Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 23. janúar 1993 Peningaeyðsla „meðaltúristans“ hér innanlands minnkaði úr41.400 kr. niður í 32.100 kr. milli ára: Eyðsla erlendra ferðamanna dróst saman um 1,5 milljarða Þeir 110 þúsund erlendu feröamenn sem heimsóttu okkur á tímabilinu apríl-september á síðasta ári greiddu aðeins 29.700 krónur að meðaltali fyrir vörur og þjónustu hér innanlands. Það var fjórðungs lækkun frá árínu á undan þegar „meðaltúristinn" eyddi rúmlega 40.000 kr. á sama tímabili. Þetta þýðir 1,2 milljarða króna tekjumissi hjá ferðaþjónustumönnum. Raunar var meðalupphæðin Iíka rúmlega 40 þús.kr. sumarið 1990. Það þýðir að hver ferðamaður eyddi hér að jafnaði um þriðjungi lægri upphæð að raungildi s.l. sumar en tveim árum áður þegar verðlags- hækkanir á tímabilinu eru teknar með í reikninginn. Ekki var þó nóg með að ferðamenn eyddu miklu minna innanlands heldur lækkuðu fargjaldatekjurnar líka um tvö þús- und kr. að meðaltali af hverjum þeirra. Það sýnist líka umhugsunarvert að meöaleyðsla hvers erlends ferða- manns, í okkar dýra landi, skuli að- eins vera kringum þriðjungur þess sem hver íslenskur ferðamaður eyðir að meðaltali í hinum ódýru útlönd- um (um 85 þús. kr. að meðaltali á síðasta ári). Kannski sýnir þetta bara hvað íslenskir ferðamenn eru snjallir að græða í utanlandsferðum sínum. Upplýsingarnar um tekjur og gjöld af ferðalögum milli landa eru úr hag- tölum Seðlabankans. Þótt tölur séu enn ekki tiltækar um tekjur af er- lendum ferðamönnum síðasta fjórð- ung ársins 1992 breytir það tæpast miklu um útkomuna því um 89% allra eriendra ferðamanna á árinu voru komnir fyrir þann tíma. í Ijós kemur að 110.600 erlendir ferðamenn sem hingað komu á tíma- bilinu janúar-september 1992 greiddu aðeins rúmlega 4 milljarða króna fyrir vörur og þjónustu innan- lands samkvæmt töium Seðlabank- ans. Þetta er rúmlega 1.220 milljón- um kr. lægri fjárhæð en á sama tíma- Forsætisráðherra fær Þjóðhagsstofnun til að svara auglýsingu verkamannafélagsins Dagsbrúnar um kaupmáttarskerðinguna: Þetta er eigin- lega ekki neitt Þjóðhagsstofnun hefur tekið saman upplýsingar um þróun kaupmáttar að beiðni forsætisráðherra í tilefni af umræðu í kjölfar auglýsingar verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. í frétt frá Þjóðhagsstofnun segir að kaupmáttur kauptaxta og vísitölur séu eftirfarandi: 1 Kaupmáttur kauptaxta, vísitölun Meðaltal 1992 100,0 Meðaltal 1993 97,1 Desember 1992 100,3 Janúar 1993 99,1 Desember 1993 95,8 Janúar 1994 95,7 2 Vísitala framfærslukostnaðar: Breyting milli ára 1992 og 1993 4% lækkun. 3 Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann: Breyting milli ára 1992 og 1993 5,5% lækkun. Tölurnar hér að ofan eru sagðar vera meðaltöl og einstök tilvik því ýmist nokkru hærri eða lægri. Kaupmáttarrýmun skiptist lauslega þannig að um 3,5% eru vegna að- gerða innlendra stjórnvalda en um 2% vegna erlendra verðbreytinga. —sá bili árið áður. Verður raunar að fara aftur til ársins 1988 til að finna dæmi um lægri tekjur (innanlands) af er- lendum ferðamönnum en í fyrra. Eyðsla erl. ferða- manna innanlands Ar. Mil(j.kr. janVsi 1989 4.500 1990 5.530 1991 5.270 1992 4.045 Raunlækkun þessara tekna verður þó enn meiri þegar tekið hefur verið tillit til þess að almennt verðlag var um fjórðungi hærra í fyrra en árið 1989. Þótt ferðamönnum hafi þar á ofan fjölgað um nær tíu þúsund frá 1989 hafa tekjurnar af þeim samt lækkað um hundruð milljóna. Hin mikla tekjurýrnun á síðasta ári verður heldur ekki rakin til þess að erlendum ferðamönnum hafi þá fækkað að marki heldur eyðir hver þeirra einfaldlega lægri og lægri upphæð að meðaltali til kaupa á vör- um og þjónustu hér á landi. Frá ára- mótum til septemberloka í fyrra eyddi hver ferðamaður aðeins 32.100 krónum að meðaltali hér innan- lands. Það var gífurleg lækkun borið saman 41.400 krónur árið áður og 44.400 kr. að meðaltali á sama tíma- bili 1990. Það vekur einnig athygli að far- gjaldatekjumar hafa líka rýmað í fyrra. Fyrstu þrjá ársfjórðungana vom þær um 4.350 milljónir kr. eða um 34.600 kr. á mann að meðaltali. Sömu mánuði 1991 voru fargjalda- tekjurnar um 4.620 millj.kr. eða um 36.300 að meðaltali á hvern ferða- mann. Lækkunin er því um 270 millj.kr. eða hátt í tvö þús.kr. á mann. Heildartekjur af erlendum ferða- mönnum vom því aðeins kringum 8,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins 1992 í staðinn fyrir 9,9 millj- arða sömu mánuði árið áður. „1ápið“ er hálfur annar milljarður. Þótt jafn- an sé talað um sumarið sem helsta ferðamannatímann þá kemur í ljós að íslendingar hafa mun hærri með- altekjur af þeim sem leggja hingað leið sína á fyrsta fjórðungi ársins heldur en um hásumarið. Þannig skyldi hver vetrarferðamaður (jan.- mars) að meðaltali eftir um 97 þús.kr. tekjur (samanlagðar far- gjaldatekjur og innlend eyðsla) á síð- asta ári en sumarferðalangurinn að- eins kringum 63 þús.kr. að meðaltali. - HEI Þau sjá um listræna hlið skoskra menningardaga. Frá hæqri: Gunnar Kvaran tistfræðingur, Þorrí Hríngsson myndlistarmaður, Bergljót Jónsdóttir frá Tslensku tónverkamiðstööinni, John Speight frá Tónskáldafélagi íslands og Hulda Bima Guðmundsdóttir frá Myrkum músíkdögum. Tímamynd Ámi Bjama. ,,Skottís“ í Reykjavík Þessa dagana standa yfir hér á landi skosk-íslenskir menningardagar og hófust þeir 9.janúar og standa allt til 14.febrúar. Hafa menningardagam- ir hlotið nafnið „Skottís" og eru þeir svar Reykjavíkurborgar og íslands við menningarhátíðinni „Breaking the ice“ sem haldin var í Skotiandi á síðasta ári. Á hátíðinni verður flest- um listgreinum gerð skil svosem myndlist, tónlist, kvikmyndum, bókmenntum og fleira og gefst með þessu landsmönnum gott tækifæri á að kynnast skoskri menningu. Stærstur er þó hluti tónlistar í menningarhátíðinni og verður hún að mestu flutt undir merkjum Myrkra músíkdaga. Flutt verða 86 verk og má þar t.d. nefna frumflutn- ing á 22 íslenskum sönglögum. A veitingahúsinu „Við Tjömina" mun gestakokkurinn Jim Kerr ráða ríkjum dagana 30. janúar til 17.febrúar. Kerr er mateiðslumeist- ari veitingahússins Rogano í Glasgow sem þekkt er fyrir fiskrétti sína. -PS Vilt þú lækka bifreiðatrygginga iðgjöldin þín? Varkáru ökumennirnir fá að njóta sín hjá okkur því þeir ganga að hagstæðari kjörum vísum. Réttlátt ekki satt? Og þeir sem eru félagar í FÍB fá 10% afslátt á iðgjaldið! Við hvetjum þig til að gera verðsamanburð á bifreiðaiðgjöldum tryggingafélaganna. Munurinn kemur þér örugglega á óvart! Við minnum á að þú verður að segja upp tryggingunni þinni mánuði fyrir endurnýjunardag. Skandia Lifandi samkeppni - lægri iögjöld! VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.