Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Laugardagur 24. apríl 1993
Reykjavík —
Framsóknarvist
Framsóknarvist verður spiluð n.k. sunnudag 24. april I Hótel
Lind, Rauðarárstlg 18, og hefst kl. 14.00.
Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp I kafflhléi.
Aögangseyrir kr. 500,-. Kaffiveitingar innifaldar.
Ftwnsóknarfélag Reyiýavfkur
Framsóknarfélögin í Hafnarfirdi
Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30.
Komiö og fáið ykkur kafflsopa og spjallið.
Ftamsóknarfélögin
Sigrún
Akranes — Bæjarmál
Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 24. aprfl kl. 10.30.
Rætt um þau mál, sem efst eru á baugi I bæjarstjóm.
BæfarfuMlrúamir
Félag framsóknarkvenna í
Reykjavík
Munið siöasta fund vetrarins mánudaginn 26. april kl. 20.301 flokksskrifstofunni
við Lækjartorg.
Dagskrá: Vorið góða grænt og hlýtL Sigriður Hjartar fjallar um vorið og sumariö I
garðinum I máli og myndum.
Fjölmenniö og takiö með gesti. Stjórrán
Steingitmur Páll stefán
Almennur stjómmálafundur
verður haldinn I Miögarði, Skagafirði, mánudaginn 26. april n.k. kl. 21.
Frummælandi: Steingrlmur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Atak Ul endurrelsnar, tillögur flokksins I efnahags- og atvinnumálum.
Þingmenn kjördæmisins sitja fyrir svörum, ásamt frummælanda.
Kjörxtæmissamband framsóknarmanna Norðurfattdl vestra
v0”Sro
^ - - — —
Vífilstaðaspítali
—viðhald og viðgerðir
Innkaupastofnun rlkisins, f.h. tæknideildar rlkisspltala, óskar eftir tilboð-
um I verkið .Vlfilstaðaspltali — viðgeröir á gluggum og steypu'.
Helstu magntölur eru:
Endurnýjun fremri hluta karmstykkja 393 m
Endurnýjun pósta 186 m
Glerskipti 133 m2
Glerfalslistar 718 m
Sprunguviögeröir 110 m
Endursteypa 20 m2
Háþrýstiþvottur 550 m2
Sílanbööun 563 m2
Málun veggja 563 m2
Málun glugga úti og inni 1596 m
Verktlmi er frá 7. júnl 1993 til 30. ágúst 1993. Útboðsgögn verða seld á
Innkaupastofnun rlkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavlk, frá og með
mánudeginum 26. aprll 1993 á kr. 6.226,- m/vsk og veröa opnuð á
sama stað fimmtudaginn 13. mal 1993 kl. 11.00 að viðstöddum þeim
bjóöendum sem þess óska.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVIK
Hafnarstræti 107, Akureyri
Utanhússfrágangur
Innkaupastofnun rlkisins, f.h. dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, óskar
hér með eftir tilboðum I utanhússfrágang o.fl. við húsið að Hafnarstræti
107 á Akureyri. Um er að ræða múrviögerðir, sllanböðun og málningu
utanhúss, einnig gluggaviðgerðir, viögeröir á svölum, byggingu grind-
verks á ióð ásamt öðrum smærri verkþáttum. Vegg- og þakfletir eru um
1100 fermetrar.
Framkvæmdum skal vera að fullu lokið 1. september 1993.
Útboösgögn verða seld hjá Innkaupastofnun rlkisins, Borgartúni 7,105
Reykjavlk, frá og með þriðjudeginum 26. aprll 1993 á kr. 6.225 m/vsk.
Tilboð veröa opnuö á sama stað þann 12. mal nk. kl. 11.00 I viöurvist
viöstaddra bjóöenda.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK
Einar Gunnar Jónsson
Fæddur 4. júní 1950
Dáinn 15. apríl 1993
Nú er tregt tungu að hræra, og þá ekki
síður að koma viðeigandi orðum í form
hins ritaða máis, þegar jafn hörmuleg
tíðindi berast, að vinur og samstarfs-
maður í blóma lífsins er fyrirvaralaust
burt kallaður úr faðmi fjölskyldu, vina
og vandamanna.
Orðin á þessu blaði verða því varla
mörg og skapast fyrst og fremst af þörf
til að koma á framfæri þakklæti til Ein-
ars á Brú og fjölskyldu hans fyrir
ánægjuleg samskipti og vináttu, einkum
síðan Einar réðist í það af miklum áhuga
og hugrekki að vera í fararbroddi þátt-
takenda úr röðum bænda að taka þátt í
vatnableikjuverkefni því á Austurlandi
sem nú er farið að skila raunverulegum
árangri. Það er kaldhæðnislegt að á
sama tíma og að verulega vænleg þátta-
skil eru að eiga sér stað á þeim vettvangi,
sem óhætt er að segja að ýmsir hafi haft
mismikla trú á, að þá hrífi örlögin svo
mikinn máttarstólpa, sem Einar var, af
sjónarsviðinu. Minnst var á hugrekki
hér að framan í sambandi við þátttöku í
téðu verkefni, sem felst meðal annars f
því að veiða smáfisk úr Þríhymingsvatni
og gera tilraun til að ala hann upp í slát-
urstærð og selja. Engum var það ljósara
en Einari að ýmsir yrðu til að líta svo
óvenjulegt þróunarverkefni gagnrýnis-
augum. Þrátt fyrir það og ýmsa byrjun-
arörðugleika varð Einari þó fljóúega
Ijóst að hér var um raunhæfan kost að
ræða og hafði hugrekki til að fylgja því
ótrauður eftir. í stað þess að leggja árar í
bát bætti hann sífellt aðstöðuna til eldis
og slátrunar heima fyrir.
Síðasta samtalið sem ég átti við Einar,
aðeins degi áður en hann mætti örlög-
um sínum, einkenndist af athafnaþrá
hans og tilhlökkun til að hefja veiðar og
eldi allra næstu daga, enda lá nú fyrir að
gott verð fengist fyrir sumaralda viili-
bleikju á erlendum markaði. Er nokkur
fúrða þótt mannskepnan í vanmætti sín-
um eigi stundum erfitt með að skilja rök
lífsins og spyrji, í þessu tilfelli, hvers
vegna við fáum ekki að deila þessum ár-
angri með svo vandfundnum samferða-
bóndi, Brú, Jökuldal
manni og vinna áfram að því verki, sem
Einar átti svo drjúgan þátt I að hefja og
auðvelda með áhuga sínum og atorku.
Þær eru orðnar ófáar ferðimar, sem við
sonur minn, Jón Heigi, og aðrir sem
verkefninu tengjast, höfum farið upp að
Brú og notið vinsemdar og gestrisni
þeirra hjóna Einars og Önnu, jafnvel
dögum saman. Þær samverustundir
verða seint fullþakkaðar né fúllmetnar,
en þeim mun sárar saknað nú, þegar svo
stórt skarð er fyrir skildi.
Þótt kynni oWsar Einars hafi ekki verið
ýkja löng, kynntist ég mörgum mann-
kostum hans. Hann kom mér ætíð fyrir
sjónir sem dagfarsprúður, vel gefinn
maður, fumlaus og með afbrigðum verk-
laginn og úrræðagóður þegar á reyndi.
Mér leið ætíð vel í návist Einars, ekki síst
þegar haldið var til fjalla, þar sem hjarta
hans sló hraðar af þeirri gleði sem ætíð
fylgir náttúmbömum og auðveldlega
hrífur samferðamenn. Skemmst er að
minnast síðustu ferðar okkar saman,
ásamt Jóni Helga, þegar við sóttum fúnd
á Akureyri fyrir aðeins þrem vikum síð-
an. Leiðinda færð hafði gert fyrir heim-
ferðina, sem reyndist þó næsta léttvæg,
þar sem Einar var sjálfkjörinn bílstjóri á
verstu köflunum og ökufæmi hans kom
okkur farsællega yfir allar hindranir.
Ekki ætla ég mér þá dul að halda þvf
fram að aldrei hafi hlaupið snurða á
þráðinn hjá okkur, frekar en öðmm
mönnum í ófullkomleika sínum. Hitt vil
ég þó fullyrða að slíkt var fátítt og
gleymdist fljótt þegar málin vom rædd
og varð í raun ekki til annars en að
styrkja vináttuböndin og gagnkvæma
virðingu þegar frá leið.
Þessum fátæklegu og vanmáttugu orð-
um fer nú að fækka og mun ljúka án þess
að rekja sögu, ætt eða uppruna þessara
ágætu hjóna, Einars Gunnars Jónssonar
og eftirlifandi konu hans, Önnu Guðnýj-
ar Halldórsdóttur. Nefna vil ég þó böm
þeirra, hvert öðm mannvænlegra, en
þau em í aldursröð: Elstur er Sigvarður
Öm, þá Halldór Valur, Hrafnhildur Unn-
ur og yngst tvíburamir Einar Már og
Drífa Dröfn, en þau tvö eiga að fermast
nú í vor.
Forsjóninni vil ég, fyrir mína hönd og
fjölskyldu minnar, þakka að hafa fengið
að njóta samfylgdar Einars á Brú. Þá
verður Önnu og bömunum seint full-
þökkuð ánægjuleg samskipti og vinátta,
sem af heilum huga er vænst til að megi
haldast og dafna enn frekar í framtíð-
inni. Ég veit að í þessum eftium tala ég
einnig fyrir munn allra sem að bleikju-
verkefninu standa. Sérstakar samúðar-
kveðjur var ég beðinn fyrir til ykkar frá
Per Grotnes og einnig frá þeim Lis
Hammer og Thomas Aræbo frá Færeyj-
um, með kærri þökk fyrir ógleymanlega
heimsókn að Brú sumarið 1991.
Við þig, Anna mín, vil ég segja þetta: Ég
þykist vita að þú sért lítið gefin fyrir að
menn beri tilfinningar sínar á torg. Þú
verður samt að þola mér og fjölskyldu
minni það, að láta f ljósi þá heitu bæn að
þú og bömin megi, með guðs hjálp og
góðra manna, öðlast þann styrk sem þarf
til að sigla lífsins fleyi með þeirri reisn,
sem ykkur er í blóð borin, í gegnum
öldufalda sorgarinnar.
Megi blessun fylgja ykkur og öðrum,
sem um sárt eiga að binda, og blessuð sé
minning Einars á Brú.
Þórarinn Lárusson
Sæunn Tómasdóttir
Fædd 1. október 1911
Dáin 14. april 1993
Sæunn Tómasdóttir lést á Sólvangi 14.
apríl síðastliðinn eftir langvarandi
heilsuleysi. Þótt dánarfregnin kæmi ekki
beint á óvart hefur viðskilnaður við kæra
ættingja og vini alltar viss áhrif á þá sem
eftir standa. Ósjálfrátt reikar hugurinn
til þeirra stunda sem maður hefur átt
með hinum látna. Mér er Ijúft að minn-
ast Sæunnar föðursystur minnar með
nokkrum orðum.
Sæunn fæddist að Hólum í Biskups-
tungum þann 1. október 1911. Hún var
dóttir hjónanna Tómasar Bjamasonar
og Óskar Tómasdóttur og næstelst níu
systkina; sjö þeirra komust upp og eru
hin sex öll á lífi. Sæunn fluttist fiögurra
ára gömul með foreldrum sínum að
Helludal í sömu sveit. Þar sleit hún
bamskónum og gott betur. Hún átti sitt
heimilisfang I foreldrahúsum fram á þrí-
tugsaldur. Stundaði hún ýmis störf á
vetmm svo sem fiskvinnu suður með sjó
og f Reykjavík. Einnig starfaði hún við
íþróttaskólann I Haukadal í nokkra vet-
ur. Á sumrin var hún heima við bústörf-
in.
Vorið 1942 verða þáttaskil hjá Sæunni.
Þá giftist hún eftirlifandi eiginmanni
sínum, Bimi Bjamasyni frá Haukatungu
á Snæfellsnesi. Þau höfðu þá stofnað sitt
heimili að Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði.
Þar bjuggu þau fram til 1951 er þau
flytja sitt bú í hraunið vestan Hafnar-
fjarðarkaupstaðar og nefndu staðinn
Sæból. Þar hafa þau búið allar götur síð-
an að undanskildum síðustu fjórum til
fimm árum sem Sæunn eyddi á Sól-
vangi.
Þau Sæunn og Bjöm eignuðust einn
son, Óskar Tómas, fæddan 1949. Hann
er vélvirkjameistari, kvæntur Jóhönnu
Óskarsdóttur. Þau búa í Hafnarfirði.
Kjörsonur Bjöms og Sæunnar er Eðvarð
Rafn vélfræðingur, fæddur 1947. Hann á
þrjár dætur, Bimu, Sæunni og Bryndísi.
Þær eru á aldrinum sautján til tuttugu
og eins árs og vom miklir augasteinar
Sœbóli
ömmu sinnar.
Sæunn var ein af lyrstu manneskjun-
um sem ég kynntist fyrir utan foreldra
mína. Skapgerð hennar og viðmót var
slíkt að hún laðaði alla að sér. Sem ung-
ur drengur var ég fljótur að skynja það.
Sæunn vildi öllum gott gjöra og var
henni mjög umhugað um hag annarra.
■llllBIIUf*
[ WWwllili J
Hún var ein af örfáum manneskjum sem
ég hef kynnst sem ég heyrði aldrei heyrt
tala illa um náungann. Björtu hliðar lífs-
ins og tilvemnnar og það jákvæða í fari
samferðafólksins var henni tamara í
sinni en það sem miður fór. Þegar mað-
ur fær að njóta samfylgdar fólks með
slíka mannkosti lærir meður betur að
meta það sem maður hefur. Sæunn var
sérlega hjálpfús og ósérhlífin. Hennar
handtök hér í Helludal vom drjúg fyrr
og síðar. Þau hjónin eyddu mörgum vor-
um hér f sauðburði og mörg vom þau
sumrin sem þau lögðu hönd á plóginn
við heyskapinn. Við kunnum ekki síður
að meta hennar hjálp við heimilisstörfin
eftir að móðir mín féll frá fyrir fjórtán
ámm. Meðan Sæunn hafði heilsu til
gerði hún fyrir okkur slátur á hverju
hausti og var alltaf boðin og búin til að
gera við föt af okkur og þrífa hjá okkur.
Til marks um áreiðanleika Sæunnar
langar mig að vitna í þann mæta mann
Sigurð Greipsson í Haukadal. Þegar Sæ-
unn var ung manneskja átti hún eitt
sinn leið suður til Reykjavíkur. Sigurður
biður hana um þann greiða að fara með
peninga fyrir sig til afborgunar á stóm
láni. Sæunn var fús til þess. Hún setti
aurana í litla skjóðu og saumaði hana
tryggilega innaná flíkina sem hún gekk í
og ekki þarf að efast um að krónumar
hafi komist á réttan stað. Þessu hafði
Sigurður oft orð á.
Gestrisni Sæunnar var einn af eigin-
leikum hennar sem ekki er hægt að láta
ógetið. Ekki þurfti að gera boð á undan
sér; ættingjar og vinir vom velkomnir
hvenær sem var. Það var einsog það
hvfldi sérstakur friður yfir þeirra heimili
enda ekki við öðm að búast þegar hús-
ráðendur og umhverfi er jafn vinsam-
legL Það var líka svo uppbyggilegt að
hitta þau bæði. Mér fannst aðdáunarvert
í þau fáu skipti sem ég heimsótti Sæ-
unni á Sólvang hvað hún fylgdist vel
með öllu þótt hennar líkamlega heilsa
væri að þrotum komin.
Að lokum vil ég ásamt föður mínum
þakka Sæunni fyrir alla velvild og hjálp-
semi sem hún sýndi okkur. Ennfremur
vill Steinar, bróðir Sæunnar, koma á
framfæri innilegum þökkum fyrir allt
sem Sæunn gerði fyrir hann. Að hans
sögn hafa fáar manneskjur reynst hon-
um jafn vel og hún. Það sama getum við
faðir minn sagt. Systkini Sæunnar
þakka þeim hjónum fyrir góða umönn-
un móður þeirra síðustu árin sem hún
lifði. Við faðir minn og Steinar vottum
Bimi, Eðvarði, Óskari, Jóhönnu, Bimu,
Sæunni og Bryndísi okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minning
Sæunnar.
Kristófer Tómasson