Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 23. janúar 1993 LOUIS GÆTI NÝST MILUÓNUM ATVINNU- OG ÁHUGAFORRITARA Jóhann P. Malmquist prófessor skýrir frá eiginleikum þessa óskabarns í forritaþróun hérlendis: Þrír aöstandenda Louis. Sitjandi er Snorri Agnarsson, þá Grimur Laxdal og Jóhann Pétur Malmquist. Tímamynd Árni Bjarna. Mikla athygli vakti á vormánuðum íyrra árs þegar hugbúnaðarfyrirtæk- ið Softis kynnti forritið Louis, en þar er um að ræða forrit sem ætlað er að auðveida forritun í gluggakerfum. Hér verður forritunin einfaldari en áður hefur þekkst og léttara verður að flytja forrit milli stýrikerfa. Við báðum Jóhann P. Malmquist prófess- or að lýsa fyrir okkur forsendum og helstu möguleikum Louis, en nafnið stendur fyrir Louis Open User Inter- face System. Viðræður hafa staðið yf- ir við ýmsa stóra aðila úti í heimi rreð markaðssetningu á nýja kerfmu í huga og hafa undirtektir verið von- um framar. „Hugmyndin að baki Louis er ein- föld," segir Jóhann, „en hún er í því fólgin að skilja sundur notendavið- mót og vinnsluforrit. Þannig getur eitt og sama vinnsluforritið gengið undir mismunandi stýrikerfum en notendaviðmótið eitt breytist. Mest- ur hluti forritagerðar verður einfald- ari en áður með þessari aðferð, nema fyrir þá sem forrita ný notendavið- mót og er gagnger breyting frá hefð- bundinni forritun á sviði mynd- rænna viðmóta. í gömlu textabundnu forrituninni hafa margir orðið ágætir forritarar, hver með sína þekkingu og stíl. Að komast yfir í heim gluggakerfa eða penna kostar mikla breytingu og erf- iði en gluggaforritun er allt öðru vísi en venjuleg forritun því forritin hafa allt aðra uppbyggingu. Á ákveðnum tímapunkti þarf að skilja gamla for- ritunarstílinn eftir og tileinka sér í staðinn mjög marga nýja hluti sem tilheyra hinu nýja umhverfi og eðli- lega hafa ekki allir áhuga á því. Þama er hugmyndin að Louis komi inn í með aðskilnaði á notendaviðmótinu og vinnsluforritinu. Með Louis skrif- ar vinnsluforritarinn sitt forrit á hefðundinn máta og notar nokkur einföld köll til þess að eiga samskipti við notendaviðmótið. Þetta þýðir að hægt er að flytja vinnsuforritið beint milli mismunandi umhverfa eins og til dæmis frá Macintosh yfir í Windows eða frá DOS yfir í Windows. Viðmótið eitt breytist og þýða þarf vinnsluforritið á ný fyrir hvert um- hverfi. Þegar svo ný notendaviðmóts- tækni kemur er hægt að flytja gamla forritið yfir í nýtt umhverfi með því að tengja það við hið nýja viðmót. Sex mismunandi köll Til að eiga samskipti við notenda- viðmótið notar vinnsluforritið sex mismunandi köll, þ.e. hann opnar verkfæraboxið, notar fjögur mis- munandi tæki sem eru í boxinu og lokar því. Samsvarandi köll í Windows 3.1 eru um 1000, sem verða nú á ábyrgð viðmótsforritar- ans. Þannig einfaldar Louis forritun fyrir flesta. Hönnun á notendaviðmóti hefur verið að gerast sífellt erfiðari og er áætlað að 30-90% af heildar forritun- artíma og fyrirhöfn fari í notendavið- mótið. Það er vegna þess að í hefð- bundinni forritun er viðmótum og vinnslunni skipt í marga hluta sem síðan eru tengdir saman með altæk- um eða „global" breytum. Þetta gerir erfitt að flytja forrit á milli stýrikerfa og einmitt þetta er Louis ætlað að leysa." Á hverju byggist lausn Louis? „Búin er til lýsing á notendaviðmóti með forritum sem heita Louis Buil- der og Louis Designer og hún geymd í skrá. Þegar vinnsluforritið þarf að hafa samskipti við forritið kallar það á Louis. Eitt af köllunum sem notuð eru er að opna viðmót. Þá les Louis inn lýsingu á viðmótinu og setur það upp á skjá. Louis sér síðan um að lýs- ingin á viðmótinu sé notuð rétt og vinnsluforritið þarf ekkert að hugsa um hvort hér sé um að ræða skjá, lyklaborð eða mús. Samskiptin við notandann eru óhlutstæð, þannig að þegar vinnslu- forritið vill til dæmis fá tölu þá kem- ur því ekkert við hvemig tala er feng- in. Hún gæti verið fengin með því að slá hana inn, Iesa af mæli, skynja hljóð eða hvað annað. Sama á við með birtingu á tölunni. Viðmótsforritarinn þarf aðeins að kunna skil á sex skipunum til þess að nota viðmót. Þær em að opna við- mót, loka viðmóti, finna viðmóts- hlut, sækja gildi úr viðmótshlut, setja gildi í viðmótshlut og taka við skipun frá notandanum. Louis er fyrir alla sem vinna við tölvur og hugbúnað. Gera má ráð fyrir að áhugaforritarar séu á bilinu 30-100 milljónir. Atvinnuforritarar eru 2-3 milljónir. Auk þess eru allar netlausnimar en þar er fjöldi net- stöðva einhverjar hundruðir millj- óna. Þetta em þeir aðilar sem helst gætu nýtt sér kosti Louis." KORN (Hugkom hf.) að Ármúla 38 býður nú nýja útgáfu af „Guilkorni heimilanna“, afar fjöl- hæfu forriti sem með öðru hefur að geyma fullkomnasta heimilsbókhald sem völ er á: ■ ■ GJOROLIKT FYRRIFOR- a ■ RITUM SOMU TEGUNDAR Þeir eru höfundar aö forritinu sem nú kemur út ööru sinni meö ótal nýjungum: Guðjón Magnússon forritari og örn Héöinsson sötumaöur standa hér á mynd- inni en sitjandi er Geir Sverrisson forritari. Tlmamynd Árni Áhugi á að halda heimilisbókhald hefur farið vaxandi síöustu árin og hefur verið Ieitast við að semja tölvuforrit ætluð fyrir slíkt bókhald sem hafa þó verið fremur fmmstæð til þessa. Breyting hér á hefur orðið með nýju heimilisbókhaldsforriti sem KORN (Hugkorn hf.) Ármúla 38 í Reykjavík sendi frá sér á síðasta ári og er gjörólíkt fyrri forritum sömu tegundar. En þótt heimilis- bókhaldið eitt og sér sæti tíðindum er það aðeins hluti af stærra dæmi sem er fjölskylduforritið „Gullkorn heimilanna." Forritið kom út í ann- að sinn fyrir skemmstu og við leit- uðum til fyrirtækisins eftir upplýs- ingum um þessar nýjungar og lýsti Guðjón Magnússon, forritari hjá KORN, þeim fyrir okkur og byrjaði á að gera Heimilsbókhaidinu skií. Söluhæsta forrit sinnar tegundar „Fyrirmynd Heimilsbókhaldsins er Fjárhagskornið, fjárhagsbókhald ætlað fyrirtækjum, sem var sölu- hæsta forrit sinnar tegundar árin 1990 og 1991. Að færa heimilisbók- hald er í rauninni sambærilegt við það að færa bókhald fyrirtækis og það höfðum við hjá KORN í huga þegar við ákváðum að styðjast við Fjárhagskornið. Með Heimilisbókhaldinu frá KORN hf. getur hver notandi ekki einungis haldið utan um öll gjöld heimilisins og fengið nákvæma greiningu á út- gjöldum þess, heldur er einnig hald- ið utan um allar eignir, skuldir og tekjur á svipaðan hátt og gert er í hefðbundnu heimilisbókhaldi sem ætlað er fyrirtækjum. Með Heimilisbókhaldinu fylgir staðlað bókhaldslyklasett sem inni- heldur eignir, skuldir, tekjur og gjöld. Hver notandi getur síðan breytt lyklum, fellt úr eða bætt viö að eigin vild. Helsti kosturinn við uppsetninguna er sá að hægt er að flokka alla þætti nákvæmlega niður. Þannig er til dæmis hægt að fýlgjast með útgjöldum vegna bifreiðar, hvers barns, fæðiskostaðar, allra bankalána o.s.frv. Sjálfvirkar uppfærslur uppgjöra Innsláttur bókhaldsins er einfaldur og getur notandi ýmist fært einhliða bókhald eða tvíhliða, þ.e. debet og kredit, sé það ósk hans. Ekki er nein þörf á að framkvæma uppfærslur vegna mánaðaruppgjöra og þess háttar þar sem forritið framkvæmir allt slíkt sjálfvirkt án þess að notandi verði þess var. Á sama hátt getur notandi fært inn íbókhaldið fleiri en eitt ár í einu og nýtist það honum endalaust svo fremi að nægilegt diskpláss sé í tölvunni. Fyrir hvern lykil er hægt að sjá hreyfingar frá einu tímbili til annars eftir óskum notandans. Þetta er góð- ur kostur til að fylgjast með til dæmis hreyfingum ávísanahefis, stemma af við bankann, skoða af- borganir af lánum og fleiru. Einnig er hægt að athuga niðurstöður allra reikninga með einni skipun frá ein- um mánuði til annars eða allra mánaða. Bæði hreyfingar og stöðu- tölur er hægt að skoða myndrænt á súluriti. Fyrir utan notagildið er það mun áhrifaríkara að geta greint bók- haldið þannig. Ýmsir aðrir möguleikar eru fyrir hendi í forritinu frá KORN svo sem reiknivél, klukka, flýtilyklar og fleira sem við förum ekki nánar útí hér. Bókhaldsforritið frá KORN teljum við góðan kost fyrir þá sem vilja færa gott heimilisbókhald. Áralöng þró- un Hugkorns á bókhaldshugbúnaði sem hátt í tvö þúsund fyrirtæki hafa nú fjárfest í nýtist í heimilisbókhald- inu. Þannig nær það að uppfylla að vera auðvelt í notkun án þess að það bitni á gæðum þess.“ Einstakt hagræði „En svo við víkjum að öðrum liðum í Gullkorni heimilanna þá líta fjöl- margar nýjungar dagsins Ijós er það kemur nú út í annað sinn og bjóða þær upp á einstakt hagræði fyrir notandann. Þó var fyrsta útgáfa þess á sínum tíma bylting í gerð ís- lenskra forrita þar sem það var sér- hæft að þörfum íslenskra fjöl- skyldna og á verði sem þeim hent- aði. Hér skal nú talið annað það sem forritið hefur inni að halda: Fyrst skal nefna nafnaskrána en í hana má skrifa nöfn allra ættinga og vina ásamt öllum tilheyrandi upp- lýsingum um fjölskyldu viðkom- andi. Allar þessar upplýsingar er síð- an hægt að flokka mjög nákvæm- lega. Til dæmis er hægt að skil- greina hverjum eigi að senda jólakort, hverjir eru félagar í Lions- klúbbnum, hverjir eru vinnufélagar, hverjir hafa farið í sumarfrí með manni og svo framvegis. Þessar upp- lýsingar er hægt að kalla fram á skipulegan hátt til skoðunar á skjá eða útprentunar í formi margvís- legra lista, eyðublaða og límmiða. Gullkomið minnir síðan notanda á þegar einhver á afmæli eða brúð- kaupsafmæli og upplýsir um nafn viðkomandi (sbr. blóma- og ávaxta- brúðkaup). Á sama stað má halda ut- anum ýmisskonar upplýsingar svo- sem sjúkrasögu bamanna ásamt öðmm persónulegum upplýsingum. Gullkornið inniheldur líka dagbók. Þar má skrá til dæmis hvenær eigi að mæta til tannlæknisins og þess háttar. Samtengt þessari dagbók má skrá þá viðburði sem eiga sér reglu- bundið stað í hverri viku. í upphafi hvers dags fer Gullkornið yfir dag- bókina og birtir skilaboð á skjánum yfir þau atriði sem því var sagt að minna notandann á. Og hvert barn getur átt stundatöflu í Gullkorninu. Það getur veið gott að hafa allar stundatöflurnar á ein- um stað til að fletta upp í þeim. Svo er ýmislegt sem maður vill muna annað en afmælisdagana: Hérna er hægt að skrá til dæmis hvenær barnið tók fyrsta skrefið, hvemig maður kynntist maka sín- um, keypti fyrsta bílinn, fótbrotnaði og þess háttar. Gullkornið minnir síðan á hvern atburð fyrir sig með fyrirvara. Bóka- og myndbanda- safn Þá er það bókasafnið, en í bóksafn- inu má skrá ýtarlegar upplýsingar um hverja bók. Einnig er hægt að skrá til dæmis hver er með bókina í láni, hvar hún er geymd og svo framvegis. í myndbandasafninu má skipta upp í skammtímatökur og langtímatök- ur. Inn í skammtímatökur skráir notandi allar tökur sem ekki eiga að geymast til lengri tíma. Þetta á sér- staklega við um þær spólur sem allt- af er verið að nota aftur og aftur. Inn í langtímatökur skrá menn til dæm- is ljósmyndir, skyggnur, upptökur á myndbönd og fleira. Við hverja töku eru skráð fjölbreytileg atriði saman- ber lýsingu, tökustað, gæði töku og fleira. Hirslur eru einn liðurinn en í þeim lið er geymslunni komið á hreint. Skráð er hvar allir hlutir eru stað- settir, hvenær þeim var pakkað nið- ur, hvort þeir eru í láni og þá hjá hverjum og hvenær hann fékk lán-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.