Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 1
i-rétta-l íminn..Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn..Frétta-símmn...68-76-4ð...Frétta-Tíminn.Frétta-símmn..>68-76-48. Laugardagur 14. ágúst 1993 151. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Tveir flugumferðarstjórar teknir af vökt- um vegna gruns um mistök í starfi: Lá við árekstri tveggja breiðþotna Tveir flugumferðastjórar hafa verið leystir tímabundið af vöktum vegna mistaka sl. mið- vikudag, þegar hætta skapað- ist á að tvær breiðþotur með farþegum rækjust á í flug- stjórnarsvæði Reykjavíkur. Fyrsta athugun bendir til að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Það liggur ekkert óyggjandi fyr- ir um það hversu miklu munaði á milli vélanna annað en það, að við vitum að vélarnar voru nálægt hvor annarri,“ sagði Þorgeir Páls- son, flugumferðastjóri í gær. Um var að ræða Boeing 767 frá SAS og Boeing 747 frá Air Canada. Ferlar vélanna skárust á 66 gráðum N og 30 gráðum W. Báðar vélarnar voru í 33 þúsund feta hæð, en SAS vélin var á leið frá Stokkhólmi til New York og kanadíska vélin á leið frá Vancouver til London. Þegar um er að ræða ferla sem að skerast í sömu hæð eiga að vera a.m.k. 15 mínútur á milli vélanna. Ákveðið verður í samráði við rannsóknaraðila hvort flugum- ferðarstjórarnir tveir verða frá störfum þar til rannsókn er lokið. Áður verða þeir að gangast undir endurþjálfun og hæfnisprófun. Skýrsla flugmanna liggur ekki enn fyrir, en viðkomandi flugstjór- ar hafa skilað af sér skýrslu. Flug- málastjórn hefur óskað eftir því að flugslysanefnd taki að sér rann- sókn málsins. Gert er ráð fyrir að fullvinnsla málsins hjá flugslysa- nefnd geti tekið einhverjar vikur. Skýrsla um niðurstöður verður send samgönguráðuneytinu að rannsókn lokinni. -ÁG SMJORLIKI er greinilega eftirsóttur munaöur. Um þaö bera vitni langar biöraðir sem mynduðust um hádegið í gær þegar Jóhannes í Bónus hóf aö gefa viðskiptavinum sínum innflutt smjöriíki. Móðir stúlku sem slasaðist alvarlega fyrir nokkrum árum leitar réttlætis: Hefnist fyrir að slasast of snemma? Ný stefna í Miksonmálinu Ríkissaksóknari mælti á þriðjudag fyrir um opinbera rannsókn á sak- argiftum á hendur Eðvald Hinriks- syni sem áður hét Edvald Mikson. Embætti ríkissaksóknara hefur um hríð haft til athugunar gögn varð- andi þær sakir um stríðsglæpi, sem bornar hafa verið á Eðvald. Fyrir rúmum mánuði voru gerðar sér- stakar ráðstafanir af hálfú embætt- isins til þess að afla frekari gagna er- lendis frá. Gögn hafa ekki enn öll borist, en þau sem nú þegar liggja fyrir þykja gefa nægilega ástæðu til þess að fyr- irskipa opinbera rannsókn. -ÁG Á sömu stofu á einu sjúkrahúsa borgarinnar liggja tvö alvarlega slösuð ungmenni sem tal- in eru hafa hlotið mikla varanlega örorku. Annað þeirra slasaðist fyrir 1. júlí sl. og á von á níu milljónum króna í bætur en hitt slasað- ist eftir þann dag og á hins vegar von á 22 miljjóna bótum. „Þetta eru mistök Alþingis og brot á jafnræðisreglu og mér finnst þetta ekki hægt. Það er ekki hægt að mismuna fólki svona eftir dagsetningu,** segir Auður Guð- jónsdóttir, móðir ungrar stúUcu sem slasaðist mjög alvarlega í bflslysi fyrir nokkrum árum. • Blaðsíða 2 J Slökkvilið kallað að Landspítalanum: Engin hætta var á ferðum Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að út að Landspítalanum fyrir hádegi í gær eftir að brunakerfið þar fór skyndUega í gang. Ástæðan fyrir því reyndist vera sú að ryksuga ofhitnaði þegar verið var að þrífa lofthreinsi- stokka og myndaðist við það mik- ill reykur. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var aldrei nein hætta á ferðum. -GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.