Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. janúar 1993 Tíminn 11 lentu á flugvellinum kl. þrjú um nóttina. Þegar flestir bátarnir voru farnir úr höfn, kom fyrsta farþega- vélin til Eyja um kl. fimm. Farþega- vélar frá Flugfélagi íslands sóttu sjúklinga og gamalmenni og þyrlur og flutningavélar frá varnarliðinu tóku þátt í björgunarstarfinu. Mynduð var loftbrú og allar vélar í flughaefu ástandi notaðar til flutn- inga. Skipulagið var ágætt og marg- ir sem lögðu hönd á plóginn. Ekki var talið inn í flugvélarnar, heldur voru þær fylltar eftir mætti. Sjúkrahúsin í Reykjavík og elli- heimilið Grund rýmdu til fyrir sjúk- lingum og eldra fólki, en alls er tal- ið að um 800 manns hafi verið flutt- ir frá Eyjum flugleiðina. Sverrir Einarsson tannlæknir segir frá gos- nóttinni í bók Guðjóns Ármanns. Hann hafði sent fjölskylduna með vélbátnum Sigurfara, en tók sjálfur þann kostinn, þegar það bauðst, að fara með flugi. „Ég ... fór upp á flugvöll með þeim. Þar var allt á tjá og tundri. Menn voru að reyna að komast um borð. Allir í þessa einu vél... Mér leist ekki allt of vel á þetta, því að rétt hjá voru eldstöðvarnar opnar, að því er virtist ekki meira en svona 200-300 metra frá sjálfri flugbrautinni. Þar að auki var búið að tilkynna manni, að yfir þvera flugbrautina lægi sprunga, og maður átti alveg eins von á því, að þetta myndi halda áfram að geysast þarna upp um þessa sprungu, sem lá þvert yfir flugbrautina. Það var þess- vegna ekkert þægilegt að sitja þarna í flugvélinni og bíða eftir því að komast af staö, en það virtist ætla að dragast dálítið." Um morguninn var þorri bæjarbúa kominn á fastalandið. Eftir voru um 300 manns við ýmis björgunarstörf, en þeir stóðu ráðþrota frammi fyrir þessum ógnaröflum sem nú spúðu eimyrju, vikri og ösku úr eldfjallinu og eldgígunum. Þetta var martröð. Vestmannaeyjabær var nánast tóm- ur og orðinn að draugabæ. Náttúru- öflin höfðu náð yfirhöndinni. Til allrar hamingju fór ekkert Iíf forgörðum þessa fyrstu gosnótt, sem verður að teljast með ólíkindum. Það eina, sem var vitað, var að hest- ur frá Kirkjubæ, rétt við gossprung- una, trylltist og hljóp beint í eldinn. Hann náðist, en það þurfti að aflífa hann. Neglt var fyrir glugga á húsum, sem ekki var hætta á að færu undir hraun, til að síður kviknaði I þeim eða þau fylltust af gjósku. Pottar notaðir sem æludallar Minningin um gosnóttina 23. janú- ar 1993 er sem greypt í huga þeirra Eyjamanna sem hana upplifðu. Sá sem þetta ritar, var þá einungis á sjötta aldursári og minnist þess líkt og þetta hefði gerst í gær. Vera má að þessi kafli hér komi eins og skrattinn úr sauðarleggnum í þess- ari frásögn um gosið, en allir Eyja- menn sem upplifðu eldgosið, hafa sögu að segja frá þessari örlagaríku nótt. Þetta er mín saga. Faðir minn var sjómaður á dag- róðrabát og var vanur að vekja mig í skólann á morgnana, áður en hann fór á sjó. Þegar hann vakti mig um nóttina, hélt ég að nú væri verið að ræsa mig í skólann eins og vana- lega. En faðir minn tjáði mér með stóískri ró að það væri komið eld- gos. Ég vissi ekki hvaða fýrirbæri það var, en mér var sagt að klæða mig í flýti, og það vel. Þegar ég leit út um eldhúsgluggann, sá ég eitt- hvað sem líktist eldtungum. Því hlyti eldgos að vera bara annað nafn fyrir eld. En staðreyndir eldgossins voru útskýrðar fyrir mér í stuttu máli, en þó ég skildi sem minnst af því, sá ég í andlitum foreldra minna að það var eitthvað alvarlegt að ger- ast. Við tókum það allra nauðsyn- legasta með okkur. Fjölskyldan fór niður á bryggju og með okkur í för voru eldri hjón sem bjuggu á efstu hæðinni. Ég man að það lang erfið- asta þessa nótt var að skilja kisuna mína, hann Grána, eftir í kjallaran- um. Grána sá ég aldrei aftur, en honum var lógað síðar. Faðir minn var þarna vélstjóri á mótorbátnum Sjöfn. En þegar við komum á bryggjuna, sárvantaði vél- stjóra á mótorbátinn Ingólf, sem var nýkominn úr slipp og ómannaður. Það varð úr að faðir minn tók að sér vélstjórn á Ingólfi og fjölskyldan fór öll með. Svo skammt var síðan bát- urinn hafði komið úr slipp, að ekki var neina björgunarbáta og björg- unartæki að finna um borð. Ingólf- ur mun hafa verið með seinni bát- um úr höfn. Ég stóð upp á dekki þegar við sigldum út og það rigndi yfir okkur öskufalli. Það var mann- vera í hverjum krók og kima um borð, meira að segja í lestinni. Ég Somvinnubókin nafiivextir *7,64% ársávöxtun Arsávöxtun á síðasta ári var 6,92% Raunávöxtun á síðasta ári var 5,35% Innlánsdeild fór fram í lúkar og þar var ástandið skelfilegt. Konur og börn, sem þar hafði verið komið fyrir, voru sjó- veik. Pottar og pönnur voru notuð sem æludallar. Mér tókst að sofna, en vaknaði við útvarpið sem hafði hafið útsendingar um nóttina. í Þorlákshöfn var tekið á móti okkur og keyrt til Reykjavíkur. Þar tók á móti okkur frændfólk okkar, sem bjó í Kópavogi, og þar gistum við fyrstu dagana. Ég gleymi því aldrei hvað fólk var alvörugefið þessa nótt, en samt svo æðrulaust. Enginn felldi tár, enginn mælti orð af munni nema af brýnni nauðsyn. Fjölmiðlar fljótir á vettvang Fréttamenn voru fljótir á vettvang um nóttina og meðal þeirra fyrstu var Árni Gunnarsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins. Hann kom með næst fyrstu vélinni sem lenti í Eyj- um. Flugmaður var Björn Pálsson og með í för var Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur. í bók Árna, Eld- gos í Eyjum, segir hann frá fyrstu gosnóttinni: ,ýtð ganga um götur bæjarins þessa fýrstu nótt var um margt líkt martröð. Þeir fáu menn sem eftir voru í bænum stóðu ráð- þrota frammi fyrir þeim ógnaröflum sem voru við bæjardyrnar og hót- uðu þeim öllu illu. í sumum hús- anna, sem höfðu verið yfirgefin, voru ljós í hverjum glugga og jafn- vel útidyrnar voru opnar. Margir höfðu gleymt húsdýrum sínum. Einn og einn köttur mjálmaði við dyr mannlauss húss og hundar hlupu til manrta sem þeir sáu á ferli. Sumir höfðu hleypt kindum og hestum út áður en þeir fóru. Dýrin stóðu hreyfingarlaus og horfðu á eldinn... Það var einhver dulúð yfir þessu öllu, blær sem enginn getur skynjað eða skilið, nema sá sem þarna var.“ Nuddskóli Rafns Qeirdals NUDDNAM 1. Nuddkennsla 500 kennslustundir. Kenndar eru helstu aðferðir í al- mennu líkamsnuddi: Slökunarnudd, klassískt nudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. Einnig er kynning á svæðanuddi og síatsú. Áhersla er lögð á fræðslu um helstu vöðva líkamans. Einnig er fræðsla um heilbrigði, bæði útfrá hefðbundnum og óhefðbundnum sjónarmiðum. 2. Starfsþjálfun 500 klukkustundir. Sveigjanlegur þjálfunartimi. Fer fram innan nuddskólans. Þjálfun þarf að Ijúka innan tveggja ára frá upphafi náms. 3. Bókleg fög 494 kennslustundir. Öll kennsla í bóklegum fögum fer fram í fjölbrautaskólum landsins og má taka áður, með- fram eða eftir nuddnám, en sé lokiö innan tveggja ára frá upphafi náms: Líffæra- og lífeðlisfræði (LOL 103, 203), líffræöi (LÍF 103), heilbrigðisfræði (HBF 102, 203), líkamsbeiting (LÍB 101), næringarfræði (NÆR 103), skyndihjálp (SKY 101). Löggiltir heilbrigðisstarfsmenn fá sína bóklegu menntun metna til fulls. Námið er alls 1.494 stundir. Nemandi sem stenst öll skil- yrði skólans útskrifast með viðurkenningu sem nudd- fræðingur og getur starfað sjálfstætt að námi loknu. Námið er viðurkennt af félagi íslenskra nuddfræöinga. Nám hefst: Hópur 2, kvöld- og helgarskóli, hefst 1. febrúar 1993. Hópur 3, dagskóli, hefst 14. apríl 1993. Hópur4, dagskóli, hefst 1. september 1993. Hópur 5, kvöld- og helgarskóli, hefst 1. september 1993. Hópur 6, dagskóli, hefst 10. janúar 1994. Hópur 7, kvöld- og helgarskóli, hefst 10. janúar 1993. Velja má um einn af þessum hópum. Upplýsingar og skráning í síma 676612/686612 Smíðshöfða 10,112 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.