Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. janúar 1993 Tíminn 5 Sigrún Magnúsdóttir skrifar: Fjárhagsáætlun Reykjavíkur Fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir ár- ið 1993 sýnir ekki breytingu heldur byltingu á peningalegri stöðu borgar- sjóðs. Það sama gildir um áætlaða út- komu ársins 1992. Borgarfulltrúar standa nú frammi fyrir áður óþekktum vandamálum í rekstri okkar ágætu borgar. a. Tekjur borgarinnar minnka í fyrsta skipti milli ára frá lýðveldisstofhun. Á síðasta áratug fékk borgin ætið meiri tekjur en fjáhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Frá árinu 1990 hefur þetta snúist við, tekjur áranna hafa alltaf reynst lægrienáætlaðvar. b. Affakstur slælegrar fjármálastjóm- ar og óráðsíu síðustu tíu ára er að koma fram með miklum þunga á borgarsjóð. Skuldir vaxa stórlega og er borgarsjóður rekinn með halla ár efdr ár. Hallinn á borgarsjóði árið 1993 er hlutfallslega helmingi hærri en á ríkissjóði. c. Á sama tíma hefur stórfellt at- vinnuleysi haldið innreið sína í borg- ina og er meira en nokkum tíma áður hefur þekkst, 2.315 manns vom á skrá í Reykjavík þann 19. janúar. d. Þá ríkir mikil óvissa um hvaða tekjustofh sveitarfélögin fai í stað að- stöðugjaldsins. Ríkisstjómin svipti Reykjavík öðmm aðal tekjustofni sín- um, aðstöðugjaldinu, án þess að láta henni í té sambærilegan tekjustofn til frambúðar. e. í vexti og afborgamir af lánum fara 1000 milljón krónur á árinu 1993, eða jafh mikið og fer til skólabygginga og ffamkvæmda í þágu aldraðra. Vextir og afborganir lána munu þó hækka enn meira á næstu árum vegna stóra erlenda lánsins upp á 2.500 milljónir sem tekið var í. haust f. Óraunhæfer fjárfestingar bílastæða- sjóðs og þar af leiðandi miklar skuldir, eða 750 milljónir, munu lenda á borg- arsjóði og auka enn á skuldabyrði hans. Horft til baka Byggingar og fjárfestingar vom mikl- ar á vegum borgarinnar á síðasta kjör- tímabili eins og alþjóð veit Borgaribú- um var talin trú um að allt væri fram- kvæmt fyrir eigið aflafé borgarinnar og ekki þyrfti að taka nein lán, ólíkt því sem gerist hjá ríkinu eins og fyrr- verandi borgarstjóri margítrekaði þegar hann var að verja bygginga- framkvæmdir við ráðhúsið. Ef síðan ársreikningar áranna 1988-1990 em skoðaðir kemur allt önnur mynd fram. Umffameyðsla þessara ára í byggingar og fasteignakaup nemur tæpum fimm og hálfum milljarði (ffamreiknað með byggingavísitölu). Vissulega var ríkulega sett fé til bygg- inga á þessum árum á fjárhagsáætl- unum hvers árs en það dugði ekki til. Forráðamenn sveitarfélags sem leyfa sér að eyða umffam fjárhagsramma 5.400 milljónir króna á þremur ámm eiga að fara frá. Ef við bætum ámnum 1991-1992 við em frávikin ffá fjár- hagsáætlun einn milljarður til viðbót- ar. Samtals er umframeyðslan í bygg- ingum þá 6.500 m.kr. á fimm árum. Tökum dæmi af árinu 1989: Þá átti að verja til byggingaffamkvæmda l. 943 m.kr. en útkoman varð 3.646 m. kr. Umffameyðslan nam því 1.702 milljónum á verðlagi ársins. Hvemig var þessu gati mætt? Skilgreiningar borgarendurskoðanda í ársreikningi: „Tekin ný skammtímalán fyrir 700 m.kr., fengnar að láni hjá fyrirtækjum borgarinnar tæpar 300 m.kr., minni afborganir lána en ætlað var og fært á milli sjóða." (Sömu skýringar með hinum árunum einnig). Það sér- kennilega við þetta ár var að aldrei hafði borgin fengið jafn mikið í tekjur umffam áætlun en það dugði ekki til. Ef við framreiknum frávikið ffá áætl- un með meðaltals byggingavísitölu ársins 1992 er það 2.210 m.kr. Þessi umframeyðsla ársins 1989 í fram- kvæmdir fyrir 2.210 m.kr. er næstum jafnhá upphæð og borgin hefur til byggingaframkvæmda 1993. Minnir þetta ekki á manninn sem fór á fjár- festingafy llerí? Hann var vanur þenslu og taldi að allt myndi reddasL Hvem- ig fór? Hann varð að taka Ián í banka, fó lán hjá skyldfólkinu og greiddi ekki af gömlu lánunum. Ennþá var hann þó á góðum launum en 1992 hafði hann orðið verulega skertar tekjur og 1993 leit ekkert betur út Þá var leik- urinnúti. Burt með óráðsíu Framsóknarflokkurinn flutti ályktun- artillögur við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar og miðaði þær fyrst og fremst við að gefin yrði gleggri mynd af stöðu borgarsjóðs og stuðlað að nútímalegri og betri vinnubrögðum í fjármála- stjóm borgarinnar. Umframeyðsla lið- inna ára verður að heyra sögunni til. Til að svo megi takast er brýnt að skil- greina vandann nákvæmlega og læra af þeim mistökum sem gerð hafa ver- ið í fortíðinni. Ályktunartillögur Framsóknarflokksins vom svohljóð- andi: „Borgarstjóm samþykkir að fela kjömum skoðunarmönnum borgar- reikninga og borgarendurskoðanda að gera úttekt á reikningum borgar- innar 1989, 1990, 1991, og 1992. Skulu þeir gefa borgarstjóm skýrslu um athuganir sínar og finna viðhlít- andi skýringar á einstökum ffávikum, bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Þeir leggi mat á hvað hafi bmgðist í hverju tilfelli og hvaða orsakir liggi til þess að staða borgarsjóðs er orðin svo slæm að: a. Skuldir á hvem íbúa hafe tvöfaldast frál989 b. Hallinn á borgarsjóði er helmingi hærri hlutfallslega en hallinn á ríkis- sjóði. Framtíðin Það er augljóst að nú verður að söðla um. Það er feigðarflan að halda áffam á sömu braut og farin hefur verið und- anfarin ár, braut hallarekstrar og skuldasöfnunar. Hinn mikli vandi sem borgin er nú stödd í verður ekki leyst- ur í einu vetfangi heldur verður að vinna sig út úr honum á nokkrum ár- um með markvissri áætlanagerð, fyr- irhyggju í ffamkvæmdum, aðhaldi í reksrti og breyttum og bættum stjómarháttum. Önnur ályktunartil- lagan sem Framsóknarflokkurinn flutti í borgarstjóm var því svohljóðandi: „Borgarstjóm samþykkir að láta gera til næstu þriggja ára raunhæfa tekju- og greiðsluáætlun fyrir borgarsjóð. Borgin tók síðastliðið haust 2.500 m.kr. erlent lán. Helm- ingur fór til að lækka yfir- dráttinn í Landsbankanum og hinn helmingurinn kem- ur nú í febrúar til að loka þessari fjárhagsáætlun. Yfirdrátturinn í Landsbankanum er um 1.400 m.kr. Á árinu 1993 em áætlaðar yfir 1.000 milljónir kr. í vexti og afborgamir. Þá er augljóst aö borgarsjóður verður á árinu að taka á sig skuldir bílastæða- sjóðs sem áætlaðar eru í árslok 750 m.kr. Þetta mun enn auka á skulda- byrði borgarsjóðs. Einnig verður borgarsjóður sýnilega að taka á sig stórar fjárhæðir á næstu árum vegna lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Mikil óvissa ríkir um tekjustofna sveitarfélaga eftir að ríkisstjómin svipti sveitarfélögin aðstöðugjaldinu en það var annar aðal tekjustofn Reykjavíkurborgar. Leita verður strax svara hjá ríkisstjóminni hvaða ffam- búðartekjustofn komi í staðinn. Það ætti að vera auðvelt fyrir borgaryfir- völd að ná eyrum stjómarherranna þar sem 70-80% borgarfulltrúa styðja núverandi ríkisstjóm og forsætisráð- herrann er einnig borgarfulltrúi. Ein- ungis með vandaðri áætlanagerð til næstu ára og samhæfðum aðgerðum er hægt að rétta við fjárhag borgar- innar svo að unnt sé að standa að raunhæfum og markvissum aðgerð- um í atvinnumálum borgarbúa. Árið 1992 Það sem einkenndi árið 1992 í borg- arstjóm Reykjavíkur var fyrst og fremst umræður um vaxandi atvinnu- leysi. Atvinnuleysi hefur ekki verið vandamál á íslandi í langan tíma. Því stóðu menn e.Lv. ráðþrota í byrjun ffammi fyrir því hvemig bæri að taka á vandanum. Eins og venjulega vildi meirihlutinn ekki hlusta á tillögur sem ffam komu ffá okkur í minni- hlutanum. Fulltrúi Framsóknarfloks- ins flutti í upphafi ársins tillögu um að fundur yrði haldinn með þingmönn- um kjördæmisins til að meta stöðuna og móta sameiginlegt átak til úrbóta. Þrátt fyrir allt það sem gekk á í þjóðfé- laginu, bæði út af samskiptum ríkis og sveitarfélaga og atvinnuleysinu í borginni, var fundurinn aldrei hald- inn. Hafa þó þingmenn kjördæmisins nákvæmlega sömu lögsögu og eru kosnir af sama fólkinu og við borgar- fulltrúamir og bera ábyrgð gagnvart Reykvíkingum. * Reykvíkingar urðu 100 þúsund í febrúar og þá samþykkti borgarráð að minnast þess með sérstökum ffam- kvæmdum með skírskotun til sögu og uppbyggingar borgarinnar frá land- námi Ingólfs Amarsonar í Reykjavík um 874 og forgöngu Skúla Magnús- sonar um stofnun Innréttinganna 1751. * Ráðhúsið var vígt 14. apríl og ákveð- ið að kaupa Iðnó. Það er með ólíkind- um hvað allar áætlanir varðandi ráð- húsbygginguna hafa staðist illa og bara á síðasta ári fór lokaffágangurinn 200 milljónir fram úr áætlun og áhaldakaup rúmum 100 m.kr. ffam úr. Samtals settu því borgarbúar rúm- ar 600 milljónir í ráðhúsið á vígsluár- inu. Ráðhúsið fór því eins og Perlan um 100% ffam úr áætlun á loka- sprettinum. Þetta em miklir fjármála- og áætlunarspekingar sem við eigum! Ekki var það verðbólgan sem skekkti þessa áætlun því hún var næstum engin á árinu. * Við í minnihlutanum fengum góð- an liðsmann í baráttunnni fyrir leik- skólaúrræðum fyrir öll böm, ritstjór- ann Ellert B. Schram. Hann gagn- rýndi þá stjómmálaflokka sem kalla hjónabandið og heimilið homstein samfélagsins á meðan hjúskapur er til trafala þegar eðlileg og sjálfsögð þjón- usta eins og dagvist er annars vegar. Kröfunni um að böm allra foreldra, giftra sem ógiftra, eigi rétt á heilsdags- vistun verður að ná ffam. * Þá var ársskýrsla fyrir 1991 lögð fram fyrir sumarffí borgarstjómar. Eins og ætíð sýndi ársskrýrslan allt aðra útkomu en að var látið Iiggja um áramóL Útkoman var mun verri árið 1991 en borgarfulltrúar gátu gert sér grein fyrir þegar unnið var að fjár- hagsáætlun 1992. * Á afmælisdegi Reykjavíkurborgar, 18. ágúst, var lögð fram stórtæk til- laga um atvinnuuppbyggingu til ffamtíðar í borginni, kölluð Aflvaki. Við borgarfulltrúar andstöðunnar tókum þessari tillögu borgarstjóra af- ar vel en úlfamir í hans eigin liði rifu hana í sig þannig að þegar hún kom til samþykktar í borgarstjóm var hún tætlur einar. Aflvaki hefði getað orðið sú ljósglæta sem nauðsynleg er í svartnættinu um þessar mundir. Hvemig sjálfstæðismenn fóru með tillögu borgarstjóra er skýrt dæmi um sundurlyndið í flokknum og þá er engu hlíft, ekki einu sinni bjarghring í atvinnuleysi. * Tillaga Framsóknarflokksins um matargjafir handa nauðstöddum vakti mikla athygli. Meirihlutinn vildi ekki trúa að ástandið í borginni væri slíkt en hvað er að koma í ljós? Bæði Frí- kirkjan og Samhjálp Hvítasunnu- manna standa að slíkum úrræðum núna og í Félagsheimili Dómkirkj- unnar er kirkjan í samvinnu við VSÍ ogASI að opna félags- aðstöðu til að veita atvinnu- lausum styrk. * Annað dæmi um stórborg- arbraginn í Reykjavík er að á hverju ári er settur inn liður- inn „útfararþjónusta". Borg- in sér um útfarir 15-20 ein- staklinga sem ekki eiga fyrir útförinni og í mörgum tilfell- um heldur engan aðstand- anda. Á haustdögum kom svo í Ijós, sem ég bókaði um við fjár- hagsáætlun 1992, að fjárhagsáætlun ársins var orðin ein brunarúst. Yfir- drátturinn f Landsbankanum var orð- inn 2.500 milljónir og þá var ákveðið að taka erlent lán upp á þessa upp- hæð. Helmingurinn fór í haus inn á reikninginn í bankanum og hinn helmingurinn verður greiddur út núna á næstu dögum til að loka fjár- hagsáætlun ársins 1993. Tekjuspáin stóðst ekki og útgjöld fóru fram úr áætlun vegna umframeyðslunnar eins og þegar hefur verið rakið. Árið 1993 Hvað segja íbúar Grafarvogs- og Borgarholtshverfa við því að allt sem þeir greiða í útsvar til borgarsjóðs skuli fara í að borga vexti af umfram- eyðslu liðinna ára? Útsvar ársins 1993 er áætlað 6.260 m.kr. og ef við tökum 10% af því eru það rúmar 600 milljón- ir, eða álíka mikið og vaxtakostnaður borgarinnar er. Það lætur nærri að íbúar Grafarvogs- og Borgarholts- hverfanna verði tæp 10 þúsund á ár- inu 1993 eða um 10% af íbúatölu borgarinnar. Ég býst við að þeir vildu heldur hafa eitthvað af þessum pen- ingum til uppbyggingar skóla, dag- vistarstofhana og samgangna í hverf- unu. Ég gerði ekki tillögur um frekari ffamkvæmdir á árinu 1993 en fram komu í frumvarpsdrögum að fjár- hagsáætluninni vegna þess að ég vil ekki ffekari lántökur fyrr en ég sé hvemig vaxta- og afborgunarbyrði lána verður til næstu ára. Það þýðir ekki að ég vilji ekki hraðari uppbygg- ingu skóla og einsetningu þeirra, dagavistarúrræði fyrir öll böm, aukn- ingu á leiguhúsnæði og hjúkmnar- heimili fyrir eldra fólkið. Ég hef fund- ið vilja fyrir því inni í bygginganefhd aldraðra að brýnasta verkefnið núna sé bygging hjúkrunarheimila en heil- brigðisráðherra er ekki sömu skoðun- ar og segir meiri steinsteypu engan vanda leysa. Hvemig væri að flokks- maður hans hér í borgarstjóm reyndi að koma vitinu fyrir hann? Þrátt fyrir stóra lántöku til ffam- kvæmda í ár verður ffamkvæmt fyrir 900 m.kr. minna en 1992 hjá borg- inni. Stærstu framkvæmdir sam- kvæmt frumvarpinu em: * íbúðir fyrir aldraða við Lindargötu fyrir 400 m.kr. Þetta em 94 íbúðir og á að taka þær í notkun á þessu ári. Rúmlega helmingur er leiguíbúðir. * Sundlaug í Árbæ fyrir 235 m.kr. * Húsaskóli fyrir 180 m.kr. * Korpúlfsstaðir fyrir 150 m.kr. Umdeildasta framkvæmdin þama er að Korpúlfsstöðum, en þar sem talið er að þessi ffamkvæmd sé mjög mannaflsfrek geri ég ekki tillögu um breytingu. Hins vegar vara ég við að við förum út í einhverja ævintýra- mennsku. Ég mótmæli hins vegar harðlega að við skulum henda 100 m.kr. í Aðal- stræti 9 þar sem einungis er verið að hlaupa undir bagga með eigandanum. Við tökum 80 milljónir að láni til að byggja fyrir mann úti í bæ íbúðir sem síðan á að selja. Við höfum þarfari verk að vinna en stunda fasteignabrask fyr- iraðra. Lokaorð Eins og ég hef fært sönnur á hefur orðið kollsteypa á peningalegri stöðu borgarsjóðs. Þetta er heimatilbúinn vandi íhaldsins vegna óraðsíu liðinna ára og slælegrar fjármálastjómar þeirra. Borgarsjóður hefur ekki orðið fyrir neinum ytri skakkaföllum öðr- um en þeim að fó til valda í landinu ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Það er sama hvar borið er niður, ails staðar er stjómkerfið í molum. Það þarf að taka þar til hendinni og einnig efla stjómsýsluathuganir hjá borg- inni. Eg nefhi Perluhneykslið, sæ- strengsmálið og viðkvæm bréf sem ekki koma ffam. Goðsagnir sjálfstæðismanna frá síð- ustu kosningabaráttu em því að engu orðnar en þtir lofuðu: „Tfaustri fjár- málastjóm," „stjómkerfi eins og smurðri vél“ og „samhentum meiri- hluta með borgarstjóra úr þeirra hópi.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.