Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 14
22 Tíminn
Laugardagur 10. júlf 1993
Sumarhappdrætti Framsókn-
arflokksins 1993
Drætti f Sumartiappdrætti Framsóknarflokksins hefur veríð frestað til 9. ágúst n.k.
Veiunnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miða, eru hvattir til að greiða heims-
enda giróseðia fyrir þann tima.
Allar frekarí upplýsingar veittar á skrífstofu flokksins eða i sima 91- 624480.
FimaáknmHoUawtnn
Landsþing LFK
6. landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið 8.-10. október n.k.
á Austuriandi.
Nánar auglýst slöar.
Framkvæmdastjóm LFK
Fjölskylduhátíð framsóknar-
manna á Vesturlandi
Fjölskylduhátiö framsóknarmanna á Vesturiandi verður haldin 24. júll 1993.
Mæting að Holti, Borgarhreppi, kl. 13.30.
Dagskrá:
1) Gróöursetning I landgræðslugirðingu Skógræktarfélags Borgarflaröar.
2) Haldið I Danlelslund I landi Svignaskarðs og hann skoöaður undir leiðsögn
Agústs Amasonar.
3) Eftir Id. 16.30 verður kveikt upp I stóru grilli við sumarhús Steingrfms Her-
mannssonar aö Kietti I Reykholtsdal.
Takið meö ykkur þaö sem þiö viljið helst grílla til kvöldveröar. Margir góöir grill-
meistarar veröa með f för og svo njótum við saman ánægjulegrar kvöldstundar I
góöum félagsskap og fögru umhverfi.
Fonnenn framsóknariélaganna i VesturiancH
Sjúkrahús og heilsugæslu-
stöð á Akranesi
Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar rlkisins f.h. heilbrígð-
is- og tryggingamálaráðuneytisins og hlutaðeigandi sveitar-
félaga óskar eftir tilboðum í að byggja við og endurínnrétta
Sjúkrahús og Heilsugæslustöð Akraness.
Verkið tekur til byggingarbrautar aðkeyrslu að inngangi, ný-
byggingu framan við anddyri og að endurinnrétta afgreiðslu-
og móttökusvæði.
Verktími ertil 15. febrúar 1994.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkis-
ins Borgartúni 7, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 13. júll
til og með fimmtudeginum 22. júlf.
Verð útboðsgagna er kr. 12.450 m/vsk.
Tllboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn 26. júlí 1993
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK
ÚTBOÐ
Vatnsnesvegur, Kárastaðir-
Skarð, 1993
Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum I lagningu
2,9 km kafla á Vatnsnesvegi frá Kárastöðum að
Skarði.
Helstu magntölur: Fyllingar og fláar 4.500 m3,
neðra burðarlag 6.500 m3, ræsi 90 m, frágangur
fláa 47.000 m3.
Verkinu skal lokiö 1. október 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkisins
á Sauðárkróki og I Borgartúni 5, Reykjavlk (að-
algjaldkera), frá og með 12. þ.m. Skila skal til-
boðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 26.
júlí 1993.
Vegamálastjóri
InniCegt þafákzti jyrir f&eðjur,
gjaftr og fieimsófqiir tií mín og ftöC-
sfq/Cdu minnar afmœCisdaginn 5. júCí
sd, sem gerði mér daginn ógCeyman-
Cegan.
Sverrir Sveinsson
Hermann Jónsson
skrifstofustjóri og kennari
Fæddur 13. ágúst 1913
Dáinn 28. júní 1993
Enda þótt fólk á efri árum kveðji
þetta jarðlíf, kemur lát þess okkur
oft á óvarL Öllu eru takmörk sett,
dauða jafnt sem lífi. Hvað segir ekki
spámaðurinn í Biblíunni? „Að lifá
hefur sinn tíma og að deyja hefur
sinn tíma.“ Og þegar í hlut á maður,
sem á sínum tíma átti nokkurn þátt
í því að mennta mig á vissu sviði, er
við hæfi að ég minnist hans með
nokkrum orðum. Deila má um,
hvort það hefði endilega átt að vera
ég. Þó fannst mér ekki óeðlilegt, að
ég, sem minnist margra í blöðum
við vistaskiptin, léti nokkur orð falla
um gamlan læriföður, enda þótt
hann gegndi ekki fastri kennara-
stöðu við menntastofnun þá, sem ég
nam við um árabil á fimmta áratug
þessarar aldar.
Hermann Jónsson, lengstaf titlaður
fulltrúi verðlagsstjóra, lést 28. júní
1993, tæplega áttræður, en fæddur
var hann í Reykjavík 13. ágúst 1913.
Voru foreldrar hans Amfríður Ing-
varsdóttir bíikksmiðs á ísafirði Vig-
fússonar, og Jón Ólafur málari á ísa-
firði, sonur Jóns Einars stúdents
Jónssonar, síðast á Ingunnarstöðum
í Geiradal. Jón Einar, afi Hermanns,
var kvæntur Herdísi Andrésdóttur
skáldkonu. Hún var því föðurmóðir
hans, sem hér er minnst við leiðar-
lok. Jón Einar hóf nám í Prestaskól-
anum, en hætti því og fluttist vestur
á land. Hann stundaði kennslu eitt-
hvað og var um skeið lögregluþjónn
á ísafirði. Þá þótti talsverður vegs-
auki að því að vera stúdent úr
menntaskóla eða lærðum skóla. Auk
Jón Ólafs málara, föður Hermanns,
komust upp þau systkini: Elín, sem
átti Jón bæjarfógetaskrifara Thorar-
ensen, en sonur þeirra var hinn
þjóðkunni kennimaður og rithöf-
undur Jón Thorarensen (1902-
1986), og Einar magister (1890-
1947), lengi kennari við Stýri-
mannaskólann og fleiri lærdómsset-
ur í höfuðstaðnum.
Af ofantöldu sést að Hermann var
vel ættaður. En eigi ólst hann upp
hjá foreldrum sínum, heldur hjá
móðursystur sinni, Sigríði Ingvars-
dóttur, er gift var Þórami Stefáns-
syni, bóksala á Húsavík. Snemma
komu í ljós góðar almennar gáfur
hjá Hermanni, svo og námsgáfur, en
þetta tvennt fer ei alltaf saman, eins
og kunnugt er. Þótti við hæfi að
hann gengi menntaveginn og úr því
varð, sem betur fór. Hann stundaði
fyrst nám til gagnfræðaprófs á Akur-
eyri, en stúdentsprófi lauk hann við
M.R. 1935. Eftir að hafa lokið prófi í
forspjallsvísindum við H.í. árið eftir
lá leiðin til Hafnar og stundaði hann
nám í tryggingafræði við Hafnarhá-
skóla um árs skeið, því að stærð-
fræði lá vel fyrir honum. Þar næst
sneri hann sér að námi í verslunar-
fræðum við Verslunarháskólann
(Det handelsvidenskabelige Lære-
anstalt). En Hermann kom heim eft-
ir tveggja ára útivist og var þá há-
skólanámi hans lokið. Eflaust hefur
fjárskortur valdið nokkm um þetta
hvarf frá námi, eins og oft var á þess-
um ámm. Þá hefúr hann vafálítið
gmnað, hvað í vændum var: heims-
styrjöld og það sem henni fylgdi,
innilokun frá heimalandinu.
En hvað beið nú Hermanns, sem
ekki hafði prófskírteini frá háskóla
upp á vasann, eftir að heim kom?
Auðvitað var hann vel menntaður
maður, þrátt fyrir allt. Og nú hófst
ævistarfið. Hann fékk stunda-
kennslu og skrifstofustörf. Og þá er
ég kominn að persónulegum kynn-
um okkar, er hann kenndi stærð-
fræði og eðlisfræði við Kennara-
skóla íslands. Hermann kenndi
venjulega í fyrsta tíma, því að hann
þurfti ekki að mæta á skrifstofú
verðlagsstjóra fyrr en klukkan 9 ár-
degis. Þar vann hann svo meðan
starfsorka og aldur leyfðu. En
hvernig kennari var Hermann? Því
miður er ég ekki dómbær á slíkt, þar
eð kunnátta og áhugi á kennslu-
greinum hans var í algjöru lágmarki
hjá mér. Hann var léttur í hreyfing-
um og gætti þess vel að skyggja ekki
á dæmið, sem hann var að skýra út á
töflunni hverju sinni. Skýringar
hans voru stuttorðar og einhvem
veginn held ég, að hann hafi ætlast
til að við værum öll ágætlega að
okkur í stærðfræðinni. Eg held, að
Hermann hefði fremur átt að kenna
í stærðfræðideild menntaskóla en
þama, því að stærðfræðingur var
hann ágætur.
í brag einum, þar sem ég gat kenn-
ara minna úr Kennaraskóla íslands
á árabilinu 1945-49, minntist ég
Hermanns stærðfræðikennara á
þessa leið:
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
sonar okkar og bróður
Guðjóns Rúnarssonar
Súlukletti 6,
Borgamesl
Krlstín Guðjónsdóttlr
Rúnar Vlktorsson
Björg Jónína Rúnarsdóttir
Róbert Rúnarsson
________________I___________________________________/
Þjóðarbókhlaðan
Tilboð óskast í smlði og frágang á innveggjum og hurðum í
Þjóðarbókhlööu. Um er að ræða 1400 ferm. gipsveggi, 580
fermetra glerveggi, 350 ferm. spónlagða veggi, 175 ferm.
flísalögn og 109 stk. innihurðir.
Verktími ertil 01. mars 1994.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7
Reykjavík, til og með föstudeginum 30. júlí nk.
Verð útboðsgagna er kr. 12.450 með virðisaukaskatti. Tilboð
verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgar-
túni 7, þriðjudaginn 03. ágúst 1993 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVIK
Óska eftir Deutz dráttarvél
Ýmsar árg., ‘74-’88, koma til greina.
Upplýsingar í síma 93-86851.
Við töflu stendur Hermarm hress
og hoppar til og frá.
íheridi sirmi hefur krít;
og hratt útskgrir sá.
Það var ekki fyrr en löngu eftir að
námi mínu í kennaraskóla lauk, að
eiginleg kynni sköpuðust milli okk-
ar Hermanns. Aðallega voru þau
gegnum talsímann, en hann hafði
leyninúmer, sem hann trúði mér
fyrir. Vildi greinilega vera laus við
hringingar að nauðsynjalausu.
Hann hringdi í mig og spurði mig
um vísur. Kom þá í Ijós að hann
kunni margt af slíkri andans fram-
leiðslu. Hann lofaði mér að heyra
margar snjallar stökur eftir sig. Jú,
Hermann var hagmæltur vel. Það
kom mér ekki til hugar, þegar hann
var að reyna að kenna mér stærð-
fræði fyrr á tíð, með litlum árangri.
Ég fór þess á leit, að hann miðlaði
mér nokkru af vísum sínum, með
tildrögum, í rit, sem ég hafði þá í
smíðum, en við það var ekki kom-
andi. Eigi að síður skrifaði ég niður
allmargar vísna hans og eru þær vel
geymdar. Kímni er rík í þessum
kveðskap Hermanns.
Hermann hafði áhuga á landsmál-
um og bauð sig fram til þings á veg-
um Þjóðvarnarflokksins. Sat hann
sem varamaður á Alþingi f desember
1954.
Þétta er orðið lengra mál en ég ætl-
aði í upphafi, en þegar kveðja skal
hugsjónafélaga (við höfðum báðir
dálæti á vísnagerð), finnst mér
raunar skylt að skrifa þessi minn-
ingarorð. Minningin um mann, sem
tók mig eins og ég er og vildi miðla
mér af andlegum auði sínum, geym-
ist í þakklátum huga til æviloka.
Einka- og heimilislífi Hermanns
kynntist ég ekki. Sjálfsagt verður
einhver annar en ég til að gera grein
fyrir því.
Far þú í friði, gamli lærifaðir minnl
Auðunn Bragi Sveinsson