Tíminn - 09.01.1993, Side 7
Laugardagur 9. janúar 1993
Tíminn 7
Guöjón B. Ólafsson, fráfarandi forstjóri Sambandsins.
Tlmamynd: Árni Bjarna
„Ég held að það megi með nokkr-
um sanni segja að það geti verið
rétt og það hafi átt við um Sam-
bandið og flest önnur fyrirtæki í
landinu. Þessi breyting varð svo
snögg að jafnvel þótt menn hefðu
áttað sig á henni þá hefði þeim ekki
gefist tími til þess að aðlaga sig
nægilega fljótt vegna þess að fyrir-
tæki eins og Sambandið voru þá
komin með stóran efnahagsreikn-
ing, miklar skuldir og miklar fjár-
festingar. Það er hægara sagt en
gert að snúa sig út úr slíku dæmi á
stuttum tíma. En auðvitað varð
þessi snögga breyting upp úr 1980,
úr neikvæðum vöxtum í hæstu
vexti í vestrænum heimi, Sam-
bandinu ákaflega dýr. Það má nátt-
úrlega endalaust velta því fyrir sér
ef menn hefðu séð þetta fyrir, hvort
ekki hefði mátt bregðast við þessu
fyrr.
Fyrir um 10 árum síðan þótti það
ekki sjálfsagður kostur að segja upp
fólki í stórum stfl. Ég geri ráð fyrir
að menn hafi veigrað sér við því hér
að fara út í slíka aðgerð þótt hún
væri jafnvel nauðsynleg."
Of seint byrjað að
selja eignir
Hvað með sölu eigna? Hefði ekki
fyrir löngu að átt að létta á skuld-
um Sambandsins með eignasölu?
Jú, það má endalaust velta því
fyrir sér. Ég bendi á að sala Sam-
vinnubankans á sínum tíma var
mjög umdeild aðgerð og erfitt að
koma henni í framkvæmd þó að
það væri augljóst að fyrir Samband-
ið þá var arðsemi þeirrar eignar
sáralítil. Sama máli gegnir þegar
bent var á nauðsyn þess að selja 01-
íufélagið. Menn voru því miður alls
ekki tilbúnir að viðurkenna þá stað-
reynd að salan var nauðsynleg. Það
má segja að það hafi tekið of langan
tíma að átta sig á nauðsyn þess að
selja eignir. Þegar sá tími loks kom
þá var ástandið í þjóðfélaginu orðið
þannig að það var orðið mjög erfitt
að selja eignir og þær voru famar
að falla í verði.“
Hvemig finnst þér samvinnu-
menn taki þeirri niðurstöðu sem
núer orðiri?
„Ég hugsa að þeir séu margir sem
ekki eru sáttir við þessa þróun. Það
má kannski benda á það jákvæða að
þau viðskipti sem vom á vegum
Sambandsins eru áfram til staðar í
nýju formi í gegnum hlutafélögin
sem stofnuð voru í ársbyrjun 1991,
þannig að það má segja að þar hafi
ekki orðið breyting. En Sambandið
sem samnefnari fyrir samvinnu-
starfið í landinu er ekki lengur til
staðar og því hefur allt umhverfi
fyrir samvinnureksturinn breyst
mjög verulega.“
Sögu samvinnuhreyf-
ingarinnar er ekki
lokið
Þú lítur þá ekki endilega þannig á
að yfir 100 ára sögu samvinnu-
hreyfingarinnar hafi lokið um síð-
ustu áramót?
„Nei, ég geri það ekki. Viðskiptin
halda áfram. Þau gera það í nýju
formi. Það má segja að þetta nýja
form sé óhjákvæmileg afleiðing af
gjörbreyttu ástandi í þjóðfélaginu.
Það form sem hér var og dugði vel
fram yfir miðja öld stóðst kannski
ekki þær kröfur sem gerðar eru í
nútímaþjóðfélagi. Á ég þar sérstak-
lega við þann mismun sem er á
möguleikum hlutafélaga og sam-
vinnufélaga að afla áhættufjár til
reksturs og líka það að það var
kannski veikleiki í samvinnufélög-
unum að þar vantaði skýrari eign-
araðild. Það vantaði skýrari tengsl á
milli félagsmannanna og eignarað-
iidar í félögunum. Ég held sjálfur
að fyrir nokkrum áratugum hefðu
menn átt að átta sig á því að það
hefði átt að breyta samvinnufélög-
unum í almenningshlutafélög. Eg
held að ef það hefði verið gert í
kringum 1960- 70 hefði þróunin
getað orðið allt önnur en hún varð.
Það var of seint að hugsa til slíkra
hluta þegar fyrirtækin voru orðin
það skuldum vafin að svigrúmið var
raunverulega ekki til staðar."
Hefði þessari hugmynd ekki verið
þunglega tekið á þessum tíma af
samvinnumönnum?
Jú, jú, og að því leyti má segja að
menn hafi áttað sig of seint á þró-
uninni. Yfirleitt er það þannig að
menn eru ekki tilbúnir að breyta
fyrr en í óefni er komið og þá fækk-
ar valkostunum."
Viðskiptaumhverfíð er
fyrirtækjum óhag-
stæðara á íslandi en
erlendis
Hvað finnst þér um þá þróun sem
orðið hefur í íslensku efnahags- og
atvinnulífi?
„Þegar ég kom hingað til starfa
1986 eftir 12 ára samfellda veru í
Bandaríkjunum benti ég á, bæði
hér innan Sambandsins og eins á
opinberum vettvangi, ýmsa þætti
sem mér fannst vera neikvæðir á ís-
landi og beinlínis hættulegir. Ég
benti t.d. á að til þess að hér gætu
þróast sæmilega sterk fyrirtæki og
með þeim sæmilegt atvinnuöryggi,
þá þyrftu þrír meginþættir í efna-
hagsumhverfinu að vera í lagi. í
fyrsta lagi sæmilega stöðugt gengi,
í öðru lagi vaxtakjör og í þriðja lagi
verðbólgustig. Þessir þrír þættir
þyrftu að vera sambærilegir við þau
lönd sem við kepptum við og skipt-
um við.
Síðan benti ég á það hér innan
Sambandsins og kaupfélaganna að
það kynni ekki góðri lukku að stýra
að samvinnumenn væru með á
þriðja hundruð smásöluverslanir
sem hefðu nánast jafnmarga stjórn-
endur og stefnur eins og verslan-
irnar voru margar. f mörgum kaup-
félögum voru það verslunarstjór-
amir sem réðu stefnunni. Ég taldi
að það væri nauðsynlegt að menn
fyndu leið til að fækka þessum
verslunum mikið, staðla þær og
jafnvel að setja þær undir eina
stjórn. Að þessu verkefni hafði mik-
ið verið unnið innan Sambandsins
áður en ég kom heim og líka eftir
að ég kom heim. Það voru gerðar ít-
rekaðar tilraunir til að fá menn til
að skilja þetta, en það náðist ekki
nokkur samstaða um það.
Ég benti líka á að það væru allt of
margar fiskvinnslustöðvar og af-
urðavinnslustöðvar í landinu.
Menn ættu um það að velja að
halda ástandinu óbreyttu eða þá að
gjörbreyta því ef menn vildu að af-
koman og lífskjörin ættu mögu-
leika á því að batna. Ég man eftir
því að ég benti á það á fundi haust-
ið 1986 að til að vera samkeppnis-
fær við erlendan iðnað þyrftu t.d.
fiskvinnslufyrirtæki á Islandi að
stefna að því að vinna fisk 48-50
vikur á ári, helst á tveimur vöktum.
Ég sagði einnig að það þyrftu raun-
verulega ekki nema 15-20 frystihús
til að vinna úr öllum afla lands-
manna.
Menn eru kannski örlítið farnir að
átta sig á þessu núna. Ég held að við
verðum að þróa okkar fiskiðnað í
þessa átt ef menn vilja bæta hér af-
komu og gera fyrirtækin sam-
keppnishæfari.
íslenskur sjávarút-
vegur hefur þróast í
neikvæða átt
Þróunin á síðustu árum hefúr að
mörgu leyti verið í öfuga átt. Við
höfum flutt mikinn hluta fisk-
vinnslunnar út á haf og þar eru eðli
málsins tiltölulega litlir möguleik-
ar til að vinna fiskinn að óskum
markaðarins. Við höfum einnig
flutt mikinn afla óunninn úr landi
og ég tel að það sé mjög hættuleg
þróun.
Okkar aðalútflutningsatvinnuveg-
ur stendur að mörgu leyti aftar í
dag heldur en t.d. fyrir 10-20 árum
síðan. Það mikla markaðsstarf sem
búið var vinna í Bandaríkjunum er
að verulegu leyti glatað í dag. Um
miðjan síðasta áratug voru um 70%
af frystum fiski flutt til Bandaríkj-
anna. Þar störfuðu tvö fyrirtæki
sem voru mikilsráðandi á þeim
markaði. Þau réðu markaðssetn-
ingu á frystum fiski að mjög veru-
legu leyti. Til þeirra var tekið mikið
tillit og þau voru stefnumarkandi á
þessum markaði. Núna á seinustu
árum hefur innan við 20% af frysta
fiskinum farið til Bandaríkjanna.
íslensku fyrirtækin hafa ekki ná-
lægt því þá þýðingu í dag sem þau
höfðu. Aðrar fisktegundir og að
verulegu leyti önnur fyrirtæki eru
þar ráðandi í dag.
Á móti höfum við haslað okkur
völl í Evrópu, en að langmestu leyti
í því sem ég kalla „commodity"
sölu. Við eru að selja samkennda
vöru. Okkar vörumerki ná ekki til
neytandans. Sú vara sem frystitog-
ararnir framleiða fer á fiskmarkaði í
Evrópu og Asíu og er ekki auð-
kennd sem íslensk gæðavara til
neytenda. Fiskurinn er bara seldur
sem þorskur eða karfi. í staðinn fyr-
ir að hafa sterka markaðsaðstöðu í
Bandaríkjunum, eins og við höfð-
um til skamms tíma, þá erum við
að selja á þessum „commodity"
markaði í Evrópu, þar sem þeir sem
selja á markaðinn líta nánast eins
út. Þá hefur útflutningur okkar á
hráefni rænt okkur þeim mögu-
leika að markaðssetja þá vöru á
nokkurn hátt. Við eigum að vinna
okkar hráefni í landi og athuga
þarfir markaöarins og vinna hrá-
efnið fyrir hann, en ekki senda hrá-
efnið til annarra sem endurvinna
eða endurpakka það að þörfum
neytenda. Markaðsstaða okkar er-
lendis er því að mörgu leyti veikari
en hún var og er mikið verk að
vinna að úrbótum í þeim efnum.“
- EÓ