Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. apríl 1993 Tíminn 11 RÆKTAÐU EIGIN GRÆNMETI í GARÐINUM: IkmiImiIIo Ingvar I 1 = l Helgason hf. vélasala ■r SævarhÖfða 2, SÍMI 91 -674000. Hreðkur Hreðkur eru af krossblómaætt og greinast í tvo meginflokka: sumar- hreðkur og vetrarbreðkur. Sumar- hreðkur, eða radísur, eru algengari hér á landi, en þær eru mjög auð- veldar í ræktun og geta skÚað upp- skeru eftir einn mánuð við bestu skilyrðL Radísumar eru einærar, smágerðar og hnúðamir em mismunandi að lögun og lit eftir afbrigðum, en oft- ast rauðleitir að ofan en hvítir að neðan. Þær þola nokkurt næturfrost og ná þroska nánast hvar sem er. Hreðkur þrífast best í gljúpum og frjósömum moldaijarðvegi. Mikil- vægt er að jarðvegurinn sé ekki of þurr, vegna þess hve rótarkerfi þeirra nær stutt niður í moldina. Þess vegna er nauðsynlegt að vökva beðin á þurrkatímum. Radísumar em ekki áburðarfrekar og þurfa nán- ast engan áburð í frjósamri jörð. Alla jafna er mælt með u.þ.b. 5 kílóum af áburði á hverja 100 fermetra. Hreðk- um er hætt við bórskorti og þess vegna gott að gefa 100-150 grömm af bóraxi á sama fermetrafjölda fyrir sáningu. Mælt er með því að sá hreðkum f raðir, með um 10-20 sen- tímetra á milli raða og 2-3 sentím- etra á milli plantna. Ekki má sá of djúpt. Mátuleg sáðdýpt er 1-1,5 sen- tímetri. Vegna þess hve hreðkur em fljótsprottnar er ágætt að sá nokkr- um sinnum og þá á smáa bletti í senn, en það tryggir að stöðugt em til nýjar hreðkur fram á hausL Séu þær ræktaðar undir plasti utandyra, má hefja fyrstu sáningu í byrjun maí og enda þá síðustu í lok júlí. í plast- húsi án upphitunar má hefia sán- ingu um miðjan apríl. Það kemur fýrir að kálmaðkur sé til vandræða í hreðkum. Vegna þess hve vaxtartíminn er stuttur er ekki mælt með eiturefnum, en til að forðast maðkinn má breiða þéttan acryldúk yfir beðin. Ef púpur em ekki til stað- ar f moldinni, getur þetta haldið kálflugum frá plöntunum. Hreðkumar em tiltölulega næring- arsnauðar. Þær em góðar á bragðið og em oft borðaðar hráar beint úr garðinum, en einnig em þær vinsæl- ar í salöt og grænmetisrétti. Geymsluþol hreðkna er takmarkað. -ÁG Rauörófur Rauðrófur eru af hélunjólaætt, tví- ærar jurtír, en ræktaðar sem einærar. Þær hafa ekki verið rækt- aðar hérlendis í miklum mæli, en meginástæða þess er að þær eru hitakærar og á mörkum þess að gefa hér uppskeru við sáningu í óupphitaða jörð utandyra. Það er nánast nauðsynlegt að for- rækta rauðrófur innandyra í nokkr- ar vikur, líkt og kál. Á þessum tíma er forræktun orðin of sein og þess vegna best að kaupa þessar plöntur í gróðrarstöðvum. Þá er mikilvægt að sá þeim í volga jörð, sé sáð í kalda jörð er hætta á að plöntumar blómstri og þá tréna rætumar í stað þess að safna í sig forða. Gera má ráð fýrir að um 2 grömm af fræi þurfi til þess að fá um 100 góðar plöntur. Fræið spírar létti- lega á 6-8 dögum við stofuhita. Eft- ir 5-6 vikna forræktun er upplagt að gróðursetja rauðkálið úti í byrj- un maí. Æskilegt bil á milli raða er 25 sentímetrar og heppilegt bil á milli plantna er 10 sentímetrar. Ef ekki er gróðursett í óupphituð plasthús, er nauðsynlegt að skýla plöntunum með plastdúk fýrstu vikumar. Það er nauðsynlegt að vökva beðin vel í þurrkum. Áburðarþörfin er svipuð og hjá gulrótum, eða um 10 kg af alhliða garðáburði á hverja 100 fermetra, og einnig er gott að gefa 100-150 gr af bóraxi á sama fermetrafjölda. Þá er æskilegt að gefa plöntunum köfnunarefnis- og kalíríkan áburðarlög einu sinni eða tvisvar um miðjan júlf. Þegar rauðrófúr eru teknar upp, á að skera blöðin rétt ofan við rótar- háls, en ekki má skera í rætumar sjálfar, því þá „blæðir" þeim. Af- brigði, sem mælt er með hérlendis, eru .Egyptisk flatrund’, er myndar flathnöttóttar rætur og ,Röd valse’ og .Formanova’, sem eru með síval- ar rætur. Kjörhitastig við geymslu er 0 gráður og heppilegt er að loft- rakiséhár. ÁBURÐARDREIFARAR Áratuga reynsla á íslandi Nú innifalið í verði: Vökvastýríng úr ekilssætí á stillingu á áburðarmagni, opnun og lokun. Sigti til að hreinsa firá köggla og aðskotahluti. * Hleðsluhæð 92 ctn. * Skálarbreidd 179 cm. * Dreifibreidd allt að 18-20 m. * Dreifibúnaöurínn er aflúttaksdrífinn gegnum lokaðan gfrkassa, sem er með öryggiskúplingu, sem gefur stöðugan hraða við allar aöstæður. * Dreifibúnaöur allur úr ryðfríu stáli með 8 dreifispjöldum f mismunandi lengdum. * Áburðarkassi er bæði á lömum og aftakanlegur, sem auðveldar ásetningu á þrítengibeisli. * Hefur færanlegan neöri festipinna, þannig aö hægt er að setja hann á allar gerðir dráttarvéla fyarðoj0 á fsiandi GUMMIVINNUSTOFAN HF RÉTTARHÁLSI 2, S.814008 & 814009 SKIPHOLT 35, S. 31055 8t 30688 -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.