Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 9. janúar 1993 Ungur Sómali dauövona, annar heldur eldri meö byssu: opin „pan- dóruaskja Marokkó Vesturl •Saharaj Egyptaland Máretania iúrkinS' Sðdan Kamerön Lífaería yTógóÍÉÍ Miðbaugs- RGineáÍI Gabon Röanda Bfirfildl Tansanía Maiavi osambii Sambia Borgarastríð Hungursneyð Ainæmi Óeirðir Zimbabwe Namibia Botsvana Svasaland Tunesien Sierra Leone Ghana Afríka: „Sómalskt" ástand yfirvofandi í heilli heimsálfu: „Ný heimsvaldastefna“ til bjargar? Fjölmiölar og af þeim spurðir aðilar virðast nokkuð einhuga um að „innrás“ Bandaríkjamanna í Sómalíu í umboði Sameinuðu þjóðanna brjóti blað í sögunni. Ýmsir segja sem svo að S.Þ. hafi með íhlutun þessari stigið skref í þá átt að verða einskonar heimsstjórn, er taki tímabundið völd á svæðum þar sem upp- lausn og neyð þykir keyra „úr hófi“. Þær íhlutanir verði eingöngu í nafni mannúðar. í samræmi við það sé íhlutun Bandaríkjanna í Sómalíu; þar eigi þau engra hags- muna að gæta. „30 Sómalíur“ Sú aðgerð dró athygli heimsins, eða a.m.k. Vesturlanda, að Afríku yfirleitt. Þar í álfu er nú, um þrem- ur áratugum eftir að flestar nýlend- ur Evrópuríkja þar urðu sjálfstæð ríki, slíkt ástand að bæði á Vestur- löndum og í Afríku sjálfri er látið í ljós, óbeint og jafnvel beint, að full þörf sé á að S.Þ. og „rfki heimur- inn“ taki álfuna eins og hún leggur sig frá Sahara að Zambezi upp á arma sína, nokkuð hliðstætt því sem verið er að reyna með Sómal- íu. í heiminum eru „30 Sómalíur" fæst, meirihlutinn í Afríku, segir Pierre Joxe, varnarmálaráðherra Frakklands. Dæmi: Ríkisstjórn Sú- r— --------—\ V J dans beitir hungursneyð af sóm- alskri stærð í stríði gegn blökku- mönnum sunnanlands. Lfbería er fyrrverandi ríki í klóm stríðsherra í marghliða borgarastríði, líkt og Sómalía. Mistekist hefur enn sem komið er að stöðva ógnaröldina í Mósambik og í Angólu er borgara- stríð hafið á ný eftir stutt hlé. Lítið er nú eftir af bjartsýninni, sem ríkjandi var í Afríku fyrir um 30 árum, er uhuru (frelsi á svahíli) gekk í garð. Fleira fólk, minni matur Á umræddu svæði er um hálfur fimmti tugur ríkja með um 500 milljónir íbúa. Stjórnir þar eru í fjölmiðlum flestar kallaðar harð- ráðar, duglitlar, ráðalausar, sumar allt þetta í einu. Heilbrigðis-, skóla- og samgöngukerfi grotna niður. Umhverfiseyðing ógnar til- veru heilla ríkja. Sjúkdómar magn- ast með hungursneyð og hrörnandi heilbrigðiskerfi, þ.á m. alnæmi. Af rúmlega tíu millj. HlV-smitaðra í heiminum eru tveir af hverjum þremur í Afríku, að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Fólksfjölgunin í þessum grotnandi heimshluta er yfir 3% á ári, sú ör- asta í heimi. Matarframleiðsla á íbúa minnkar á hinn bóginn stöð- ugt. I Saír (Zaire) voru ökufærir vegir um 140.000 kílómetrar, er Belgar létu þar af yfirráðum, en eru nú um 15.000 km. Svarta Afríka er eini heimshlutinn, þar sem verg þjóðar- framleiðsla minnkar ár frá ári, einnig á góðum uppskeruárum. Af tíu ríkjum heims með mest ólæsi eru sex í Afríku. Af tíu ríkjum með mestan barnadauða og lægstar ævi- líkur eru níu Afríkuríki. Meira eða minna svæsin og flókin borgara- stríð geisa þar í átta ríkjum. I um tug Afríkuríkja er ókyrrð með mannskæðu ofbeldi, sem fjölmiðl- um finnst þó ekki nógu mikil til að kalla stríð. Hungursneyð er sögð vera í yfir 20 ríkjum þar. í svissneska blaðinu Neue Ziircher Zeitung var nýlega spurt um Afr- íku: „Heil heimsálfa dauðvona?" Fortíðardraumur Eins og verða vill þegar illa fer, er mikið bollalagt um „hverjum þetta sé að kenna". Til skamms tíma töldu Afríkumenn almennt að fyrir komu hvíta mannsins hefðu álfu- búar lifað í velferðarparadís með einskonar samvinnuskipulagi eða sósíalisma. „Einu sinni,“ skrifaði Musamaali Nangoli, úgandískur rithöfundur, „greiddum við enga skatta, þá voru engir glæpir, ekkert atvinnuleysi." En hvíti maðurinn, þrælahald hans og nýlendustjórnir hefðu eyðilagt það allt, og vanda- mál álfunnar síðan væru nokkuð einhliða hvítum mönnum/ Vestur- löndum að kenna. Nokkur einföldun var þetta. Afríka fyrir nýlendutímann bjó ekki við minna ofbeldi og neyð en aðrir heimshlutar, trúlega meira. Mikinn hluta 19. aldar var í austanverðri álfunni sannkölluð ógnaröld af völdum arabískra soldána og kaup- hölda, sem sóttust eftir fílabeini og rændu fólki til þrældóms. Þessi at- hafnasemi araba, sem ekki tók enda fyrr en Bretar stöðvuðu hana með vopnavaldi, olli álfunni e.t.v. stór- um meiri skaða en þrælakaup Evr- ópu- og Ameríkumanna á vestur- strönd álfunnar. Evrópsku nýlendudrottnarnir stjórnuðu Afríku vissulega fremur með eigin hag en Afríkumanna fyr- ir augum, lögðu þannig stór svæði akurlendis undir ræktun á bómull o.fl. til útflutnings á kostnað mat- vælaframleiðslu. En nýju ríkin héldu slíku og þvílíku áfram og í stærri stíl. Landamæri þeirra, sem nýlenduveldin höfðu ákveðið og skáru víða í tvo eða fleiri parta þjóðir og þjóðflokka, hafa orðið til stórvandræða, en á hinn bóginn vefst fyrir mönnum að benda á betra í staðinn. Álfubúar skiptast í fleiri þjóðir, þjóðflokka og ættbálka en nokkur virðist vita með vissu og sama er að segja um mál og mál- lýskur. Ef einhverntíma hefði verið reynt að skipta álfunni í ríki á þeim grundvelli, segja margir, er ómögu- legt að giska á hve mörg þau ríki hefðu orðið og raunar efamál að á stórum svæðum hefði tekist að koma upp nokkru sem kalla hefði mátt ríki í nútíma skilningi orðs- ins. „Hvenær linnir sjálf- stæðinu?“ Á síðustu árum hefur sjálfsgagn- rýni aukist með Afríkumönnum. „Margra mál er að Afríkumenn séu þess ekki megnugir að koma lagi á eigin málefni,“ sagði nýlega Yoweri Museveni, forseti Úganda. „Fyrir kemur að mér þykir sem eitthvað sé til í því.“ „Hvað sem um ný- lendustjórnirnar má segja, voru þær betri en ástandið eins og það er nú,“ sagði Hassan Ali Mirreh, sóm- alskur stjórnmálamaður, þegar Bandaríkjaher steig þar á land um daginn. Það er sem sé ekki laust við að Afríkumenn séu farnir að horfa með söknuði um öxl til nýlendu- tímans. f ýmsum löndum þar, skrif- ar þýskur blaðamaður, spyr fólk í örvæntingu: „Hvenær ætlar þessu sjálfstæði að linna?“ Arðrán á dreifbýli Nokkuð Ijóst er að drjúg ástæða til hörmulegra örlaga Áfríkuríkja er að mikil vöntun er á sameinandi holiustu almennings við þau. Frá Bandaríkjahermenn á leiö til Sómalíu: framveröir „nýrrar heims- vaidastefnu"?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.