Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. ágúst 1993 Tíminn 11 Afmæli: Sverrir Markússon sjötugur Sverrir Markússon, héraösdýra- læknir í Borgarnesi, verður sjö- tugur næstkomandi mánudag, þann 16. ágúst Sverrir og eiginkona hans, Þór- halla Davíðsdóttir, taka á móti gestum í salarkynnum Mjólkur- samlagsins í Borgamesi á morg- un, sunnudaginn 15. ágúst, kl. 15-19. Bjaml og Sólvelg hafa byggt garðstofú vlö húslö þar sem ferðamenn geta setiö (rólegheltum. Tlmamyndir gums Sóley Loftsdóttir og Bjarni Guðmundsson reka gistiaðstöðu á Strönd- um sem þrátt fyrir vantrú margra hefur gengið vel: Eigum heimboð um alla veröld „Þegar við drógum svona mikið saman búskapinn varð þetta hjálp- arhella. Þetta er aukabúgrein, eins og refurinn og það allt saman," segir Sóley Loftsdóttir, húsfreyja á Bæ í Kaldrananeshreppi á Ströndum. Á meðan eiginmaður hennar, Bjami Guðmundsson, einbeitir sér að hefðbundnum landbúnaðarstörfum hefur Sóley umsjón með ferðamannaþjónustunni á bænum. Ferðamannaþjónusta er ört vax- andi atvinnuvegur meðal bænda á íslandi og þess eru dæmi að bænd- ur hafi alfarið snúið sér að ferða- mönnum. Flestir líta hins vegar á þennan iðnað, líkt og Sóley, sem líflega og arðbæra aukabúgrein. Böm Sóleyjar og Bjama em farin að heiman, þau tvö eftir, og þeim þótti því tilvalið að nýta herbergin og húsið sem gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. Þá starfsemi rækja þau nú fjórða sumarið og að sögn Sól- eyjar er aðsóknin mikil. Til er sú saga af ferðaþjónustunni á Bæ að einhverju sinni hafi ferða- menn spurt starfsmann á Hóteli í Reykjavík hvort það væri nauðsyn- legt að panta herbergi á þessum stað. Starfsmaðurinn, tiltölulega vantrúaður á ferðamannaiðnaðinn á Ströndum, hélt nú aldeilis ekki. Það vom því margir sem einfald- lega ákváðu að renna í hlað og þá helgina var sofið í hveiju rúmi og sófa sem fyrirfinnst á Bæ og urðu þó flestir ferðamennimir að gera sér gólfið að góðu. — Höfðu menn litla trú á þessari ferðaþjónustu? >rJá, það höfðu margir enga trú á þessu,“ segir Sóley. ,JVlér fannst eins og mönnum þætti það ekki raunhæft að það kæmi fólk hingað norður á Strandir.“ En aðsóknin er alltaf að aukast. Að sögn Sóleyjar er þetta sumar það besta hingað til. „Ég veit ekki hvers vegna það er, en það er nú vaxandi straumur hér norður á Strandir. Hér er virkilega fallegt landslag og margt að sjá,“ segir Sóley. Á Steingrímsfirði liggur Grímsey beint fyrir framan bæinn og þang- að hafa Sóley og Bjami boðið upp á ferðir. „Svo emm við með sjó- stangaveiði en það hefur ekkert verið spurt eftir henni. Við emm þess vegna að hugsa um að sleppa henni alveg næsta ár og bjóða frekar upp á bleikjuveiði í Kjalar- vatni, hér fyrir ofan bæinn.“ Gistiaðstaðan var opin síðasta vetur og verður opin í vetur, en áð- ur var henni lokað l.október. „En þetta gengur ekkert á vetuma, það em erfiðar samgöngur," segir Sól- ey. „En þrátt fyrir það slæðist hingað fólk.“ — Lífgar þetta ekki upp á heim- ilið og búskapinn? „Víst er það. Við væmm ekki í þessu nema af því að þetta er gam- an. Það er gaman að taka á móti fólki og gaman að kynnast fólki. Við eigum mörg heimboð um alla veröld,“ segir Sóley. „En við ætlum okkur ekki að fara neitt.“ GS. riUDDSKÓLI RAFnS QEIRDALS Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík. Nuddnám • 1 1/2 árs nám, alls 1.500 stundir, skiptist í þijá þætti: 1. Nuddkennsla, 500 stundir, ein önn. 2. Starfsþjálfun, 500 stundir, má taka þrjá mánuöi til tvö ár að Ijúka því. 3. Bókleg fög, 500 stundir, má taka fyrir, meðfram eða eftir nuddkennslu, en sé endanlega lokið tveimur árum eftir að nám hefst. • Sækja má um aö læra nuddkennslu á eftirfarandi tím- um: A. Dagskóli, 1. sept.-31 nóv., kl. 9-16 alla virka daga. B. Kvöld- og helgarskóli, 1. sept - 14. des., mánu- daga til fimmtudaga kl. 17.30-21.15 og aðra hverja helgi kl. 9-18 báða daga. C. Dagskóli, 10. jan.-páska, kl. 9-16 alla virka daga. D. Kvöld- og helgarskóli, 10. jan.- maí, mánudaga til fimmtudaga kl. 17.30-21.15 og aðra hverja helgi kl. 9- 18, báða daga. Inntökuskilyrði: Gagnfræða- /grunnskólapróf. Útskriftarheiti: Nuddfræðingur. Réttur: Sjálfstætt starf, réttur til að opna eigin stofu og augiýsa. Viðurkenning: Viðurkennt af Félagi íslenskra nuddffæð- inga. Upplýsingar og skráning í símum 676612 og 686612 alla virka daga. SET SNJOBRÆÐSLURÖR Fullnýtum orku heita vatnsins meö SET - snjóbræðslurörum undir stéttar og plön. SET - snjóbræðslurör eru gerð úr fjölliða poly propelyne plastefni af viðurkenndri gerð. Hita- og þrýstiþol í sérflokki. SET - snjóbræðslurör og hitaþolin vatnsrör eru framleidd í eftirfarandi stærðum 20mm, 25mm, 40 mm og 50 mm. EYRAVEGI 43 • 800 SELFOSSI Box 83 • SÍMI 98-22700 • Fax 98-22099

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.