Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 14
14Tíminn Laugardagur 24. aprfl 1993 Magnús Ágústsson ylræktarráðunautur: Garöurinn Val á garðstæði getur ráðið nokkru um hver uppskeran verður að hausti. Garðar sem halla í suður eða suðvestur og eru í nokkuð góðu skjóli veita betri skilyrði og lengri vaxtar- tima. Margir teija að einungis sé hægt að rækta kartöflur í sendnum jarðvegi en moldar- jarðvegur í vel framræstu landi hentar ágætlega þó svo að erflð- leikar geti komið upp í rigninga- tíð. Forspúrun Nú eru flestir búnir að koma útsæð- inu í forspírun á bjartan stað (eða und- ir ljósi við 10-15 gráður f fjórar til sex vikur). Fjöldi spíra segir til um fjölda og stærð kartaflna. Lffeðlisfræðiiegur aldur ræður hér mestu um þannig að þvf lengur sem forspírun varir þvf færri og stærri verða kartöflumar og þeim mun fyrr kemur uppskeran. Sama gildir um stærðina; smáar kart- öflur gefa færri spírur en stórar. Æski- leg stærð útsæðis er talin fjörutíu til fimmtíu grömm. Best er að hafa útsæðið f grunnum rimlakössum úr tré eða plasti. For- spírun eykur öryggi ræktunarinnar verulega með því að stytta vaxtartím- ann en við það næst Ifka að upp koma betur þroskaðar kartöflur sem þola betur upptöku og sjúkdóma. heilbrigt útsæði er mikilvægt ef ræktunin á að takast vel. Algengir sjúkdómar eru blöðrukláði en hann getur dregið úr spírunarhæfni útsæðiskartaflnanna og gerir kartöflunar lítt fagrar. Blöðru- kláði veldur einnig þurrrotnun sem orsakar skemmdir við geymslu. Þeir sem eiga gott útsæði ættu að halda uppá það og forðast að kaupa útsæði af óþekktum uppruna vegna hættunnar á nýjum sjúkdómum. Niðursetning og áburðargjöf. Sett er niður þegar jarðvegurinn er orðinn sæmilega hlýr (æm.k. 6 gráð- ur). Dýptin fer eftir jarðvegsgerð. gefa viðbótaráburð á vaxtartíman- um en þar er hægt að miða við 2,5 kfló af tilbúnum áburði á hverja 100 fermetra. Ef notaður er búfjáráburð- ur er mikilvægt að hann sé mork- inn; annars er hætta á að gulræt- umarverði greinóttar. Aðal vaxtartími gulróta er seinni- partur sumars. Þær bæta mestu við sig í þyngd á síðustu vikunum og þess vegna er mikilvægt að leifa þeim að vaxa eins lengi og veðurfar leyfir. Ekki er að búast við uppskeru af ræktun utandyra fyrr en í byrjun ágúst. -ÁG. Þannig er sex til átta sm. dýpt hæfileg í sandgarði en grynnra, fjórir til fimm sm., í moldarjarðvegi. Algengt bil milli raða er 60 sm. og milli kartaflna 25-30 sm. Óhófleg áburðargjöf tíðkast alltof víða hér á Iandi, jafnt í kartöflurækt sem annars staðar. Við það rýma gæði kartaflnanna verulega, þurrefni minnkar og bragðgæði verða minni. Of mikið köfnunarefni eykur grasvöxt- inn svo að plöntumar ná mönnum í mittishæð en kartöflumar láta á sér standa. Búfjáráburður hentar kartöfl- um vel því vaxtartíminn er svo langur og hluti næringareftianna úr búfjár- áburðinum þarf nokkum tíma til að losna og verða nýtanlegur fyrir plönt- umar. Á hundrað fermetra er talið að þurfi f moldargarð 2,5 kg. af Blákomi auk 500 kg. kúamykju eða 300 kg. sauðatað eða 400 kg hrossatað. í sand- garð þarf 5 kg. af Blákomi auk sama skammts af húsdýraáburði og í mold- argarð. Ef eingöngu er notaður tilbú- inn áburður fara í hundrað fermetra 11.5 kg. af Blákomi í moldargarð en 13.5 kg. í sandgarð. IUgresi Okkar algengasta illgresi er haugarf- inn. Ef byrjað er snemma að reita arf- ann verður verkið mun auðveldara og einungis holl hreyfing sem skerpir auk þess tengslin milli manns og móð- ur jarðar. Auðvelt er í þurm veðri að raka létt yfir garðinn áður en grösin koma upp en við það koma ný fræ upp og byrja að spíra auk þess sem spfrandi fræ og plöntur eyðileggjast. Þannig má markvisst vinna að fækkun illgres- isfræja f garðlandinu. Algengasti illgresiseyðirinn í kart- öflurækt heitir Afalon. Efninu er úðað f vatnslausn yfir jarðveginn áður en grösin eru komin upp. Best er að útlit sé fyrir þurrviðri næstu stundimar en gjaman má vera rakt á. Efnið getur safnast fyrir f garðinum og ætti þvf ekki að vera regla að úða garðinn held- ur undantekning ef sami garðurinn er notaður ár eftir ár. Með reglubundn- um sáðskiptum er illgresi mun minna vandamál. Svo er líka með þá sjúk- dóma sem berast með jarðvegi. Ræktaðu eigin grænmeti í garðinum: Gulrætur Gulrætur, bæöi ferskar og soðnar, eru meðal vinsælustu grænmet- istegunda. Gulrætur eru bæði bragðgóðar og bráðhollar, enda auö- ugar af ýmiskonar bætlefnum, sór I lagi af karotíni sem mannslík- aminn vinnur úr A-vítamín. Það sem skiptir einna mestu máli við ræktun gulróta er jarðvegurinn. Þær þroskast best í léttum jarðvegi og djúpum, t.a.m. sandborinni mold, og jafhframt þrífast þær ágæt- lega f fúnum mýrarjarðvegi. Ekki er mælt með grýttum jarðvegi eða mjög þéttum. Gulrótum er best að sá í raðir með 15-20 sentímetra millibili á milli raða. Síðan má grisja þær eftir þörf- um eftir að þær eru komnar með fyrsta kímblaðið. Best er að hafa 2- 4 sentímetra á milli plantna og árið- andi að draga ekki grisjunina þvf það kemur niður á þroska plantn- anna. Tilgangslaust er að reyna að gróðursetja aftur plöntur, sem tekn- ar eru upp við grisjun. Hægt er að flýta fyrir með því að láta fræin spíra áður en þeim er sáð. Það er Ld. gert með því að hafa þau í rökum klút eða grisju á skuggsælum stað við stofuhita í nokkra daga. Ekki má láta fræin fljóta f vatni þvf þá kafna þau og eyðileggjast. Gulrætur þurfá mikinn áburð en heppilegur skammtur af garðáburði eru 6-9 kfló á hverja 100 fermetra fyrir jarðvinnslu. Þá þurfa gulrætur talsvert af bór, eða 150-250 afbóraxi á sama fermetrafjölda. Gott er að Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Þraiit 12 NORÐUR AK53 VÁK ♦Á ♦T965432 SUÐUR AÁDGT94 VGT987 ♦KD *. Spil dagsins býður upp á skemmtilega leið sem hlýtur að leiða til vinnings ef vel er að gáð. Segjum að spilið komi upp í sveita- keppni. Suður spilar sex spaða án þess að andstæðingamir blandi sér í sagnir og útspilið er Iaufkóngur. Sagnhafi trompar og kannar leg- una í trompinu með spaðaásnum og þá hendir vestur hjarta. Hvem- ig er hægt að tryggja sér 12 slagi? Án umhugsunar myndi einhver taka ás og kóng í hjarta en austur trompar seinna hjartað og skilar trompi til baka. Eftir það er ekki hægt að vinna spilið. Þegar suður veit eftir annan slag að trompin liggja illa þá má hann búast við að hjörtun liggi einnig illa. Það sem sagnhafi verður að forðast eru stífl- ur á milli handanna. Þess vegna spilar hann fjórun sinnum trompi og hendir tígulásnum í borði f fjórða spaðann. Síðan hendir hann hjartaás og kóng niður í tígulslag- ina tvo og spilar síðan hjarta. Aust- ur getur drepið á drottningu en það verður eini slagur vamarinnar. Allt spilið: NORÐUR ♦ K53 V ÁK ♦ Á ♦ T965432 VESTUR AUSTUR ♦ Á83 ♦ DT752 V G652 V T983 ♦ KDGT9 ♦ 7 ♦ G ♦ T83 SUÐUR 4 ÁDGT94 V GT987 ♦ KD ♦ - í mars-hefti breska mánaðarrits- ins BRIDGE er lesendum gefinn kostur á að spreyta sig á svk. „Bra- intwisters" úr Sunday Times tví- menningnum 1993 sem Guð- mundur P. Amarson og Þorlákur Jónsson heimsmeistarar tóku þátt í og stóðu sig með ágætum. Lítum á eitt spil. VESTUR ♦ D84 V DGT43 ♦ K73 ♦ K9 ASUÐUR V ÁGT32 4 86 * G86 Þú ert í suður í vörn gegn 3 gröndum dobluðum. vestur norður austur suður pass 1* 14 2V pass 2gr. pass 3gr. dobl allir pass Þú spilar út spaðagosa sem sagn- hafi drepur á kóng. Austur spilar hjartaás og meira hjarta sem mak- ker drepur í þriðju umferð á kóng og spilar síðan seinni spaðanum sínum. Hvemig hyggstu verjast? NORÐUR ♦ KT852 V 93 ♦ Á74 ♦ Á93 VESTUR AUSTUR ♦ D84 ♦ DG7 V DGT43 V ÁDG76 ♦ K73 ♦ D8 ♦ K9 * 874 SUÐUR 4 ÁGT32 V 86 ♦ G86 ♦ 873 Það vom fæstir á hinu sterka móti sem fundu að skipta í lauf. She- enah sem var í suður spilaði tígli og eftir það fékk sagnhafi 10 slagi eftir áhættusamt dobl Munir Ata- Ullah. Guðmundur Páll og Þorlákur Jónsson sögðu 3 grönd í sama spili og þar varðist Chagas í norður vel með því að spila tígulníunni eftir að hann fór inn á hjartakóng til að gefa til kynna að þar ætti hann engar fyrirstöður. Branco, félagi hans, svaf hins vegar á verðinum og setti lítinn spaða þegar Þorlákur spilaði litlu að drottningunni í borði. Þar með stóð geimið einnig þar. Landsliðskeppnir Helgina 17. til 18. apríl vom haldnar f Sigtúni 9 landsliðs- keppnir í flokki yngri spilara og kvenna. í kvennaflokki kepptu 16 pör, spil- aður var Butler tvímenningur, átta spil milli para alls 120 spil. Sigur- vegarar í þessari keppni urðu Hjör- dís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Bald- ursdóttir með 175 stig og unnu sér þar með landsliðssæti í kvenna- flokki og keppa á Evrópumóti í Menton á Frakkladi f júní í sumar. í öðm sæti lentu Esther Jakobs- dóttir og Valgerður Kristjónsdóttir með 85 stig og í þriðja sæti urðu Stefanfa Skarphéðinsdóttir og Stefanfa Sigurbjömsdóttir með 78 stig. I flokki yngri spilara kepptu 10 pör og var einnig notað Butler- formið þar, sjö spil milli para, tvö- föld umferð, alls 126 spil. Sigur- vegaramir þar urðu Sveinn Rúnar Eiríksson og Hrannar Erlingsson með 201 stig og unnu þeir sér landsliðssæti í flokki yngri spilara. í öðm sæti lentu Halldór Sigurðs- son og Hlynur T. Magnússon með 65 stig og í þriðja Ragnar T. Jóns- son og Tryggvi Ingason með 30 stig. Verkefni yngri spilaranna á þessu ári er Norðurlandamót sem haldið verður í Árósum í Danmörki í júní og verður liðið skipað Ólafi Jónssyni og Steinari Jónssyni ffá Siglufirði og Sveini R. Eiríkssyni og Hrannari Erlingssyni. Nýtt landslið valið Karl Sigurhjartarson sem hefur tekið við stöðu landsliðseinvalds af Birni Eysteinssyni, hefur valið nýtt landslið í bridge. Helsta verkefni sveitarinnar verður að fara á Evr- ópumótið í sumar og ef íslending- amir lenda í fjómm efstu sætun- um þar, munu þeir fá kost á að verja heimsmeistaratitilinn í haust. Guðlaugur Jóhannsson og öm Amþórsson verða ekki með en í þeirra stað koma Bjöm Eysteins- son og Sævar Þorbjörnsson. Aðrir spilarar em Jón Baldursson, Aðal- steinn Jörgensen, Þorlákur Jóns- son og Guðmundur Páll Amarson Kartöflumygla í heimilisgörðum verður fatt um vamir. Þau lyf sem koma til greina em í svo stórum einingum að ekki má gera ráð fyrir almennri notkun. Setja ætti aðeins niður heilbrigt útsæði og fjarlægja villigrös úr garðinum. Þeim sem ætla að úða gegn myglu eða láta úða garða er ráðlagt að hefjast handa um miðjan júlf ef talið er útlit fyrir myglu. Lyfin Dithane og Ridomil em skráð hér til notkunar á myglu. Dit- hane er fyrir byggjandi þannig að myglugróin ná ekki að spfra á meðan efhið er á blöðunum. Gallinn er hins- vegar sá að efnið skolast af í rigningu. Hægt er að auka regnfestu efnisins með fblöndun viðloðunarefna. Ridom- il stöðvar að auki framgang sveppsins en ekki má nota það oftar en tvisvar sinnum á sumri vegna hættu á að ónæmi komi upp hjá sveppnum. Fæst- ir heimilisgarðyrkjumenn munu nota lyfin og kemur þá til greina að fjar- lægja grösin um leið og mygla sésL Ef ræktað er undir akryldúk ætti ekki að taka dúkinn af öðmvfsi en grösin séu klippt burt um leið. Að öðmm kosti má búast við að myglusmit, sem getur myndast vegna hagstæðra skilyrða undir dúknum þó svo að mygluskil- yrði séu ekki undir bemm himni, breiðist út um leið og dúkurinn er tek- inn af. Dúkar Notkun plast- og trefiadúka hefiir aukist sfðustu tvo áratugina. Plastdúk- amir sem notaðir em í kartöflurækt em ýmist svartir eða glærir. Sá svarti er helst notaður ef um er að ræða erf- itt illgresi í landinu svo sem húsapunL Plastið er þá sett yfir eftir að sett hefur verið niður og göt gerð fyrir grösin þegar þau taka að lyfta dúknum. Glæra plastið hinsvegar er oftast tekið af þeg- ar hætta fer að verða á að grösin brenni undir því vegna sólarhita sem getur orðið býsna mikill. Akryldúkur er léttur trefiadúkur sem hefur mtt sér til rúms á sfðustu ámm. hann er svo léttur að Iftil hætta er á að hann skemmi grösin þó að hann berj- ist um í hvassviðri. Því má láta hann Iiggja fram til uppskerutíma. Nokkuð hefur verið um að dúkurinn vilji riftia á saumunum. Ef vel er farið með dúk- inn og hann geymdur f dimmu má nota hann tvisvar til þrisvar sinnum. Afbrigði Algengustu afbrigðin í ræktun em rauðar fslenskar, gullauga, premiére, amazon og helga. Auk þess em tugir afbrigða til f ræktun hjá einstakling- um útum allt land. Ég tel að afbrigða- safnarar ættu að mynda félag því ég hef orðið þess var að þetta er áhuga- mál margra auk þess sem greining og skráning afbrigða gæti verið fróðleg. Hvert afbrigði hefur nokkuð til sfns ágætis en flestir reyna að vera með fljótvaxið afbrigði svo sem premiére eða amazon og síðan seinvaxnari svo sem gullauga, helgu eða rauðar. Mat- gæði kartaflna ráðast mikið af því hversu þurrefnisríkar þær em en fljót- sprottin afbrigði em yfirleitt ekki eins þurrefnisrík og seinvaxnari afbrigði. Þurrefnið eykst með þroska kartafln- anna. Því má með þeim ráðum sem flýta þroska, til dæmis með forspímn, hafa áhrif á bragð kartaflnanna að hausti. Upptaka og geymsia Þegar að upptöku er komið ber að hafa í huga að kartöflumar em við- kvæmar lifandi vemr og ber að með- höndla þær sem slíkar. Því minna hnjask sem þær verða fyrir því minna verður um geymslusjúkdóma og þvf þroskaðri sem þær em við upptöku þvf betur þola þær hnjask. Eftir upptöku á að geyma kartöflum- ar við fimmtán gráðu hita f tvær vikur til að græða þau sár sem komið hafa við upptöku og einnig til að kartöfl- umar þomi sem fyrst. Síðan er æski- legt hitastig við geymslu fiórar til sex gráður. Geymsluna þarf að þrífa vel fyrir inn- töku nýju kartaflnanna og jafnvel sótt- hreinsa ef sjúkdómar hafa verið í kart- öflunum árið áður. Efni með joðsam- böndum verka ágætlega við mörgum sjúkdómum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.