Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 24. apríl 1993 Tíminn 17 / upphafi var aðeins um litlar fjárhæðir að ræða. Re- becca setti á stofn gervifyrirtæki og með aðstoð félaga síns tvöfaldaði hún ávinninginn afþví fé sem hún setti í „reksturinn". Ábati hennar; sem Johnson setti á svið, fékk hana til að hætta öllu sparifé sínu og nú var stóra stundin runnin upp. Ágirnd læknisins í símanum var rám og óttaslegin karimannsrödd. Er maðurinn kynnti sig fyrir Laban Dyer lögreglu- stjóra fannst Dyer nafnið hljóma kunnuglega. Maðurinn var þekktur viðskiptajöfur og landeig- andi og hringdi til að lýsa áhyggjum sínum af ör- lögum eiginkonunnar. Hann sagði að konan hans, doktor Rebecca Johnson, hefði brugðist við neyðartilfelli kl. 03.00 aðfaranótt miðvikudags. Hún hefði farið í vitj- un til að sinna alvarlega veikum sjúklingi. Dr Rebecca var aðstoðar- starfsmannastjóri á Memorial sjúkrahúsinu í Arkansas og starf- rækti auk þess eigin stofu. Nú var kominn fimmtudagur 18. júní 1992. Það voru liðnar 30 klukkustundir síðan læknirinn hafði yfirgefið heimili sitt. Það gat komið fyrir að henni dvaldist lengi á sjúkrahúsinu, vaktir gátu varað í fullan sólarhring eða jafnvel meira. En skömmu áður hafði eiginmaður- inn hringt á spítalann og þá hafði honum verið sagt að hún hefði ekki sést þar. Þau höfðu búist við að hún væri að störfum á einkastofu sinni í Ozark sem var í um það bil 30 mflna fjarlægð frá sjúkrahúsinu. Dyer lögreglustjóra grunaði strax hið versta. Hann vissi að fjölmargir eiturlyíjafíklar hringja á lækni í von um að þeir beri sterk lyf í lækna- töskunum. Auk þess var Rebecca forrík kona og bar á sér verðmæta skartgripi. Þetta tvennt var ástæða til að óttast um örlög læknisins. En þar með er ekki öll sagan sögð. Mað- urinn hennar tjáði lögreglustjóran- um að síðast er hann hefði séð til hennar hefði hún verið með stóra tösku fulla af peningum eða í kring- um 1,5 milljónir bandaríkjadala. Picasso og Monet Dr Rebecca Johnson hafði tekið fjárhæðina út úr bankanum sínum daginn áður og sagt fulltrúa sínum þar að hún ætlaði sér að nota þá til að innrétta heimilið sitt á ný. Til þess þyrfti hún svona háa fjárhæð þar sem hún hefði meðal annars augastað á þekktum verkum eftir Monet og Picasso. Hún var 53 ára gömul og hafði rek- ið einkastofu sína í Ozark í 20 ár. Borgin er fræg fyrir fjallafegurð auk þess sem þar eru skínandi góð fisk- veiðisvæði. Hún var fædd í þessari litlu borg og ólst þar upp. Eftir að hún útskrifaðist með hæstu ein- kunn 1972 byrjaði hún sem aðstoð- arlæknir á lítilli læknastofu í Ozark en vann sig síðan upp og varð vel þekktur og virtur læknir sem stund- aði sjálfstæðan rekstur. Hún gegndi ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstöð- um og starfaði m.a. í starfsmanna- ráði Memorial sjúkrahússins eins og áður segir. Metnaður hennar stóð til að verða formaður starfsmannafé- lagsins og hefði hún orðið fyrsta konan til að gegna því starfi í ger- vallri sögu sjúkrahússins. Hún var vinnufíkill en umsvif hennar beind- ust að fleiri málum en læknisfræði- legum. Rebecca skokkaði og stundaði lík- amsrækt daglega. Líkami hennar sýndist 20 árum yngri en 53 ára ald- ur hennar sagði til um. Þá ræktaði hún plöntur sem unnið höfðu til verðlauna á sýningum innanlands og í þau fáu skipti sem Rebecca sett- ist niður og tók í spil þótti enginn spila betur. Hún var manneskja sem þurfti stöðugt að hafa eitthvað fyrir stafni og gaf sig óskipt að öllu því er hún tók sér fyrir hendur. Glæsilegt einbýlishús hennar bar vott um mikinn auð og velgengni. Loksins virtist sem Rebecca væri búin að ná öllu sem hún barðist fyrir; topp- læknastöðu, sæti í bankastjóm, eignum upp á 600 milljónir ís- lenskra króna og starfsmannastjóra- titillinn var innan seilingar. Rebecca var klædd svörtu pínupilsi, langerma heimasaumaðri hvítri blússu, svörtum sokkabuxum og bleikum hælaháum skóm þegar síð- ast sást til hennar. Þetta var áber- andi klæðnaður sem vakti hvarvetna athygli. Hún ók Mercedes Bens, 500 SLárgerð 1991. Leitin Lýst var eftir dr Rebeccu og bflnum hennar samstundis eftir símtal lög- reglustjórans og mannsins hennar. Viðvömn var gefin til lögreglu- manna í nálægum fylkjum svo sem Oklahoma, Missouri, Alabama, Tennesse og Texas. Fjölmiðlum var tilkynnt um hvarf hennar og stór veggspöld með andlitsmynd hennar límd á áberandi staði í nálægum borgum. Hvarf hennar vakti gríðar- lega athygli hjá almenningi þar sem orðspor hennar var vel þekkt og líf hennar sveipað töfraljóma. Ekki leið á löngu uns leitin að Re- beccu og bflnum bar árangur. Bens- inn fannst á bflastæði fyrir utan verslunarmiðstöð í Van Buren. í bflnum fundust engin merki um átök, engir blóðblettir eða þess hátt- ar. Starfsmaður á sjúkrahúsinu minntist þess að eftir að Rebecca hafði farið í vitjunina um nóttina hefði hún talað við ókunnungan mann í bláum BMW. Skömmu eftir það hefði BMW-inn ekið á braut og Rebecca fylgt á eftir í sinni bifreið. Þetta var fýrsta vísbendingin sem gat leitt til lausnar málsins. Á meðan rannsóknarlögreglumenn reyndu að fylgja vísbendingunni eft- ir var Laban Dyer lögreglustjóra tíð- hugsað til hinna háu peningafjár- hæða sem Rebecca hafði haft með- ferðis. Honum þótti saga hennar ótrúverðug, að hún hefði ætlað að fjárfesta í listaverkum fyrir svo háa upphæð. Auk þess höfðu starfsmenn bankans greitt henni í reiðufé og henni hafði verið tekinn vari fyrir að ferðast með svo stóra upphæð í Iausu fé. Svo virtist sem hún hefði virt allar öryggisráðstafanir að vett- ugi. Þessi hlið málsins tók óvænta stefnu þegar felmtri sleginn eigin- maður Rebeccu viðurkenndi að sag- an um listaverkin væri hreinn upp- spuni og hann vissi mun meira en hann hefði í fyrstu sagt. Sannleikur- inn virtist ótrúlegri en nokkrar get- gátur gátu sagt til um. Svo virtist sem Rebecca hefði fengið greitt fyrir að „þvo“ peninga fyrir stórtæk sam- tök sem notuðu fé fyrir eiturlyfja- Mlchael Johnson náði aö vlnna traust læknisins meö gylliboöum. sölu til að fjármagna glæpastarf- semi. Rebecca hafði verið sannfærð um að hún nyti skattfríðinda í stað- inn sem veittu henni 50% afslátt miðað við það sem hún áður hafði þurft að greiða. Um það bil helmingur þeirra tekna sem Rebecca ávann sér fór í skatta og hún sá svo eftir þeim peningum að hún ákvað að grípa til óvandaðra meðala. Leidin til „gróöa“ Þegar Rebecca sagði fulltrúanum að hún ætlaði að taka allt spariféð sitt á einu bretti og fjárfesta í lista- verkum hafði hún ætlað að tvöfalda spariféð. 1,5 milljónir dala áttu að verða 3 milljónir án mikillar fyrir- hafnar. Hún ráðfærði sig við verðbréfasala sína og náinn vin og hann sagði að það sem hún ætlaði sér væri ólög- legt og áhættusamt. Þá sagði hann henni að gengið á „óhreinum pen- ingum“ væri 1 á móti 10 og þess vegna væri hún að láta hafa sig að fífli fyrir jafn lítinn arð miðað við það sem kaupgengið væri á „vel fengnu fé“. Maðurinn hennar hafði einnig pata af fýrirætlunum hennar. Þrátt fýrir viðvaranir þeirra þriggja, bankafulltrúans, verbréfasalans og eiginmannsins, lét hún orð þeirra sem vind um eyru þjóta og hélt sínu striki. Þegar manninum hennar og ver- bréfasalanum var ljóst að ekkert gæti orðið til að telja Rebeccu hug- hvarf ákváðu þeir að hafa hönd í bagga með henni til að tryggja ör- yggi hennar ef eitthvað kæmi upp á. Þau höfðu ætlað að fara öll þrjú eftir að Rebecca hafði tekið peningana út og halda á mótel í Van Buren þar sem viðskiptin áttu að fara fram kl. 06.00 á miðikudagsmorguninn. Maður Rebeccu og verðbréfasalinn ætluðu að þykjast vera lífverðir hennar til að vekja síður grunsemd- i Dr Rebecca Johnson lét Ifflö vegna áglmdar sinnar. ir er þeir fylgdu henni til fundarins. Algjör tilviljun réð því hins vegar að Rebecca fékk símhringingu frá sjúkrahúsinu um nóttina þar sem henni var skýrt frá að um neyðartil- felli væri að ræða og hún yfði að koma strax. Maðurinn hennar hugð- ist bíða eftir henni og fara síðan með henni ámótelið ásamt verðbréfasal- anum seinna um nóttina. Hann átti ekki eftir að sjá hana eftir það. Kvíði hans varð til þess að hann ákvað að segja lögreglunni allt af létta. Þá gaf hann lögreglunni nafn- ið á viðskiptaaðila Rebeccu sem ætl- aði að kaupa af henni féð. Eftirgrennslan leiddi í ljós að Mi- chael Alan Johnson, en svo hét mað- urinn, var vel þekktur í skemmtana- lífi borgarinnar, virtist alltaf lifa í vellystingum en vann þó aldrei neitt. Hann hafði vandaðan klæða- smekk og ók dýrum bflum. Hann hafði sagt Rebeccu er fund- um þeirra bar saman að hann hefði andstyggð á skattakerfi Bandaríkj- anna og ynni við verðbréf og hluta- bréfaviðskipti. Hróðugur sagði hann Rebeccu að hann hefði aldrei greitt eitt einasta sent í tekjuskatt og þar með var áhugi hennar vakinn þar sem hún hafði ætíð séð ofsjónum yf- ir þeim fjármunum sem ríkið hirti af henni. Hann ákvað því að kynna hana fyrir þeim aðilum sem hann þekkti í glæpasamtökum. í upphafi var aðeins um litlar fjárhæðir að ræða. Rebecca setti á stofn gervifyr- irtæki og með aðstoð félaga síns tvö- faldaði hún það fé sem sem hún setti í „reksturinn". Ábati hennar, sem hann setti á svið, fékk hana til að hætta öllu sparifé sínu og nú var stóra stundin runnin upp. Hún ætl- aði að sýna fram á tap alls sparifjár- ins og losna þannig við að greiða skatta af sparifénu. Þrátt fyrir eftirgrennslan lögregl- unnar tókst henni ekki að hafa upp á Johnson. Samkvæmt upplýsingum vina hans hafði ekkert sést til hans um nokkurra mánaða skeið. Vitað var að hann ók um á bláum BMW, sömu gerðar og starfsmaðurinn á spítalanum hafði séð. Gegnumlýstur Föstudaginn 19. júní var ffkniefna- deild lögreglunnar kvödd á alþjóð- lega flugvöllinn í Memphis Tenn- essee. Vel klæddur, snyrtilegur mað- ur með dýra skartgripi hafði farið framhjá gegnumlýsingartækjum flughafnarinnar og þrautþjálfaðir starfsmenn öryggisdeildar sáu strax á skjánum eitthvað sem virtist vera peningar í búntum í lítilli hand- tösku. Við rannsókn kom í ljós að í töskunni var andvirði rúmra 60 milljóna íslenskra króna í 100 dala seðlum. Yfirvöldum flugvallarins hafði verið tilkynnt um brottnám Rebeccu og stórra fjárhæð sem saknað væri. Það kom í ljós að núm- erin á peningaseðlunum voru þau sömu og á seðlunum sem Rebecca hefði tekið út. Það kom þeim sem til málsins þekktu ekki á óvart að mað- urinn sem handtekinn var var Mi- chael Alan Johnson. Hann sagðist ekki hafa gert annað en að hjálpa lækninum að „leiðrétta stefnu ríkisstjórnarinnar í skatta- málum." Hann sæi um að „þvo“ peningana en hún Ieggði til féð. Af- drif hennar væru honum ókunn. Þegar harðar var að Johnson geng- ið breyttist framburður hans og reyndar fór það svo að hann sagði margar sögur. Loks kiknaði hann undan álaginu og sagði sannleikann að hluta. Eftir að fyrirætlan hans og samsærismanna hans hafði heppn- ast og Rebecca var búin að sam- þykkja að hætta gervöllu sparifé sínu var meiningin að losa sig við hana. Það var ekki á dagskrá að greiða henni neitt eða „kaupa“ hennar fé. Johnson ætlaði sér að ræna hana og flýja land eftir það. Hann mælti sér mót við Rebeccu á hóteli og ætlaði að rota hana. En þegar hann sló hana, rak hún höfuð- ið í kommóðu. Hann reyndi að þreifa á púlsinum en fann engan og fann sér til skelfingar að hún var lát- in. Þá vafði hann líkinu inn í plast og límdi fyrir. Hann sór að dauði Re- beccu hefði verið slys. Ásamt hjálparmönnum sínum hafði hann komið líkinu út úr hótel- inu og sett það í skottið á BMW-bfln- um. Hann kastaði síðan líkinu í á og dreif sig til Memphis þaðan sem hann ætlaði að flýja af landi brott Stefnumót viö dauöann Leitin að líki Rebeccu stóð yfir í fjóra daga á þeim slóðum sem John- son sagði að hann hefði losað sig við líkið. Þrátt fyrir það fannst ekkert Mörgum þótti saga hans ótrúverðug því á þeim tíma sem hann sagðist hafa hent líkinu fram af brú, á fjöl- farinni umferðargötu, var mikil um- ferð og því hefði áhættan verið mik- il að losa sig við líkið á þessum tíma. Lögreglan fór á hótelið til að kanna vegsummerki. Þar fann hún krítar- kort og fleiri persónulegar eigur Re- beccu. Auk þess fundu þeir annað sem minnkaði líkumar á að dauði Rebeccu hefði verið slys. Þeir fundu 38 kalíbera skammbyssu í herberg- inu. Hún hafði nýlega verið keypt hjá byssusala sem þekkti strax John- son sem kaupandann á myndum og því virtist sem Rebecca hefði átt stefnumót við dauðann frá fyrstu stundu. Rannsóknarmenn komust að því að eftir morðið hafði eyðslugleði John- sons femgið útrás. Hann hafði á sama sólarhringnum keypt Mazda RX 7 sportbfl, Rolex-úr og skartgripi fyrir þúsundir dala. Blái BMW-inn fannst hvergi. Lík Rebeccu fannst 28. júní. Reynd- ar fannst það í á en allt annað reynd- ist vera ósatt sem Johnson hafði skýrt lögreglunni frá. Hann hafði losað sig við líkið í 500 km. fjarlægð frá þeim stað sem hann hafði sagt til um. Höfuðáverkar bentu til að hún hefði margoft verið slegin og því þótti sannað að um morð væri að ræða. Johnson viðurkenndi að hann hefði vísvitandi leitt lögregluna af sporinu í von um að líkið fýndist ekki. Það er nefnilega sjaldnast sem hægt er að sanna morð af ásetningi ef líkið vantar. Einnig náðist til vitorðsmanna Johnsons. Þeir fengu allir þunga dóma fýrir aðild að manndrápi og þjófnað. Johnson hins vegar vissi að snaran hékk um hálsinn á honum sjálfum. Eftir samráð við verjanda ákvað hann að viðurkenna morð að yfirlcgðu ráði í auðgunarskyni og þar með losnaði hann undan dauða- refsingunni. Hann fékk hins vegar lífstíðarfangelsi án möguleika á náð- un. Enginn veit hvað breytti ráðagerð Rebeccu að fara ein til fundar við morðingja sinn. Eflaust hefðu afdrif hennar orðið önnur ef hún hefði verið í fýlgd með manni sínum og þá er það ljóst að ef hún hefði ekki sinnt sló'ldu sinni þegar síminn hringdi væri hún væntanlega enn á lífi. Þannig toguðust á í lífi hennar hugsjónin að lækna og linna kvalir sjúklinga sinna og hins vegar ágimd og gróðafíkn. Hinni dramatísku sögu af gróða- fíkn Rebeccu er lokið. Mikið vill meira en það getur reynst hættulegt að svíkja undan skatti. Það sanna dæmin!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.