Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. janúar 1993 Tíminn 7 sprungin, þar sem annar hver grunnskóli í landinu var tengdur netinu, ásamt fræösluskrifstofum o.fl. Þetta var orðin miðstöð, sem náði til mjög stórs hluta af íslensku menntakerfi. Þá var farið að reyna að koma þessu á skikkanlegri kjöl,“ bætir Pétur við. Til að gera langa sögu stutta, fékk Pétur iiðveislu Menntamálaráðu- neytisins, Kennaraháskólans o.fl. vorið 1992 til að gera netið aðgengi- legra og tæknilegra betur úr garði, og þá breytti bað jafnframt um nafn. Imba varð lslenska menntanetið. Nú eru tölvumiðstöðvarnar þrjár á jafnmörgum stöðum á landinu og notendur hafa aðgang að hraðvirk- um símalínum, að sögn Péturs. Þá vinna þrír starfsmenn auk hans við netið. Hann hefur nýlega gert könnun á því hversu margir noti kerfið dag hvem. Á fyrstu 18 dögum þessa mánaðar notuðu um 500 manns kerfið. „Þeir höfðu tengst vélum netsins um 260 sinnum á dag að meðaltali," bætir Pétur við. Kennarinn í Reykja- vík, en nemendur um allt land Hvað er betra við að nota tölvunet, frekar en að taka upp símtólið og hringja beint í fólk? „Þessir miðlar bæta hvern annan upp, en útiloka ekki hvern annan, frekar en bíll og flugvél. Kostur tölvupósts umfram t.d. síma er sá að viðtakandi þarf ekki að vera viðstaddur á sama tíma, eins og í símtali tveggja einstak- linga. I tölvupósti sendirðu bréfið þitt og viðtakandi bregst við því þegar hann hefur tíma til. Þá er hægt að senda fjölda manns sama bréfið, innanlands sem erlendis," segir Pétur. Hann nefnir nýlegan farskóla Kennaraháskóla íslands sem dæmi. „Kennari við skólann getur sent eitt bréf til hátt í 90 nemenda, sem þar eru við nám. Þeir tínast inn á netið á misjöfnum tíma, en það væri gjör- samlega óhugsandi að ná símafundi með öllu þessu liði,“ segir Pétur. Hann kallar þetta tölvutækt póst- hús, en segir að það sé ekki nema hluti af þeim notum sem hægt sé að hafa af netinu. „Annar möguleiki er það, sem hefur verið kallað ráð- stefnur eða ritþing, en það felst í því að umræður í ráðstefnuformi fara fram innan netsins. Þær geta bæði verið innlendar og alþjóðlegar. Þannig flæðir gríðarleg þekking inn í landið. Ætli það komi ekki til landsins um 50 mb. á dag af umræð- um af opnum ráðstefnum, sem fjalla um allt milli himins og jarðar, en eru misjafnlega gagnlegar samt,“ segir Pétur. Þessu til viðbótar segir hann að gríðarlegt magn af hugbúnaði flæði um netið. „Það geta menn tínt nið- ur og notað án endurgjalds," segir Pétur. Nýjasti möguleikinn, að sögn Pét- urs, er að notendur eiga þess kost að geta flett upp í alls konar gagna- bönkum. Þar nefnir hann sem dæmi gagnabanka sem heitir Erick, en í honum er að finna útdrætti úr öllu því sem sagt er og skrifað um menntamál. Notandinn þarf aðeins að slá inn leitarorð. Pétur nefnir sem dæmi að um daginn hafi hann leitað með hjálp leitarorðsins „small school". „Þá fékk ég um 100 útdrætti sem fjölluðu um litla skóla í hinu ólíklegasta sámhengi. Þar var fullt af efni, sem rímar ágætlega inn í umræðuna um sameiningu sveit- arfélaga og þá að loka litlum skól- um,“ segir Pétur. Hann prentar út það efni, sem hann teíur að muni nýtast sér. Hvað er ísinn þykkur á Norðurpólnum? Þá nefnir Pétur eitt skemmtilegt dæmi um notkun tölvunetsins. „Einn skólastjóri sló því fram við kennara sinn um daginn að hann mætti tengjast fslenska menntanet- inu, ef hann gæti fundið þar upplýs- ingar um þykkt íshellunnar á Norð- urpólnum. Það var langt innan við mínútuverk að fara inn í banka sem heitir „World factbook", fletta þar upp á leitarorðinu „ice“ og fá upp- lýsingar um þetta atriði. Þykktin reyndist vera rúmir þrír metrar að meðaltali," segir Pétur. Það virðast engin takmörk vera á notkunarmöguleikum tölvunetsins. Þannig bendir Pétur á að notendur hafi aðgang að bókasöfnum víða um heim og geti flett þar upp í atriða- orðaskrám tuga erlendra háskóla- bókasafna. „Þetta er þjóðvegur, sem er afar mikil skammsýni að hafna. Þarna er gríðarlega mikið púður og þá ekki aðeins fyrir skólafólk, held- ur einnig fyrir upplýstan almenning sem vill leita sér þekkingar," segir hann. Það er ekki ofsögum sagt að kerfið breiðist út um allan heim. Þannig segir Pétur að hægt sé á augabragði að ná til austantjaldsríkjanna fyrr- verandi. ,Að vísu er símakerfið þeirra ekki neitt óskaplega gott og þeir eru kannski ekki með jafn há- þróaðar tengingar og Vesturlanda- búar. Þeir voru líka útilokaðir frá þessu af pólitískum ástæðum og eru að brjótast þarna í gegn,“ segir Pét- ur. Hann nefnir sem dæmi að skóla- bekkur á íslandi geti auðveldlega komist í samband við jafnaldra sína í Rússlandi. Það er gert með því að hafa samband við upplýsingabanka, sem heitir „Kid link“ og er sam- starfsverkefni kennara og barna um víða veröld. „Ég myndi álíta líkurn- ar á þessu ákaflega góðar," segir Pét- ur. „Ég veit um einn skóla á Suður- landi, sem var í miklum eldfjalla- samanburði við skóla á Hawaii. Annar íslenskur skóli var t.d. í tengslum við veðurathugunarstöð á Suðurskautslandi," bætir hann við. Hann bætir enn öðru skemmtilegu dæmi við um möguleika tölvunets- ins. „Menntaskólakennari í Reykja- vík skrifar syni sínum í Kanada löng og ítarleg fréttabréf tvisvar sinnum í viku, sem hann vinnur upp úr fjöl- miðlum. í Kanada fer þetta inn á svonefndan póstlista, sem er dreift áfram til íslendinga í námi erlendis. Núna eru á þessum lista um 200 manns, sem búa víða í Norður- Am- eríku, fjölmörgum Evrópuríkjum og jafnvel Japan. Mig grunar að þessi fréttaskeyti séu greiðasti að- Ílangur námsmanna að fréttum frá slandi," segir Pétur. Getur eingöngu batnað Hvernig sér Pétur framtíðina? „Netið getur eingöngu batnað og er alltaf að batna. Það stækkar og stækkar og alltaf eykst magn þeirra upplýsinga, sem þar eru aðgengileg- ar. Menn bregðast við því með því að bæta tengingar, auka vinnsluhrað- ann, bæta hugbúnað sem notaður er til að finna upplýsingar. Það er gjör- samlega ómögulegt fyrir nokkurn mann að hafa yfirsýn yfir það sem til er. Þess vegna er alltaf verið að þróa nýjar leiðir til að finna gögnin í þessu gríðarmikla safni. Framfar- irnar eru ekki minni en bylting, frá því ég byrjaði á þessu. Ég álít að það hafi verið hraðari þróun á þessu sviði en ýmsum öðrum sviðum tölvutækni. Ég sé það fyrir mér að þessi tækni verði liprari og aðgengi- legri og þess vegna auðnýttari fyrir hvern sem er,“ segir Pétur. Hann segir að nú sé markmiðið að tengja nánast alla skóla landsins inn á netið. Pétur telur að í kjölfarið á þeirri þróun muni almenningur nýta sér tölvunetið í auknum mæli. Til þess að tengjast netinu þarf svo- kallað móthald, sem er milliliður á milli tölvunnar og símans. „Það er töluvert önnur aðstæða fyrir al- menning í bæjarfélögum að kaupa sér ódýrt móthald og fá svo kennara til að koma sér af stað,“ segir Pétur. „Ég trúi því að þarna eigi sér stað ákveðin snjóboltaáhrif. Það bætast við einir tíu til fimmtán þjálfaðir menn á dag,“ segir Pétur. Er þetta dýrt? „Það skiptir engu máli hvort verið er að skrifast á við barn í næsta skóla eða barn á Suð- urskautslandi, það kostar það sama. Það er vegna þess að netið er rekið á leigðum föstum línum. Skólarnir greiða félagsgjöld til netsins sem við hér á landi notum til að greiða af okkar línum. íslenska menntanetið er hluti af Samtökum um upplýs- inganet rannsóknaraðila, sem heitir SURÍS. Samtökin reka línuna til út- landa og við greiðum tíund af kostn- aði við hana. Úti í heimi reka fræði- stofnanir og háskólar netin og þar tíðkast ekki að taka gjald fyrir þá umferð sem þar fer í gegn,“ segir Pétur. Heiðursvélstjóri íslenska menntanetsins Hvernig tilfinning er að sjá áhuga- mál verða að slíkri byltingu? „Mér finnst þetta sérstaklega ánægjuleg tilfinning. Málið er að þróast í þá átt sem ég ætlaði því að þróast í upp- hafi. Þetta hefur gengið framar fremstu vonum," segir Pétur. Þróunin lætur ekki að sér hæða, en líklega væri hún hægari ef ekki væru til brautryðjendur, sem með ósérhlífni og eldmóði marka braut- ina. Gleði brautryðjandans leynir sér ekki, þegar Pétur getur þess að þróunin staðnæmist ekki í fjöru- borðinu. „Það síðasta, sem ég frétti af samverkamanni mínum, var að hann var að tengja vélstjórann á ms. Baldri á miðjum Breiðafirðinum í farsíma. Mér þótti þetta svo skemmtilegt að þessi vélstjóri var umsvifaiaust skipaður heiðursvél- stjóri íslenska menntanetsins," sagði Pétur að lokum. -HÞ Kennaraháskóli Islands. Þar er nú hafin fjarkennsla í réttindanámi kennara og höfuöhjálpartækið er Islenska menntanetiö, sköpunarverk Péturs Þorsteinssonar, skólastjóra á Kópaskeri. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverk- fræðings, óskar eftir tilboöum í endurmálun á ýmsum fasteignum Iþrótta- og tómstundaráðs. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, frá og með þriðjudeginum 26. janúar, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavikur, óskar eftir tilboöum I einangraöar stálpipur, Preinsulated Steel Pipes. Um er að ræða 3.500 m af pipum og tengistykkjum i stærðunum DN 200 til DN 600 mm. Pípumar skal afgreiða eigi siöar en I mai 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavlk. Tilboðin verða opnuö á sama staö þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 ----------------------\ 1? Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, fööur, tengdafööur, sonar og afa Guðmundar S.M. Jónassonar vélsmiðs, starfsmanns og varaformanns Félags jámiðnaðarmanna Hallfríöur P. Ólafsdóttir Æglr J. Guömundsson Linda Brá Hafsteinsdóttir Jónas Þ. Guömundsson Þóra B. Arnardóttir Sigríður Hrund Guömundsdóttir Reynir A. Guölaugsson Sigriður Magnúsdóttir og barnaböm _____________________/ Viö þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdafööur, afa og bróður Ingimars Eydal Byggðavegi 101b, Akureyri Hjartans kveðjur og blessunaróskir til allra þeirra sem heiðrað hafa minn- ingu hans, svo og þeirra er með svo margvislegu móti veittu honum lið- sinni og styrk i veikindum hans. Ásta Sigurðardóttir, Guðný, Inga, Ingimar, Ásdís, tengdabörn og barnabörn, Finnur Eydal, Gunnar Eydai og fjölskyldur. ___________________________________________________________/ ------------------------------------------------------------\ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Hjörtur Hjartar fyrrverandl framkvæmdastjóri, Flyðrugranda 8 verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 25. janúar kl 13.30. Guðrún J. Hjartar Jóna Björg Hjartar Páll van Buren Sigríður Hjartar Stefán Guöbergsson Elín Hjartar Davfð Á. Gunnarsson Egill Hjartar María Gunnarsdóttir barnaböm og barnabarnabörn ____________________________________________________________/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.