Tíminn - 02.06.1993, Qupperneq 6

Tíminn - 02.06.1993, Qupperneq 6
6 Tíminn Miðvikudagur 2. júní 1993 16.000 hross hafa verið flutt úr landi síðan útflutningurinn hófst árið 1946: Tvö þúsund hross flutt úr landi Á síðasta ári voru 2.004 íslenskir hestar fluttir úr landi, sem er mesti útflutningurinn á hrossum frá því hann hófst. Frá því útflutningurinn hófst árið 1946 hafa verið flutt út um 16.000 hross. Mest er flutt út til Þýskalands og Svíþjóðar. í fyrra voru flutt 982 hross til Þýskalands, 574 til Svíþjóðar, 149 til Danmörku, 112 til Noregs, 39 til Hollands, 26 til Austurríkis, 20 til Finnlands, 22 til Englands, 10 til Færeyja, 58 til Bandaríkjanna og Kanada, 4 til Sviss, 4 til Frakklands og 4 til Ítalíu. Best verð fæst fyrir hrossin í Þýska- landi eða 30% hærra en í Svíþjóð. Um 100% meira fæst fyrir hross, sem seld eru til Þýskalands, en hross sem seld eru hér á landi. í Þýska- landi seljast ódýrustu hrossin á um 250 þúsund krónur, betri hestar á um 350 þúsund krónur, keppnis- hestar á um 500-800 þúsund krónur og verð góðra kynbótahrossa liggur þar fyrir ofan. Útflutningur á hrossakjöti jókst einnig á síðasta ári. í fyrra voru flutt út 124 tonn af hrossakjöti, en 119 tonn árið 1991. Áætlað heildarverð- mæti hrossakjötsútflutnings er 58 milljónir. Ötflutningsverðmætið skiptist þannig að 30 milljónir runnu til bænda, um 15 milljónir til flugfélaga og um 13 milljónir til sláturleyfishafa, kjötvinnslu og um- boðsaðila. -EÓ Mario Rels dýflr hér ramma ofan f Straum f Hafnarffrðl. Tfmamynd: Ami Bjama Einn af þekktustu framúrstefnulistamönnum Þjóðverja á íslandi: Mario Reis á Listahátíð í Firðinum Mario Reis, einn af þekktustu framúrstefnulistamönnum Þjóðverja, er nú staddur á fslandi til aö taka þátt í Listahátíö Hafnarfjarðar. Þetta er ekki fyrsta heimsókn hans til landsins, því árið 1987 vann hann hér sumarlangt að iist sinni. Mario Reis notar náttúruna mikið til list- sköpunar. Hann leggur til dæmis rammann í vatn, þegar búið er aö strengja strigann á hann, til þess að óuppleyst efni í vatninu setjist á hann. Grandi græddi eins mikið á fyrsta fjórðungi 1993 eins og fyrirtækið tapaði í fyrra: Grandi græddi 100 m.kr. á 1. ársfjórðungi í ár ,Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs varð 97 milljóna króna hreinn hagnaður af starfsemi Granda hf.“ Þessar fréttir hefur fréttabréf Granda hf. eftir Áma Vilhjálmssyni, stjómarformanni félagsins, á nýafstöðnum aðalfundi. Þama er um mikla breytingu að ræða milli ára, Jrví á sama ársfjórðungi 1992 var fyrirtækið rekið með 46 milljóna kr. tapi. SvGndis við flug- flotann Svandís heitir þriðja Boeing 757-200 flugvélin sem bætist við flugflota Flugleiða. Með komu hennar er endumýjun Flugleiðaflotans lokið f bili og Dísirnar alls orðnar 11. Áslaug Ottesen gaf Svandísi nafn við hátíðlega athöfn, þar sem þeir Þorgeir Pálsson flug- málastjóri og Sigurður Helga- son, forstjórí Flugleiða, fluttu ávörp. Á síðasta ári öllu nam rekstrartap Granda 98 milljónum króna (þ.e. sömu upphæð og hagnaðurinn fyrstu þrjá mánuði þessa árs). Að viðbættu tapi dótturfélagsins Faxamjöls hf. var samstæðan gerð upp með 156 milljón kr. tapi 1992, eða sem nemur 6,3% af rekstrar- tekjum ársins. Rekstrartekjur Granda hafa hækkað mjög milli ára. Aflaverð- mæti skipanna og tekjur af land- vinnslu nema nú samtals 886 milljónum kr. sem er 57% hækk- un frá sama ársfjórðungi í fyrra. Þetta skýrist að hluta til af því, að skipum Granda hefur fjölgað úr 6 í fyrra í 8 nú. Árni segir útkomuna nú á fyrsta ársfjórðungi samt 20% betri heldur en rekstraráætlun hafi kveðið á um. Og það þrátt fyr- ir 12 milljóna kr. ófyrirséð tap, sem fyrirtækið hafi orðið fyrir vegna hækkunar á gengi japanska jensins. Haft er eftir Áma að rekstraráætl- un Granda geri ráð fyrir 120 millj. kr. hagnaði á reglulegri starfsemi á þessu ári. Tveir þriðju hlutar þess hagnaðar hefðu orðið til á fyrstu þrem mánuðum ársins, en áætlað sé að hið lága afurðaverð febrúar- mánaðar verði viðvarandi út þetta ár. ,AHt bendir nú til þess, að enn einu sinni reynist skynsamlegt að skerða heimildir til að veiða þorsk, svo að við megum búast við enn verri rekstrarskilyrðum úr þeirri átt,“ sagði Ámi. - HEI Hólfun útlána, langtímalán úr sjóðum og skammtímalán úr bönkum, óhagkvæm til frambúðar að mati Seðlabanka: Hagkvæmara aö sameina lánasjóðina bönkunum? „Sameining fjárfestingarlánasjóða og innlánsstofnana gæti aukió hag- kvæmni,“ segir í Hagtölum Seðlabanka. Það fyrirkomulag á íslenska lána- markaðinum, að fjárfestingalánasjóðimir annist Iangtímalánin en bankar og sparisjóðir fyrst og fremst skammtímalán, sé að miklu leyti afleiðing af höftum fyrri tíma. Þessi aðgreining valdi því að samanburður við önnur Iönd sé íslenskum bönkum óhagkvæmur. „Ætla má að þessi hólfun sé óhag- kvæm til frambúðar, og að ná mætti fram aukinni hagkvæmni með því að bankar tækju í ríkari mæli að lána til langs tíma, lflct og fjárfest- ingalánasjóðir hafa gert, eða þessir þættir sameinuðust með einhverj- um hætti á ný.“ Að mati Seðlabankans er þessi hólf- un ein helsta ástæða þess að vaxta- munur íslenskra banka er meiri en í samanburðarlöndum okkar. íslensk- ar innlánsstofnanir þjóni síbreyti- legum, smáum sem stórum innlán- um og hafi nær eingöngu séð um stutt útlán. Fjárfestingalánasjóðir sjái hins vegar um útlán til langs tíma sem krefjist minni vaxtamunar, enda þar um að ræða heildsöluvið- skipti sem hreyfist lítið og krefjist minni tilkostnaðar. Mjög verulegur munur er á kostn- aði. Þannig nam starfsmannakostn- aður og annar rekstrarkostnaður viðskiptabankanna 1991 samtals um 5,05% af heildareignum. Sama hlut- fall var 0,96 hjá fjárfestingalánasjóð- unum. Samanlagt hjá báðum hefði hlutfallið orðið 3,98%. Á vaxtamuninum er líka meira en helmings mismunur. Þetta ár nam vaxtamunur viðskiptabankanna 4,65% af heildareignum. Hjá fjár- festingalánasjóðunum var 2,14% vaxtamunur. Rúmlega helmings- munur var líka á öðrum þjónustu- tekjum, 1,88% hjá bönkunum en aðeins 0,84% hjá sjóðunum á sama tíma. .Athuga verður að fjárfestingalána- sjóðir hér á landi greiddu almennt ekki tekju- og eignaskatta þar til fyr- ir stuttu. Reikna má með að skatt- frelsið hafi dregið úr vaxtamun þeirra. Eftir sem áður er líklegt að með samruna viðskiptabanka og fjárfestingalánasjóða væri hægt að ná meiri hagræðingu og draga þannig úr kostnaði og vaxtamun, þannig að þessir þættir yrðu líkari því sem er í samanburðarlöndun- um,“ segir Seðlabankinn. Á hinn bóginn megi þó leiða líkur að því, að áföll innlánsstofnana hefðu orðið meiri í undangengnum samdrætti, hefðu þær sinnt langtímaþörf mark- aðarins í ríkari mæli. - HEI Elnar Om Stefánsson. Féll ekki af himnum ofan! í vinnslu á athyglisverðu helg- arviðtali við Magnús Oddsson, markaðsstjóra Ferðamálaráðs, féll niður málsgrein þar sem getið var um hver hefði tekið viðtalið fyrir blaðið. Því mátti ætla að viðtalið hafi fallið full- skapað af himni ofan. Svo var þó ekki, því það var Einar Öm Stefánsson, sem tók viðtalið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.