Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 2. júní 1993 f,Wf! jMpr- ' H llt ÍSISr A-fíokkur gæöinga frá hægri; Danlel og Dalvar, Erling og Þokki, Atli og Þokki, Guöni og Funi og Siguröur og Glói. Viöar formaöur og frú Ragna Bogadóttir standa hjá. Hvítasunnukappreiðar Fáks: Reiðskólahesturinn sló hina snillingana út Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík hélt sínar árlegu Hvítasunnukappreiðar á annan í hvítasunnu á svæði félagsins í Víðidal. Veðurblíða var og slæð- ingur af áhorfendum. Helst bar til tíðinda að Daníel Jónsson, 16 ára unglingur, kom, sá og sigraði í A-flokki, á fermingargjöfinni, Dalvari, sem Danni prúttaði út úr reiðskólanum fyrir tveimur árum. Fengu þeir félagar 8,63 í einkunn og er það frábært og eiga þeir félagar mikla framtíð fyrir sér. Þá náðust góðir tímar í 250 m Leistur frá Keldudal, rann skeið- skeiði, en íslandsmethafinn ið á 22,79 í mótvindi og var Sig- urbjöm Bárðarson knapi. Eitill og Hinrik Bragason fengu tím- ann 23,02 og má búast við mikilli baráttu þessara snillinga í sumar. Gunnhildur Sveinbjamardóttir hækkaði um fjögur sæti í röðun- arkeppninni hjá unglingunum og sigraði óvænt á Náttfara. Sig- urbjörn Bárðarson og Snarfari sigmðu í 150 m skeiði á 14,53 sek. og Axel Geirsson og Fylkir frá Steinum sigmðu í 300 m brokki á 43,25 sek. Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Hart barist fskeiöi. Hinn margbrotna snilling f Vföidainum, Magnús Norödahl úr Borgarnesi, munaöi ekki um aö vippa sér á bak Fáfnis- og Mósusyninum, Trygger frá Litlu-Tungu, milli atriöa. Magnús sýndi þrjá hesta ÍA- flokki gæöinga og kom aö tamningu efsta hests I A-flokki og þriöja hests I B-flokki. Barnaflokkur frá hægri; Styrmir og Haukur, Bergþóra og örvar, Davfö og Dreyri, Þórdfs og Freyja og Viöar og Baugur. Viöar formaöur verölaunar. B-fíokkur gæöinga frá vinstri; Alfreö og Prati, Hinrik og Goöi, Eirlkur og Geisli, Sigurbjóm og Svóröur og Siguröur og Hruni. Hinn stolti eigandi Prata, Agnar Óiafsson, hampar bikurum hjá Viöari og Rógnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.