Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. apríl 1993
Tfminn 9
Umberto Bossi, leiötogi Lega Nord, eina flokksins þarlendis sem hefur byr í seglin.
Ungar stúlkur hylla einn dómaranna, sem nú eru þjóðhetjur Itala.
menntamenn í þeirri tékkóslóv-
akísku. Lögmenn og dómarar eru
sú starfsstétt, sem borið hefur
uppi sóknina gegn spillingunni.
Þeir eru því hetjur dagsins í aug-
um almennings, sem greinilega
telur að tími sé kominn til gagn-
gerra breytinga. Til þess bendir
að í þjóðaratkvæðagreiðslu um
síðustu helgi greiddu yfir 80%
þeirra, sem á kjörstað fóru, at-
kvæði með því að núverandi
kosningakerfi, sem er hagstætt
smáflokkum, verði aflagt. Líklegt
er talið að í staðinn komi ein-
menningskjördæmi að bresk-
franskri fyrirmynd.
Ekki eru allir á einu máli um
ágæti þeirrar nýjungar. Einhverj-
ir giska á að einmenningskerfið
muni að vísu leiða til þess að
þingmenn verði óháðari flokkum
sínum en fyrr, en hinsvegar sé
hætt við að þeir verði í staðinn
háðir stórlöxum í kjördæmum
sínum, á Suður-Ítalíu þá helst
mafíuguðfeðrum. Enn segja
sumir að þetta kunni að leiða til
þess að Ítalía detti sundur í
þrennt: norðurhluta undir stjórn
Norðlendingabandalags (Lega
Nord), miðhluta undir stjórn
vinstriflokka og suðurhluta und-
ir stjórn kristilegra demókrata —
og mafíuhópa.
Tvær þjóðir?
Sá möguleiki gæti verið nálæg-
ari en einhverjum kann að virð-
ast í fljótu bragði. Hið núverandi
ríki Ítalía varð ekki til fyrr en eft-
ir miðja s.l. öld. Þá hafði það
svæði, sem nú er þetta ríki, ekki
verið undir einni stjórn frá því
um miðja 6. öld. Norðurhluti
þess var í gegnum aldirnar í nán-
um samböndum við lönd handan
Alpa (Austurríki, Frakkland
o.s.frv.) og varð þeim nokkuð
samferða í heildarþróun hugar-
fars og menningar. Sambönd
Suður-Ítalíu voru hinsvegar ekki
síst og lengi mest við Spán, Balk-
anskaga og Norður- Afríku. Þar
að auki var Suður-Ítalía með Sik-
iley frá 12. öld til sameiningar
Ítalíu á 19. öld lengst af ein ríkis-
eining, ýmist sjálfstæð eða undir
erlendum yfirráðum. íbúar ríkis
þessa, sem gekk undir nöfnum
eins og Napólíríki og Sikileyjar
báðar, voru lítt hrifnir af samein-
ingunni við Norður- og Mið- ítal-
íu; má raunar vera að þeir hafi
litið á hana sem undirokun er-
lendis frá. Það er sem sé engan
veginn víst að Suður-ítalir hafi
þá almennt litið á sig sem sömu
þjóð og Norður-ítali (og gagn-
kvæmt) og ekki einu sinni víst að
þeir séu farnir til þess enn. Þetta,
ásamt með rótgrónum hefðum
aftan úr forneskju, á mikinn þátt
í því hve lífseigar mafíurnar hafa
reynst. Hvað sem fólki á Suður-
Ítalíu og Sikley kann að finnast
athugavert við mafíurnar, hafa
þær það gildi í augum þess að
þær eru suðurítalskar og siki-
leyskar og raunar áhrifamestu
suðurítölsku og sikileysku aðil-
arnir sem verið hafa við lýði í
meira en öld. Sá sem þetta ritar
hefur oftar en einu sinni hitt
Norður-ítali, sem ekki mega
heyra minnst á að þeir séu taldir
vera af einni þjóð og Suður- ítal-
ir.
Með hliðsjón af þessu er ekki
víst að Lega Nord harmaði mjög
að Ítalía, ríki sem ekki er nema
rúmlega 130 ára gamalt, leystist
upp. Flokkabandalag þetta, sem
kannski hefur nú um þriðjung
Norður-ítala á sínu bandi, komst
á blað f stjórnmálunum með því
að beita sér fyrir sérhagsmunum
norðurlandsins. Duglegir og
iðjusamir Norður-ítalir, segir
Lega Nord, vinna fyrir ofurút-
blásnu skrifstofubákni stjórnar-
innar í Róm og Suður-ítölum
með allri þeirra óráðsíu og ma-
fíuskap. Ekki fer á milli mála að
Lega Nord átti talsverðan þátt í
því að farið var að fletta ofan af
spillingunni. Það byrjaði einmitt
fyrir alvöru í Mflanó, mestu borg
norðurlandsins.
Skipting
spillingarköku
Svo er að heyra á mönnum,
kunnugum á Ítalíu, að af öllum
stjórnmálaflokkum þar sé nú
Lega Nord sá eini, sem hafi byr í
seglin. Harðar atlögur stjórn-
málasamtaka þessara gegn spill-
ingu gömlu flokkanna og barátta
fyrir hagsmunum norðlendinga
eru efalítið aðalástæður til þess.
Fylgi virðist Lega Nord draga til
sín frá gömlu flokkunum öllum.
Um heildarsvip flokks þessa eða
flokkabandalags segir áður-
áminnstur Martin Jacques að það
minni í senn á pólsku Samstöðu,
Slóveníu (sem sleit sig frá Júgó-
slavíu fyrst lýðvelda þar) og Le
Pen.
Reikna má með að smáflokkar
ýmsir þurrkist út með tilkomu
nýs kosningakerfis og sumra mál
er að kristilegir demókratar og
sósíalistar eigi sér ekki heldur
viðreisnar von. Svo mjög hafi
þeir sett ofan við allar afhjúpan-
irnar. Langflestir forustumenn
þeirra séu dæmdir úr leik af þeim
sökum og tekið geti tímann sinn
að koma upp nýjum sem von sé
til að kjósendur taki mark á.
Afhjúpun spillingarinnar hefur
ekki aðeins gert flokka þessa
ærulausa í augum almennings,
heldur og haft í för með sér fyrir
þá gífurlega rekstrarörðugleika.
Flokkarnir voru reknir með fjár-
magni, sem spillingarkerfið út-
hlutaði þeim, og þar sem það
kerfi er nú lamað, fá flokkarnir
enga peninga þaðan lengur.
Flokkssjóður kristilegra demó-
krata er tómur og um fimmtungi
starfsliðs flokksins hefur verið
sagt upp f sparnaðarskyni. Sósíal-
istaflokkurinn er sagður gjald-
þrota í raun.
Fyrir Lýðræðislega vinstri-
flokknum, eins og kommúnista-
flokkurinn heitir nú, blæs ekki
heldur byrlega. Hann var að vísu
ekki eins mikið í spillingunni og
hinir, enda tilvistarréttlæting
kerfis þess sem spillingin var
samofin að halda kommúnistum
utan þess. A.m.k. síðustu árin var
þessi útilokun kommúnista
/vinstrilýðræðissinna þó ekki al-
ger á Norður-Ítalíu, þar sem þeir
hafa lengi ráðið miklu í borgar-
og héraðsstjórnum. í Mflanó var
spillingarkökunni þannig skipt af
nákvæmni meðal helstu flokka
þar í borg. Sósíalistar, valdamesti
flokkurinn þar, fengu helming-
inn, en hinum helmingnum var
skipt jafnt á milli kristilegra
demókrata og vinstrilýðræðis-
sinna.
Gröfueigendur
Dýptarmælir fyrir gröfur
Dýptarmælinn má nota við beltis-, hjóla- eða trakt-
orsgröfur. Mælirinn sýnir dýpt skóflunnar upp á
sentimeter. Þú sparar tíma, fyrirhöfn og fyllingarefni.
Mælirinn nýtist vel við skurðgröft með eða án halla,
við gröft húsgrunna og við að slétta plön í rétta
hæð. Hann hentar afar vel í slæmu skyggni, vondu
veðri og foræði.
Við höfum fyrirliggjandi örfá tæki til afgreiðslu strax.
Mælirinn er íslensk uppfinning.
Leitið nánari upplýsinga í síma 91-683675.
ÍSLENSK TÆKI,
Grensásvegi 13, Reykjavík.
HANKMO
HNÍFAHERFI
ÁVINNSLUHERFI
Viðurkennd
hlekkjaherfi
2 stærðir fyrirliggjandi
Breidd Þyngd
2,90 m 152 kg
3,50 m 179 kg
Hafið samband við sölumenn okkar,sem
gefa allarnánari upplýsingar.
jJjBO Ingvar
i = = f Helgason hf- vélasala
— Sævarhöfða 2
SÍMI 91-674000
ii 1111111
^nfélin SpoHUnb
Súðarvogi 18 Knarrarvogi 2
Sími 91-685128 Fax 91-685119
kini|mc varahlutir í flestar
GERÐIR VÉLSLEÐA
YAMAHA VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
Vélhjól, vélsleðar, utanborðsmótorar o.fl.