Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 23. janúar 1993 Tíminn 23 Mánudaginn 25. janúar verður bor- inn til hinstu hvílu Hjörtur Hjartar, fyrrverandi framkvæmdastjóri, sem iést á Landspítalanum þann 14. þ.m. eftir löng og ströng veikindi. Mín fyrstu kynni af Hirti voru í maí- mánuði 1966 er ég sótti um starf hjá Skipadeild Sambandsins, en Hjörtur var þar framkvæmdastjóri og hafði verið það frá stofnun deildarinnar ár- ið 1952. Ég minnist þess hve spum- ingar hans um mína hagi voru stutt- ar, hnitmiðaðar og afgerandi, án hroka eða hnýsni, en vörðuðu þó allt það er um var að ræða. Engar vífi- lengjur, en strax komist að kjama málsins. Upp úr því hóf ég störf hjá Skipa- deildinni undir handleiðslu Hjartar og naut hennar þar til hann lét af störfum í lok árs 1976. Ég kynntist Hirti sem mjög ábyrgum stjómanda, sem gjörþekkti flestalla þætti kaupskipaútgerðarinnar. Hann gerði miklar kröfur til starfsfólks, stundum svo miklar að fólki þótti nóg um, en ætíð mestar til sjálfs sín. Út á við fór af honum það orð að hann væri harður í hom að taka og á viðskipta- og samningasviðinu var hann fastur fyrir og fylginn sér, þegar á því þurfti að halda. Margir höfðu á orði að á þeim vettvangi vildu þeir síst mæta Hirti, ekki síst þar sem hann þekkti alla þætti mála og spilaði út réttum spilum á réttum tíma. Innan fyrirtækis síns reyndist hann hins vegar stjómandi sem ætíð var fús að leiðbeina þeim sem minna kunnu í fræðunum eða að skera úr um að- gerðir eða ákvarðanir sem menn vom ekki á einu máli um hvemig skyldi haga. Hann stóð sem klettur að baki starfsmanna ef eitthvað bjátaði á, og þar áttu þeir hauk í homi svo umtalað var. Ég mun ætíð minnast atvíks er upp kom er undirritaður hafði staðið fast á meiningu gagnvart forsvarsmanni ákveðins fyrirtækis hér í borg, sem var gagnstæðrar skoðunar. Endaði það með því að þessi ágæti forstjóri jós úr skálum reiðinnar og skellti svo á mig símanum. Stuttu síðar biður Hjörtur mig að tala við sig og segir mér að viðkomandi forstjóri hafi rétt í því verið að klaga mig. Útskýrir Hjört- ur málið í smáatriðum og varð undir- rituðum þá ljóst að tvær hliðar væru á málinu og mín hlið væri veikari. Bjó ég mig nú undir ádrepu af hendi Hjartar. En Hjörtur hugsar sig aðeins um og spyr svo hvort ég hafi staðið fast á meiningu minni, sem ég játaði. Þá segir Hjörtur: lrJa, þá er ekki annað að gera en að keyra það áfram,“ tók málið að sér og hafði það í gegn. Þetta sýnir hve vel Hjörtur stóð að baki starfsmanna sinna og átti það bæði við í starfi sem og við persónulegar aðstæður. Hjörtur var ekki gefinn fyrir „slugs og slen“ í starfi og ennþá síður óreglu, og tel ég að fyrirtækið búi enn að þeirri festu sem hann skóp í Skipa- deildinni á starfsárum sínum þar. Hann var mikill vinnuþjarkur og ef á þurfti að halda vann hann sólarhring- um saman án hvíldar. Hann ætlaðist til þess sama af starfsfólki sínu, ef nauðsyn bar til, en hann gleymdi ekki slíkum atvikum og umbunaði sfnu fólki fyrir. Þegar amstur dagsins var að baki, gat Hjörtur verið hrókur alls fagnaðar og var ekki síður áhugavert að kynn- ast þeirri hlið hans. Ég minnist sér- staklega þess er ég og fjölskylda mín hittum Hjört og Guðrúnu á sólbjartri Ítalíuströnd árið 1979. Þá eitt síðdegi buðu þau hjónin okkur upp á mikla jarðarberjaveislu. Þessa stuttu ánægjustund hændust böm okkar svo að þeim hjónum að mörg næstu árin kölluðu þau Hjört og Guðrúnu ekki annað en afa og ömmu. Hjarta- hlýjan rataði þama beint í bamssál- ina. Að öllum öðrum ólöstuðum er Hjörtur frumkvöðull og uppbyggj- andi kaupskipaútgerðar samvinnu- manna, Skipadeildar Sambandsins, annarrar stærstu kaupskipaútgerðar landsmanna. Hann lagði allan sinn metnað og kraft í að byggja upp félag- ið og uppgangur þess var mikill þann tíma er hann stýrði því. Fyrir hans til- stilli skapaðist valkostur fyrir lands- menn í flutningum til og frá landinu, sem varir enn þann dag í dag. Hjörtur Hjartar var minn lærifaðir í kaupskipaútgerð og ég tel mig öðrum heppnari að fá að alast upp í oft hörð- um heimi viðskiptanna undir hand- leiðslu þess afburða- og öðlings- manns sem Hjörtur var. Slíkir þyrftu að vera fleiri. Hann helgaði alla sína starfskrafta starfi samvinnuhreyfingarinnar á ís- landi. Því miður gat hann ekki notið ævikvöldsins svo sem hann hefði átt skilið, vegna alvarlegs sjúkdóms. Naut hann í veikindum sínum um- önnunar og styrks bama sinna, en þó mest Guðrúnar konu sinnar, sem sýnt hefur aðdáunarverðan styrk og æðru- leysi við þessar erfiðu aðstæður. Hef- ur Hjörtur efalaust kosið að þessi tími hefði verið öðruvísi og þau Guðrún gætu betur notið samfylgdarinnar í Iokin. Frístundir þeirra saman hafa efalaust oft verið fáar í annasömu starfi þess áhugasama athafnamanns sem Hjörtur var. Ég þakka Hirti ánægjuríka samfylgd og færi Guðrúnu, börnum þeirra hjóna og öðrum ættingjum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ómar HI. Jóhannsson Hetjulegri baráttu er lokið. Erfið glíma við illskæðan og ólæknandi sjúkdóm stóð hátt í annan tug ára. Kjarkurinn og viljinn, seiglan og út- haldið komu kannski aldrei betur fram en á þessum langa lokakafla æv- innar. Röddin var brostin en hugur- inn heill. Viljinn bar lífsneistann áfram ár af ári, þótt orkan væri löngu þrotin. Á blómaskeiði ævinnar gerðu þessir eiginleikar Hjört Hjartar að einum fremsta athafnamanni landsins. Ekki til að auðga sjálfan sig, heldur til að efla hreyfingu fólksins, fyrirtæki sam- vinnumanna vítt og breitt um landið, á flestum sviðum atvinnulífsins. Þær lifðu lengi fyrir vestan sögumar af Hirti frænda, þegar hann kom nán- ast beint frá prófborðinu í skóla Jón- asar og tók við starfi kaupfélagsstjór- ans á Flateyri. Gamla verslunarhúsið varð baráttuvöllur hins unga manns, sem reyndar var ekki nema tvítugur og því vissulega spuming hvort hann hefði lögaldur til að fara með prókúr- una. Forystumenn samvinnuhreyfingar- innar höfðu mikla trú á þessum efnis- manni, enda átti hann eftir að vera í aldarfjórðung í fremstu röð stjóm- enda Sambandsins, einmitt á því skeiði þegar veldi þessarar miklu samsteypu var hvað mest í íslensku þjóðfélagi. Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var Hirti falið að stýra Kaupfélagi Siglufjarðar og uppgangstími sfidar- áranna átti vel við skaplyndi hans og orku. Hann fékkst jafnvel við tækni- nýjungar í sfidarsöltun og hlaut löngu síðar fyrir það hugvit sérstaka heiðursviðurkenningu. Hugmyndin hafði þá fært sfidarsaltendum, fyrir- tækjum og starfsfólki, ærinn auð í hagræðingu og tekjuauka. Sjálfur hlaut Hjörtur hins vegar, eins og oft síðar, aðeins ánægjuna af sköpuninni sjálfri, gleðina við að gera eitthvað nýtt, sjá framfarir og hagsæld byggð- arlaganna og styrkja búskap landsins alls. Það er meðal fyrstu minninga minna um Hjört frænda minn, að ganga með honum um götur og bryggjur í Siglu- firði, pottormur í heimsókn með afa og ömmu, og skynja kraftinn og kæt- ina þegar Hjörtur sýndi systursynin- um unga ríki sitt í Siglufirði. Það var kannski logi frá þessari bemskuheim- sókn til Siglufjarðar og virðingarvott- ur við framtakssemi og sóknarhug í Hirti sem hvatti mig til þess, um fjömtíu ámm síðar, að koma frysti- húsinu, togaraútgerðinni og rækju- vinnslunni í hendur heimamanna. Eftir glæsilegan feril á Flateyri og Siglufirði var Hirti falið, aðeins 35 ára að aldri, að taka við framkvæmda- stjórastarfi Skipadeildar Sambandsins og var hann upp frá því í aldarfjórð- ung í fremstu forystusveit stjómenda Sambandsins. Hjörtur gerði Skipa- deildina að stórveldi í íslenskum sigl- ingum, festi kaup á stærsta skipi sem íslendingar hafa eignast, olíuskipi, kórónu íslenska flotans. Pólitískur fjandskapur, öfund og skammsýni Viðreisnarstjómarinnar komu hins vegar í veg fyrir að hið íslenska stór- skip fengi að flytja olíu til landsins og því glataði þjóðin þessum glæsilega farkosti. Trúnaðarstörfin hlóðust á Hjört. Hann var í bankaráði Samvinnubank- ans, stjómarformaður í Olíufélaginu, aðalsamningamaður Vinnumálasam- bandsins um kaup og kjör, bar ábyrgð á hótelrekstri í Bifröst þegar þar skartaði glæsilegasta sumarhótel ís- lendinga. Listinn yfir trúnaðarstörfin er langur og sporin bæði mörg og djúp í atvinnusögu þjóðarinnar. Sam- bandið var á þessum áratugum stór- veldi í íslensku efnahagslífi og Hjört- ur var í hópi þriggja manna sem mestu réðu um ákvarðanir allar og stefnumótun. Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar fara að skýra blómaskeið Sambands- ins og hin risavöxnu umsvif þess í ís- landssögu þessarar aldar, þá verður kaflinn um þátt Hjartar fjölbreyttur, langur og mikill að vöxtum. Ungur að ámm fylgdist ég með þess- um umsvifamikla frænda mínum, því að heimili Hjartar var í reynd líka vettvangur starfsins. Kvöld, nætur og helgar var hann í beinu sambandi við skipstjórana, sem vom á siglingu um heimsins höf eða í erfiðleikum í fjar- lægum höfnum. Heimilið á Lynghag- anum var oft eins og stýrishús á miklu athafnaskipi og húsbóndinn lagði sig allan í starfið, enda árangur- inn oft á tíðum glæsilegur. Þó var tími fyrir okkur krakkana: Hjörtur hlýr og ráðagóður, stundum að vísu nokkuð strangur og ákveðinn. Við frænd- systkinin bámm óttablandna virð- ingu fyrir þessum mikla krafti. Það var sérstakur hátíðartónn í röddinni, þegar smáfólkið í fjölskyldunni talaði um Hjört frænda. Síðar á ævinni kynntist ég mörgum samstarfsmönnum Hjartar og skynj- aði þá virðingu og vináttu, sem hann naut hjá félögum sínum í forystu Sambandsins, fann valdið sem mál- flutningur hans á aðalfundum Sam- bandsins bar með sér. Ég held að á Ótrúlegt en satt, Gunnar Leósson, pípulagningameistari í Bolungarvík, er sextugur. Pabbi fæddist á Höfðaströnd í Gmnnavíkurhreppi 26. janúar 1933. Foreldrar hans em Leó Jónsson sem búsettur er á Siglufirði, og Soffía Júlíana Bæringsdóttir sem nú er lát- in. Gunnar ólst upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Bæringi Einarssyni og Vagnfríði Vagnsdóttur. Hann hefur lengst af búið í Bolungarvík en 12 ára flutti hann með afa sínum og ömmu frá Höfðaströnd út í Skálavík þar sem þau bjuggu í um tvö ár. Pabbi á tvær hálfsystur, þær Ásdísi Svövu Hrólfsdóttur, búsetta í Bol- ungarvík, og Minný Leósdóttur sem býr á Sauðárkróki. Auk þess átti hann hálfbróður, Vagn Margeir Hrólfsson, sjómann úr Bolungarvík, sem lést í sjóslysi í desember 1990. Pabbi hefur unnið mörg og ólík störf um dagana. Rétt upp úr ferm- ingu fékk hann því framgengt að fara á sjó og stundaði sjóinn í nokk- ur ár. Hann fór síðan til Reykjavíkur í ævintýraleit og lenti inn á sauma- stofu að læra klæðskeraiðn. En það átti ekki fýrir honum að liggja að sníða jakka og buxur á landann. Því næst dreif hann sig í að læra pípu- lagnir og vann þá um tíma á Kefla- víkurflugvelli. Verklega hluta námsins tók pabbi í Reykjavík en þann bóklega á ísafirði. Þar datt hann í lukkupottinn því þar kynntist hann Guggu, Guðbjörgu Stefánsdóttur frá Horni. Að námi loknu setjast þau að í Bolungarvík og eignast börn og buru. Á Bolung- arvík hefur pabbi síðan starfað að pípulögnum og fyrr á árum vann hann auk þess í lögreglunni og lagði þar með sitt af mörkum til að halda uppi lögum og reglu á staðnum. Enda er réttlætiskennd og sam- viskusemi eitt af aðalsmerkjum í fari engan sé hallað, þó.tt fullyrt sé að ásamt Vilhjálmi Þór og Erlendi Ein- arssyni hafi Hjörtur Hjartar verið áhrifamesti leiðtogi Sambandsins á árunum 1950-1975. Þegar Hjörtur lét af störfum fram- kvæmdastjóra Skipadeildar, undruð- ust margir hve snemma hann hætti, enda ekki orðinn sextugur að aldri og virtist í fullu fjöri. Þá þegar var sjúk- dómurinn búinn að knýja dyra, þótt ekki væri unnt að greina eðli hans í fyrstu. Hjörtur fann að þrótturinn var ekki eins mikill, eldurinn íbrjósti log- aði ekki eins glatt og áður. Það hæfði ekki skaplyndi hans að standa í brúnni, ef krafturinn var smátt og smátt að þverra. Hjörtur gekk ekki lengur til daglegra starfa, en gegndi í nokkur ár ýmsum trúnaðarstörfum. í stofunni heima á Lynghaga settist hann við skrifborðið og reit fjölda blaðagreina til sóknar og vamar fyrir málstað samvinnuhreyf- ingarinnar. Þessar greinar birtust undir dulnefni í Tímanum á árunum 1977-1982 og voru heilsteyptasta til- raun á síðari áratugum til að færa fram hugmyndir, stefnugrundvöll, verkefni og lífssýn samvinnumanna. Þær sýndu að athafnamaðurinn bjó yfir einstæðum hæfileikum til rit- starfa og málflutnings, hefði ekki síð- ur sómt sér vel á ritstjórastóli Tímans eða í sölum Alþingis en í stjómarher- bergjum Sambandsins. Hún var viðburðarík ævi drengsins frá Þingeyri, sem byrjaði unglingur í Kaupfélaginu, fór síðan í skólann til Jónasar, gerðist kaupfélagsstjóri á Flateyri og Siglufirði, síðan forstjóri Skipadeildar og helsti áhrifamaður Sambandsins og lauk ferlinum með hugmyndalegu varnarriti og sóknar- bók samvinnuhreyfingarinnar. ,Á líð- andi stund — Nokkur rök samvinnu- manna 1977-1982“, var heiti greina- safnsins úr Tímanum, sem gefið var út í sérstakri bók árið 1984, og þá kom Hjörtur fram á völlinn sem höf- undurinn á bak við dulnefnið. Það rit stendur enn sem helsta hugmyndarit 60 ára á þriðjudag: hans. Á meðan á Reykjavíkurdvöl- inni stóð eignaðist pabbi sitt fyrsta barn, Fannýju, en síðan fylgdu fjög- ur í kjölfarið með Guðbjörgu, þ.e. Hafþór, Jóhanna Sóley, Bæring Freyr og Elín. Nú eru barnabörnin orðin átta talsins og þar af tveir í ÁRNAD HEILLfl 1 V.____________________________/ nafnar. Hugðarefni pabba eru mörg og mismunandi. Fyrr á árum starf- aði hann að bæjarmálefnum og var virkur í Slysavarnasveitinni Ernir í Bolungarvík en hin síðari ár hefur Skálavík átt hug hans allan. Það er stutt í sveitamanninn í honum og hvergi unir hann sér betur en við að byggja upp og dytta að bústöðunum sínum í Skálavík. Ferðamenn geta nýtt sér aðstöðuna í Skálavík enda er eitt af því skemmtilegasta sem pabbi gerir að spjalla við fólk um allt milli himins og jarðar svo sem landsmálin, gamla daga og búskaparhætti. Hann hefur sínar meiningar á hlutunum, er orð- heppinn, en alltaf er stutt í hlátur- íslenskra samvinnumanna á síðari hluta tuttugustu aldar. Skólagangar. var ekki löng, að loknu skyldunámi bara vetumir tveir í kennslustofum Samvinnuskólans. En mannkostir og einstæð greind gerðu Hjört að forystumanni í íslensku þjóðlífi. Hann gekk ungur í sveit sam- vinnumanna og helgaði líf sitt hug- sjóninni um hagsmuni fólksins og lýðræði fjöldans á bak við umfang fyr- irtækjanna. Hann var stórhuga arf- taki fátæku bændanna í Þingeyjar- sýslum, sem stofnuðu kaupfélögin á hörðum árum sjálfstæðisbaráttunnar, og glæsilegur fulltrúi hins besta í fari samvinnuhreyfingarinnar. Hjörtur vann málstaðnum allt, hlífði sér hvergi og færði öðrum árangurinn af erfiðinu. Á hinu langa og stranga ævikvöldi, í harðri baráttu við ólæknandi sjúk- dóm, stóð Guðrún við hlið Hjartar eins og klettur í úfnu hafi. Sambúð þeirra og ást var fagur vitnisburður um gagnkvæmt traust og virðingu. Þau voru vinir og félagar í blíðu og stríðu. í ærið mörg ár heimsótti Guð- rún daglega sjúkrabeð Hjartar. Hún var honum gleðigjafi og uppspretta ánægju á erfiðum tímum. Það lýsti mikilli ást, umhyggju og vináttu af aðhlynningu hennar og umönnun. Nú er hvíldin komin. Minningar um athafnaskáld, sem fómaði sér í þágu fólksins sjálfs, lands og þjóðar, og einnig minningin um góðan dreng og litríkan frænda munu lifa með okkur öllum. Á kveðjustund þakka ég umhyggju og kærleiksríkan bróðurhug, sem Hjörtur sýndi móður minni, og vin- áttuna, sem faðir minn mat mikils. Þau em að vísu bæði löngu horfin yf- ir móðuna miklu, en hlýhugurinn milli Hjartar, Svanhildar og Gríms hefur orðið mér dýrmætt vegamesti frá bemskudögum og allt til þessa kveðjudags. Ólafur Ragnar Grímsson inn. Hann á gott með að kynnast nýju fólki enda hefur hann mikið að gefa. í ýmsu hefur pabbi brasað um dag- ana og ekki farið fáar ferðir hvorki á sjó né landi, keyrandi eða á vélsleða um norðanverða Vestfirði. Hann lætur sig ekki heldur vanta þegar gamlir sveitungar og skyldulið fjöl- menna á æskuslóðirnar í Flæðar- eyri. Pabba er ýmislegt til lista lagt. Hann á jafn auðvelt með að sauma yfirbreiðslur á vélsleða, skera út, gera upp og endurnýta gamla muni og gefa þeim nýtt hlutverk, hanna og smíða nytjahluti og skondnar viðurkenningar fyrir vini og vanda- menn. Það síðasta sem hann fékk áhuga á var að læra að spila á gítar enda hefur hann gaman af því að syngja í góðra vina hópi og á gott með að bregða sér í ýmis gervi og troða upp á mannamótum. Fyrir nokkmm árum fékk hann tækifæri til að setja sig í spor for- feðranna og leika formann á árabát í heimildamynd um sjósókn fyrr á tímum. Alit stússið í kringum myndatökuna átti vel við hann og hann féll vel inn í hlutverkið eftir að hafa safnað skeggi og klæðst voldug- um skinnstakk. Það er örugglega ýmislegt sem pabbi á eftir að bar- dúsa á komandi árum enda er það að slappa af eða drepa tímann eitt af því sem hann kann ekki. Endalaust er hægt að byggja upp og betrumbæta aðstöðuna í Skálavík og þar sem áhugamálin eru mörg og mismunandi er alltaf hægt að finna sér ný og fjölbreytileg viðfangsefni. Á þessum tímamótum viljum við börn, tengdabörn og barnabörn senda þér okkar bestu óskir um gæfu og gengi á komandi árum. Fanný, Hafþór, Jóhanna Sóley, Bæríng Freyr og Elín Gunnar Leósson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.