Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 9. janúar 1993 Tíminn 19 Rob Reiner, lengst til vinstri, ásamt aöalleikurum nyjustu myndar sinnar „A Few Good Men“, þeim Jack Nicholson, Demi Moore og Tom Cruise. Rob Reiner, leikstjóri myndarinnar „A Few Good Men“, eða „Heiðursmenn", eins og hún heitir á íslensku. Einn eftirsóttastí leik- stjóri í Bandaríkjunum Bandaríski leikstjórinn Rob Rein- er hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar á undanförnum árum. Nýjasta mynd hans, Heiðursmenn (A Few Good Men), var frumsýnd í Stjörnubíói í gær, en í henni fara stórstjörnurnar Tom Cruise, Jack Nicholson og Demi Moore með aðal- hlutverkin, en auk þeirra fara Kiefer Sutherland, Kevin Bacon og J.T. Walsh með hlutverk í myndinni. Heiðursmenn tryggir Rob Reiner í sessi sem einn eftirsóttasta leik- stjóra Bandaríkjanna, af þeirri ein- földu ástæðu að enn hefur ekki orð- ið tap á neinni af myndum hans og þær allar orðið vinsælar. Það liggur í augum uppi að leikstjóri, sem aldrei hefur gert mynd sem hefur “floppað”, er vinsæll í Hollywood. Rob Reiner fæddist í New York árið 1945. Faðir hans, Carl Reiner, er einnig kvikmyndaleikstjóri, en myndir hans hafa ekki náð jafnmikl- um vinsældum og myndir sonarins. Rob Reiner hóf feril sinn sem Ieik- ari, bæði í bíómyndum og sjónvarpi, en leikstýrði sinni fyrstu mynd 1984. Hún hét This is Spinal Tap og var nokkurs konar grínheimild- armynd um breska rokkhljómsveit á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Næstu myndir hans, The Sure Thing og Stand by Me, vöktu veru- Iega athygli á Reiner, því báðar voru þær vinsælar og ágætlega gerðar, jafnvel þótt báðar falli þær í flokk unglingamynda, sem geta oft verið ansi vitlausar. Árið 1987 gerði hann síðan Princess Bride, ævintýramynd með skrítnum húmor, með nær óþekktum leikurum í aðalhlutverk- um. Þessi mynd varð mjög vinsæl og er sjálfsagt ein af bestu fjöl- skyldumyndum síðari ára. f KVIKMYNDIR ) Það var hins vegar mynd, sem hann gerði árið 1989 eftir handriti Noru Ephron, sem kom honum síð- an í hóp þeirra eftirsóttustu. Þetta var When Harry Met Sally með Billy Crystal og Meg Ryan í aðalhlutverk- um. Hún fjallaði um samskipti karla og kvenna í víðu samhengi og þróun ástar- og haturssambands Harry og Sally. Samtölin í þessari mynd voru frábærlega skrifuð og mörgum er enn í fersku minni fullyrðing Harrys um að konur og karlar geti ekki ver- ið vinir, því kynlífið flækist alltaf fyr- ir. When Harry Met Sally fékk 92 milljónir dollara í kassann, sem gerði Rob Reiner mjög vinsælan í Hollywood. Síðan þá hefur hann gert tvær myndir. Sú fyrri var Mis- ery, byggð á skáldsögu Stephen King, um rithöfund sem er bjargað úr lífsháska af brjáluðum aðdáanda, sem síðan hrellir hann á alia lund. Misery var fyrsta spennumynd Rein- ers og fékk Kathy Bates Óskarsverð- launin fyrir túlkun sína á aðdáand- anum. Sú síðari var svo Heiðurs- menn og fjallar hún um lögfræðing, sem Tom Cruise leikur, sem ætlað er að verja tvo landgönguiiða, sakaða um morð á dreng úr sömu herdeild. Talið er að Heiðursmenn muni ganga mjög vel í miðasölunni og henni er spáð góðu gengi við Ósk- arsverðlaunaafhendinguna. Jack Nicholson þykir sýna allar sínar bestu hliðar í hlutverki yfirmanns herstöðvarinnar, þar sem morðið er framið, og er talinn næsta öruggur með tilnefningu. Rob Reiner er einn af fimm eig- endum Castle Rock kvikmyndafyrir- tækisins, sem stendur sig einna best þessa dagana í harðri samkeppni í Hollywood. Þetta er lítið fyrirtæki á bandarískan mælikvarða, sem legg- ur áherslu á að ef myndin sé vönduð fýlgi góð aðsókn í kjölfarið. Það verður spennandi að sjá hvað Reiner tekur sér fýrir hendur næst og hvort honum tekst að halda á- fram á sömu braut, að gera vandað- ar kvikmyndir, sem gera það einnig gott í miðasölunni. Örn Markússon Með sínu nefl Gleðilegt nýtt ár! í þættinum í dag verðum við á rólegu nótunum og sýnum hljóma sem eiga við þrjú vögguljóð. Jólin eru afstaðin og öll sú óregla og vökur fram eftir hjá yngri kynslóðinni sem þeim fylgir og því er kjörið að koma heimilishaldinu í rólegheit og fastar skorður á ný. Það má til dæmis gera með söng, en eins og áður er það markmið þáttarins að efia sönginn á íslenskum heimilum. í dag verða í þættinum þrjú vin- sæl vögguljóð eða barnagælur. Fyrsta er „Sofðu unga ástin mín,“ sem er þjóðlag við Ijóð Jóhanns Sigurjónssonar úr leikritinu um Fjalla-Eyvind. Annað er hið gamalkunna „Bí bí og blaka," sem er barnagæla við erlent lag. Loks er það lagið „Hvert örstutt spor,“ lag Jóns Nordal við Ijóð Hall- dórs Laxness úr Silfurtunglinu. Góða söngskemmtun! SOFÐU UNGA ASTIN MIN M Am E Am Sofðu unga ástin mín, Dm E7 úti regnið grætur. Am F G7 C Mamma geymir gullin þín, E Dm E gamla leggi og völuskrín. E7 Am Dm E E7 Am Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. 2. Það er margt, sem myrkrið veit, minn er hugur þungur. Oft ég svartan sandinn leit svíða grænan engireit. í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. 3. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa gráta og sakna. BÍ, BÍ OG BLAKA c Bí, bí og blaka, F C G álftirnar kvaka. C Ég læt sem ég sofi, G7 C en samt mun ég vaka. Am Dm Bíum, bíum bamba, G C börnin litlu þamba, C G Am fram á fjallakamba DmG7 C að leita sér lamba. A m Q £ ?<? » E Q QO E7 f ... G M Dm HVERT ÖRSTUTT SPOR C F C Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér Em Am Dm C hvert andartak er tafðir þú hjá mér, F C var sólskinsstund og sæludraumur hár, Em G7 C minn sáttmáli við guð um þúsund ár. 2. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, 3. hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm og vita’að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn og heimsins ráð sem brugga vondir menn, 4. já, vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð, í stundareilífð eina sumarnótt ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. • M > » F Q • Em QQ£ ? 1 G7 i » 11 1 C

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.