Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. maí 1993 Tíminn 5 Störf Alþingis og endur- skoðun þingskapalaga Jón Kristjánsson skrifar Alþingi og störf þess eru stöðugt í sviðs- ljðsi fjölmiðla. Sendingar sjónvarpsstöðv- arinnar Sýnar frá þingfundum, sem ná til suðvesturhoms landsins, veita áhorfend- um tækifæri til þess að horfa á hinn raun- verulega gang þingfunda, og þess verður vart að margir horfa í verulegum mæli á þessar útsendingar. Þinglokin nú voru einstök, þannig að leita þarf marga áratugi aftur í tímann að hliðstæðu. Hefðbundnum formsatriðum í þinglok, svo sem yfirlits- og kveðjuræðu forseta Alþingis, var sleppt, svo og þökk- um þingmanna til forseta, vegna þess að forsetabréf um þingslit var lesið af forsæt- isráðherra í miðri umræðu. Slíkt má auð- vitað ekki endurtaka sig, því þessu fylgir sérstakur leiðindablær sem Alþingi er ekki samboðinn. Þinglok — samningar Eitt af því sem almenningur á erfítt með að skilja er að lokapunktur skuli vera sett- ur á þinghaldið sem ekki er hægt að hvika ffá. Sannleikurinn er sá að við nýjar þing- skapareglur um frestun Alþingis minnkar ástæðan fyrir slíkum þinglokum. Sitjandi Alþingi með allri þeirri athygli sem það nýtur er mikið aðhald fyrir sitjandi ríkis- stjóm. Þingmenn em á launum allt árið, og þótt þeir þurfi vissulega að sinna mörg- um málum utan þings og hafi nóg verk- efni, er þó mikil spuming hvort hefð- bundin þingfrestun til 1. október fyrstu dagana í maí á rétt á sér. Venjan er að semja milli stjómar og stjómarandstöðu um afgreiðslu mála í þinglokin. Þeir samningar byggjast á því að festa lokadag, ljúka ákveðnum málum fyrir ríkisstjómina sem hrannast upp ffá nefndum í þinglokin og taka einhver mál stjómarandstöðu með. Þessi samninga- gerð er allþróuð í gegnum tíðina, og bygg- ist meðal annars á þeirri skoðun að minnihlutinn eigi rétt á því að hafa ein- hver áhrif. Stjómarfrumvarp í eldlínunni Ástandið í þinglokin nú var mjög frá- bmgðið því sem áður hefur verið. Ljóst var að stjómarflokkamir vom komnir í hár saman vegna stjómarffumvarps, sem laiídbúnaðarráðherra lagði fram og ein- stakir þingmenn stjómarliða fullyrtu að þingmeirihluti væri fyrir og það vemlegur. Það kom einnig berlega í ljós að síðasta daginn var farið að stjóma þing- haldinu með það í huga að þessi þingmeirihluti fengi ekki að koma ffam. Forseti Alþingis hefur haldið því fram að ríkisstjómin hafi forræði á því hvort stjómarfrumvarp kemur til atkvæða eða ekki. Það er rétt, en það er hins vegar full- komlega óeðlilegt að ræða málið og láta það ekki koma til atkvæða en vera áfram á dagskrá. Eðlilegt hefði verið að landbún- aðarráðherra kallaði ffumvarpið til baka. Um það virðist ekki hafa verið samkomu- lag í ríkisstjóm og þess vegna þurfti að grípa til hinna umdeildu aðferða við stjóm þingsins síðasta daginn. Þingfrestunartillagan Það var alveg ljóst að dagskrá þingsins síðasta daginn tók mið af því að stjómar- ffumvarpið um búvömlögin kæmi ekki til atkvæða þrátt fyrir það að vera á dagskrá. Þar olli mestu um með hverjum hætti þingsályktunartillögu um frestun Alþing- is var stillt upp á dagskrá. Venjan er að slík tillaga er tekin fyrir þegar dagskráin er tæmd. Að þessu sinni var sú tillaga tekin fyrir inni í miðri dagskrá og samþykkt með mótatkvæðum allra stjómarliða og mótmælum við málsmeðferð. Með því var forsætisráðherra kominn með öll völd í hendumar til þess að slíta þinginu, þrátt fyrir öll þau mál sem eftir vom, og slíkt er fúllkomlega óeðlilegL Það kom líka á dag- inn að hann hikaði ekki við að nota þetta vald þegar honum þótti það henta. Með því að fá forsætisráðherra þetta vald í hendur síepptu þeir stjómariiðar, serú börðust fyrir bú- vömlagafmmvarp- inu, öllu valdi á málinu og sættu sig í raun við það að málið biði til haustsins. Málsvöm forsæt- isráðherra er í því fólgin að forseti þingsins hafi orðið fyrir ósæmilegum árásum, en sannleikurinn er sá að hann sjálfur kom honum í þessa aðstöðu með ósæmandi afskiptum af þinghaldinu í þinglokin. Breyting þingskapalaga Nú halda ýmsir því fram að breyta þurfi þingskapalögunum. Það kemur fljótt á daginn að áhugamálin em misjöfn í því efni. Stjómarliðar, sem hafa tjáð sig, ræða einkum um það að stytta ræðutíma og takmarka mjög umræður um þingsköp og álíta þetta forgangsverkefni. Það er full ástæða til þess að endurskoða lög og reglur um þinghaldið í ljósi feng- innar reynslu. Þar koma ýmis atriði til greina, auk þeirra sem nefhd vom um ræðutíma og rétt þingmanna til þess að tjá sig um þingsköp. Að mínum dómi er nauðsynlegast í þessu sambandi að slík endurskoðun leiði til þess að styrkja þing- ræðið í landinu og efla sjálfstæði þingsins. Ef gengið er út frá slíkri gmndvallarreglu, er sjálfgefið að bannað verður að taka fyr- ir tillögu um þingfrestun inni í miðri dag- skrá funda, ef óþægileg mál fyrir ríkis- stjómina em á dagskránni. Slíkur atburð- ur held ég að væri óhugsandi, til dæmis í norska þinginu sem við íslendingar höf- um verið að bera okkur saman við, m.a. í vetur þegar fjárlaganefnd sendi sendi- nefnd til þess að kynna sér starfshætti þess. Einnig ætti í slíkri endurskoðun að taka til skoðunar nefiidakerfið og þátttöku StjÓmsraridstGðl! í trúnaðarstöðum í þinginu, þar á meðal nefndarformennsku. Slíkt mundi auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu, sem þarf að verða til þess að bæta stjómsýsluna. Markmiðin skipta mestu máli Endurskoðun þingskapa, sem aðeins miðar að því að skera niður ræðutíma og minnka þingskapaumræður, er eingöngu til þess að gera ríkisstjóm á hverjum tíma þægilegra að hafa Alþingi sem stimpil- stofnun. Það leiðir ekki til betri stjóm- sýslu. Uppivöðslusemi forsætisráðherra við stjóm Alþingis gerir þessa endurskoð- un erfiða, en það er brýn nauðsyn að hún fari fram. Það er alveg óhæfa að það sé litið á Al- þingi sem tæki ríkisstjómarinnar til þess að koma málum fram með illu eða góðu. Það setur leiðindasvip á þingstörfin, sem gætu verið miklu markvissari og sjálf- stæðari en raun ber vitni. Alþingi hefur eflst mjög á síðustu ámm hvað starfslið varðar, og þarf ekki að standa í skugga ráðuneyta hvað það snertir. Starfslið þess samanstendur af afar hæfu fólki, sem hef- ur tileinkað sér markviss vinnubrögð. Nefndarstarfi hefur tæknilega fleygt fram með tilkomu sérstakrar nefndadeildar með hæfu aðstoðarfólki. Alþingi á því að hafa alla burði til þess að starfa með reisn. Það er skylda forustumanna stjómmála- flokkanna að sjá til þess að viðræður fari fram um endurskoðun þingskapa með það grundvallarmarkmið að sjálfstæði og virð- ing Alþingis gagnvart framkvæmdavald- inu sé óumdeilanleg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.