Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 24. apríl 1993 Garðar R. Árnason garðyrkjuráðunautur: Sjö káltegundir fyrir heimilisgarðinn Ýmsar káltegundir eru á meðal allra mikilvægustu matjurtanna hór á landi og má þar til dæmis nefna hvítkál, kínakál, blómkál og spergilkál. Enn aðrar káltegundir geta gefið skemmtilega til- breytingu I daglegu mataræði, þó svo að þær séu ekki ræktaö- ar hér I stórum stíl, til dæmis grænkál, hnúðkál, rauðkál og ró- sakál. Káltegundirnar eru orkusnauðar og bætiefnaríkar og eru þvi af mörgum taldar ómissandi í hrásalat dagsins. Káltegundimar eru af krossblómaætt og eru margar þeirra plássfrekar. Þær stórvöxnustu henta því síður þar sem ræktunarrýmið er takmarkað, til dæmis í litlum heimilisgarði. í gróður- húsi má einnig reikna með að plönt- umar verði blaðmeiri en utandyra. Þyrfti því bæði að takmarka tegunda- og plöntufjöldann þar sem ræktunar- svæðið er takmarkað. Við slíkar að- stæður mætti mæla með blómkáli, spergilkáli, kínakáli, grænkáli, hnúð- káli og/eða sumar- og toppkáli. Svipaðar uppeldis- og ræktunarregl- ur gilda fyrir flestar káltegundanna. Þær eru tiltölulega seinsprottnar að undanskildu kínakáli, grænkáli og hnúðkáli og þurfa því gott uppeldi fyr- ir útplöntun. Sáning beint á vaxtarstað kemur því ekki til greina, nema hugs- anlega fyrir hnúðkál og spergilkál. Algengur sáningartími er um miðjan apríl og algengur útplöntunartími er um og uppúr mánaðamótum maí- júní. Að undanskildu hnúðkáli er gróðursett tiltölulega djúpt og því dýpra sem plöntumar em teygðari. Af kvillum þarf einkum að gæta að kál- maðki og sniglum, auk rótarhálsfúa í uppeldi. 1. Hvítkál Hvítkál er mjög mikið ræktað hér á landi, enda ná fljótsprottin afbrigði oft- ast góðum þroska í flestum hémðum landsins. Hvítkál þrífst í öllum góðum og ffjó- sömum, vel framræstum jarðvegi. Hvítkál er meðal áburðarfrekustu mat- jurtanna og má oft reikna með um tólf til fimmtán kílóum af garðáburði á hundrað fermetra fyrir jarðvinnslu að vori. Auk þess er gott að gefa plöntun- um tvisvar til þrisvar dálítinn áburðar- auka á vaxtartímanum, til dæmis kalk- saltpétur eða Magna 1. Áburðarþörf hvítkáls er mest við hausamyndunina, einkum fyrir köfnunarefni og kalí. Þó skal varast að gefa of mikið köfnunar- efni, því þá verður blaðvöxturinn óeðli- lega mikill, hausamyndunin seinni til, hausamir lausari í sér og meiri hætta á að þeir springi. Ef ætlunin er að geyma kálið í lengri tíma, er mikilvægt að plöntumar skorti ekki kalí. Af hvítkáli er til fjöldi afbrigða, mis- jafnlega fljótsprottin. Sum afbrigðin eru mjög fljótvaxin, en hafa lítið geymsluþol. Þau seinvöxnu geymast Grænkál að öllu jöfnu þokkalega. Af bráðþroska afbrigðum (sumarkál) má nefha ,Gold- en Cross’, .Golden Acre’, .Ladi’, ,Tuc- ana’, .Ditmarsker Ega’, og fleiri Dit- marsker-afbrigði. Af seinsprottnari af- brigðum (haustkál) má nefna .Balbro’ og ,Játunsalgets sommerkál’, svo og ,Castello’ sem er mjög seinsprottið. Toppkál er smágert hvítkál með frekar lausvafna, keilulaga hausa. Það er ívið fljótsprottnara (7-10 dagar) en fljót- sprottnustu afbrigði sumarkáls. Topp- kál er ekki nærri eins plássfrekt og margt annað hvítkál og hentar því vel þar sem pláss er takmarkað. Óháð afbrigðum verður að forrækta plöntumar inni í um fimm til átta vik- ur við um 10-15“C til að þær nái þokkalegum þroska. Vaxtarrými plantna eftir útplöntun hefúr mikil áhrif á stærð hausanna, þannig að þeir verða því smærri sem þrengra er um plöntumar. Þar sem af- Klnakál brigðin eru misjafnlega blaðmikil, er vaxtarrýmið að nokkm háð afbrigðum. Varla er ráðlegt að planta þéttar en 40x40 cm fyrir sumarkál og 50x45 cm fyrir haustkál. Toppkál getur staðið svolítið þéttar eða 30-35x30-35 cm. Plöntumar em gróðursettar tiltölu- lega djúpt og því dýpra sem þær em teygðari til að draga úr hættunni á að þær velti um koll síðar meir. Við rækt- un utandyra má flýta fyrir uppsker- unni með því að breiða plast- eða akrýldúk yfir plöntumar fyrstu fimm til sjö vikumar. Gæta verður vel að hit- anum undir plasti á sólríkum dögum. 2. Rauðkál Rauðkál telst til höfúðkáls og einn helsti munurinn á því og hvítkáli er lit- ur blaðanna, sem er rauður eða blá- rauður, bæði á ytri og innri blöðum. Hvltkál Rauðkál er ræktað eins og hvítkál, en gerir meiri kröfur til hita og þarf því góð skilyrði til að skila þokkalegri upp- skem. Rauðkál er seinsprottið og þyrfti því dálítið lengra uppeldi en hvítkál. Plöntumar em því stærri við gróður- setningu en almennt gerist og þyrftu þær því stærri potta, að minnsta kosti á síðari hluta uppeldistímans, til dæm- is 10 cm potta. Að lokinni gróðursetn- ingu þarf að skýla plöntunum, a.m.k. fyrsta mánuðinn. 3. Grænkál Grænkál er ein harðgerðasta matjurt sem ræktuð er hér á landi og getur gef- ið uppskem í öllum hémðum. Þrátt fyrir nægjusemi sína er grænkál lítið ræktað, sem er miður, því það er mjög bætiefnaríkt, til dæmis af A- og B-vít- amínum. Grænkál er borðað bæði hrátt og soðið, til dæmis í jafninga, og ennfremur má frysta það. Við góðar aðstæður er hægt að sá grænkáli beint í beð utandyra. Ömgg- ara er þó að gefa plöntunum fjögurra til fimm vikna forræktun inni. Hæfi- legt vaxtarrými er um 50x35 cm. Þar sem grænkál myndar ekki hausa, má nýta blöð þess á hvaða þroskastigi sem er. Rétt er þó að bíða með að brjóta af neðstu blöðin þar til plönt- umar hafa myndað sex til átta blöð. Blöðin em síðan tekin jafnt og þétt framá haust og jafnvel vetur, því græn- kál þolir talsvert frosL 4. Blómkál Blómkál er einær planta. Áður en hún blómstrar myndar hún hvíta, kúpta hausa sem samanstanda af blómknöppunum og efri hluta blóm- leggjanna. Blómkál er mjög vinsælt til matar, bæði hrátt og matreitt á ýmsan hátt Plöntunum hættir stundum til að mynda Iitla örverpishausa („tú- kalla“) löngu áður en blaðvöxtur er nægilega mikill fyrir eðlilegan vöxt hausanna. Hér á landi er algengt að kuldi rétt efdr gróðursetningu valdi þessu. Ennfremur getur slfid orsakast af langvarandi hita og þurrkum. Rótarkerfi blómkáls er gmnnt og veikbyggt og þrífast plöntumar því best í hæfilega rakaheldum moldar- jarðvegi. Sé jarðvegurinn þurr, verður að vökva, því blómkál er viðkvæmt fyr- ir molybden- og bórskorti. Við molyb- denskort verða blöðin vansköpuð, blaðkan oftast lítil sem engin og hausamyndun misferst að miklu eða öllu leyti. Til að koma í veg fyrir skort mætti bera á 5-20 gr af ammóníum- eða natríummolybdati á 100 m2, eða vökva plöntumar með 1-2 gr af fyrr- nefndum áburði á fermetra fyrir út- plöntun. Við bórskort verður merg- hluti stöngulsins brúnleitur og á haus- ana koma dökkir, slepjaðir blettir. Til að koma í veg fyrir bórskort mætti gefa 150-250 gr af bóraxi á hundrað fer- metra. Þar sem blómkálsplöntur fara auðveldlega yfir í að mynda smáhausa, fái þær lágan hita fyrstu fiórar til sex vikumar, þarf að sá til plantna og for- rækta inni, gjaman við 16-20 gráður í fiórar til sex vikur. Af afbrigðum fyrir mjög snemmskoma uppskeru má nefna .Opaal’, ,Bravo’, Junal’ og ,Linda’ og fyrir seinskomari uppskeru ,White Top’, ,White Rock’, ,Montano’ og .Lateman’. Heppilegt er að vera með að minnsta kosti tvö mismunandi afbrigði í ræktun. Massey-Ferguson Mest selda dráttarvélin í Vestur-Evr- ópu. Bjóðum eftirtaldar gerðir: 362x2 62 ha. 390T x 4 92 ha. 362x4 62 ha. 399x4 102 ha. 375x2 70 ha. 3085 x 4 100 ha. 375x4 70 ha. 3115x4 115 ha. 390x2 80 ha. 3125x4 125 ha. 390x4 80 ha. 3065 x 4 85 ha. GOTT VERÐ OG GREIDSL UKJÖR Hafíö samband viö sölumenn okkar = sem veita nánarí upplýsingar. Ingvar Helgason hf. VÉLASALA Sævarhöföa 2, SIMI 91-674000. M-F — Óskavél íslenskra bænda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.