Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 22
Tíminn 22 Laugardagur 23. janúar 1993 — nokkur rök samvinnumanna 1977- 1982“. Máltækið segir að hver sé sinnar gæfu smiður og ég er sannfærður um að þetta átti við Hjört Hjartar öðrum mönnum fremur. Sú gifta, sem hann skóp sér á vettvangi starfsins, var honum ekki síður hliðholl í einkalíf- inu. Hinn 21. sept. 1939 gekk hann að eiga Guðrúnu kennara Jónsdóttur, hina ágætustu konu, en foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og al- þingismaður f Stóradal, og kona hans Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. Samhent- ari hjón en Guðrúnu og Hjört mun naumast hægt að hugsa sér. Hún var hinn trausti bakhjarl í erfiðu og erils- sömu starfi hans, sem oft útheimti miklar fjarvistir, stundum f fjarlæg- um stöðum, og þegar árin færðust yf- ir og heilsa hans bilaði, þá annaðist hún hann af frábærri umhyggju og fórnarlund. Þeim Guðrúnu og Hirti varð fjögurra mannvænlegra barna auðið; þau eru: Jóna Björg, kennari og leiðsögumað- ur, f. 1941; hennar maður er Paul van Buren háskólakennari og eiga þau tvo syni; eru þau búsett í Hollandi. Næst í röðinni er Sigríður Kristín lyfjafræð- ingur, f. 1943; hún er gift Stefáni Guðbergssyni verkfræðingi og eiga þau þrjá syni. Þá er Elín hjúkrunar- fræðingur, f. 1944; hennar maður er Davíð Á. Gunnarsson verkfræðingur og eiga þau þrjár dætur. Yngstur er Egill tæknifræðingur, f. 1948; hans kona er María Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú börn. Barnabörnin eru því ellefu, en barnabarnabörn fjögur. íslenskir samvinnumenn eiga Hirti Hjartar mikla þakkarskuld að gjalda fyrir frábær störf hans að samvinnu- málum á þessari öld. Á skilnaðar- stundu eru þær þakkir fram bornar af einlægum huga og djúpri virðingu. Við hjónin og börn okkar söknum vin- ar í stað. Frú Guðrúnu Hjartar, börn- um hennar og allri fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Markússon Hjörtur Hjartar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- bandsins, lést 14. janúar s.l., eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, þá ný- orðinn 76 ára. Hjörtur fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri í Dýrafirði og voru foreldrar hans Ólafur R. Hjartar járnsmiður og Sigríður Egilsdóttir Hjartar. Sem unglingur vann Hjörtur ýmis störf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga, en að loknu tveggja vetra námi í Sam- vinnuskólanum varð hann kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri, aðeins tvítugur að aldri. Árin 1945-52 stjórnaði Hjörtur Kaupfélagi Siglfirðinga. Atorka hans og dugnaður höfðu vakið athygli Vil- hjálms Þór, forstjóra Sambandsins, og óskaði hann eftir að Hjörtur tæki að sér framkvæmdastjórn nýstofnaðrar Skipadeildar Sambandsins. Því starfi gegndi Hjörtur til ársloka 1976, þegar hann lét af starfi vegna heilsubrests. Auk aðalstarfsins gegndi Hjörtur fjölda trúnaðarstarfa og hafði auk þess afskipti af sveitarstjórnar- og þjóðmálum. Hjörtur var maður eink- ar vel ritfær og skrifaði fjölda blaða- greina um margvísleg hugðarefni. Enginn, sem kynntist Hirti, komst hjá því að verða snortinn af þrótti hans, eindregnum vilja og sterkum persónuleika. Um árabil átti ég því láni að fagna að starfa í mikilli návist við Hjört, þegar hann stjórnaði Skipadeild Sambands- ins en ég sölu sjávarafurða. Ég hafði áður veitt athygli þessum röska manni, sem var sístarfandi, alltaf að flýta sér, snöggur til svars og harður í horn að taka. Var ekki laust við að ég bæri nokkurn kvíðboga fyrir sam- starfinu. Sá kvíði hvarf skjótt við nánari kynni. Þótt hagsmunir sköruðust á stundum og báðir héldu sínu fram, lærði ég fljótt að meta einstaka mannkosti Hjartar, einurð, stefnu- festu, trúmennsku, heiðarleika, sann- girni og frábæran dugnað. Fyrir slík- um manni hlaut ég að ber virðingu, enda held ég að óhætt sé að segja hér að gagnkvæmt traust hafi myndast á milli okkar. Ég var allmiklu yngri og óreyndari, en átti því láni að fagna að Iæra margt af mér reyndari manni. Á þessum tímamótum er mér þakklæti í huga fyrir að hafa átt þess kost að kynnast og starfa með Hirti Hjartar. Árið 1939 kvæntist Hjörtur Guðrúnu Jónsdóttur kennara, mikilli dugnað- ar- og sómakonu. Börn þeirra eru Jóna Björg kennari, gift Paul van Bur- en háskólakennara, Sigríður Kristín lyfjafræðingur, gift Stefáni Guðbergs- syni verkfræðingi, Elín hjúkrunar- fræðingur, gift Davfð Á. Gunnarssyni framkvæmdastjóra, og Egill raftækni- fræðingur, kvæntur Maríu J. Gunn- arsdóttur byggingafræðingi. Barna- börnin eru orðin ellefu og barna- barnabörnin fjögur talsins. Heimili þeirra Hjartar og Guðrúnar einkenndist af traustleika, reglusemi og hlýju og endurspeglaði þannig mannkosti þeirra góðu og samrýndu hjóna. í allmörg ár barðist Hjörtur við þungan og erfiðan sjúkdóm, sem að lokum yfirbugaði þennan sterka og dugmikla mann. í þeirri baráttu reyndi mikið á Guðrúnu og fjölskyld- una, en aðdáunarvert var að fylgjast með umhyggju þeirra og þrautseigju. Við Lúlú biðjum góðan Guð að styrkja Guðrúnu og ættingja alla á þessari skilnaðarstundu. Minningin um mikinn sóma- og dugnaðarmann mun lifa meðal þeirra sem honum kynntust. Guðjón B. Ólafsson Mánudaginn 25. janúar verður gerð frá Neskirkju útför Hjartar Hjartar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skipa- deildar Sambandsins, sem lést á Landspítalanum að morgni þess 14. þessa mánaðar, eftir langvarandi sjúk- dómslegu, rétt nýorðinn 76 ára að aldri. Við þessi tímamót, þegar þeir Karon leysa landfestar, langar mig til að kveðja þennan vin minn og velgjörða- mann um áraraðir með örstuttu minningabroti og eftirmælum, ásamt árnaðaróskum um fararheill. Hjörtur fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð þann 9. janúar 1917, og voru foreldrar hans þau Sigríður Egilsdótt- ir, bónda Jónssonar frá Brekku í Dýra- firði, og Ólafur Ragnar Hjartarson, járnsmiður á Þingeyri, Bjarnasonar frá Arnkötludal í Strandasýslu, en Hjörtur eldri var kvæntur Steinunni Guðlaugsdóttur frá Kárastöðum á Vatnsnesi Guölaugssonar. Ólafur járnsmiður var, aftur á móti, yngri bróðir Friðriks Hjartar skólastjóra á Suðureyri, Siglufirði og Akranesi, sem var kunnur skólamaður á sinni tíð. Að Hirti stóðu þannig ramm- vestfirskar ættir í báðar stoðir með húnvetnsku ívafi, en sjálfur var hann í miðið þriggja systkina, þ.e. systranna Svanhildar, móður dr. Ólafs Ragnars Grímssonar, stjórnmálafræðings og leiðtoga Alþýðubandalagsins, og Margrétar, eiginkonu Eiríks heitins Ólafssonar, fyrrverandi skipstjóra hjá Eimskipafélagi íslands. Á hinum sögufrægu slóðum Gísla Súrssonar, Auðar og Vésteinssona ólst hann upp og var sagður snemma bráðger um alla hluti, enda kom síðar í ljós að þar fór stafnbúi, minnugur hins fornkveðna „að hver er sinnar gæfu smiður". Rösklega 18 ára að aldri hóf hann tveggja vetra nám í Samvinnuskólan- um og lauk þaðan brottfararprófi þann 1. maí 1937, efstur sinna skóla- systkina með ágætiseinkunn. En strax frá prófborði var hann fenginn, ómyndugur, til að taka að sér kaupfé- lagsstjórastarfið á Flateyri og farnað- ist honum svo vel þau 9 ár, sem hann stóð fyrir erindum samvinnumanna í Önundarfirði, að í það bú var virðing að setjast að aflokinni kaupfélags- stjóratíð hans. Þess eru ekki önnur dæmi úr samvinnusögu íslendinga að ófullveðja ungum manni er falin for- sjá kaupfélags, eins og hér var gert, en það sýnir, öðru fremur, hvað eftirtekt- arsamur Jónas Jónsson frá Hriflu, skólastjóri Samvinnuskólans, var á framtíðarleiðtogaefni samvinnuhreyf- ingarinnar. Tvímælalaust samþykkti Sigurður Kristinsson, þáverandi for- stjóri Sambandsins, ábendingar Ei- ríks Þorsteinssonar, kaupfélagsstjóra á Þingeyri, um kaupfélagsstjóraefnið handa Önfirðingum, í samráði við Jónas, í tengslum við kynni hans af Hirti við skólanámið, en allir þrír hafa þeir séð að saman fór ráðdeild og kapp með forsjá hjá fullhuganum, sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Önfirð- ingar hentu að vonum gaman að því að kaupfélagsstjórinn þyrfti að hafa ábyrgðarmenn sér til fulltingis, t.d. við málarekstur, því óheimilt var að lögum að gagnstefna þessum umbjóð- anda kaupfélagsins fyrir æsku sakir. En óráðdeildarmönnum hló ekki Iengi hugur í brjósti, því kaupfélags- stjóri var æði fasthentur á slíkum, slæddust þeir inn á starfsvettvang fé- lagsins. Á Flateyri hlaut hann fleira en þökk og virðingu allra, sem við hann áttu erindi, því þar hófst óslitin lífsham- ingja hans með kynnum af konuefni sínu, sem fyrir var á staðnum er hann kom, ung kennslukona í þorpinu, að- komin úr Húnavatnssýslu, dóttir Jóns fyrrverandi alþingismanns í Stóradal Jónssonar, Guðrún, sem ber nafn ömmu sinnar, dóttur Jóns alþingis- manns Pálmasonar eldri. Þau giftu sig þann 21. september 1939, og eignuðust dætur sínar allar þrjár vestra, en þær eru: Jóna Björg, fædd 17. febrúar 1941, kennaramenntuð og gift dr. Paul van Buren, dósent í málvísindum við há- skólann í Utrecht í Hollandi, en þau eiga tvo syni. Sigríður Kristfn, fædd 30. janúar 1943, lyfjafræðingur, gift Stefáni Guðbergssyni byggingaverkfræðingur og eiga þau þrjá syni. Elfn, fædd 20. september 1944, hjúkrunarfræðingur, gift Davíð Á. Gunnarssyni verkfræðingi, forstjóra ríkisspítalanna, og eiga þau þrjár dæt- ur. Sonurinn, Egill, er aftur á móti fæddur á Siglufirði þann 31. ágúst 1948, og er rafmagnstæknifræðingur, kvæntur Maríu Gunnarsdóttur bygg- ingartæknifræðingi og á hann tvær dætur og einn son. Barnabörnin, þau eldri, eru nú þegar að fullorðnast og hafa sum stofnað heimili, en öll njóta þau þess að eiga trausta ættarfylgju, sem gerir betur en bregða fjórðungi til fósturs. Yfir velferð þessa hóps hefir líka vakað umhyggjusamur faðir og afi, meðan heilsan leyfði, en allar götur jafnan hans styrka stoð, eiginkonan Guðrún. Frá Flateyri var Hjörtur kvaddur af Sambandinu til kaupfélagsstjóra- starfa á Siglufirði, en á þeim bæ voru þá pólitískar ýfingar með mönnum og illgjörlegt að ná sættum. Með gætni náði hinn nýi kaupfélagsstjóri, aðeins 28 ára að aldri, að bægja frá óveðrum af þeim toga, en hasla félaginu, auk verslunarreksturs, völl í síldarsöltun, eftir því sem aðstæður leyfðu, en strax eftir lýðveldisárið, 1944, hvarf síldfiskurinn nær gersamlega og or- sakaði afar erfiðan fjárhag jafnt hjá heimilum sem fyrirtækjum og bæjar- yfirvöldum Siglufjarðar. Það var því krappan sjóinn að sigla á þeim árum. Á málþingum samvinnumanna lét Hjörtur ætíð allnokkuð að sér kveða á þessum tíma, var snöfurmæltur ræðumaður, rökfastur og ódeigur. Eftir honum var tekið og á hugmynd- ir hans hlustað, en ráðdeild hans var við brugðið. Eftir tæplega 8 ára starf nyrðra bauð Vilhjálmur Þór og Sam- bandsstjórn honum framkvæmda- stjórastarf Skipadeildar, sem formlega skyldi stofnuð 1952, og þekktist kaup- félagsstjóri boðið, en áður hafði Sam- bandið, annað slagið, lengi haft með höndum siglingar, m.a. fastan skipa- rekstur frá komu Hvassafells til landsins árið 1946, sem efldist með komu Arnarfells 1949 og enn frekar með smíði Jökulfellsins árið 1951. Rekstur þeirra skipa var undir stjórn þáverandi fulltrúa forstjóra, Sigurðar Benediktssonar, síðar framkvæmda- stjóra Osta & smjörsölunnar, en með ráðningu Hjartar hefst nýtt tímabil örra framkvæmda, sem leiddi til komu þriggja nýrra skipa fyrir árslok 1954 og svo, loks, í helmingafélagi með Olíufélaginu h.f., með kaupun- um á olíuskipinu Hamrafelli, sem samvinnumenn tóku við í Svíþjóð á 17. giftingarársdegi þeirra hjóna árið 1956. Hér var keypt langstærsta skip- ið, sem komist hefir í eigu fslendinga, en Sambandið var, illu heilli, knúið af misvitrum stjórnvöldum til að selja á árinu 1966, eftir 10 ára erfitt eignar- hald, þar eð ekki tókst að skapa skip- inu viðunandi rekstursafkomu. En alls tók Hjörtur við 11 skipum fyrir hönd Sambandsins í framkvæmda- stjóratíð sinni, og reyndust þau nær öll, eins og ort var til Hvassafellsins fyrsta, „happafley á sæbreiðum". Það var í febrúarmánuði árið 1953, sem okkur, framhaldsskólanemend- um Samvinnuskólans, bárust boð frá Sambandinu um að til umsóknar stæðu þrjár starfsmannastöður, tvær í Innflutningsdeild og ein f Skipadeild, og gætum við sótt þá þegar um störf- in, ef okkur léki hugur á að starfa fyr- ir höfuðstöðvarnar. Það var fyrir margt löngu, — einum mánuði miður 40 árum núna — sem ég gekk á fund hins unga framkvæmdastjóra til kynningar og „yfirheyrslu". Fyrir skólastjóraborðinu sat hinn umtalaði Vestfirðingur, 35 ára gamall, maður fríður sýnum og vel limaður, fvið hærri meðalmanni en traustbyggður, jarpur á hár og sveipir í. Hann var fyr- irmannlegur og auðsýnilega vanur mannaforráðum, en bar þann hvass- asta svip, sem ég hafði mætt til þessa, en viðtalið var stutt og efnismikið. Þegar ég „lak“ út frá viðmælanda mínum, hugsaði ég að þarna hefði ég mætt þeim, sem hlyti að vera Haraldi konungi Sigurðssyni harðráða lfkast- ur og ætti ég lítið erindi í slfkt heljar- menni. En daginn eftir, þegar viðtöl- um hans var lokið við skólafélaga mína, voru stutt umsvif til umþenk- inga, en það var aðalsmerki Hjartar að vera fljótur að setja sig inn í mál og lyppast ekki við ákvörðunartökuna. Mér var tilkynnt að starfið biði, en nú væri best að leggja nóttu við dag, þvf ég ætti að byrja þegar hinn 1. apríl n.k., en fengi leyfi frá störfum rétt á meðan próf stæðu yfir f þeim mánuði. Á þeim tíma var atvinnuleysi nokkuð og hver skólasveinn heppinn, sem í fast starf komst, og var ég engin und- antekning frá því. Það er sagt að „fall sé fararheill" og vissulega ásannaðist það á mér, því það er mála sannast að því lengur sem ég starfaði undir verk- stjórn þessa húsbónda míns, þvf betur gast mér vistin, en þó maðurinn best sjálfur. Harður var hann í horn að taka, en aldrei vissi ég hann halla réttu máli og gæti ég haft um hann svipuð ummæli og Jón Ögmundsson um fóstra sinn ísleif biskup, öldum fyrr. Hann var ekki fljótur til Ioforða, en ádráttur hans var betri en handsöl og samningar annarra manna. í mín- um augum var hann ávallt alvöru- maður og glens og grín lágu ekki á hraðbergi, því hann taldi sig fara með verkefni, sem snertu almannaheill og að þeim verkefnum starfaði hann heilshugar. Hann gerði miklar kröfur um samviskusemi og iðni, en stærstar kröfurnar gerði hann á hendur sjálf- um sér í öllum greinum. Hann hrein- lega sleit sér út af vinnu og ábyrgðar- kennd fyrir samvinnuhreyfinguna, en svo var manndómur hans mikill að er hann fann að heilsan bilaði og hann orkaði ekki því öllu, sem hann vildi, þá óskaði hann eftir lausn frá störfum rétt fyrir sextugsafmælið sitt, eða í árslok 1976. Veikindi hans ágerðust, en samt starfaði hann að velferðar- málum samvinnuhreyfingarinnar meðan kostur var og ritaði þá allmik- ið um margvísleg mál, en úrval greina hans var gefið út f bókinni ,Á líðandi stund" sem Sambandið lét prenta árið 1984. Á þeirri bók má lesa rökfastan alvörumann ræða ágreiningsmál síns tíma og munu greinar hans bera hon- um verðugt vitni, er tímar líða fram. Hjörtur var ólíkur mörgum í því að hann sóttist ekki eftir vegtyllum, en í hans hlut hlaut þó að koma sú skylda að takast á hendur fjölmörg verkefni og umsýsla með hagsmunum sam- vinnuhreyfingarinnar og aðildarfé- laga Sambandsins. Þannig var hann í mörg ár fulltrúi samvinnumanna í Áburðarverksmiðjunni, formaður Vinnumálasambands samvinnufélag- anna og samningsfulltrúi þess í stétt- arfélagadeildum, varaformaður bankaráðs Samvinnubanka íslands, varaformaður framkvæmdastjórnar Sambands ísl. samvinnufélaga, og stjórnarformaður í Olíufélaginu h.f. var hann í mörg ár. Auk þessara starfa innti hann af hendi stjórnarsetur í mörgum öðrum félögum í eigu sam- vinnumanna, svo og í stjórnum fram- sóknarmanna, því þar var hann einnig áhrifamaður. í tengslum við stjórn- málin sat hann og fyrir hönd flokks- ins f stjórn Bæjarútgerðar Reykjavík- ur f eitt kjörtímabil. Þótt aldrei syngjum við stef saman, vissi ég að hann var bæði músíkalskur og raddmaður góður, og við jóla- skemmtanir barna sjómanna á Sam- bandsskipunum spilaði hann iðulega á píanóið fyrir skarann og söng þá jólalög. Þar kynnti hann á sér aðra hlið gagnvart börnunum heldur en dags daglega f önn viðskiptalffsins. Hann var víðlesinn húmanisti og var jafnvígur á íslenskar bókmenntir að fornu sem nýju, ásamt áunninni stað- góðri þekkingu á ýmsum öndvegisrit- um erlendra þjóða. Hann var tungu- málamaður ágætur og var vel til lær- dóms fallinn, hefði hann kosið lang- skólanám. Hann var skapmaður mikill og lét ekki hlut sinn fyrir nein- um, agaði undirmenn sína til reglu- semi og kom þeim öllum til nokkurs þroska. Ég drúpi höfði við kistu vinar míns og bið honum guðsblessunar á ferð hans um hin óræðu djúp. Eiginkonu hans, börnum og öðrum vandamönn- um flytjum við Sigríður dýpstu sam- úðarkveðjur við fráfall stórbrotins maka, föður og forsjónarmanns, jafn- framt sem við þökkum velgjörðir hans í okkar garð á umliðnum tíma. Allt er í heiminum hverfult, og eins er með Sambandið sem önnur mann- anna verk, að tfminn eyðir þvf sem reist er. Þó er öruggt að hugsjónir, sem nýtast almannaheill, koma ávallt til með að lifna úr dái og dafna þegar vaxtarskilyrði bjóðast á ný, enda hefir allt sinn tfma. Ég veit að vini mfnum súrnaði fyrir vitum yfir örlögum þess sambands, sem hann helgaði Iff sitt og starf, og hefði ég helst kosið að hann hefði kvatt meðan það átti enn brautargengi að fagna. Því það sæmdi að samvinnumenn hefðu hafið þenn- an drengskaparmann sinn út til graf- ar á skjöldum. Kjartan P. Kjartansson Maðurinn, sem lagði grunninn að næst stærsta skipafélagi landsins, er allur. Sá, sem þessar línur ritar, átti því láni að fagna að vinna undir hans stjórn f 15 ár og kynnast honum all- náið. Dugnaður hans, afköst og vinnuþrek voru með ólíkindum. Við, sem unnum hjá honum, kynntumst oft vinnuhörku hans, sem okkur fannst stundum jaðra við sanngirnis- mörk, en honum var alltaf fýrirgefið, því við sáum og fundum að hann gerði enn meiri kröfur til sjálfs sín. Hann gerði þá kröfu að allt hans fólk hefði sína hluti á hreinu. Viðsemjendum hans hefur sjálfsagt fundist hann vera harður í horn að taka. Segði hann nei, meinti hann nei, og var oft erfitt að fá aðra niður- stöðu. Segði hann hinsvegar við við- semjendur sína: „Við skulum skoða þetta", þá kvað við annan tón. Við- semjendur hans vissu það af langri reynslu að slíkur ádráttur frá Hirti jafngilti í þeirra huga skriflegum samningi. Ritaðir minnispunktar voru óþarfir. Slík voru kynni þeirra af áreiðanleik og orðheldni þessa manns. Þegar hin ýmsu vandkvæði komu upp í sambandi við starfið, var gott að leita til Hjartar. Hann var eldfljótur að skilja aukaatriði frá aðalatriðum og fundvís á kjarna hvers máls. Holl- ráð hans urðu mér dýrmætt veganesti í oft mjög erfiðum og löngum kjara- samningaviðræðum. í honum átti ég þann trausta bakhjarl sem öllum er nauðsynlegur á erfiðum stundum. Þótt Hjörtur léti af störfum sem framkvæmdastjóri SkipadeiIdar í árs- lok 1976, fór því fjarri að hann væri sestur í helgan stein, þótt hann hafi efalaust fundið að heilsan væri farin að bila. Honum voru falin hin óiík- ustu sérverkefni fyrir samvinnuhreyf- inguna. Á þeim vettvangi kaus hann að skipa sér þar í fylkingu sem bar- daginn var harðastur — og dugði vel sem ætíð fyrr. Nú er hann allur. íslenskir sam- vinnumenn sjá á bak einum af sínum traustustu foringjum. Um leið og ég votta eiginkonu hans og fjölskyldu mína dýpstu samúð, kveð ég minn gamla, góða húsbónda og velgjörðamann með virðingu og þökk. Óskar Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.