21649 14. vinningur nr. 703 15. vinningur nr. 17415 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá út- drætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-28408 og 91-624480. Framsóknarflokkurinn Kópavogur— Framsóknarvist Spilum framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 10. januar kl. 15.00. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Freyja Félagsvist á Hvolsvelli Spilum 10. og 24. janúar kl. 21.00. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Þjóðmálanefnd SUF Fundur verður haldinn i þjóðmálanefnd SUF, þriðjudaginn 12. janúar n.k. kl. 17.00 að Hafnarstræti 20 (3. hæð). Fundarefni: Lánasjóður íslenskra námsmanna. Til sölu Lancia Y10 „Skutla" árg. 1988 Ekin 34 þúsund km. Einstaklega sparneytin. í toppstandi. Glænýtt pústkerfi. Góð vetrar- og sumardekk. Reyklaus. Gott verð. Upplýsingar í síma 91-681148 um helgina og á kvöldin. Kennsla hefst 11. janúar Eftirtalin námskeið eru í boði: Hugtakatengsl (5-7 ára), Tengsl manns og náttúru (8-9 ára), Mál og hugsun (9-10 ára), Ráðgáturog rökleikni (11-13 ára), Siðfræði (13-14 ára), Ráðgátur og rökleikni (16 ára og eldri). Upplýsingar og innritun í símum 628083 og 628283. Síðasta innritunarhelgi. Guðjón B. Ólafsson, fráfarandi forstjóri Sambandsins, seg- ir að þróunin í íslenskum fiskiðnaði hafi verið neikvæð síð- ustu ár. Markaðsstarf í Bandaríkjunum hafi glatast og mis- tök hafi verið gerð í markaðsöflun í Evrópu: „Markaðsstarf fslendinga í Bandaríkjunum hefur glatast“ „Það mikla markaðsstarf sem hefur verið unnið í Bandaríkjun- um áratugum saman er að veruiegu leyti glatað. Við höfum ekki nálægt því það tangarhald á þessum markaði sem við höfðum. Okkar aðalútflutningsatvinnuvegur stendur að mörgu leyti aftar í dag en hann gerði fyrir 10-20 árum síðan.“ Þetta segir Guðjón B. Ólafsson sem um áramótin lét af störfum sem forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga eftir tæplega 40 ára starf hjá samvinnu- hreyfingunni. menningshlutafélag í einu lagi, heldur varð niðurstaðan sú að fyr- irtækinu var skipt upp einmitt til að þjóna þessum mismunandi hagsmunum. Þessir hagsmunaað- ilar komu sem eigendur að nýju hlutafélögunum sem stofnuð voru í ársbyrjun 1991." Ég sakna átakanna sem fylgja erfíðu starfí Þú hefur verið forstjóri SÍS á mikl- um umbrota- og erfiðleikatímum. Saknar þú starfsins eða fglgir því léttir að vera laus við erfítt starf? „Ég get ekki sagt að það sé út af fyrir sig léttir að vera laus. Ég hef, þó ég segi sjálfur frá, alltaf unnið mjög mikið. Auðvitað sakna ég starfsins og ég sakna átakanna sem fylgja því að gegna svona starfi." Þú hefur starfað hjá Sambandinu í nærri 40 ár. Kom aldrei til greina að vinna á öðrum starfsvettvangi en ftjrir samvinnuhregfínguna? „Ég kom til Sambandsins í maí- mánuði 1954, beint út úr skóla. Minn hugur stefndi strax til þess að fá starf hjá Sambandinu. Ég held að margir okkar sem þá luku prófi frá Samvinnuskólanum hafi litið á það sem eðlilegan og sjálfsagðan far- veg. Eg var svo lánsamur eftir að hafa unnið tvö ár hjá Sambandinu á ís- landi átti ég kost á því að fá starf vestur í Bandaríkjunum hjá Iceland Seafood Corporation, sem þá hét Iceland Products. Það út af fyrír sig var mjög fróðleg og skemmtileg reynsla. Ég kom aftur til starfa hér í ársbyrjun 1958. Síðan man ég eft- ir því að í ársbyrjun 1963 var ég far- inn að leita fyrir mér og þá átti ég kost á a.m.k. tveimur störfum utan Sambandsins sem ég var mjög al- varlega að velta því fyrir mér að taka. Þá kom aftur óvænt boð um að taka við skrifstofu Sambandsins í London. Þangað fór ég í ársbyrjun 1964. Síðan má segja að eitt hafi leitt af öðru. Ég hef gengt mörgum störfum á vegum Sambandsins og eftir að ég fór til London 1964 kom aldrei neitt annað alvarlega til greina heldur en að starfa á vegum Sambandsins." Hvað af þessum störfum var áhugaverðast að þínu mati? „Það er engin spurning að fyrir mig var þessi tími sem ég starfaði í Bandaríkjunum frá 1975 til 1986 langáhugaverðastur. Þar átti sér stað feiknarlega mikil uppbygging á fyrirtæki sem ég tel að hafi haft mjög mikla þjóðhagslega þýðingu. Það tókst að ná þar árangri sem ég held að bæði ég og aðrir geti verið stoltir af. Það var mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í þessu.“ Vandamál Sambands- ins voru margvísleg og djúpstæð Þegar þú tókst við starfí forstjóra Sambandsins 1986 hefur þú vænt- anlega tæplega átt von á því að þú grðir síðasti forstjóri þess. Hvers vegna lenti Sambandið í þeim miklu kröggum sem síðan hafa leitt til þess að það hefur hætt at- vinnustarfsemi? „Þegar ákveðið var að ég kæmi hingað heim 1. september 1986 þá vissi ég að hér voru miklir erfiðleik- ar. Þeir höfðu verið augljósir í býsna mörg ár og fóru vaxandi. Mér var m.a. kunnugt um innanhúsat- hugun sem hér hafði verið gerð 1983 eða 1984 sem spáði því að Sambandið myndi lenda í greiðslu- þroti 1985 eða árinu áður en ég kom hingað heim. Ég vissi um margvísleg vandamál hér, en ég hafði ekki möguleika, fyrr en ég var búinn að vera hér í þó nokkuð lang- an tíma, til þess að átta mig á því hvað þessi vandamál voru raun- verulega margslungin og djúpstæð. Hugmyndin um að skipta Sam- bandinu upp er ekki alveg ný. Hún var t.d. á dagskrá þegar Sambandið átti í miklum erfiðleikum á árun- um 1966- 1968. Þá voru menn al- varlega að ræða uppskiptingu á Sambandinu. Bæði þá og svo aftur núna var ástæðan fyrst og fremst sú að Sambandið er sérstakt fyrirtæki að því leyti að það hefur verið að vinna fyrir ólíka hagsmunahópa. Þetta gekk býsna vel framan af, en þegar vandamál fóru að koma upp, og þau voru mismunandi á hinum ýmsu tímum, þá komu alltaf upp þau sjónarmið að kannski væri þetta skipulag ekki hentugt fyrir þessi ólíku sjónarmið. Ég sá þetta ekki fyrir og hefði ekki óskað eftir því að vera þátttakandi í því að Sambandið sem slíkt hætti að starfa. Staðreyndin er þó sú að sá gífurlegi þungi sem stafaði af miklum skuldum Sambandsins og margvíslegum innbyggðum vanda- málum, varð til þess að þessir ólíku hagsmunahópar voru ekki tilbúnir að breyta Sambandinu t.d. í al- Vildi að Sambandið yrði gert að einu hlutafélagi Var það þín tillaga að Sambandið sem heild grði gert að einu hluta- félagi? ,Já, ég var með þá hugmynd að Sambandið yrði gert að almenn- ingshlutafélagi og að fundin yrði leið til að meðlimir kaupfélaganna eignuðust hlutafé í Sambandinu og þannig koma eignaraðildinni að Sambandinu til þeirra aðila sem voru hinir réttu eigendur þess. Þetta var hins vegar ekki mögulegt hreinlega vegna þess að fyrirtækið var orðið of sligað af skuldum og það var ekki samstaða meðal þeirra ólíku hagsmunahópa sem Sam- bandið vann fyrir til þess að þetta gæti orðið." Var stœrð Sambandsins og um- fang þess þá kannski ákveðinn veikleiki? „Nei, stærðin út af fyrir sig var ekki veikleiki. Ég held reyndar að það sem ísland vantar í dag sé stærri og öflugri fyrirtæki en ekki fleiri og veikari. Meðan öll viðskipti voru á vegum Sambandsins voru um 60% af veltu Sambandsins afurðasala, sjávar- eða landbúnaðarafurðir, þar sem tekið var mjög vægt þjónustugjald og fyrir það veitt tiltölulega mikil þjónusta. Afraksturinn af afurða- sölunni var sáralítill. Hins vegar var Sambandið með áhættusama verslun, skiparekstur og iðnað. Áhætta af þessum rekstri var veru- leg sem m.a. sést af talsvert mikl- um útlánatöpum. Þá skorti að mörgu leyti samstöðu meðal kaup- félaganna sem voru eigendur Sam- bandsins. Þegar allt kom til alls reyndist ekki mögulegt að sjá sam- eiginlega hagsmuni áfram í einu fyrirtæki." Verðtryggingin varð Sambandinu erfíð Því hefur verið haldið fram að Sambandið hafí ekki áttað sig á þeim bregtingum sem urðu á ís- lensku viðskiptaumhverfí þegar verðtrgggingin var tekin upp. Hvað segir þú um þetta? i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.