Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 23. janúar 1993 t Laugardagur 23. janúar 1993 Tíminn 15 Skíöatilbob fyrir kröfuharöa skíbamenn Firebird skíbi. St. 190-205 cm mebLOOK 60 öryggisfestingum. Verb ábur kr. 21.190,- Verb nú kr. 15.800,- 5% stabgreíbsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. amutilif tsm GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 Unnur Halldórsdóttir Unnur Halldórsdóttir, formaður samtakanna Heimili og skóli: Tölva er ekki bráðnauðsynleg Á íslandi eru heimilin ríkulega tæknivædd. Við eignumst allar full- komnustu græjurnar strax og spá- um kannski ekki alltaf í raunveru- legar þarfir okkar. Við vinnum mikið til að standa straum af allri útgerð- inni og slíkt er á kostnað samveru- stunda með börnum okkar. Tölvur eru dýrar, einkum ef þær eru bara leikföng. Hins vegar eru þær orðnar svo algeng tæki í at- vinnulífinu að flestir kynnast þeim fyrr eða síðar þegar út á vinnumark- aðinn kemur. Börn og unglingar sem fá tækifæri til að kynnast tölv- um og möguleikum þeirra á heimil- um sínum öðlast fljótt leikni sem þau njóta góðs af síðar, enda eru ekki allir tölvuleikir af hinu vonda. Það þarf ekki að vera til tölva á heimilinu, en sé hún til þarf að nota hana. SKMFSTOFVTÆKNI Tölvuskóli Reykjavíkur hjálpar þér að auka þekk- ingu þína og atvinnumöguleika, hvort heldur sem er á lager, skrifstofu eða í banka. Þú lærir á vinsæl- ustu Windowsforrit PC-tölvunnar og kynnist Mac- intoshtölvunni. Þar að auki lærirðu almenna skrif- stofutækni, bókfærslu, tölvubókhald, verslunar- reikning og tollskýrslugerð. Innritun fyrir vorönn stendur yfir. Hringdu og fáðu sendan ókeypis bækling. Tolvuskðli Reykiav/íkur Borgartúni 28, sími 91-687590 ŒSíravÁntar í ÝMIS HVERFI •::nilSföSPW....m jlVT. jj ■ jj'ii'jj jjC V^ 1 liniinn Lynghálsi 9. Sími 686300 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Garðyrkjustjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum i að leggja jarðvatnslagnir í 4. áfanga í kirkjugaröi i Gufunesi. Helstu magntölur eru: 501 m af 160 mm pípum 1.403 m af 110 mm pípum Útboösgögn veröa afhent á skrifstofú vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. febrúar 1993, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frlkirkjuvegi 3 - Sími 25800 RAFALL TIL SÖLU Nýr amerískur rafall fýrir traktor, tegund Winko, 20 kw., eins fasa, 230 volt. Upplýsingar í síma 91-42626 og 657526. Þarf að vera til tölva á heimilinu? Tíminn spurði fjórar manneskjur sem allar tengjast træðslu- og uppeldismálum þessar- ar spumingar og fara svör þeirra hér a eftir. Snorri S. Konráðsson, framkvæmdastjóri MFA: Tölvan er kúluoenni nútímans Hjálmar Arnason, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Tölvuvæðina heimila Dagblaðið Tíminn spyr hvort tölvur séu nauðsynlegar á heimilum. Erfitt er að svara þessu afdráttarlaust. Hafa ber í huga fjölmargar forsend- ur og athuga hvaða gildismat ræður. Mér kemur strax í hug grein sem ungur eidhugi á tölvusviði birti ný- lega um áðurnefnt efni. Svo sem vænta mátti velktist tölvungurinn ekki í vafa um mikilvægi tölvuvæð- ingar á heimilum. Máli sínu til stuðnings benti hann á þá mögu- leika að geta í náinni framtíð setið í stofunni heima og flett upp ýmsum gagnlegum upplýsingum svosem gengisskráningu, stöðu bankareikn- inga, áætlunum strætisvagna, fast- eignaauglýsingum og öðru í þeim dúr. Ekki skal lítið gert úr gildi þessara upplýsinga. Hins vegar eru þær flestar bornar inn á heimilin í dagblöðum, skjávarpi sjónvarps og útvarpi. Broddurinn í röksemdum fyrrgreinds tölvungs verður því vart notaður sem röksemd fyrir nauðsyn á tölvuvæðingu. Sumir hafa ugglaust mjög gaman að því að þenja getusvið tölva til hins ýtrasta en grun hef ég um að í mörgum tilvikum verði sú viðleitni lítt annað en vímukennd hrifning yfir „möguleikum" tölvunnar. Við slík skilyrði er auðvelt að skapa hreinar gerviþarfir og kappkosta síðan að fullnægja þeim. Sú ástund- un er ekki einasta lítt arðbær heidur og fádæma óvinveitt umhverfinu. Tölvufyrirtæki hafa verið afburða snjöll í sölumennsku og hefur lán- ast að magna hressilega tilbúnar þarfir — gjarnan undir slagorðinu að enginn vilji vera gamaldags. Eigi lífið að vera leikur einn þá eru tölvur örugglega nauðsynlegar á heimilum. Enda er það svo að á fjöl- mörgum heimilum ríkir friður fimm daga þar sem börn og ung- lingar eru í dásamlegri sátt hvert við annað og fara hamförum í ein- rænu tölvuleikjanna. Reyndar eru höfuðpaurar þeirrar framleiðslu, Japanir, farnir að merkja leikina með viðvörun um hættur á flogaveiki og öðrum krankleika líkt og tóbaksframleið- endur vara við krabba og kransi. Skólafólk telur sig enda í vaxandi mæli verða vart við aukið ólæsi venjulegra krakka í kjölfar dugnað- ar framan við tölvu og sjónvarp. Ekki veldur síðri áhyggjum almennt skoðanaleysi ungs fólks á mikilvæg- um málum og freistast ritari, í uggi sínum, til að skella að nokkru skuld á tólin margnefndu. Skilji enginn orð mín svo að tölvur séu útsendarar andskotans. Um þær má segja hið sama og um eðalvín: „Hóflega drukkið vín gleður manns- ins hjarta." Þannig bjóða tæki þessi með viðeigandi hugbúnaði upp á ólýsanlega möguleika til að létta mannskepnunni störf sín og flýta verkum sínum. Spurningin hlýtur því ávalt að snúast um það hvort maðurinn, eini sanni, beisli tölvu- skepnuna í sína þágu eða gerist auð- mjúkt handbendi hennar. Þannig geta ritvinnsluforrit, töflu- reiknar og annað slíkt komið að góðum notum við sköpunarstörf innan heimilanna. Þá geta tölvur hjálpað til við upplýsingasöfnun úr gagnabönkum og þannig mætti áfram telja (hér er einungis verið að fjalla um tölvur og heimili). Hlut- Hjálmar Árnason verk skólanna hlýtur að fela í sér viðleitni í þá veru. Hvort fyrirbrigð- ið sé nauðsynlegt er allt annað mál. Skiptir hraðinn jafn miklu máli og við viljum vera láta? Getum við nálgast markmiðin eftir öðrum leið- um? Hvaða þætti í heimilishaldi viljum við láta skipa öndvegi? Sem sagt; spurning um gildismat og forgang rétt eins og eigendur uppþvottavéla (þar á meðal skrifari) telja þær Iífsnauðsynlegar fyrir hamingju heimilisins. Ekki er nú samt víst að heimilfriður slokknaði ef blessuð vélin hyrfi úr húsi. Fyrir nokkrum áratugum skegg- ræddu menn um kúlupennann sem þá var nýjung. Sumir töldu að rithöndin yrði ekki jafn góð væri kúlupenni not- aður í stað blekpenna en aðrir sögðu að loksins væri komið áhald til að skrifa með sem ekki ældi út úr sér blekinu á fatnað og pappír. Menn Ijómuðu því nú var hægt að skrifa linnulítið án þess að dýfa þyrfti pennaoddinum í blekbytt- una á fárra orða fresti. Flestir nota nú- orðið kúlupenna eða einnota blek- penna með nælonoddi. Nokkrir hafa á sér belgmikla Mont Blanc sjálfblek- unga sem þeir hafa keypt á góðu verði f Flugleiðavél á leiðinni til útlanda eftir að hafa fengið sér brjóstbirtu á bamum í flugstöðinni. Þrasinu er lokið um hvort kúlupenninn sé til frambúðar. Ekki er seinna vænna að hefja mála- lengingar um hvort tölvan sé velkomin á heimili fólks. Sumir telja að tölvan sé afsiðunartæki, fólk hætti að nota óum- deilda kúlupenna við skriftir og týni rithöndinni niður, bömin fari í tölvu- leiki en hætti að lesa og lita í bækur. Til að kóróna allt þegir fólk fyrir framan tölvuna, reyndar líktog það gerir þegar hver les bækur fyrir sig. Þessir sömu einstaklingar dásama hins vegar tölv- una þegar myndir í sjónvarpinu sýna handleggjalaust fólk skrifa á tölvu með prik í munninum eitt að vopni. Tölvan á sem sagt frekast heima þar sem hefð- bundin vinnubrögð henta fólki illa af líkamlegum ástæðum. Tölvan er kúlupenni nútímans. Tölv- an sameinar ýmsa kosti sem áður var að finna í mörgum tækjum. Með tölv- unni má þjálfa samspil hugar og hand- ar. Miklu meiru er hægt að koma í verk með tölvunni en ritvél og reiknistokk. Þekking á tölvum og fæmi í notkun Snorri S. Konráðsson. þeirra verður brátt jafti dýrmæt og að geta dregið til stafs. Að kunna að nota tölvu til margvíslegra verka verður innan tíðar spurning um að eiga sér söluhæfa þekkingu í atvinnulífinu. Það er ekki rökrétt að segja að tækið sem fólk reiknar á, teiknar, skrifar og hann- ar í vinnunni sé óvelkomið heima hjá því. Veruleikinn hlýtur að vera býsna líkur utan hvaða veggja sem er. Haft er á orði að tölvuleikir ætlaðir bömum séu ekki heppileg afþreying. Að fenginni um 10 ára reynslu af tölvu- leikjum hér á landi ætti að vera hægt að kveða upp úr skaðsemi þeirra. Lítið hefur heyrst um tjón á bömum vegna þessara leikja. Hins vegar á það jafnt við um bókina, leikföngin og tölvuleik- ina að hver aldurshópur verður að hafa viðfangsefni við hæfi og þroskastig. Það vekur athygli þegar rætt er við fólk sem er um tvítugt og hefur notað tölvu til leikja að það virðist vera mun áræðnara að nota tækið þegar kemur að notkun tölva í skólastarfi en það sem ekki hefúr notað tölvuleiki. Ung- lingar sem iðkað hafa orðaleiki á ensku á tölvum virðast einnig hafa forskot í enskukunnáttu. Nær er að líta svo á að tölvan sé van- nýttur kostur frekar en að forða eigi heimilunum frá henni. Tölvuna á að nota í skólastarfi til sem flestra verka. Búa þarf til orðaleiki á íslensku til að þjálfa bömin í móðurmálinu. Hægt er að kenna fingrasetningu á lyklaborð tölvunnar. Landafræði má kenna á tölvur. Tungumál og stærðfræði má kenna á tölvur sem og fjölmargar aðrar námsgreinar. Gott væri ef vélritunar- kennarar létu af þrákelkni sinni og kenndu vélritun á tölvuna í stað ritvél- arinnar sem er að verða úrelt. Þessari íhaldssemi þeirra má líkja við kenning- una um að til þess að geta hakkað kjöt í rafdrifmni hakkavél þurfi fólk fyrst að læra að nota handsnúna hakka- maskínu. Tölvan er nauðsynleg viðbót við eldri kennsluhætti í skólum. í fyrir- tækjum vefst ekki fyrir starfsfólki og stjómendum að tölvan er eitt mikil- vægasta tækið í öflugri starfsemi. Ann- að getur ekki átt við um skólana því frá þeim koma nemendur sem atvinnulífið tekur við sem fullgildu starfsfólki. Maður nýkominn á eftirlaunaaldur missti konu sína löngu fyrir aldur fram fyrir nokkrum árum. Áætlanir um líf og starf í ellinni breyttust því Iífsföru- nauturinn var horfinn. Manninum varð tíðrætt um fábreytilegt líf sitt og skort á viðfangsefnum. „Kauptu þér tölvu og farðu á námskeið" voru ráð eins kunningja hans. Nokkrum misser- um síðar spilar ekkillinn brids á tölv- una, leggur kapla, skrifar sendibréf, færir heimilisbókhald, breytir bókhald- Pétur Bjarnason, fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis, ísafirði: Tölvan er til margra hluta nytsamleg ,Að mínu áliti er það alls ekki svo að tölva „þurfi“ að vera til á hverju heim- ili. Tölvur eru mjög gagnleg tæki og til margra hluta nytsamlegar hvort heldur er á heimili eða á vinnustað. Hins vegar virðist mér að margir hafi lagt fyrir sjálfa sig ofangreinda spum- ingu á undanfömum ámm og talið rétt að svara henni játandi og því keypt tölvu fyrir sitt heimili án þess að kunna með að fara eða hafa sérstök not fyrir tækið. Afleiðingin er að nokkur hundruð ef ekki þúsund tölv- ur standa lítt notaðar og rykfalla á heimilum landsmanna og úreldast á skömmum tíma. Ef til vill er þetta óþarfa nöldur en það er skoðun mín að atvinna og áhugasvið heimilismanna, auk efna- hags, hljóti að ráða því hvort tölva er keypt til heimilisnota eða ekki. Notk- un tölvunnar fer stöðugt vaxandi og ntvélar em orðnar að mestu óþarfar. Ég tel eðlilegt að nemendur læri frek- ar að skrifa á tölvur en ritvél enda er þróunin sú. Böm og unglingar em mjög fljót að tileinka sér fæmi til að takast á við tölvutæknina hvort heldur er til forritunar, ritvinnslu eða leikja. Margir hafa miklar áhyggjur af tölvu- leikjum og þrásetu bama og unglinga yfir tölvunni við þá iðju. Ég óttast það ekki meira en langtíma gláp á lélegt efni í sjónvarpi eða af myndböndum. Við tölvuna em þau virk að vissu marki, þau þjálfast í skjótum við- brögðum auk þess sem margir leikir g;ra kröfu um rökhugsun. Þetta er þó sett fram með þeim fyrirvara að öllu má ofgera og það á einnig við um þetta. Ef til vill hefði í upphafi þurft að skil- greina orðið „tölva“ því á flestum heimilum finnst tölvutæknin í einni eða annarri mynd nú á dögum í heim- Pétur Bjarnason ilistækjum og ýmsum tólum öðmm. Tölvutæknina má nota til margra góðra hluta; til dæmis er íslenska menntanetið að verða mjög öflugur liður í skólastarfi bæði hvað snertir samskipti milli skóla og skólamanna vítt um landið, svo og er það snar þátt- ur í þeirri byltingu sem er að verða í fjarkennslu. Nemendur geta líka not- að netið til samskipta við aðra, jafnt hérlendis sem erlendis. Nemendur læra að umgangast tölvur í flestum skólum landsins og hjá mörgum þeirra vaknar löngun í fram- haldi af því til þess að hafa tölvu til umráða heima fyrir. Þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að siíkt tæki verði sett á forgangslista eftir mati og efna- hag heimilismanna og það keypt þeg- ar efnin leyfa. Raunar lækka tölvur stöðugt f verði og hægt er að fá mjög ódýrar notaðar tölvur sem fullnægja þessum notum, a.m.k. í fyrstunni. Hins vegar tel ég varasamt í þessu kröfuharða neysluþjóðfélagi okkar að koma því inn hjá bömum og ungling- um að tölvueign sé þeim lífsnauðsyn- leg. Skóianum ber að veita undir- stöðuþekkingu og leikni í meðferð þessara tækja en það er síðan undir áhugasviði hvers og eins komið hvað hann nýtir þekkinguna. Ef til vill er þess skammt að bíða að þetta breytist og tölvan verði jafn sjálfsögð og út- varpstækið, sjónvarpið eða klukkan. En sá tími er ekki kominn. Ekki enn- þá. inu í myndrit og dundar við að skrifa smásögur fyrir sjálfan sig. Hann teflir skák við tölvuna. „Ég var að fá mér nýja tölvu um dag- inn“ sagði maðurinn við kunningja sinn og bætti við „mér finnst eins og ég sé að gera gagn þegar ég sit við tölvuna og svo kenni ég barnabömunum á hana þegar þau koma í heimsókn." Lík- lega er of seint að bjarga þessu heimili frá voða tölvúnnar. I brjóstvasa manns- ins hvílir kúlupenninn. * Véiriíunardaman kann ó töivu! + Börnin þín kunna ó tölvu! PIRRAR ÞAÐ ÞIG, AÐ KUNNA EKKIÁ TÖLVU? Hvers vegna seinna? Þú hefur ekkert frekar tíma seinna! Hringdu núna! Við bjóðum heiidariausn. Vandað námskeið á iœgra verði. Við ábyrgiumst árangur!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.