Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 24. aprfl 1993 Blómlegt söng- líf í Skagafirði Frá Guttorml Öskaresyni, fréttaritara Tfmans I SkagaflrðL Kóra- og sðngstarf í Skagaflrði hefur verið mikið og gott í vetur. Kariakórinn Heimir undir söng- stjóm Sólveigar S. Einarsdóttur og Rökkurkórinn undir söng- stjóra Sveins Áraasonar hafa haldið tónleika í Niðgarði, á Sauð- árkróki og Hofsósi en hafa auk þess farið í söngferðir norður í Eyjafjörð. Undirleikarar með karlakómum Heimi hafa verið Thomas Higger- son og Jón St Gíslason. Einsöngv- arar eru Álftagerðisbræður, þeir Pétur og Sigfus Péturssynir og Einar Halldórsson. Thomas Hig- gerson leikur einnig með Rökkur- kómum en einsöngvarar með hon- um em Sigurlaug Maronsdóttir og Hjalti Jóhannsson. Undirtektir hafa verið mjög góðar og aðsókn að söngmótum frábær. Nú síðasta vetrardag var Kirkju- kór Sauðárkróks með tónleika á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju. Söngstjóri og undirleikari var Rögnvaldur Valbergsson. Ein- söngvarar með kómum vom J6- hann Már Jóhannsson, Ólöf Ás- bjamardóttir, Ólöf Harðardóttir og Guðmundur Ragnarsson. Það ný- mæli var á söngskránni að nýstofh- aður kvartett, sem enn hefur ekki hlotið nafn, kom fram f fyrsta sinn. Kvartettinn skipa þeir Jóhann Már Jóhannsson, Guðmundur Ragn- arsson, Magnús Sigmundsson og Jón Gunnlaugsson. Söng þeirra félaga var forkunnar- vel tekið og vom þeir kallaðir fram til að syngja aukalög. Nú bfða menn spenntir eftir því hvenær þessir söngglöðu félagar láta f sér heyranæsL Offramboð á amfetamíni J’að hefur verið offramboð á amfetamfni síðustu tvö árin,“ segir Ólafúr Guðmundsson, fulltrúi í forvamardeild lögreglunnar f Reykjavík en nýlega handtóku tollverðir í Keflavík 35 ára gamlan Hollending með hátt í eitt og hálft kfló af amfetamíni sem álitið er vera hátt í 20 milljóna virði. Amfetamín hefur verið viðvarandi á íslenskum ffkniefnamarkaði undanfarinn áratug að sögn Ólafs og heldur aukist en hitt Hann segir að amfetamfn sé verk- smiðjuframleitt örvandi efni sem virki ekki ósvipað og kókaín. „Það dregur úr öllum fmmþörfum eins og hungm, þorsta, kvíða, þreitu o.s.frv. Þegar víman hverfur kemur þunglyndið strax þannig að menn sem em þunglyndir hressast en sfðan verður þunglyndið verra á eftir," segir ólafur m.a. um virkni þessa efnis. -HÞ Árið 1992 var mjög gott vatnsár í vatnsbúskap Landsvirkjunar: Þórisvatn fylltist tvisvar í fyrra Þórísvatn fylltist tvisvar í fyrra sem hefur aldrei gerst áöur. Venjan er sú að vatnsboröiö nál hámaríd yfir sumarmánuðina. (fyrra voru hins vegar toppamir í vatnsboröinu tveir. Sá fyrri var (lok febrúar. Ástæöan fýrír þessu voru einstaklega miklar rigningar í fýrravetur. Árið 1992 var mjög gott vatnsár. Ársúrkoman í Reykjavfk mældist 1.012 mm sem er um 27% yfir meðallagi. Ársúrkoman á Akureyri mældist 648 mm sem er um 32% meira en f meðalári. Þessi mikla úrkoma skilaði sér f góðu vatns- rennsli í jökulám. Þórisvatn, sem er aðal uppi- stöðulón fyrir raforkuvirkjanir í Þjórsá, fylltist Ld. tvisvar í fyrra sem er einstakt. Það er venja að vatnsborðið nái hámarki á vor- og sumarmánuð- um. í fyrra gerðist það að vatns- borðið steig um heila þrjá metra á einum mánuði frá miðjum janúar til miðs febrúar og náði þar með svipaðri hæð og yfir sumarmánuð- ina. Hin háa vatnsstaða f janúar og febrúar segir meira en mörg orð um tíðarfar vetrarins 1991- 1992. Vegna hárrar stöðu Þórisvatns vorið og sumarið 1992 rann mikið vatn framhjá Þórisvatni eða 992 gfgalftrar. Innrennsli í Þórisvatn var 1.018 gígalítrar í fyrra en það er minnsta innrennsli f vátnið síð- an Kvíslárveita var tekin í notkun. -EÓ Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður alþýðuflokksmanna, spáir sameiningu Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags um næstu aldamót: Segir að ágreiningsmálum A-flokkanna fari fækkandi Össur Skarphéöinsson, fbrmaöur þingflokks Alþýðuflokksins, telur að hugmyndafræðilegur ágreiningur Alþýðuflokksins og Alþýöubandalags- ins sé srfellt aö mínnka. Yfirlýsingar Óiafs Ragnars Grímssonar, for- manns Alþýöubandalagsins, um Nató séu enn ein staðfesting á þvf. össur segist telja aö i nánustu ftamtiö muni A- flokkamir heQa viðræður um samvinnu eöa sameiningu. .Jlaunverulegur hugmyndafræðileg- ur ágreiningur með flokkunum hefur minnkað með árunum. Það sést t.d. á því að Alþýðubandalagið hefur á síð- ustu þremur til fjórum árum verið að færa sig mjög til frjálslyndisáttar í efnahagsmálum, þ.e. nær þeim við- horfum sem Alþýðuflokkurinn hefur haft. Þar með hefúr verulegum ásteyt- ingarsteini verið rutt úr vegi,“ sagði Össur og tók fram að hér horfði hann framhjá öllu dægurþrasi sem ágrein- ingi veldur í pólitík. össur sagði að f þessu sambandi hefði verið athyglisvert að fylgjast með umræðum í þinginu í vetur um einkavæðingu og breytingu ríkisfyrir- tækja í hlutafélög. Það væri alveg greinilegt að þingmenn Alþýðubanda- lagsins væru að mildast f andstöðu við hugmyndir um einkavæðingu. Þetta væri sérstaklega áberandi hjá sumum af yngri þingmönnum flokksins. Þeir hefðu td. sagt að ekkert væri athuga- vert við að gera ríkisfyrirtæki að hlutafélögum. Sömuleiðis hefði ólafur Ragnar, f rit- gerð um efnahagsmál sem hann dreifði á Alþingi í vetur, lýst stuðningi við þjónustugjöld. össur sagði hann tala þar um nauðsyn þess að auka sér- tekjur ríkisfyrirtækja. „Hvað er þá eft- ir af djúpum hugmyndafræðilegum ágreiningi? Það er Nató og herstöðin. Nú hefúr Ólafur Ragnar komið fram með þessi viðhorf sín til Nató og það er alveg ljóst að viðbrögð annarra for- ystumanna í Alþýðubandalagi hafa ekki verið mjög hörð. Ég dreg því þá ályktun að á einhverjum tíma, kannski tveimur árum, verði þessi skoðun Ólafs Ragnars smám saman viðhorf Alþýðubandalagsins. Maður veltir þess vegna því fyrir sér hvað það sé sem greinir flokkana að. Ég tel að aðgreining þeirra hafi verið sögulegt slys. Ég held að smám saman séu að skapast forsendur til að leið- rétta það slys. Ég held að þróunin sé í þá átt, hvað sem líður hörðum ágrein- ingi um dægurmál. Menn hljóta í nán- ustu framtíð að fara að ræða aftur í fullri alvöru hvað það er sem ber á milli þessara flokka. Mér sýnist að leiðir þeirra hljóti að liggja saman, eigum við að segja svona upp úr alda- mótunum?" sagði Össur. -EÓ Kariakór Reykjavíkur. PERSONULEG FERMINGARGJOF Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur: Sex tónleikar með fjöl breyttu efni • Fram yfir fermingar bjóðum við sérstakt verð. • Áletrun og sendingar- gjald innifalið. • Stuttur afgreiðslufrestur. Ath. Sama verð hjá okkur og öllum þeim verslunum sem selja vöru okkar hvarvetna á landinu. 01 BORGARFIRÐI EYSTRA SÍMI 97 - 2 99 77 B Fyrstu styrktaifélagatónleikar Kariakórs Reykjavíkur á þessu vorí veröa f Víöistaöakirkju í Hafnarfiröi á morgun, sunnudag 25. apríi kl. 17. Síö- an heldur kórínn fema tónleika til viöbótar i Reykjavik og eina i Vik í Mýrdal. í efnisskrá samsöngva Karlakórs Reykjavíkur sameinast íslensk karlakórahefð og nýjar áherslur í starfi kórsins. Sungin verða sígild karlakóralög, óperukórar, kirkjulegir kórar, negrasálmar og fleira, þar á meðal tvö lög eftir Pál ísólfsson sem hefði orðið 100 ára á þessu ári. Þá flytur kórinn einnig lög úr austur- vegi, t.d. bráðskemmtilegt lett- neskt þjóðlag, en kórfélagar telja sig eiga taugar austur til Lettlands eftir ógleymanlega heimsókn þangað sl. haust. Samsöngvar Karlakórs Reykja- víkur á þessu vori verða fleiri en oftast áður. Á morgun kl. 17 verð- ur sungið í Víðistaðakirkju sem fyrr segir og á mánudagskvöld kl. 20.30 í Neskirkju. Þá verða tónleikar í Langholts- kirkju miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöld kl. 20.30 og á laugardag kl 17. Karlakór Reykjavíkur skipa nú 57 söngmenn. Einn þeirra, Sigmund- ur Jónsson tenór, syngur einsöng með félögum sínum á vortónleik- unum en auk hans syngur einsöng Sigurður Skagfjörð Steingrímsson bassi. Undirleilári er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Stjómandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson. Starfsári Karlakórs Reykjavíkur lýkur í íslensku óperunni sunnu- daginn 16. maí nk. með heiðurs- samsöng fyrir Pál Pamplicher Pálsson sem var aðalstjómandi kórsins um aldarfjórðungsskeið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.