Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 18
Tíminn 18 Laugardagur 23. janúar 1993 Með sínu nefi Bóndadagur var í gær og markaði hann upphaf þorra. í síðasta þætti var raunar tekið nokkuð mið af því að þorri var á næstu grösum og svo verður einnig nú. Fyrsta lagið, sem hljómar verða gefnir við í dag, er „Þegar hnígur húm að þorra", ljóðið er eftir Hannes Hafstein en lagið gerði Björn M. Olsen. Hitt lagið, sem verö- ur í þættinum að þessu sinni, er lag C.E.F. Weyse við hið gullfallega ljóð Jónasar Hallgrímssonar, „Vísur íslendinga". Annað lag, hvergi nærri eins þekkt, er einnig sungið við þetta Ijóð, en þessir hljómar passa engan veginn við það og ætti það því ekki að valda ruglingi. Góða söngskemmtun! ÞEGAR HNÍGUR HÚM AÐ ÞORRA D A7 Þegar hnígur húm að þorra, D oft ég hygg til feðra vorra, G og þá fyrst og fremst til Snorra, D A7 D sem framdi háttatal. D G D (sem framdi háttatal, G D sem framdi háttatal,) C D og þá fyrst og fremst til Snorra, D A7 D sem framdi háttatal. 2. 6. Áður sat hann skýr at Skúla og þar skálda lét sinn túla bæði um hann og Hákon fúla, sem hirti frelsi vort.:,: 3. Fögur knáttu fullker geiga, sem að gaman væri að eiga, :,: fullafsafasætraveiga, ersveifáalladrótt.:,: 4. Snorri kallinn kunni að svalla og að kæta rekb snjalla, :,: þegar húmi tók að halla íhöllu Skúlajarls.:,: 5. Og hann þoldi að þreyta bögur og að þylja fomar sögur, :,: já, allt fram til klukkan fjögur, þá fór hann í sit ból.:,: Samt frá hilmi heim hann stundar út til helgrar fósturgrundar, :,: og sitt skip að búa skundar þaðskáldmæringaval.:,: 7. Þá kom boð frá herra Hákon sem var harður eins og Drákon. :,: „Ég er hákon," sagði Hákon, „ég er hákonservativ.":,: 8. „Ég vil út! Ég vil út að bragði! Ég vil út,“ þá kempan sagði. :,: „Ég vil út,“ og út hann lagði il íslands sama dag.“:,: 9. Af því beið hann bana síðar fyrir buðlungs vélar stríðar. :,: Síðan gráta hrímgar hlíðar og holt um Borgarfjörð.:,: VÍSUR ÍSLENDINGA C G C Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, C F C G X 3 2 O 1 O D7 X O O 2 1 3 F er gleðin skín á vonarhýrri brá? C G C G Eins og á vorí laufi skrýðist lundur, G7 G D7 G lifnar og glæðist hugarkætin þá; E Am og meðan þrúgna gullnu tárin glóa F C G7 C G og guðaveigar Iífga sálaryl, C F C þá er það víst, að bestu blómin gróa F C G7 C í brjóstum, sem að geta fundið til. G7 1 » 4 » 4 ► 4 X O 1 1 , 3 Látum því, vinir, vínið andann hressa, og vonarstundu köllum þennan dag, og gesti vora biðjum guð að blessa og best að snúa öllum þeirra hag. Látum ei sorg né söknuð vínið blanda, þó senn í vinahópinn komi skörð, en óskum heilla’ og heiðurs hverjum landa, sem heilsar aftur vorri fósturjörð. Am < > 4 » < > X O 2 3 , O Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradaggir falla stundum skjótt og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt. Því er oss best að forðast raup og reiði og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss; en ef við sjáum sólskinsblett í heiði, að setjast allir þar og gleðja oss. Látum því vinir! vínið andann hressa, og vonarstundu köllum þennan dag, og gesti vora biðjum guð að blessa og best að snúa öllum þeirra hag; því meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. f Steingrímur Gunnarsson: Ár Evrópu, ár sundrungar Atburðir nýliðins árs hafa minnt á hvað eining Evrópu stendur vbeikum fótum. Við árið 1992 voru bundnar miklar vonir og í Briissel höfðu menn unnið að gerð Maastricht samningsins sem í byrjun 1992 Iá frammi til sam- þykktar Evrópusamfélagsríkjanna 12. Síðan þá hefur samningurinn verið eitt helsta pólitíska bitbein aðildarríkja Evrópusamfélagsins þar sem hann felur í sér að koma á fót sameiginlegri mynt, sameigin- legum seðlabanka og sameigin- legri stefnu í utanríkis- og örygg- ismálum. Markmiðið með þessu er að mynda Bandaríki Evrópu og þar með nýtt heimsveldi. Búist var einnig við í ársbyrjun 1992 að Bandaríkin myndu draga enn fremar úr umsvifum sínum og áhrifum í Evrópu og sú skoðun var ríkjandi að hlutverki þeirra væri iokið eftir að hafa bjargað álfunni úr hremmingum tveggja heims- styrjalda. Margir framámenn í Evrópu höfðu löngum verið gagn- rýnir á yfirráð Bandaríkjanna í Evrópumálum, töluðu um evr- ópskar lausnir á evrópskum vandamálum og bentu gjarnan á í leiðinni að Bandaríkin gætu ekki lengur veitt hinum vestræna heimi forystu vegna efnahagslegr- ar og þjóðfélagslegrar hnignunar heima fyrir. Á hinn bóginn væri Evrópa álfa framtíðarinnar þar sem framfarir væru tryggðar í ljósi hagvaxtar, samruna og aukinna áhrifa út á við. Staða mála við upp- hafársins 1992 gaf þessum vonum byr undir báða vængi. Atburðir liðins árs hafa leitt í ljós hversu óraunhæfar þessar vænt- ingar voru og það er kaldhæðnis- legt að rifja upp að árið 1992 var valið til að vera ,M Evrópu". Þess verður fyrst og fremst minnst vegna pólitískrar sundrungar, aukinnar spennu milli þjóðar- brota, kynþáttaofsókna, efnahags- legrar lægðar og ringulreiðar á gjaldeyrismörkuðum í álfunni. Þeir atburðir sem varpa þó mest- um skugga á „ár Evrópu“ er stríð- ið sem geisar í sambandsríkjum fýrrverandi Júgóslavíu sem eru fýrstu vopnuðu átök í Evrópu eftir að kalda stríðinu lauk. Hryðjuverkin í Bosníu eru lýs- andi dæmi um þau takmörk sem sameiningu Evrópu eru sett. Núna erum við vitni að glæpum sem minna á valdatíma nasista. Þús- und manna eru hrakin á brott úr heimkynnum sínum vegna þjóð- VElTWANGUBl ernis; fangabúðum hefur verið komið á fót; fjöldaaftökur fara fram og konum jafnt sem börnum misþyrmt á grimmilegan hátt. Sprengjuárásir hafa lagt blómleg- ar borgir í rúst og heilu þorpin hafa verið jöfnuð við jörðu. Tala látinna er komin yfir 80 þúsund og straumur flóttamanna frá Króatíu og Bosníu er kominn á þriðju milljón manna. Óblíð örlög bíða tugþúsunda múhameðstrúar- manna í Bosníu. Þeirra bíður ekki annað en að farast úr kulda, hungri og sjúkdómum ef endi verður ekki bundinn á stríðið sem fyrst. En þrátt fyrir styrjaldarástandið og skerandi neyð eiga Evrópuríkin í erfiðleikum með að koma sér saman um leiðir til lausnar á vand- anum. Refsiaðgerðir hafa verið samþykktar sem lítt hafa stoðað þegar á reyndi því ekki hefur náðst samkomulag um að fýlgja þeim eftir með hervaldi. Einnig hafa ár- angursíausar friðarráðstefnur ver- ið haldnar og þær hafa leitt til lít- ils annars en að gefa ráðstefnufull- trúum ástæðu til að ferðast til ráð- stefnuborga Evrópusamfélagsins. Mörg vopnahlé hafa verið sam- þykkt til lítils halds og hafa flest þeirra verið rofin innan sólar- hrings frá undirritun. Þessi veikleiki Evrópuríkja að ráða fram úr sínum vandamálum er því alvarlegri þegar haft er í huga að stríðið í fyrrverandi Júgó- slavíu getur breiðst út til annarra ríkja á Balkanskaga með ófýrirsjá- anlegum afleiðingum. Undirrót stríðsátakanna er ljós. Sökudólgurinn er Serbía sem stjórnað er af síðasta harðlínu- manni álfunnar, Stalínistanum Slobodan Milosevic sem með hjálp stríðsvélar Serba ætlar að koma á fót Stór- Serbíu með því að inn- lima sem mest af landssvæði hins fallna sambandsríkis Júgóslavíu. Stríðið hefur einungis verið háð utan Serbíu og er augljóst land- vinningastríð. Serbum hefur tek- ist með yfirgnæfandi herstyrk sín- um að hernema stóra hluta Króa- tíu og Bosníu og lýst yfir að her- numdu svæðin séu hluti Stór- Serbíu. Serbneski herinn hefur með þessu sýnt fram á að hernað- arlegt ofbeldi borgi sig og undir- strikað máttleysi fyrrverandi stór- velda Evrópu til að stöðva hildar- leikinn. Um leið hefur verið grafið undan trúverðugleika ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) að ekki sé minnst á hæfni Evrópusamfélagsins til að mynda sameiginlega stefnu í utan- ríkis- og öryggismálum. Margir hafa bent á að deilan á Balkanskaga líkist æ meir ástand- inu sem leiddi til fyrstu heims- styrjaldarinnar og hætt er við að ef Serbar verði ekki stöðvaðir í land- vinningum sínum og þjóðar- morði, boði það endalok „Nýju Evrópu." Höfundur er leiðsögumaður og kennari. Opinberar ráð- stafanir í efiiahags- málum í Japan Umfangsmiklar ráðstafanir til efl- ingar efnahagslífi birti japanska rík- isstjórnin 28. ágúst 1992: (i) Aukningu framlags til fram- kvæmda um 8,6 billjónir jena, — þar af 3,4 billjónir til almannafram- kvæmda ríkisins (public works), 0,5 billjónir til aðstoðar vegna náttúru- hamfara, 0,55 billjónir til mennta- og menningarstofnana, 0,55 billjón- ir til opinberra stofnana til jarða (og lóða?) kaupa, 1,8 billjónir til fram- kvæmda sveitarstjórna og lands- hluta, 1,1 billjón til sveitarstjórna til kaupa á jörðum (og lóðum?), 0,8 billjónir til lánasjóða vegna íbúðar- kaupa. (ii) Framlög (lán) Þróunarbanka Japans til fjárfestingar til vinnu- sparnaðar upp á 0,9 billjónir jena, en þeim munu líka fýlgja skatta- ívilnanir. Póstúr og sími, rafveitur og önnur almenningsfyrirtæki munu ráðast í framkvæmdir upp á 0,7 billjónir jena. (iii) Opinberar lánastofnanir munu veita lán til lítilla og miðlungi stórra fýrirtækja upp á 1,2 billjónir jena. (VIÐSKIPTI) (iv) Við atvinnuleysi verður brugð- ist með örri skýrslusöfnun, endur- hæfingu, tilfærslu starfsfólks (trans- fers) og uppsögnum aðeins um til- greindan tíma. (v) Vegna minnkandi eftirspurnar eftir neysluvörum verður brugðist við með rannsóknum, í samvinnu við einkafyrirtæki, til að setja fram nýjar vörur, aukin verða Ián til neyt- enda og vörukynning bætt. (vi) Innflutningur verður örvaður með því að setja upp útlenda vöru- markaði (foreign trade terminals), að auka lán vegna innflutnings varnings og að auka not opinberra aðila af innfluttum vörum. (vii) ítrekuð voru fýrirheit, gefm tíu dögum áður, um stuðning við banka. Þeir voru hvattir til að mynda samlög um kaup á landi, sem er trygging fyrir lánum í vanskilum, og þeim heitið auknum skattaíviln- unum vegna afskrifta vanskilalána; boðuð breyting á skipan fjármála- stofnana annarra en banka (non- bank fínancial institutions) og íbúð- arlánasjóða, og bönkum loks heitið aðstoð til að auka eigið fé. (viii) Verðbréfamarkaðir verða efld- ir með því að beina inn á þá auknu almannafé, en sölu á hlutabréfum pósts og síma, sem verið er að einka- væða, verður frestað tilmars 1994.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.