Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 24. apríl 1993 Flodders í Ameríku Flodders In Amerlka 0 Framlelðendur: Laurens Geels og Dlck Maas. Handrit og lelkstjórn: Dlck Maas. Aðalhlutverk: Huub Stapel, Nelly Frljda, Reni Van ‘t Hof, Tatjana Slmlc, Jon Pollto, Lou Landré og Lonny Prlce. Háskólabfð. Öllum leyfð. Það er nánast einsdæmi að hollenskar myndir séu sýndar á almennum sýningum í kvik- myndahúsum hérlendis. Eftir þessa reynslu af kvikmynda- gerð þar í landi er það kannski eins gott, því Flodders í Amer- íku er alveg stjarnfræðilega leiðinleg mynd. Þetta á að vera gamanmynd (svo það sé á hreinu), en húmorinn er á svo einstaklega lágu plani að manni verð- ur verulega bumbult af öllu saman. Ég efast stórlega um að krökkum á leikskólaaldri fyndist margt fyndið við þennan kjánaskap. Þeir einu, sem mögulega gætu haft gaman af þessari mynd, eru þeir sem aldrei hafa vaxið upp úr „kúk & piss“-húmorn- um. Söguþráðurinn er eins ófrumlegur og frekast getur verið og fyllt er upp í götin með berbrjósta konum, gubbi, hráka, hlandi og öðru „skemmtilegu". í alveg ótrú- lega stuttu máli segir af hinni fáránlegu Flodder-fjölskyldu sem send er til Ameríku í stað bandarískrar fjölskyldu, sem send er til Hollands, og er þetta þáttur í menningarsam- skiptum þjóðanna. Höfuð fjöl- skyldunnar er mamma, sem keðjureykir vindla og hrækir á allt og alla, en afgangurinn er fjögur misstálpuð börn og tengdasonur. Þau koma með pompi og pragt til New York, en vegna mistaka eru þau talin vera rússneskir læknar. Þau lenda í voða voða mörgum óskemmtilegum ævintýrum og tekst fljótlega að setja banda- rískt þjóðfélag á annan end- ann. Eftir því sem ég kemst næst hefur áður verið gerð mynd um þessa sömu fjölskyldu, og ég prísa mig sælan að hafa ekki séð þá mynd. Að horfa á svona rugl einu sinni er meira en nóg. Mynd- irnar um Lög- regluskólann (allar sex) eru hreint karnival við hliðina á þessari. Hollendingar eru frjálslynd þjóð sem getur verið stolt af mörgu, og þetta hlýtur að vera slæmt dæmi um kvikmyndir sem þeir framleiða. Það er auð- vitað ekkert sanngjarnt að dæma heila þjóð út frá einni lélegri mynd, en það er engu að síður einlæg von mín að kvikmyndaflóra Hollands geymi betri og vandaðri mynd- ir en þessa. Ef svo er ekki, vona ég innilega að þeir haldi sig við ræktun túlipana. örn Markússon fclM PAGBÓK Félag eldri borgara Sunnudagun Brídskeppni í Risinu kl. 13. Félagsvist kl. 14. Dansað f Goðheim- um kl. 20. Mánudagur: Opið hús í Risinu kl. 13-17. Norræna húsið Dagskrá Cautaborgarvikunnar, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, er í stór- um dráttum á þá leið að kl. 14 í dag verð- ur sýnd sakamálamyndin „Polisen och domarmordet". Aðgangur er ókeypis. Kl. 16 mun Garðar Cortes segja frá nýju tón- listarhúsi í Gautaborg. Á morgun, sunnudag, kl. 16 verður kvikmyndasýn- ing og fyrirlestur um Austurindíafarið Götheborg, í umsjón Görans Sundström. Um kvöldið kl. 20.30 verður vísnakvöld. Aðalleikarinn úr „Polisen och domarmordet", Stefan Ljungqvist, syngur sænsk lög við pfanóundirleik Curt- Eric HolmqvisL Á mánudagskvöld- ið kl. 20.30 flytur Gunnar Dahlström fyr- irlestur um háskólann f Gautaborg. Kjarvalsstaðir í dag, laugardaginn 24. apríl, verða opn- aðar fjórar sýningar í sýningarsölum Kiarvalsstaða. I vestursal opnar svning á verkum Daða Guðbjömssonar. Á sýningunni verða málverk sem unnin hafa verið undanfar- in ár. Þá verður opnuð sýning á höggmynd- um eftir Sæmund Valdimarsson. Verk hans hafa vakið athygli bæði innlendra og erlendra listunnenda og um þau hef- ur verið skrifað í blöðum og virtum tímaritum. í austursal opnar sýning á verkum eftir Svövu Bjömsdóttur. Á sýningunni eru pappírsskúlptúrar, sem unnir eru á und- anfömum árum. Þrjár ofantöldu sýningamar standa fram til 16. maf. Ljóðasýningar Kjarvalsstaða, sem unn- ar em f samvinnu við Rfkisútvarpið, hafa verið fastir liðir á dagskrá safnsins og vakið mikla athygli. í dag verður opnuð sýning á ljóðum eftir Lindu Vilhjálms- dóttur. Linda (f. 1958) hefur sent frá sér tvær Ijóðabækur. Náttúrulýsingar og sviðsmyndir í ljóðum hennar eru oftast litríkar og gjaman með ýkjum og ævin- týrabrag. Mannfólkinu er ofið inn f nátt- úrufyrirbærin þannig að úr verður yfir- náttúrleg tilverumynd. Gospel-tónleikar í Hafnarfirói Kór Flensborgarskóla hefur ákveðið að halda aukatónleika á hinum stórgóðu af- ró-gospel-tónleikum sem haldnir voru þann 2. apríl sl. Þá komust færri að en vildu og vegna mikillar eftirspumar verða tónleikamir endurteknir f Menn- ingarmiðstöð Hafharfjarðar, Hafnarborg, sunnudaginn 25. apríl kl. 21. Guöný og Peter með tónleika í Ópenmni Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Maté píanóleikari koma fram á tónleikum í íslensku óperunni þriðju- daginn 27. apríl. Á efriisskránni verða verk eftir Ludwig van Beethoven, Hafliða Hallgrímsson, Giuseppe Tártini, Pjotr Tsjajkovsky og Pablo Sarasate. Tónleik- amir eru haldnir á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar og hefjast kl. 20.30. Ferðafélag Islands Laugardagur 24. apríl kl. 13: Elliðavatn- Elliðaárdalur- Skógræktarstöðin. Mæt- ing við Skógræktarstöðina í Fossvogi. Rúta upp að EUiðavatni og gengið um Elliðaárdal og Fossvogsdal. Verð 200 kr. Kl. 14, 14.30 og 15: Skoðunarferðir um Reykjavík. Hver ferð tekur hálftíma. Mæting í rútu við Perluna. Ekkert þátt- tökugjald. Takmarkað pláss. Sunnudagur 25. apríl kl. 14: Fjölskyldu- og skógarganga í öskjuhlfð. Ekkert þátt- tökugjald. Mæting við anddyri Perlunnar kl. 14. Dagsferðir á sunnudag: 1. Kl. 10.30 Kal- manstjöm-Staðarhverfi (gömul þjóð- leið). Verð 1200 kr. 2. Kl. 10.30 Skíða- ganga. Bláfjöll-Vatnsskarð. Verð 1100 kr. 3. Kl. 13 Háleyjabunga- Reykjanes. Verð 1200 kr. Brottfór í sunnudagsferðir 1-3 frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Frítt fyrir böm í fylgd full- orðinna. / ÞT7TAFFH/M,HFJD/(F}F ' VjgOtÐ, SEMÞ/Ð HAF/Ð Ú7TAST SAMANSAFHSAFHH^FJSHiqJHM PCD " SFM STJÓRNUÐMHDNHM, ÞF/Fit/CHStR AÐHJATM WKAR 6743. Lárétt 1) Hljóðfæri. 6) Klukku. 8) Slæ. 9) Brún. 10) Gufu. 11) ÆtL 12) Þjálfa. 13) Vond. 15) Kosið. Lóörétt 2) Land. 3) Gramm. 4) Launmál. 5) Hóp. 7) Kvöld. 14) Tveir eins. Ráöning á gátu no. 6742 Lárétt 1) Nykur. 6) Rám. 8) Veð. 9) Sko. 10) Lóa. 11) Nei. 12) Mör. 13) Nái. 15) Ágang. Lóörétt 2) Yrðling. 3) Ká. 4) Umsamin. 5) Ávani. 7) Kotra. 14) Áa. Kvöld-, natur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavfk fri 23. tll 29. aprfl I Áituejar apótekl og Laugamee apótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna fri kl. 22.00 að kvöldl tll Id. 9.00 aö morgnl vlrka daga en kl. 22.00 i sunnu- dögum. Upplýsingar um læknls- og tyfjajrjónustu eru gefnar I sima 18888. Neyóarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórtiátiöum. Slmsvari 681041. Hafnarflöróun Hafnarfjaröar apótek og Noröurtræjar apó- tek enr opin á virkum dögum frá U. 9.00-18.30 og tj skipös annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-1200. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akursyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búöa. Apótekin skiptast á slna vikuna hvort aö sinna kvöld-, nastur- og helgidagavörslu- A kvöldin er opiö I því apóteki sem sér um þessa vörsiu, ti Id. 19.00. A helgidögum er opiö frá U. 11.00-1200 og 20.00- 21.00. A öðrum Umum er lyQafræöingur á bakvakt Upplýs- ingar em gefnar i sima 22445. Apótek Keflavlkur Opiö virka daga frá U. 9.00-19.00. Laugard., heigidaga og aimenna fridaga U. 10.00-1200. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá U. 8.00- 18.00. Lokaö i hádeginu mlli U. 1230-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö S U. 18.30. Opiö er á laug- ardögum og sunnudögum H. 10.00-1200. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga ti U. 18.30. A laugard. U. 10.00-13.00 ogsunnud. U. 13.00-14.00. Garöabær Apótekið er opiö rúmheiga daga U. 9.00-18.30, en laugardaga U. 11.00-14.00. 23. aprfl 1993 kl. 9.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar........62,870 63,010 Steríingspund...........98,115 98,333 Kanadadollar............49,788 49,899 Dönsk króna............10,2990 10,3219 Norsk króna.............9,3251 9,3459 Ssnsk króna.............8,5443 8,5634 Flnnskt mark...........11,3967 11,4221 Franskur franki........11,6913 11,7173 Belgiskur franki........1,9182 1,9225 Svissneskur frankl ....43,5147 43,6116 Hollenskt gyllini......35,1337 35,2119 Þýskt mark.............39,4763 39,5642 Itölsk lira............0,04161 0,04170 Austurrískur sch........5,6121 5,6246 Portúg. escudo..........0,4234 0,4244 Spánskur pesetl.........0,5367 0,5379 Japansktyen............0,56888 0,57015 Irskt pund..............96,267 96,481 SérsL dráttarr.........89,2547 89,4534 ECU-Evrópumynt.........77,0818 77,2534 HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. april 1993. Mánaðargreiðslur Elli/örtxkulífeyrir (grunnlifeyrir)....... 12.329 1/2 hjónalifeyrir........................ 11.096 Full tekjutrygging ellilifeyrisþega....... 22.684 Full tekjutrygging örorkuilfeyrisþega.......23.320 Heimilisuppbót..............................7.711 Sérstök heimilisuppbót.......................5.304 Bamallfeyrir v/1 bams..................... 10.300 Meðlag v/1 bams........................... 10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1bams................ 1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama...............5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða...............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur12mánaða .............11.583 Fullur ekkjulífeyrir........................12.329 Dánaibætur 18 ár (v/slysa)................ 15.448 Fæðingarstyrkur.............................25.090 Vasapeningarvistmanna..................... 10.170 Vasapeningar v/sjúkratryggirrga____________ 10.170 Daggreiöslur Fullir fæðingardagpeningar...................1.052 Sjúkradagpeningar einstaklings...............52620 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklirtgs..............665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.