Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 9
 Laugardagur 23. janúar 1993 Tíminn 9 Kouchner kemur meö mat til Sómallu - „hvernig væri aö hann færi aö hugsa um sitt eigiö fólk?“ byrjaði þegar árið 1987 að tæpa á því að íhlutanir í innanríkismál af mannúðarástæðum og tii trygging- ar mannréttindum væru réttlætan- legar. í því var Mitterrand á undan sínum tíma. í breskum blöðum er því slegið fram að Mitterrand, sem nú er kominn hátt í áttrætt, farinn að heilsu og með áhyggjur af líkleg- um hrakförum flokks síns, Sósíal- istaflokksins, í þingkosningum sem eiga að fara fram í mars, byggi nú vonir sínar einkum á mönnum eins og Kouchner, sem eru glæsimenni í augum almennings og hafa orð á sér fyrir að fara ekki alfaraleiðir í stjórnmálum. Þar að auki sæki heilsulausi forsetinn gamli andleg- an styrk til þess unglega og hrausta manns sem Kouchner er (hann skokkar reglubundið í Lúxemborg- argarði, gjarnan með sjónvarps- myndavélar sér til fylgdar) og sem þar á ofan er Iæknir að mennt. Sumir leggja þann dóm á Kouc- hner að hann sé alvörulítill frama- gosi sem almenningur muni fljót- lega þreytast á. Honum hefur verið líkt við persónur í Tinnabókunum, franska grínádeilublaðið Le Canard Enchainé kveður hann „leika Zor- ró“. Boutros- Ghali, framkvæmda- stjóri S.þ., kallaði hann „stjórnlausa eldflaug". í Frakklandi er mikil óánægja í heilbrigðisgeiranum út af lágum launum og slæmri vinnuað- stöðu. Nokkrar hjúkrunarkonur og sjúkraliðar hafa í mótmælaskyni af því tilefni hafst við í tjöldum fyrir framan heilbrigðismálaráðuneytið undanfarna 120 daga eða þar um bil. En ráðherrann þeirra hefur hingað til ekki gefið sér tíma til að tala við þau, líklega vegna þess að hann hefur svo mikið að gera við að láta taka myndir af sér við að frelsa heiminn, segja þau. Afturhvarf til ný- lendutímans? Hvað sem því Iíður er nú farið að tilnefna hann sem Iíklegan eftir- mann Mitterrands á forsetastóli. Að öllu athuguðu má ætla að Kouchner sé á sinn hátt glöggur stjórnmála- maður sem átti sig á tækifærum sem íhlutunarstefnan nýja býður upp á fyrir tiltölulega fríska stjórn- málamenn eins og hann. Ætla má að fleiri af þeirri stétt muni reyna að grípa þau tækifæri. Það virðast þegar vera farnir að gera stjórnmálamenn af hefðbundn- ari gerð en Kouchner telst til. Dou- glas Hurd, utanríkisráðherra Breta, hafði þannig orð á því í haust að kannski væri rétt að vekja á ný til lífsins Gæsluverndarráð (Trustee- ship Council) S.þ., sem stofnað var eftir heimsstyrjöldina síðari til að búa fyrrverandi nýlendur (þ.á m. Sómalíu) undir það að verða sjálf- stæðar. Það fyrirkomulag var fram- hald af því sem verið hafði á árunum milli heimsstyrjalda er nokkur rfki í þróaða heiminum stjórnuðu nokkr- um nýlendum í umboði Þjóða- bandalagsins, fyrirrennara S.þ., að nafninu til. Ýmsir kunna út frá þessu að líta á ummæli Hurds sem uppástungu um afturhvarf til ný- lendutímans. Aðrir nefna ýmislegt til viðvörunar í þessu samhengi. Fyrst þetta beri árangur í írak, Sómalíu og Bosníu, hvernig sé þá hægt að réttlæta það að ekki sé á sama hátt skorist í Ieik- inn t.d. í Súdan til að stöðva útrým- ingarstríð stjórnarinnar þar sem háð er með vopnum og hungri gegn blökkumönnum suðurhlutans? En Arabaríkin og líklega íslamsheimur í heild sinni myndu snúast gegn íhlutun í Súdan þar eð stjórnin þar er arabísk og íslömsk. Mörg fleiri álíka dæmi mætti nefna. Svo er það kostnaðurinn. Bandaríkin verða efa- laust að kosta Vonarendurreisn í Sómalíu. Á sama hátt yrði kostnað- urinn við „sómalskar" íhlutanir framtíðarinnar sóttur í vasa alþýð- unnar í Bandaríkjunum og öðrum „ríkum" Iöndum þar eð hæpið er að aðrir vilji og/eða geti borgað þann brúsa. Þau útgjöld myndu bætast ofan á þann kostnað sem þróaði heimurinn hefur af því að halda S.þ. uppi fjárhagslega. Sá útgjaldaliður er ekkert smáræði eins og sjá má af mannmörgum stofnunum alþjóða- samtakanna og útdráttarsömu frið- argæslustarfi þeirra í Kambódíu og í mörgum löndum öðrum. „Búin að fá nóg af Sómölum...“ Með hliðsjón af þessu má búast við að margt láglaunafólk í „ríku“ Iönd- unum fari áður en varir að senda stjórnum sínum tóninn eitthvað hliðstætt því og hjúkrunarkonurnar í tjöldunum fyrir framan franska heilbrigðismálaráðuneytið gera nú þegar: „Við erum búin að fá nóg af Sómölum, Kambódíumönnum og Bosníumönnum. Hvenær ætlar Kouchner að koma sér að því að gegna embættinu sem hann var skipaður í, þ.e.a.s. að sinna vanda- málum Frakka?“ Hvar næst? Lik múslíma á Sri Lanka sem orðið hafa „þjóðarhreins- un“ tamílskra skæruliöa aö bráö. f Newsweek stóð fyrir skemmstu að reikna mætti með að kröfur um að nauðstöddum yrði hjálpað, „hvort sem stjórnir þeirra vildu eða ekki,“ færðust í aukana. Raddir heyrast á þá leið að nú sé farið að hilla undir það að heimurinn sameinist í eins- konar ríkjabandalag eða sambands- ríki þar sem S.þ. verði að formi til æðstaráð, Öryggisráð þeirra álíka formleg stjórnmálanefnd, og völdin í raun í höndum þróaða heimsins. „Svo er að sjá að S.þ. séu smámsam- an að glata sjálfræði sínu. Þær eru farnar að minna á gúmstimpil not- aðan til að staðfesta formlega ákvarðanir sem Bandaríkjastjórn hefur tekið í samráði við fáein önn- ur vesturlandarfki," segir Michel Djiena Wembou, sérfræðingur um alþjóðamál frá Kamerún. En þeir eru orðnir allmargir, einnig í þriðja heiminum, sem líta þá framtíðarsýn eða aðrar álíka hýru auga eða eru þeim a.m.k. ekki með öllu fráhverf- ir. Regla býður aðstoð við gerð skattframtala. Hafið samband í síma 674083 Veiðiá óskast Áhugasamir einstaklingar óska eftir að taka á leigu lax- og/eða silungsveiðiá með ræktun og uppbyggingu í huga. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 91- 620181. Utboð Póstur og sími óskar eftir tilboðum í landpóstþjónustu frá póst- og símstöðinni Dalvík, um Svarfaðardals- hrepp og Arskógshrepp. Dreifing mun fara fram fimm sinnum í viku frá póst- og símstöðinni Dalvík. Afhending útboðsgagna fer fram hjá stöðvarstjóra, póst- og símstööinni Dalvík, frá og með mánudeginum 25. janúar 1993 gegn 2.000 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en 24. febrúar 1993 kl. 14.00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.00 á póst- og símstöðinni Dalvík að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. PÓSTUR OG SÍMI Póstmálasviö —150 Reykjavik Læknisþjónusta og heilsugæsla 1993 Almennt gjald: Koma á heilsugæslustöð eöa til heimilislæknis á dagvinnutíma kr. 600 Lífeyrisþegar: kr. 200* Koma á heilsugæslustöð eöa til heimilislæknis utan dagvinnutíma " 1000 " 400* Vitjun heilsugæslu- eöa heimilislæknis á dagvinnutíma " 1000 " 400 Vitjun heilsugæslu- eöa heimilislæknis utan dagvinnutíma " 1500 " 600 Krabbameinsleit hjá heimilislækni eöa á heilsugæslustöð " 1500 " 500 Koma til röntgengreiningar eöa rannsókna " 900 " 300 Koma til sérfræöings, á göngudeild, slysadeild eöa bráöamóttöku sjúkrahúss 1200 kr. fastagjald + 1 /3 af fullu 40% umframkostnaðar alm. gjaldi Ekki þarf aö greiða fyrir komu vegna mæöra- og ungbarnaverndar eöa heilsugæslu í skólum. * Börn og unglingar undir 16 ára, í öörum tilvikum greiða þau almennt gjald. Börn með umönnunarbætur greiöa sama gjald og Iífeyrisþegar. Hámarksgreiðslur - Geymið kvittanir! Hámarksgreiösla einstaklings fyrir þessa þjónustu, fullu veröi, er 12.000 kr. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 3.000 kr. Sameiginlegt hámark allra barna yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu er 6.000 kr. Afsláttarkort fæst gegn kvittunum aö hámarki náöu. Afgreiösla þeirra er hjá Tryggingastofnun, Tryggvagötu 28, og umboðum hennar utan Reykjavíkur. Afsláttarkort veita ókeypis læknisþjónustu og heilsugæslu til 1. mars 1993. Eftir þaö greiöist lægra gjald fyrir þessa þjónustu, gegn framvísun afsláttarkorts. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Þessar reglur ganga í gildi 25. janúar 1993.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.