Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 23. janúar 1993 Jón Helgason, ritstjóri Tímans, var einnig kominn snemma á vett- vang. Hann sagði m.a.: „Við ókum Búastaðabrautina, staðnæmdumst í nýja hverfinú í austurbænum. Vikurhríðin duridi á bílnum linnulaust, og þegar við stigum út, skullu vikurmolarnir, hinir stærstu álíka og fingur- kögglar, á okkur. Vikurinn sat í hári okkar, þegar við forðuðum okkur inn í bílinn undan hríðinni. Um allar götur var lag af vikri og ösku, og enn bættist við, því að eldarnir virtust færast í aukana þá stund, sem við vorum þarna...“ Á forsíðum dagblaðanna fyrir 20 árum mátti lesa: ELDGOS í HEIMAEY — 100 metra sprunga opnaðist. Hraun- flóðið rann í sjó fram. Byrjað var að flytja íbúana í burtu síðastliðna nótt. VESTMANNAEYINGAR URÐU AÐ YFIRGEFA HEIMABÆINN — vöknuðu af værum blundi við að eldgos var hafið rétt við austustu íbúðahverfi bæjarins. GJÓSANDI GJÁ UM ÞVERA HEIMAEY — Jarðeldar ógna byggð í Vestmannaeyjum. Morgunblöðin komu með síðdeg- isútgáfur á göturnar þar sem nýj- ustu fréttirnar af gosinu voru fluttar. Einnig dreif að fjölda er- lendra blaðamanna og eldgosið varð aðalfréttaefni blaða, útvarps og sjónvarps, sérstaklega á Norð- urlöndunum. í sænskum blöðum VAGNHÖFÐAm 112 REYKJAVÍK SÍMI686075 var það fullyrt að Heimaey væri að sökkva í sæ og í danska útvarpinu var sagt að Helgafell hefði sprung- ið í loft upp. Var hægt að segja fyrir um gosið? Tíminn velti fyrir sér daginn eftir gosið hvort ekki hefði verið hægt að segja fyrir um gosið á Heimaey. Talið var að Helgafell væri útdautt eldfjall, en jarðeldurinn hafði minnt ræki- lega á sig 10 árum áður á Vest- mannaeyjasvæðinu, í Surtseyjargos- inu 1963-1967. Eldgosið á Heimaey kom svo að segja án nokkurs fyrir- vara, en eins og áður sagði höfðu Eyjamenn orðið varir þriggja jarð- skjálfta áður en gaus. í Tímanum hljóðaði fréttin á þessa leið: „Ekki er mönnum grunlaust um að hægt hefði verið að segja fyrir um gosið í Heimaey, ef reynsla hefði ver- ið komin á mæla, sem eru á tveimur stöðum á Suðurlandi, og eru svo ná- kvæmir að þeir segja til um minnstu jarðhræringar og mæla fjarlægðina mjög nákvæmlega. Sá galli er á þessu að mælarnir eru aðeins tveir og koma því í hverju tilfelli tveir staðir til greina sem upptökustaðir. Ef þriðji mælirinn bættist í hópinn, gæti hann veitt fullnaðarstaðfest- ingu á upptökustað jarðskjálftanna." Á meginlandinu var Almannavarna- nefnd ríkisins kölluð saman og hún hafði aldrei fengist við nokkuð þessu líkt. Stjórnmálaforingjar snéru bök- um saman og forsetilslands, biskup íslands og forsætisráðherra ávörp- uðu þjóðina og hvöttu landsmenn til að standa saman og styðja við bakið á flóttafólkinu frá Eyjum. í Ieiðurum dagblaðanna var sagt að náttúru- hamfarirnar á Heimaey væru þjóðar- áfall. Tíminn segir í leiðara 23. janú- ar: „Hér er um stórkostlegt áfall þjóðarinnar allrar að ræða, þótt Vestmannaeyingar eigi auðvitað um sárast að binda. Vestmannaeyjar hafa verið stærsta og öflugasta verstöð landsins og í fyrra var þar landað 17% af heildaraflanum og gert var ráð fynr að landa þar um þriðjungi loðnuaflans, sem svo miklar vonir voru bundnar við.“ Almannavarnanefnd í samráði við Rauða krossinn skipulagði fyrst flutninga frá Þorlákshöfn til Reykja- víkur þar sem notaðir voru strætis- vagnar úr Reykjavík. Tekið var á móti fólkinu í skólum Reykjavíkur. Ákveð- ið var að skrá alla þessa nýju íbúa í Reykjavík og var það mikil vinna, en á miðvikudagsmorgun, 24. janúar, bauðst IBM-fyrirtækið til að setja all- ar upplýsingar, sem voru fyrir hendi, í skýrsluvélar. Þarna skapaðist grundvöllur fyrir skipulegri vinnu við hjálparstarfið og er þetta bara eitt lítið dæmi um þá fórnfýsi og þá hjálpsemi sem unnin var endur- gjaldslaust. Þegar á reyndi, stóðu landsmenn saman. Björgun verðmæta í Eyjum hófst síðan skipulagt björg- unarstarf og tekið að huga að björg- un verðmæta. 1345 íbúðarhús voru þar í gosinu og talið að um 40 til 50 hús, austast á eyjunni, væru í hvað mestri hættu. Einnig voru gerðar ráðstafanir til að bjarga afurðum úr frystihúsunum, þótt það væru smá- munir saman borið við verðmæti fasteigna í bænum og innbús fólks. Einhverju var bjargað úr húsunum á Kirkjubæ, en margir misstu mikið, því mörg hús með innbúi fóru undir hraun. Margir Eyjamenn vildu kom- ast aftur út í Eyjar til að bjarga bú- slóð sinni. en fengu ekki fararleyfi. Guðjón Ármann Eyjólfsson segir m.a. í bók sinni: „Við hittumst nokkrir Vestmanna- eyingar niðri í bæ á þriðjudeginum og töldum sjálfsagt, að við, sem ætt- um hús í næsta nágrenni eldstöðv- anna, fengjum far með öðru hvoru skipanna. Það var nú eitthvað annað, þegar á reyndi. Við landgöngubrúna á Hofs- jökli vantaði aðeins brugðna byss- ustingi til að varna okkur uppgöngu. Enginn úr frystihúsaliöinu kom okk- ur til hjálpar. Þetta áttum við erfitt með að skilja. Hvers vegna fengu menn að fara út í Eyjar til að bjarga fiskinum sínum, en við máttum ekki fara til að bjarga aleigu okkar og húsmunum?" Þessu sætti Guðjón Ármann ekki og fór og talaði við skipstjórann á strandferðaskipinu Heklu þar sem hann fékk að fara um borð. „Skiln- ingi skipstjórans á Heklu eigum við fjölmargir Eyjamenn það að þakka, URVALS ÞORRAMATUR Á FRÁBÆRU VERÐI Fyrir öll tilefni. Þorrahlaðborðið hentar hvort sem er í veisluna heima, samkvæmi starfs- hópa og félaga, eða sem tilbreyting frá hversdagslegum mat. Fullkomin þorraveisla. Svona er samsetning hlaðborðsins: Hákarl, harðfiskur, lundabaggar, bringukollar, hrútspungar, blóðmör, lifrarpylsa, sviðasulta súr og ný, ný svið, heitt saltkjöt, maríneruð síld, hangikjöt, rófustappa, uppstúf ur), grænmetissalat, smjör, rúgbrauð, flatbrauð, kartöflur, kartöflumús, 2 síldarréttir og pottréttur ásamt meðlæti. Aðeins fyrsta flokks hráefni tryggir bestu gæðin. HÖFÐAKAFFI Hafðu samband í síma 686075 og fáðu nánarí upplýsingar. Mikiö hraun rann yfir byggð I Eyjum og hús stóöu í björtu báli áöur en hrauniö náði þeim. Hrauniö hefur náö húsinu í forgrunni og er I þann veginn aöýtaþví af grunni. að við gátum næstu daga bjargað miklu af búslóð okkar og ýmsum persónulegum hlutum, sem erfitt er að bæta.“ Þessa fyrstu daga gekk björgunar- starfið frekar hægt vegna manneklu, en þegar komst betra skipulag á það og fleiri bættust við, gekk það betur. Til eru margar lýsingar á því hvern- ig búslóðaflutningarnir gengu fyrir sig. Margir lögðu sig beinlínis í lífs- hættu og margar búslóðir fóru mjög illa í flutningunum, enda mörgum bjargað á síðustu stundu og þeim staflað á vörubílana sem voru óvarð- ir fyrir glóandi gjall- og vikurstein- um. Þorsteinn Þ. Víglundsson, fýrrver- andi sparisjóðsstjóri, lýsir í riti sínu Blik, frá 1973, þegar hann fór aftur til Eyja með v/s Heklu að kvöldi 23. janúar, til að ná í „gögn og gæði“ sem þurfti að nota til að reka Spari- sjóðinn í Reykjavík. Hann segir svo frá: „Tvennt létum við þó ekki í bifreið- arnar af eigum Sparisjóðsins. Það var sjóðurinn, rúmar tvær milljónir, og víxlabirgðirnar, sem námu meira en sjötíu og þrem milljónum króna. Sjóðinn lét gjaldkerinn í járnkassa og hann síðan í pappakassa, sem var vandlega krossbundinn. Kassa þenn- an skyldi hann síðan aldrei við sig skilja fyrr en á áfangastað — í Seðla- bankahúsinu í Reykjavík. Víxlabirgðirnar, andvirði 73 millj. og vel það, létum við í traustan pappakassa fremur ósjálegan, svo að engu var þar eftir að sækjast! Enda áttum við ekki kost á öðru íláti betur við hæfi. Kassann krossbundum við vandlega. Síðan fól ég sjálfum mér varðveislu hans.“ Þorsteinn fór síðan til Reykjavíkur og skilaði þessu í Seðlabankann. íbúðarhús í björtu báli En þar sem Þorsteinn hafði miklar áhyggjur af húsi þeirra hjóna, Goða- steini, fór hann aftur út í Eyjar. í húsinu voru mikil verðmæti. M.a. átti Vestmannaeyjabær þar 34 lista- verk eftir Jóhannes Kjarval listmál- ara og þarna voru líka geymd ýmis önnur söfn, svo sem bóka- og skjala- safn Byggðasafnsins, ómetanlegar sögulegar heimildir og allt bókasafn Þorsteins, sem var mjög myndarlegt. Eftir að dómsmálaráðherra hafði fengið leyfi fyrir Þorstein, fór hann til Vestmannaeyja og hóf björgunar- aðgerðir sínar. Svo segir Þorsteinn: „Um kvöldið og nóttina sá ég íbúðar- hús vina minna og kunningja standa í björtu báli austan við Goðastein og suðaustur af honum. Glóandi gjall- eða vikursteinar runnu viðstöðu- laust gegnum þök húsanna og kveiktu í þeim. Þakið á Goðasteini er lagt báruðum asbestplötum. Á styrk- leika þeirra og eiginleika gegn gló- andi steinregninu trúði ég og treysti þeim til að verja líf mitt og Iimi.“ Eftir mikla raun tókst Þorsteini með góðra manna hjálp að bjarga flestum verðmætum úr Goðasteini. En það voru ekki allir jafn heppnir og Þorsteinn. Hraðinn við flutning- ana var mikill og mikið skemmdist. Ástandið batnaði þó mikið þegar gámarnir komu til sögunnar. Reynir Guðsteinsson, skólastjóri Barnaskól- ans, tók að sér að skipuleggja flutn- ingadeild. Árni Gunnarsson fréttamaður segir í bók sinni: „Oft var það svo að eig- endur húsa tvístigu lengi áður en þeir gátu tekið ákvörðun um að flytja búslóð sína í burtu. Þeir vildu helst ekki trúa því, að það væri nauðsyn- legt, og í nokkrum tilvikum hófust flutningarnir ekki fyrr en á síðustu stundu. Rigndi þá gjalli yfir húsin, eða hraunið var komið að húsvegg. Þegar líða tók á fýrsta daginn lengd- ist gossprungan til norð-austurs og út í sjó. Þar risu upp tvær gjalldyngj- ur. Allt í kring kraumaði og sauð og mikinn gufustrók lagði til himins. Þá var kominn rigningarsuddi og gosmökkurinn rann saman við regn- sortann... Hraunflygsurnar héldu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.