Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 24. apríl 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvaemdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingasflóri: Steingrfmur Glslason Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Eldsmatur Það er ekki nýtt að íslenskar menningarminjar verði eldi að bráð. Bækur brunnu í Kaupmannahöfn, hús á íslandi og í gærmorgun fuðruðu bátar Þjóðminjasafnsins upp í Kópavogi. Sagði þjóð- minjavörður að það væri svartasti dagur í minjavörslu hér á landi. En gamlir bátar eru víðar til, svo sem í Sjóminjasafninu og í byggðasöfnum víða um land, sem mörg eru hin merkustu og flest til orðin fyrir ffamtak heimamanna og ræktarsemi við sögu og menningu þjóðarinnar. Bátabruninn leiðir hugann að því hvemig varðveislu minja og menningarverðmæta er háttað hér á Iandi. Bátamir vom í geymsluskemmu og við hlið hennar var önnur skemma, sem í em geymdir munir tilheyrandi tækniminjasafninu og em enn óbmnnir. í sjálfu Þjóðminjasafninu við Hringbraut liggja safngripir undir skemmdum, þar sem sjálf byggingin er hriplek og þarf að verja miklu fé til viðgerða og viðhalds. Til tals hefiir komið að flytja safhið í önnur húsakynni og jafnvel að byggja yfir það á nýjan leik, stærra hús og vandaðra. Ekki er langt um Iiðið síðan Listasafn íslands var flutt úr húsi Þjóðminjasafnsins og er nú rekið sem eins konar gallerí fyrir far- andsýningar, en hið eiginlega listasafn geymt í myrkum kjöllur- um nýbyggingar við gamalt og gott íshús. Við þá flutninga batnaði aðstaða Þjóðminjasaftisins nokkuð, en vegna lélegs ástands byggingarinnar nýtist hún hvergi sem skyldi. Enginn ágreiningur er um að Þjóðminjasafn á að vera öflug stofnun, sem á að sinna hlutverki sínu með reisn. Hlutverkið er margþætt, en er í höfuðdráttum að rannsaka og varðveita og síð- ast en ekki síst að kynna og sýna það fjölbreytta safn, sem telst til menningarminja genginna kynslóða og minnir á búsetu hennar í landinu við mismunandi skilyrði. En síðan hús Landsbókasafnsins við Hverfisgötu var reist um aldamótin er eins og allan stórhug og ffamkvæmdavilja til minja- vörslu skorti. Kotungshugsunarháttur og viðvarandi væl um fjár- skort, þegar menningarverðmæti eru annars vegar, einkenna allt það hálfkák sem er viðhaft þegar munir og menning þjóðarinnar eru annars vegar. Hvað varðar minjavörslu, eru það helst nokkur byggðasöfri sem halda merkinu á lofti. Eljusamir safnarar og ósérhlífriir sjálfboða- liðar hafa skapað merk söfn, sem eru byggðarlögunum til sóma og gestum til ánægju, og er sannur menningarauki að starf- rækslu þeirra. Það leiðir hugann að því hvort það sé endilega rétt stefina að safna sem flestum gripum og munum á einn stað, fremur en að þeir séu varðveittir sem næst þeim stöðum þar sem þeir þjónuðu sínu hlutverki. Bókabruninn í Kaupmannahöfn og bátabruninn í fyrradag sýna að það getur verið varasamt að geyma alltof marga muni undir sama þaki. Það er óviðunandi í gegndarlausu byggingabruðli, sem einkenn- ir okkar daga, að þegar reisa skal hús yfir bækur, safngripi og önnur menningarverðmæti, sem gera íslendinga að þjóð, þá er skrúfað fyrir öll fjárframlög og samhaldssöm nískan nær yfir- höndinni. Vegna veðurlags og forgengilegra byggingarefna er fátt eitt til í landinu af minjum sem tengjast lífi og starfi þjóðarinnar gegnum aldimar. Þau fágæti, sem til eru, teljast því þeim mun verðmæt- ari og brýn ástæða er til að varðveita þau sem besL Það er því hlá- legt, þegar floti gamalla skipa verður eldsmatur í einu lagi. Á umbrotatímum er meiri ástæða til en ella að leggja rækt við sögu og menningu þjóðar, og er Þjóðminjasafnið og starfsemi því tengd mikilvægur liður í þeirri viðleitni. Harma ber skipabrun- ann, en hann getur líka orðið hvatning til að hlúa enn betur að þjóðlegum verðmætum en nú er gert Það er svo margt annað, sem vel er hægt að spara til að gera vel við okkar eigin sögu. nokkrum vafa um ágæti þess að vega og meta hvort verið sé að fóma meiri hagsmunum fyrir minni. Þess vegna kemur það jafn- vel enn meira á óvart að sjálfstæð- isforystan hafi ekki einu sinni bor- ið það við að fara út í slfka grund- vallarútreikninga í Hrafnsmálinu. E.t.v. gleymdi Jón Baldvin að benda Davíð á þetta og furðulega vörn Jóns í málinu fyrir vonlaus- um málstað Sjálfstæðisflokksins má kannski skýra með því að hann sé að bæta fyrir þessa gleymsku sína. Hver veit? En hitt er víst að Jón Baldvin hefur lagt stund á stjómmálafræði í Edinborg og þekkir því væntanlega eitthvað til grundvallarhugtakanna í þeim vís- indum öllum. I því samhengi rifj- ast það upp fyrir þeim sem þetta ritar þegar hann sat fyrir mörgum árum í stjómmálafræðideild kan- adísks háskóla og ræddi þar m.a. við menn um „strategísk" fræði, en það em fræði sem fjalla um rökræna uppbyggingu öryggis- mála og herstjómarlistar í heimin- um. Þá yfirskyggði samband risa- veldanna flest annað á þessu sviði og menn útskýrðu alþjóðastjóm- mál jafnt sem herfræðileg við- brögð í einstökum heimshlutum með tilvísan til þess ástands. „MAD“ á íslandi Birgir Guðmundsson skrifar Árni Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, talaði um það á Alþingi á dögunum að stjómar- andstæðingar væm umhverfis- firrtir. Tilefnið var að hafin hafði verið umræða um Hrafnsmálið svokallaða en Ámi taldi slfkt ekki vera stórmál. Ámi virðist þó hafa haft ótrúlega rangt fyrir sér að þessu sinni enda eðlilegt að niðurstaða hans hafi mótast meira af óskhyggju en íhugun. Er nú svo komið að flestir líta á málið sem hreinan skrípaleik þar sem hvert atriðið öðm fárán- legra rekur annað. Það þarf því umhverfisfirringu á vemlega háu stigi til að halda því fram að málið sé bundið við sérkennilegar skoð- anir nokkurra stjómarandstöðu- þingmanna. Hrafnista í þinghúsinu Ástandið er raunar orðið þannig að fólk setur sig í sérstakar stell- ingar þegar Hrafhsmálið ber á góma, rétt eins og menn setja sig í stellingar þegar þeir horfa á grín- þátt í sjónvarpi eða fletta hinum víðfrægu MAD-blöðum. MAD-blöð þóttu lengi vel og þykja kannski enn einhver hugmyndaríkasti miðill um ólíkindi enda komu brandaramir þar endalaust á óvart. Svipað má segja um Hrafnsmálið, framan af í það minnsta, en upp á síðkastið hefur hið óvænta raunar farið að verða nokkuð venjulegt vegna sífelldra endurtekninga. Hrafnsfarsinn er raunar ,J1AD“- legur í öðmm skilningi líka eins og vikið verður að hér á eftir. Og vitaskuld gantast almenningur heilmikið með málið og kallar þingflokksherbergi sjálfstæðis- manna Hrafnistu og segir það mik- ilvægara fyrir pólitíkusa að treysta á bílaumboð en umboð frá þjóð- inni. Einn af athyglisverðari öngum þessa máls er spumingin um áhrif þess á Sjálfstæðisflokkinn. Ótal- margt bendir til að skaði flokksins sé mikill og að það geti liðið lang- ur tími þangað til fennt hafi í spill- ingarsporin og flokkurinn losnað við ásýnd valdhroka og klíkustarf- semi. Það er allt að því ótrúlegur bamaskapur hjá forystu Sjálfstæð- isflokksins ef hún heldur að pólit- ískt minni almennings sé svo stutt í svona málum að það verði flokkn- um ekki að fótakefli t.d. í næstu kosningum og fomstunni jafnvel strax á næsta landsfundi. Hinn pólitíski fómarkostnaður er því orðinn vemlegur og fær menn til að velta fyrir sér dómgreind þeirra stjórnmálamanna sem að málinu hafa komið. í það minnsta hljóta góðir og gegnir sjálfstæðis- menn að velta því fyrir sér hvort eðlilegt sé að flokksforystan hætti völdum og áhrifum flokksins fyrir mál eins og Hrafnsmálið. Efa- semdir hljóta að vakna um hug- myndir helstu forvígismanna flokksins, einkum þeirra Davíðs og Ólafs G., um það hvernig þeir skil- greina flokkshagsmuni og hvort þeir sjái mun á flokkshagsmunum og þröngum og jafnvel persónu- legum hagsmunum vina, vanda- manna eða einstakra flokksmanna. Stundum geta þessir hagsmunir farið saman og stundum ekki. í Hrafnsmálinu er með áberandi hætti verið að fóma flokkshags- munum fyrir aðra og óflokkslegri hagsmuni. Þessi fórnfysi á flokkshagsmuni er ekki síst athyglisverð í Ijósi þess að formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri forystumenn flokksins raunar líka, hafa vísað í tíma og ótíma til nýyrðis Jóns Baldvins um „veruleikafirringu" sem Árni John- sen hefur raunar stílfært með til- færingum yfir í „umhverfisfirr- ingu“. En veruleikafirringin sem formaður Alþýðuflokksins kallaði svo og sjálfstæðismönnum hefur síðan verið tíðrætt um vísaði til verkfallshugmynda BSRB og kennara í því árferði sem nú ríkir og jafnframt til þess að það sem menn gerðu sér vonir um að ná fram með slíku verkfalli væri ekki í nokkru samræmi við þann fómar- kostnað sem af hlytist. Jón B. og stjóm- málafræðin í þessu samhengi sem sagt virðist forusta Sjálfstæðisflokksins ekki í Gereyðingin Eitt af grundvallaratriðum þess- ara fræða var kenningin um sveigj- anleg viðbrögð. Hún kvað á um að það yrði að vera samræmi milli pólitísks mikilvægis einhvers markmiðs og þess hvaða leiðir væru farnar til að ná því. í sam- hengi kjamorkuógnarinnar þýddi þetta t.d. að það þótti ekki trúverð- ugt af Vesturveldunum að hóta allsherjar kjamorkustríði og þar með endalokum hins siðmenntaða heims sem svari við minni háttar árekstrum á mörkum austurs og vesturs. Því var komið á fót mögu- leika þar sem hægt var að hóta við- eigandi gagnaðgerðum eftir því hversu stórkostleg ógnin væri. En áður en kenningin um sveigjanleg viðbrögð var tekin upp var einmitt í gildi áætlun sem byggðist á gjör- eyðingarhótuninni einni. Sú kenning gekk undir nafninu ,JLAD“ (Massive Assured Destruction) eða „gjöreyðingin". í þeirri áætlun fólst hins vegar ekk- ert mat á meiri hagsmunum eða minni og kjamorkuhótun var eina úrræðið sem fyrir hendi var, sama þótt hið pólitíska markmið væri augljóslega ekki virði gjöreyðing- arinnar. Þess vegna þótti áætlunin hálfgert brjálæði og skammstöfun- in ,>1AD“ engin tilviljun. Öll em þessi fræði nú orðin úrelt enda heimurinn breyttur. Hins vegar rifjast þessi sagnfræði óneit- anlega upp þegar horft er til mats sjálfstæðisforystunnar á því hvað séu flokkshagsmunir og hvað ann- ars konar hagsmunir. Þar virðist lítið gert með spuminguna um minni og meiri hagsmuni og eng- an varðar um fórnarkostnaðinn eða hvort úrræðin sem beitt er séu í einhverju samræmi við þau pólit- ísku markmið sem í húfi eru. í Hrafnsmálinu er valtað áfram með sömu gömlu „ég hefvaldið"- stefn- una og vissulega skilar það þeim árangri að forystan hefur sitt fram í bili. Gallinn er hins vegar sá að gagnvart flokkshagsmunum til lengri tíma hefur „MAD“-kenning- in verið valin. Með pólitískri kjam- orkusprengju er flokksgæðingi út- veguð staða og Hrafnsmálið verð- ur þannig, hvað fylgi varðar, að pólitískri gereyðingastefnu for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.